Vikan


Vikan - 02.03.1944, Page 4

Vikan - 02.03.1944, Page 4
4 VTKAN, nr. 9, 1943 SKÁLDIÐ S M A S A G A eftir Henri Duvernois. Léopold de Brugnon hafði hrifið Sandrierhjónin, sem voru heiðar- legt fólk úr sveitaþorpi, með útliti sínu og vegna þess að hann var vísinda- maður. Hann hafði einnig unnið hjarta hinnar óreyndu dóttur þeirra, Júlíu. Léopold, sem var mjög laglegur og með mikinn svartan hárlubba, alltaf svart- klæddur og með blaktandi hálsbindi, var í augum þessa heiðarlega fólks ímynd bók- menntalegrar snilligáfu. Þau gleyptu hvert orð, sem hann sagði og héldu því fram að litli, grimmi hundurinn þeirra, sem hét Bijou og var sí-geltandi, sæti alveg kyrr og hlustaði á það, sem Léopold sagði, ef hann opnaði munninn. Julia, sem var næstum því ótrúlega barnaleg, kyssti með f jálgleik titilblöðin á kvæðasafninu, ,,Þunglyndi“ og skáldsög- imni „Rauða móðirin“, þar sem höfundur- inn hafði skrifað: „Til ungfrú Sandrier. Sérhvert listaverk hlýtur að vera auð- virðilegt í samanburði við listaverk móður náttúru.“ Og: „Til ungfrú Júlíu, sem hefir vakið von hins ilmandi vors í hjarta mínu.“ Von hins ilmandi vors varð brátf að venjulegri giftingu. „Þú giftist nú frægum manni, miklum snillingi," sagði frú Sandrier við dóttur sína; „nú verður þú að gleyma þínu óskáldlega ætterni, og þegar þú ferð með jámbrautarlestinni, verður þú að hafa áhuga á landslaginu, sem þú ferð um.“ ACeðan ungu hjónin voru á leiðinni til Svisslands, horfði Júlía á skáldið sitt með augnaráði, sem var fullt aðdáunar, þakklætis og ótta. Eftir hann var „Þunglyndið“ og „Rauða móðirin“! En hvað hann var fallegur! En hann var þegar svo önnum kafinn við skáldskap sinn, að hann gleymdi ungu eiginkonunni sinni? Hann horfði hvasst á símaþræðina, sem þau þutu fram hjá, og því næst á spikaðan mann, sem sat fyrir framan þau og horfði viðutan á magann á sér. „Ertu að leita þér að viðfangsefnum?“ spurði Júlía eiginmann sinn. „Já, ég er að leita mér að viðfangs- efnum,“ hvíslaði hann. „Þú verður að fyrirgefa mér, en ég get ekki gert að því.“ „Þú skalt ekki vera að afsaka það, því að ég hefi mikinn áhuga á því!“ Feita manninum gramdist nú brátt, að þau gláptu stöðugt á hann, og hann lét það líka greinilega í ljós að hann kærði sig ekki um það, og það náði meira að segja svo langt, að hann hreytti úr sér nokkrum ókurteislegum orðum. En hann fór þó út við fyrstu stöð, og Júlía dró andann léttara. „Ó, elskan mín, það var gott, að þessi maður fór. Ég var orðin dauðhrædd við hann!“ sagði Júlía. „Svona smá óþægileg atvik tilheyra stöðu minni, og þú verður að reyna að venja þig við það. Menn eins og ég lenda líka í einvígum.“ „Hefir þú háð einvígi?“ „Nei, en ég hefi fimm sinnum verið ein- vígisvottur, og ég get fullvissað þig um það, að það er miklu meira æsandi heldur en að heyja sjálfur einvígi!“ Léopold sat og starði á auða akrana, eins og hann væri líka að athuga þá ná- kvæmlega, þegar Júlía lagði höndina blíð- lega á handlegg hans og sagði dreymandi um leið og hún andvarpaði: „Stundum óska ég þess, að þú værir ekki frægur---------.“ Brugnon hrökk við. Ekki frægur! Hún barmaði sér yfir að hann væri of fallegur til þess að vera frægur! Hann gleymdi að hvorki „Þung- lyndi“ né „Rauða móðirin" höfðu megn- að að draga nafn hans úr því niðamyrkri, sem hvíldi yfir því, og hann gramdist af orðum hennar. Fólk, sem ferðast, vill gjarnan sýnast, og Léopold ætlaði sér líka að vekja aðdá- un samferðakonu sinnar. Hann sagði þess vegna: „Mér þykir sárt að heyra þig tala svona, kæra Júlía. Þar sem. við erum ekki rík, hefi ég álitið það mikla hamingju, að frægð mín gæti varpað ljóma yfir heimili okkar. Þú átt heiðurinn með mér, en þú verður líka að bera byrðarnar með mér.