Vikan


Vikan - 25.11.1943, Page 2

Vikan - 25.11.1943, Page 2
2 VIKAN, nr. 47, 1943 Pósturinn Kæra Vika! Þú upplýsir svo margt í spurninga- dálki þínum. Viltu nú vera svo góð að fræða mig á eftirfarandi: Hvað ber prestum Þjóðkirkjunnar fyrir eftirtöld prestsverk með núver- andi verðlagi: 1. Barnsskírn. 2. Ferm- ingu. 3. Giftingu. 4. Greftrun með ræðu i kirkju og án ræðu — Hús- kveðju. 5. Þjónusta í heimahúsum. 5. Önnur aukaprestsverk, sem greiða ber fyrir. Fastur kaupandi Vikunnar í Reykjavík. Svar: Samkvæmt gildandi gjald- skrá fyrir aukaverk sóknarpresta útgefinni af dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu 16. febr. 1942, ber prest- um gjald fyrir aukaverk sem hér segir: 1. Fyrir barnsskírn .... kr. 10.00 2. Fyrir fermingu ........ — 30.00 3. Fyrir hjónavígslu ..... — 20.00 4. Fyrir greftrun (líksöngs- eyrir) ............... — 15.00 5. Fyrir vottorð í embættis- nafni ................. — 2.00 Fyrir ræður fluttar við hjónavígsl- ur eða jarðarfarir ber presti sérstök greiðsla, eftir efnum og ástæðum hlutaðeigenda. Ekki er litið svo. á, að presti beri sérstök greiðsla fyrir að þjónusta í heimahúsum eða fyrir sjúkravitjanir, en ferðakostnað ber að greiða prest- inum, þegar hans er vitjað, bæði til þessara og annara aukaverka. Kæra Vika! Nú langar mig tii að spyrja þig um ættarnöfn: Nú heitir maður til dæmis Jón Ármann og er Hansson. Er honum þá heimilt að breyta nafhi sínu þannig: Jón Hansson Ármann eða þá Jón Ármann og sleppa föðurnafninu ? — Segjum sem svo að Ármanns-nafnið finnist ekki í ætt hans, en hafi bara verið skírður svona „út i bláinn“. Er honum þá heimilt að taka sér Ármanns-nafnið fyrir ættarnafn ? Heð beztu kveðju og fyrirfram þakklæti. Guðm. Kr. Svar: Upptaka nýrra ættarnafna var bönnuð með lögum árið 1925. Kæra Vika! Við erum héma tvær systur, tví- burar, sem langar til þess að læra að syngja. Við höfum svo að segja alveg eins raddir, nema ég (sú sem skrifar) hef meira raddsvið. Eg hef sungið allar raddir i barnakór frá fyrsta sópran, niður í annan bassa. Við höfum verið í kórum frá því við vorum tiu ára en aldrei notið neinn- ar söngkennslu og langar okkur til þess að biðja þig að svara nokkrum spumingum um söngkennara: 1. Ætli það sé hægt að fá tíma hjá Sigurði Birkis? 2. Hvar er hægt að ná tali af hon- um og hvenær? 3. Hvað er símanúmer hjá Guð- rúnu Þorsteinsdóttur söngkonu frá Akureyri ? Vertu svo sæl og ég vona eftir svari sem fyrst (helzt í næsta blaði). Systur frá Fáskrúðsfirði, nú staddar í Reykjavik. Svar: Það er bezt fyrir ykkur, að tala við Sigurð Birkis sjálfan um Sæmdur heiðursmerki eftir árás á Japani. Yfirmaður 7. flugdeildarinnar W. H. Hale festir pálmagrein á barm R. E. Lambert fyrir þátttöku hans í árás á Japani einhversstaðar á Kyrrahafinu. Glœsileg búð Blómaverzlunin Flóra flutti nýlega í Austurstræti 8, en þar var áður Isa- foldarprentsmiðja, og hefir þar verið gerð ein glæsilegasta sölubúðin í bæn- um. Er gaman að því, að íslenzkir iðnaðarmenn skuli leysa verk sín svo vel og snyrtilega af