Vikan


Vikan - 27.04.1944, Blaðsíða 10

Vikan - 27.04.1944, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 17, 1944 nunmii iii n b i iii i l i v Sjúkdómar á börnum 1-6 ára Matseðillinn Héralíki. % kg. kjöt, Vi kg. soðin jarð- epli, 1 egg, salt, pipar, 75 gr. smjörlíki, % 1. mjólk brúnuð jarðepli. Sé notað saltkjöt, er það afvatnað og ekki notað krydd. Kjötið er saxað þrisvar sinnum í söxunarvél og jarðeplin þrisvar sinnum. Hvort- tveggja sett í skál og hrært með egg- inu um stund. Sett á borð og formað líkt og hveitibrauð. Og síðan sett í steikaraskúffu, sem er smurð smjöri og smjörklessur settar hér og þar. Steikt í ofni, unz það er móbrúnt. Þá er mjólkinni, sem er hituð og blönduð vatni, hellt yfir, og síðan er allt látið sjóða í ofninum í y2 - 1 klst. Á 10 minútna fresti er soðinu ausið yfir kjötið. Soðið síað og haft í sósu. Sósan: 30 gr. smjörlíki, 30 gr. hveiti, mjólkursoðið, sósulitur, sykur, salt, pipar út í og þynnt siðan með soð- inu. Látið sjóða í 2 mín. Sósulitur settur í og krydd eftir smekk „Hér- inn“ settur í heilu lagi á mitt fatið. Þar í kring brúnuð jarðepli og lítil sósa yfir. Sósan er borin með í sósu- könnu, Kókó-hrís með mjólkursósu. Leifar af hrísgrjónagraut (mjólkurgraut), úr 1 lít. mjólkur Viliter rjómi, 4 matskeiðar kókó, 4 matskeiðar sykur. Kókóinu og sykrinum er hrært út í grautinn og seinast rjómanum þeyttum. Látið í glerskál. Sósan: % líter mjólk, 2 eggjarauður (eða eitt egg), 1 slétt full matskeið sykur, 2 siéttfullar matskeiðar kartöflu- mjöl vanille. Eggin hrærð með sykrinum, mjöl- inu og dálitlu af mjólkinni. Hitt er látið sjóða og hrært vandlega út í eggið, sett yfir eld og látið hitna undir suðu. Hrært í á meðan og á meðan það er að kólna, svo ekki setjist á það skán. Borið heitt á borð. Héma sést blússa og pils eins og mikið er farið að nota -í stað síðra samkvæmiskjóla. Pilsið er úr svörtu eða^dökkbláu silkiefni, en blússan úr þunnu efni, t. d. blúndu. Blússan er mjög flegin í hálsmálið og með stutt- ar ermar, hanzkarnir háir. G OTT RÁÐ: Gamlar kartöflur verða bragðbetri, ef þær eru settar í vatn yfir nóttina, áður en þær eru notaðar. Á þessum aldri hreppa bömin iðu- lega aila eða flesta næma sjúkdóma, svokallaða barnasjúkdóma: mislinga, kikhósta, skarlatssótt, barnaveiki og erkióvinur allra bama, berklaveikina. Böm smitast ýmist í skólum, á leikvöllum eða einhverjum slíkum stofnunum, eða af leiksystkinum, sem þau finna á förnum vegi utan heim- ilis, eða heima hjá sér. Er oft illt að rekja feril sumra sjúkdóma og illt, eða jafnvel ómögulegt að varast þá, þegar þeir em orðnir útbreiddir. Sumir af þessum sjúkdómum, eink- um kikhósti og mislingar, ráðast aðallega á andardráttarfærin; slím- húð þeirra verður þá svo veik að berklar eiga þar greiðan aðgang og koma síðan fram í ýmsum myndum. oft í eitlum (hálseitlum, barkaeitlum i og öðrum innýfla eitlum). Er þá ekki í lítið undir því komið, að foreldrar ggeri sér ýtrasta far um að efla heilsu barna sinna með öllu mögulegu móti, reyna að gera þau svo hraust, að þau séu brynjuð gegn berklasmitun eða svo elfd af lifsmagni, að berklar nái engum tökum á þeim þótt þau kunni að smitast; það fer að sjálf- sögðu, að sterka gát þarf að