Vikan - 03.09.1942, Side 15
VIKAN, nr. 31, 1942
15
Er harn ydar ósannsögult? Framhaid af bis. 10.
• er Ijótur hattur," finnið, að stundum
má koma með „hvíta lýgi.“ Þér hafið
á réttu að standa. Ég veit um eina
móðir, sem skýrði það fyrir dóttur
sinni, að henni mundi sennilega ekki
falla það vel, ef vinstúlka hennar
segði við hana: ,,Ég vil ekki leika
mér við þig.“ Barnið skildi það, að
það var stundum nauðsynlegt að
leika sér við önnur börn, jafnvel þótt
hann langaði ekki til þess.
Stundum segir barnið ósatt, ein-
ungis til þess að græða á því. I slík-
um tilfellum verður móðirin að kenna
þvi að taka tillit til annarra.
Betty var sex ára, en Charlene
fjögurra ára og var í bamagarði.
Betty hafði verið mjög dugleg á
fyrsta skólaári sínu og hrósuðu allir
henni mjög. Brátt heyrði móðirin
það, að Charlene fór að segja tröll-
auknar sögur af gerðum sinum í
barnagarðinum. Við athugun komst
hún að því, að sögur þessar voru
hreinasti uppspuni. Þessi vitra móðir
ákvað að finna ástæðuna. Og hún
fann hana. Undir eins og fjölskyldan
sá, að Charlene vakti eins mikla at-
hygli og Betty, hætti Charlene að
segja þessar sögur sínar.
Við rannsókn, sem gerð var í skóla
einum, kom það í ljós, að foreldrar
sannsögulla bama leggja meira upp
úr „fordæmum" en foreldrar ósann-
sögulla barna.
Hlustið á símsamtal móðurinnar:
„Ég er með svo mikinn höfuðverk,
Eleanor. Getum við ekki frestað spila-
kvöldinu þar til seinna? Mér þykir
þetta leitt, en ég gæti alls ekki spil-
að.“ Hún leggur heyrnartólið á og
snýr sér að heimilisföðumum: „Kall-
aðu nú á Betty og Bill, og við skul-
um skemmta okkur eitthvað. Mér
leiðist svo að hlusta á rausið í henni
Eleanor."
Pinnst ykkur það nokkuð einkenni-
llegt, að fáum dögum síðar, þegar
Dóra frænka er í heimsókn, segir
-Janet, sem er fjögurra ára gömul, um
morguninn að henni sé svo illt í
maganum ? Móðir hennar sendir
hana því ekki í skólann. Og er það
einkennilegt, að klukkan tíu biður
Janet um að mega fara með Dóru
frænku út í bæ? Þetta er skemmti-
legra en að fara í skóla, og Janet fer
eftir fordæmi móður sinnar með
þessu.
Gætið þess einnig að hvetja ekki
börn yðar til ósannsögli með spurn-
ingum yðar. Þér takið eftir því, að
kökur hafa horfið. „Jimmy, borðaðir
þú kökumar?" Hreimurinn í rödd
yðar og reiðisvipurinn bendir Jimmy
á það, að bezt sé að segja ,,nei“ og
hann gerir það. Og svo kemur leiðin-
legt atvik, vegna þess að Jimmy
hefir sagt ósatt. En sökin er ein-
göngu yðar. Ef þér hefðuð sagt:
„Jimmy, ég vildi, að þú hefðir ekki
tekið þessar kökur. Næst, þegar þig
og vini þína langar í kökur, þá skul-
ið þið koma til mín, og ég mun reyna
að finna eitthvað handa ykkur“ —-
þá er öllu sennilegra, að Jimmy hefði
ekki neitað þessu.
Hér em fjögur atriði, sem mér
finnst nauðsynleg, til þess að kenna
bömum að meta gildi sannleikans:
1. Ásakið ekki barnið um ósann-
sögli, þar til þér eruð vissar um, að
það hafi á röngu að standa. Ekkert
mun frekar knýja það til þess að
segja sannleikann en það, að það
veit, að þér treystið því.
2. Látið ekki barnið sleppa með
ósæmilega ósannsögli. Ef það segir,
að því sé illt í maganum, látið það
þá fara að hátta. Ef því var ekki illt
í maganum, er ósennilegt, að það
reyni þennan prett aftur.
3. Látið börnin ekki freistast til
þess að segja ósatt. Það er mikil
freisting fyrir börnin, þegar þau sjá
peninga, að taka þá og kaupa sér
sælgæti.
4. Neyðið ekki bamið til ósann-
sögli. Hve oft hafið þér heyrt bam
neytt til þess að segja: „Mér þykir
það leitt,“ þegar bæði barnið og
móðirin vita, að það er alls ekki
svo?
Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Auglýsingaverð
Vegna sívaxandi útgáfukostnaðar hafa út-
gáfustjórnir undirritaðra blaða ákveðið að
| hækka verð á auglýsingum frá 1. september
n. k. í kr. 5.00 eind. cm. — Jafnframt verður
lækkaður afsláttur á auglýsingaverði þannig:
Áður 50% nú 30%
— 33ys% nú 20%
— 25% nú 15%
Reykjavík, 29. ágúst 1942.
Morgunblaðið, Isafold og Vörður,
Vísir, Alþýðublaðið,
Þjóðviljinn,
Vikubl. Fálkinn, Heimilisbl. Vikan.
KnpÉin H.
Sjálfsævisaga byltingarmanns.
ÆVISAGA KRAPOTKINS fursta hefir verið talin ein hin
gagnmerkasta og bezt gerða sjálfsævisaga heimsbókmennt-
anna. Fáum hefir gefist kostur á að skýra frá viðburðaríkari
æviferli, enda tekur hann fram flestu því, er gerist í ævin-
týralegustu skáldsögum: Aðalborinn af tignustu ættum
Rússlands. Barn í grímubúningi við hásætisskör Nikulásar
keisara fyrsta, sofandi 1 keltu keisaradrottningarinnar, er
síðar varð. Hirðsveinn við hlið Alexanders annars — þess
albúinn að leggja lífið í sölurnar fyrir hann. Landkönnuður
og vísindamaður á heimsmælikvarða á hinni miklu vísindaöld
og jafnframt uppreisnarmaður gegn öllum viðurkenndum
stjórnmálakenningum um samfélag manna. Einn tíma dags-
ins í tildurslegustu hirðveizlum í Vetrarhöll keisarans og
annan í dularbúningi í úthverfum borgarinnar boðandi fátæk-
um verkamönnum byltingarkenningar. 1 fangelsi í Rússlandi
kominn að dauða úr harðrétti og skyrbjúg. Hinn bíræfnasti
flótti úr fangelsinu og úr landi. Um langan aldur bláfátækur
landflótta rithöfundur í Vestur-Evrópu, umsetinn af njósn-
urum zarsins, árum saman í fangelsi, jafnvel gerðir út menn
til að myrða hann. Stórgáfaður og hálærður maður með yfir-
sýn yfir öll viðfangsefni mannlegs anda og heimsfrægur
fyrir rannsóknir sínar og ritmennsku. En á allt annað skyggir
fágætur persónuleiki hans og göfugmennska, sem- naumasi
hefir átt sinn líka. Af hverri línu bókarinnar andar bla
mannúðar, réttlætiskenndar, drengskapar og frelsisástar, og
á boðskapur höfundar sérstakt erindi til yfirstandandi skálm-
aldar ofstjórnar, mannfyrirhtningar, ofbeldis og kúgunar.
BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllll!