Vikan - 27.04.1944, Blaðsíða 2
2
VIKAN, nr. 17, 1944
Pósturínn
Akureyri, 12—3 ’44.
Kæra Vika!
Um leið og ég þakka þér, fyrir
margar ánægjustundir, þá langar mig
til að biðja þig, að koma mér í bréfa-
samband við pilt á aldrinum 19—24
ára. Hann þarf að hafa áhuga fyrir
íþróttum eða hljómlist. Ég er í bréfa-
sambandi víðsvegar út um heim, en
nú langar mig til að fá bréf frá min-
um eigin löndum, og ég óska að þeir,
sem skrifa sendi mynd. Með fyrir-
fram þökk.
Þin einlæg
Hulda Jensdóttir, Norðurgötu 7.
Akureyri.
Kæra Vika!
Okkur tvo undirritaða langar til
að komast í bréfasamband við stúlk-
ur á aldrinum 14—16 ára, helzt úr
Reykjavík. Mynd verður að fylgja.
Kjartan Jónsson,
Guðbjartur Finnbjömsson,
Hrannargötu 1, Isafirði.
Hafnarfirði 21/4 — '44.
Kæra Vika!
Heldurðu að þú vildir ekki vera
svo góð, ef þú getur að gefa mér
upp vísuna sem þessar hendingar eru
úr:
Ég þekki lítinn fagran lund
við lækinn upp við foss.
Ég kann lagið, en ekki nema þessar
linur úr visunni. Hera.
Svar: Þekkir einhver lesandi þetta,
sem vildi senda blaðinu visuna?
Rvík, 21. marz 1944.
Kæra Vika!
Þú leysir úr allra forvitni. Segðu
mér, hvort tilheyrandi sé að herrar
noti tvöfaldan flibba við kjólföt eða
einhnepptan smoking. Einnig hvort
tilheyrandi er að dömur noti arm-
bandsúr við síða kjóla. Heimsk.
Svar: 1) Við kjólföt og smoking er
ekki viðeigandi að nota annað en hina
svonefndu „föðurmorðingja," eða
„manndrápara." 2) Það þykir ekki
smekklegt að vera með armbandsúr
við samkvæmiskjól, en annars er ekki
til nein regla um það.
Kæra Vika!
Geturðu sagt mér hvenær kvlk-
myndaleikarinn Joseph Cotten er
fæddur, og hvort hann sé giftur?
Sísi.
Svar: Joseph Cotten er fæddur 15.
maí 1915. Hann er kvæntur.
Kæra Vika!
Ég sé að þú leysir svo skemmtilega
úr vandræðum lesanda þinna, og þess
vegna langar mig til að biðja þig að
svara tveimur spumingum fyrir mig.
Ég hefi mjög breiða og ljóta fingur-
góma, getur þú sagt mér hvað ég á
að gera til þess að fegra þá ? An þess
að hrósa mér get ég vel sagt að ég
hefi ágæta alt söngrödd; en vegna
feimni þori ég ekki að „ota“ henni
fram, þegar aðrir heyra til, og mig
langar mjög til að læra að syngja,
segðu mér vinsamlegast hvemig ég
á að hrinda þessari feimni frá mér.
Kær kveðja, og þakkir fyrir væntan-
legt svar. Feimin.
Svar: Við breiðum firtgurgómum er
ekkert hægt að gera, þar sem það er
sköpulag fingranna. Annars er hægt
að reyna að nudda þá með feitu
kremi á kvöldin og morgnana; en það
er lítil von um nokkurn árangur. —
Þú getur vel lært að syngja, án þess
að „ota“ söngrödd þinni neitt fram.
Feimnina er auðvelt að yfirbuga með
því að hugsa sem svo, að röddin sé
hvorki betri né verri en annarra.
Kæra Vika!
Viltu nú gjöra svo vel og hjálpa
mér eins og svo mörgum öðrum. Nú
þegar liður að sáðtíma þá fer ég að
hugsa um örðugleikana, sem arfinn,.
brennigrasið og aðrar tegundir af ill-
gresi baka mér. Sérstaklega kemur
þetta þó verst niður á gulrófunum,
því þær eru svo seinar til að koma
UPP. °S þá er arfinn oftast orðinn
tmitluiniM: iim 4ÓIUS1. uiuim •
5—10 cm. hár þegar plantan gægist
UPP> °S þá illráðanlegt að reyta arf-
ann án þess að skemma meira eða
minna fyrir sér. Nú hefi ég heyrt,
að með því að strá tröllamjöli yfir,
á eftir, þegar búið er að sá, megi út-
rýma illgresinu.' En þú sem allt veizt,
segðu mér nú hvort þetta er óhætt,
vegna plöntunnar. Drepur það hana
þá ekki líka? Eða kemur í veg fyrir
að hún nái að koma upp. Segðu mér
nú þitt álit á þessu, og gefðu mér þín
hollu ráð. Með fyrirfram þökk fyrir
svarið, sem ég vonast eftir í næsta
tölublaði, vegna þess hve áliðið; /er
orðið. Ein fáfróð.
Svar: 1) Arfann á að reyta undir
eins og hann kemur upp úr jörðinni.
því þá er bezt að halda honum S
skefjum; og hann á aldrei að fá að
verða 5—10 cm. hár. Alrangt er að
bíða með að reyta arfann, þangað til
plönturnar, sem sáð hefir verið, eru
komnar upp. 2) Tröllamjöl útrýmir
illgresi; og skal bera það á áður en
plöntumar koma upp, því að þær þola
það ekki. Framhald á bls. 7.
SlMI 1521
Skrifstofa
SÍMI 1521
lýdveldiskosninganna
í Reykjavík
er opin í Hótel Heklu (gengið inn frá Lækjar-
torgi). Þar geta menn fengið allar upplýsingar
viðvíkjandi atkvæðagreiðslunni.
Atkvæðagreiðslan hefst í dag.
Munið að greiða atkvæði sem fyrst, ef þér
verðið fjærverandi frá heimili yðar á kjördag.
Reykjavíkurnefnd lýðveldiskosninganna.
Besta fermingargjöfin
er ÚR frá okkur.
Það er gjöf, sem verður þiggjandanum
samferða alla lífsleiðina.
Höfum einnig fyrirliggjandi mikið úrval
af hringum, krossum, ermalinöppum o. fl.
sem er
tilvalin fermingargjöf
Vesturgötu 21a.
ioooooooooooooooooooooooooooooooooooœ^^o^og^s»s>o^soooooooooooooooooooooooo
Otgeíandi: VIKAN HLF., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Gufimundsson, Kirkjustræti 4, níml 5004, pósthólf 365.