Vikan


Vikan - 02.03.1944, Síða 12

Vikan - 02.03.1944, Síða 12
12 VTKAN, nr. 9, 1943 held, að henni þætti bezt að fá einhvern til þess að tala við.“ Þessi góða stúlka var strax full meðaumkunar. Hún ætlaði að fara þegar í stað. Það hlaut að hafa verið hræðilegt taugaáfall fyrir veslings konuna, sem var nú ekki dugleg að ferðast og tók líka nærri sér að skilja við dóttur sína. Ó, já, hún ætlaði að fara strax — taska hennar var ekki læst ■— og hún ætlaði að taka með sér eitthvað hressandi. Hún þaut af stað. Það var fljótlegt að athuga eignir hennar. Þær voru næstum engar. Hún hafði auðsjáanlega ekki enn þá tekið eftir vírn- um, sem vantaði i hattöskjuna. Ungfrú Debenham hafði lagt bókina sina niður. Hún horfði á Poirot. Þegar hann ávarpaði hana rétti hún honum lykla sína. Þegar hann tók niður fyrstu töskuna og opnaði hana, sagði hún: „Hvers vegna létuð þér hana fara, Poirot?“ „Ég ungfrú? Til þess að hjálpa amerísku konunni.“ „Ágætur fyrirsláttur.“ „Ég skil yður ekki, ungfrú.“ „Ég býst við, að þér skiljið mig vel,“ sagði hún brosandi. „Þér vilduð ná í mig eina. Var það ekki?“ „Þér leggið mér orð í munn, ungfrú." „Og hugmyndir i höfuðið ? Nei, ekki held ég það. Þær vantar ekki. Er það ekki rétt?“ „Ungfrú, það er til málsháttur —.“ „Sá, sem afsakar sig ákærir sig —, var það ekki það, sem þér ætluðuð yður að segja? Þér álítið mig víst athugula, og vel gefna. Af ein- hverri ástæðu hefir yður dottið í hug, að ég viti eitthvað um þennan viðbjóðslega glæp — morð þessa manns, sem ég hafði aldrei séð fyrr.“ „Þetta er ímyndun hjá yður.“ „Nei, alls ekki. En mér finnst það óþarfa tíma- eyðsla að segja ekki, sannleikann, með því að fara allar mögulegar krókaleiðir í staðinn fyrir beint.“ „Þér viljið ekki eyða tímanum. Nei, þér viljið ganga beint að efninu. Þér viljið þá aðferðina. Gott, ég ætla þá að spyrja yður um þýðingu nokkurra orða, sem ég heyrði, þegar við vorum á leið frá Sýrlandi. Ég hafði farið úr lestinni á stöðinni í Koya. Ég heyrði rödd yðar og ofurst- ans, ungfrú. Þér sögðuð við hann: „Ekki núna. Þegar allt er búið. Allt er liðið.“ Hvað þýddu þessi orð, ungfrú?“ Hún sagði mjög rólega „Haldið þér, að ég hafi átt við morðið ?“ „Það er ég, sem spyr yður, ungfrú.“ Hún and- varpaði — og var hugsi í mínútu. Svo, eins og einhver hugsun vekti hana, sagði hún: „Þessi orð höfðu sina merkingu, en hana get ég ekki sagt yður. Ég get aðeins gefið orð mitt upp á, að ég hefi aldrei á ævi minni séð þennan mann, Ratchett, fyrr en i lestinni." „Og þér neitið að útskýra þessi orð?“ „Já, ég neita því. Þau áttu við verk, sem ég hefi tekið að mér.“ „Verk, sem nú er lokið?“ „Hvað eigið þér við?“ „Því er lokið, er það ekki?“ „Hvers vegna haldið þér það?“ „Heyrið þér, ungfrú, ég ætla að minna yður á annað atvik. Lestin tafðist daginn, sem við átt- um að koma til Stamboul. Þér voruð mjög æstar, ungfrú. Þér sem eruð svo rólegar. Þér misstuð stillingu yðar.“ „Ég vildi komast áfram.“ „Þér sögðuð það. En. ungfrú, Orient hraðlestin fer á hverjum degi frá Stamboul. Þó þér hefðuð misst af henni þá, mundi það aldrei hafa orðið meira en sólarhrings töf.“ Ungfrú Debenham virtist nú í fyrsta skipti vera að missa skapstillingu sína. „Þér virðist ekki gera yður grein fyrir því, að maður geti átt kunningja, sem bíða í London, og eins dags töf getur valdið miklum óþæg- indum?" „Ó, það er þannig. Þér eigið vini, sem bíða komu yðar? Og þér viljið ekki valda þeim óþægindum?" „Vitanlega ekki.“ „Og þó — það er skrýtið —.“ „Hvað er skrýtið?" „Nú tefst lestin aftur. Og nú er töfin alvar- legri, fyrst það er ekki hægt að senda vinum yðar símskeyti eða ná í þá í — í síma.“ Mary Debenham brosti. „Já, það er, eins og þér segið, gremjulegt að geta hvorki sent skeyti eða símað." „Og nú í þetta skipti eruð þér allt öðruvísi. Þér eruð ekki lengur óþolinmóðar. Þér eruð alveg rólegar." Mary Debenham roðnaði og beit á vörina. Hún brosti ekki lengur. „Þér svarið ekki, ungfrú ?“ „Ég vissi ekki, að nokkru væri að svara.“ „Breytingin á framkomu yðar.“ „Finnst yður, þér ekki gera of mikið úr þessu, Poirot?" Poirot pataði afsakandi. „Það er ef til vill, gallinn á okkur leynilög- reglumönnum. Við viljum að framkoma manna sé alltaf eins.“ Mary Debenham svaraði ekki. „Þér þekkið Arbuthnot ofursta vel, ungfrú?" Hann ímyndaði sér, að henni létti við breyt- inguna á umtalsefni. „Ég hitti hann í fyrsta sinn á þessari ferð.“ „Hafið þér nokkra ástæðu til þess að gruna, að hann hafi þekkt þennan Ratchett ?“ Hún hristi höfuðið ákveðin. „Ég er viss um, að hann þekkti hann ekki.“ „Hvers vegna?" „Eftir þvi, hvernig hann talaði." „Við fundum samt pípuhreinsara í klefa Ratc- hetts. Arbuthnot ofursti er eini maðurinn í lest- inni, sem reykir pípu.“ Hann hafði ekki augun af henni, en hún sýndi hvorki undrun né geðshræringu, en sagði aðeins: „Vitleysa. Það væri hlægilegt. Arbuthnot ofursti er sá maður, sem sízt af öllum mundi fást við glæp — einkum glæp eins og þennan." Poirot sá að hann var alveg sammála henni. En hann sagði: „Eg verð að minna yður á það, að þér þekkið hann mjög lítið, ungfrú.“ Hún yppti öxlum. „Ég þekki hann samt nógu vel." Hann sagði mjög góðlega: „Þér neitið því enn að segja mér, hvað þessi orð þýddu?" Hún svaraði kuldalega: „Ég hefi ekkert meira að segja." „Það gerir ekkert til,“ sagði Hercule Poirot. „Ég kemst að því.“ Hann hneigði sig og gekk út úr klefanum og lokaði hurðinni á eftir sér. „Var þetta viturlega gert, vinur rninn?" spurði Bouc. „Þú hefir gert henni aðvart — og hún gerir ofurstanum aðvart." „Vinur minn, ef þú ætlar að veiða kanínu, þá lætur þú hreysikött í holuna og ef kanína er í henni — þá hleypur hún. Það er allt, sem ég, hefi gert.“ Þeir gengu inn í klefa tlildegrade Schmidt. Hún beið eftir þeim, hún var alveg róleg. Poirot flýtti sér að athuga það, sem var í litlu töskunni á stólnum. Svo benti hann þjóninum að taka niður stærri töskuna, sem var í netinu. „Hvar eru lyklarnir?" spurði hann. „Hún er ekki læst.“ Poirot opnaði hana. ,,Ó!“ sagði hann og sneri sér að Bouc, „manstu hvað ég sagði? Líttu hérna!“ Efst í töskunni lá brúnn lestarþjónsbúningur. Heimskusvipur þýzku konunnar hvarf allt í einu. ,,Ó!“ hrópaði hún. „Ég á hann ekki. Ég lét hann ekki þarna. Ég hefi aldrei litið í þessa tösku síðan við fórum frá Stamboul. Það er alveg satt, það er satt!“ hún horfði gráðbiðjandi á mennina. Poirot tók blíðlega í handlegg hennar og hugaði hana. „Nei, nei, allt er í lagi. Við trúum yður. Verið ekki hræddar. Ég er eins viss um, að þér hafið ekki falið einkennisbúninginn þarna eins og ég er viss um að þér séuð góður kokkur. Er það ekki rétt hjá mér?“ Konan brosti, þrátt fyrir að hún væri hrædd. „Jú, allar húsmæður mínar hafa sagt það. Ég —.“ Hún þagnaði með munninn opinn og var kvíða- full á svipinn. MAGGI OG KAGGI. Eftir Wally Bishop. 1. Systirin: Hvert eruð þið að fara, drengir, með veiðistengur ? Mig minnir, að þið hafið lofað að slá túnblettinn í kvöld! Maggi: Það er alveg rétt, en þú veizt vel, hve kjöt- skammturinn er lítill. — 2. Maggi: Okkur datt í hug, að það væri ekki svo lítils virði, að við veiddum svolítið af fiski. — Raggi: Ög ég vildi stinga upp á því, að þú fengir hann Jón Jónsson til að slá blettinn! 3. Systirin: Það er auðheyrt, að þið eruð hugs- unarsamir drengir og mér líst vel á þessa hug- mynd ykkar, en ég ætla breyta henni örlítið: Þið sláið blettinn, en ég fæ Jón Jónsson til þess að fara og veiða! 4. Þetta snerist heldur en ekki í höndunum á okkur. Raggi: Og nú verðum við að borða fisk á hverj- um degi í minnsta kosti í heila viku!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.