hendi, eins og þar má sjá. Böm Sigurðar heitins búnaðar- málastjóra, Ragna og Ingimar, stofnuðu verzlunina 1932 og var hún fyrst á Vesturgötu 17, flutti árið 1935 í Austurstræti 1, en fyrir fimm ámm í Aust- urstræti 7 og hefir verið þar þangað til nú. Ungfrú Ragna tók ein við rekstri verzlunarinnar 1940. Húsnæði þetta er miklu stærra en það, sem Flóra hafði áður. þetta, hann mun gefa ykkur allar nánari upplýsingar þessu viðvíkjandi. Símanúmerið hjá honum er 4382. Því miður höfum við ekki getað aflað okkur upplýsinga um hvaða símanúmer Guðrún Þorsteinsdóttir frá Akureyri hefir. 7. nóvember 1943. Kæra Vika! Viltu gjöra svo vel og svara spurn- ingum mínum: 1. Er Vibratorinn í straumbreytar- anum ónýtur eftir þær 1200 klukku- stundir sem hann á að duga? 2. Fæst nýr Vibrator? 3. Hvað kostar hann? Fyrirfram þökk fyrir svarið. Útvarpshlustandi. Svar: 1. Já, það mun vera, þetta er meðal endingartími, annars er um margar gerðir Vibratora að ræða. 2. Þeir fást ekki núna, en von er á þeim hjá Viðtækjaverzlun ríkisins eftir áramótin. 3. Það fer eftir gerð. Rvík, 18. nóvember 1943. Kæra Vika! Ég hefi veitt því athygli að þú leysir ótrúlega vel og fljótt úr vanda lesenda þinna. Nú langar mig til að biðja þig um hjálp. Ég hefi heyrt að ensku- kennari Alþýðuskólans kenndi sér- staklega vel ensku, nú langar mig að vita hvað hann heitir og hvort hann muni geta tekið fleiri i skóla- tímana eða hvort hann taki nokkra „prívat" tíma. Einnig langar mig til að vita hvort það á að tala við hann um þetta eða skólastjóra skólans Skúla Þórðarson magister. Þakka væntanlegt svar. Virðingarfyllst. n. þ. Svar: Enskukennari Alþýðuskól- ans er Jón Ingimarsson. Hann kvaðst ekki geta sinnt því, að kenna í „prívattímum", þar sem hann hefir kennslu á hendi annarsstaðar en í Alþýðuskólanum. En reynandi er fyr- ir yður að tala við skólastjóra skól- ans, Skúla Þórðarson, ef ske kynni að hægt væri að bæta nemanda í enskutíma skólans. Kæra Vika! Mig langar til að spyrja þig hvað stærsta sundlaug á landinu sé stór og hvar hún er. Viltu gjöra svo vel og segja mér hvað Sundhöllin er stór? Ég vonast eftir svari sem fyrst. Sveitastúlka. Svar: Stærsta sundlaugin á land- inu er í Hveragerði i Ölfusi. Hún er 12 metrar á breidd og 50 metrar á lengd. Sundhöllin í Reykjavík er 12 metrar á breidd og 33% metriálengd. „Vinur Vikunnar" sendi blaðinu þessa kveðju með þakklæti fyrir, hve það hefir oft stytt honum stund- irnar: Ég þrái vor, ég þrái sól, ég þrái sumardægrin löng. Og lítinn bæ við lágan hól og lækjarnið og vatnasöng. Og fagurbláan fjallatind og foss er kveður þýðum róm og grænan hvamm og litla lind og líf og yl, og fuglahljóm. Sauðárkrók, 14. nóv. 1943. Getur þú gert svo vel og sagt mér, af hvaða húsi myndin er, sem er á fimm krónu seðlunum? Sævar. Svar: Hún er af Landbankahúsinu, eins og það leit út fyrir breyting- una, sem gerð var á "því fyrir skömmu. Síðari spumingunni sem í bréfinu var, getum við því miður ekki svar- að að þessu sinni. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.