hafa á því, að enginn berklaveikur hafi náin mök við börnin (fóstrur, leiksyst- kini, frændfólk og kunningjafólk), og eins að halda heimilinu svo hreinu sem hægt er, svo að berklarnir fái ekki leynst þar í neinu skúmaskoti. Gott viðurværi, rnikil útivist, sólskin, hreint loft inni hafa hér mikið að segja, meira en nokkuð lyf. Af sól- skini fá börnin sjaldnast of mikið, en það er aldrei notað hér á landi, sem skyldi. Gætu foreldrar fengið margar þarflegar bendingar hjá læknum um notkun sólskins og holl- ustu fyrir ungböm. Sótthiti. Það er alveg sjálfsögð regla, að bam, sem hefir sótthita, sé í rúminu meðan hitavottur er, og meira að segja einn eða fleiri daga eftir að það er orðið hitalaust. tít má það ekki fara fyrr en 2—3 dög- um eftir að hitinn er horfinn, þó að sumri sé; á vetrum þarf enn meiri varkámi um útfararleyfi eftir hvern þann sjúkdóm, sem hitasótt hefir verið samfara. Hafi barn hitasótt nokkra daga samfleytt er varlegra að gera lækni aðvart Fylgi nú ein- hver útbrot eða roðablettir er réttast að láta það vera sér í herbergi og sækja lækni. Ekki skal hita herberg- ið, sem sjúka bamið er í, neitt að ráði; má gjama vera svalara en annars, en loftræsting góð. Til nær- ingar á að hafa súpur úr ávaxtasafa, þunna vellinga, ávexti. Hægðir þurfa að vera í lagi, daglega. Sé bamið að staðaldri mjög órólegt og fái t. d. ekki svefn, er gott að láta kaldan dúk á ennið og skifta oft um; þetta fróar baminu talsvert; þó er enn betra að láta auk þessa vel volgan votan bakstur (34—35° C.) um búk- inn á baminu (bak og brjóst); verð- ur þá að hafa vatnsheldan dúk utan á vota dúknum, svo stóran, að hann nái vel út yfir allar hliðar, og þar utan yfir ullardúk; þessum umbúð- um má skipta á 3 tíma fresti, ef bamið ekki sofnar. Bezt væri þó að lauga bamið, ef því yrði við komið. Það er alkunna, að mörg böm fái talsverða hitasótt eftir áreynslur (hlaup, leiki), helzt þó þau, sem eru vöðvarýr, og getur hitinn jafnvel orðið allt að 38° C. En þessi hiti, svona tilkominn stendur ekki lengi, hverfur oftast, þegar bamið er búið að hvíla sig, svona eftir %—1 klst. og ber þá ekkert á barninu. Þetta getur verið meinlaust, en komi það þráfaldlega fyrir og eftir nærri hve litla áreynslu sem er, þá er betra að láta lækni athuga bamið, þvi að all-líklegt er að þá sé eitthvað að því (ef til vill berklar). Húsráð. Tjörublettum er hægt að ná úr fötum með því að nudda svínafeiti á blettina. Skafa svo feitina af, þegar hún er orðin dökk og bæta svo meiru á, og þannig koll af kolli þangað til tjörubletturinn er horfinn. Notið síð- an sterkt sápuvatn til þess að þvo fituna úr. Gerkr's Cereal Food er talið af læknum og ljósmæðrum vera nær- lngarbezta barnafæða. - Fæst í pökkum og dósum I Öruggasta og — bezta handþvottaefnið. Athugið! Fombókaverzlun vor kaup- lr allar bækur hæsta verði. Einnig timarit og blöð. — Grelðsla hvort heldur er 1 pening- um eða bókaskiptum. Komlð og reynlð viðskiptin. Rókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar Lækjargötu 6. - Siml 3263. Búðlngsduft 5 með súkkulaði- og vanille-bragði. | EFNAGEKÐIN STJARNAN | Kemisk-tcknisk verksmiðja : Borgartúni 4. Simi 5799.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.