“ „Léopold," stamaði veslings unga kon- an. „Þú veizt að ég vil allt fyrir þig gera. Ég er svo hreykinn af þér, en ég finn, hvað ég er þér andlega miklu minni.“ „Það er bara vegna þess, hvað ég er flestum fremri, en ég get huggað þig með : VEIZTU —? 5 1. Hvenær var franski rithöfundurinn Guy de Maupassant uppi? : 2. Hvað ■ hét frægasti rússneski dans- meistarinn á þessari öld? ! 3. Hvar eru hvalveiðar mest stundaðar? : 4. TJr hverju er sement búið til? 5. Hve lengi var Tudorættin við völd í Englandi ? : 6. Hvenær var einveldi komið á í Dan- mörku ? 7. Hvenær var sænski rithöfundurinn August Strindberg uppi? 5 8. Af hvaða ætt er fífillinn ? 9. Hvað er hvoma? 10. Hvenær var Bókmenntafélagið stofnað ? Sjá svör á bls. 14. því, að þú ert betur gefin en meiri hluti kvenna. En nú verð ég fyrir fram að segja þér frá ýmsu, sem mun koma fyrir á ferða- lagi okkar og þú verður að sætta þig við. Við getum ekki verið óþekkt hvar sem við komum. Þegar við förum svona frá ein- um stað á annan, verðum við fyrir óþægi- legri forvitni. Ef það vitnast að við búum á einhverju gistihúsi, þá kemur strax fólk, sem vill láta mig skrifa nafn mitt eða kvæði. „Þetta finnst mér einmitt skemmtilegt!“ hrópaði Júlía og klappaði saman lófunum. En gleði hennar hvarf fljótt, og hún bætti hnuggin við: „Þú mátt þá ekki gleyma mér, vegna allra hinna?“ „Nei, vertu alveg róleg,“ huggaði Léo- pold hana. Þegar þau komu í gistihúsið, lét Léo- pold konu sína hafa tíma til að laga sig eftir ferðina, og hann fór niður til þess að líta í gestabókina. Hann valdi nokkur nöfn og skrifaði þau niður og náði svo í stofustúlkuna. „Þér eruð líklega vel gefin og þag- mælsk? Og talið frönsku?“ „Já, herra.“ „Gott. Hlustið þá vel á það, sem ég segi. Á hverjum morgni, þegar þér færið okkur kaffið, takið þér eitt af nöfnunum, sem ég hefi skrifað upp. Sko, til dæmis, „Greifafrú Pulverini,“ og svo segið þér: „Greifafrú Pulverini biður herrann um að skrifa í rithandasafn sitt.“ Skiljið þér það? Ég ætla að stríða konunni minni. Ég gef yður tvo franka og fimmtíu sent- ímur á dag fyrir það. Viljið þér endur- taka það, sem ég sagði, til þess að ég- geti heyrt að þér hafið ekki misskilið mig.“ Stofustúlkan endurtók það, og þegar hún færði þeim kaffið morguninn eftir, sagði hún hátt og skýrt: „Greifafrú Pulverini biður herrann um að skrifa í rithandasafn sitt.“ Júlía varð steinhissa. Nú hófst það. Heill hópur af aðdáendum mundi krækja í Léo- pold. Hvað átti hún að gera til þess mega eiga þennan eftirsóknarverða mann? Hún öfundaði næstum því systur sína, Léontine, sem var gift bruggara. Hann var nú samt bæði gamall og feitur, en hún fékk þó að hafa hann í friði. Á meðan hafði de Brugnon tekið upp sjálfblekunginn sinn og ritað nafn sitt, með útflúri og sveiflum, fyrir neðan línu, sem hann hafði skrifað fyrst. Júlía, sem stóð fyrir aftan hann og las yfir öxl hans hvað hann hafði skrifað, rak upp hálfkæft óp. Þegar stofustúlkan var farin út, hvíslaði hún með grátklökkri röddu: „Þú skrifaðir: „Sérhvert listaverk hlýt- ur að vera auðvirðilegt í samanburði við listaverk móður náttúru.“ Þú skrifaðir þessi sömu orð framan á „Þunglyndið", sem þú gafst mér.“ „Nú er ég í fríi, og mér er alveg ómögu- Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.