Vikan


Vikan - 27.04.1944, Blaðsíða 7

Vikan - 27.04.1944, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 17, 1944 7 r Arnesinga saga. Árnesingafélagið í Reykjavík hefir, eins og fleiri slík félög, hafið útgáfu. Fer það mjög myndarlega af stað í þessari starf- semi. Er nú komið fyrsta heftið af Árnesinga sögu og er það náttúrulýsing Árnessýslu, fyrri hluti, „Yfirlit og jarðsaga“ eftir Guðmund Kjartansson, og „Gróður í Árnessýslu“, eftir Steindór Steindórsson. Yfirlitið og jarðsagan taka yfir mestan hluta bókar- innar eða 249 blaðsíður af 268. Ritstjóri alls verksins er Guðni Jónsson. Var ákaflega vel til fallið að hefja héraðssöguna á jarðsögu og gróðurlýsingu sýslunnar og mun það stórum auka gildi verks- ins í heild. Margar myndir eru í bókinni til skýringar efninu og frágangur hennar í bezta lagi. 1 formála segir Guðmundur Kjart- ansson frá Hruna m. a.: „Undanfarin sumur, einkum sumarið 1941, hef ég ferðazt nokkuð um Árnessýslu í rannsóknar skyni og hafði þá samningu þessa rits í huga. Lítið hefur áður birzt á prenti um jarðfræðiathuganir mínar, og segir frá þeim flestum í fyrsta skipti í þessu riti. Mér verður miklu tíðræddara um mín- Basaltgangur í meyru möbergl — Markhella i Langholtsfjalli. „Basalt- gangamir koma þar gleggst fram, er þeir skera sundur bergtegundir, sem eru ólíkar þeim sjálfum að lit, t. d. ljósgrýti og brúngrýti, og einnig þar, sem þeir liggja gegnum sér meyrara berg, er veðrast utan af þeim, svo að þeir skaga fram úr eins og bríkur eða hryggir." (Úr Árnesinga sögu). ar athuganir en annarra, og því vil ég taka það skýrt fram, að jarðsaga Árnessýslu er að mjög litlu leyti mitt verk. Sjálft efnið — rannsóknir og uppgötvanir — hefur verið dregið að um því nær tveggja alda skeið. Þeir Eggert Ólafsson og Sveinn Páls- son drógu að fyrstu viðina til þeirrar smíðar. Jónas Hallgríms- son og ýmsir merkir útlendir vísindamenn juku miklu við. Þor- Kerið f GrímsnesL „Grímsneshraun. 1 vestanverðu Grímsnesi hefur hraun komið upp i mörgu lagi, en flestar kvíslamar sameinast í eina breiðu, sem hér verður nefnd Grímsneshraun. Flest eldvörpin liggja í belti, sem stefnir frá norð- austri til suðvesturs, en fylgja ekki beinni linu. Nyrztu og austustu eld- vörpin eru hæst. Hefur þar hiaðizt upp litið eldfjall, sem nefnist Seyðis- hólar. Mesta hæð þeirra er 214 m y. s. og um 120 yfir jafnsléttu. Efni hólanna er rautt gjall og hraunkleprar. Gjallið hefur á síðustu árum mjög verið notað til vegabóta o. fl. Er nú stór gryfja vestan í hólunum, þar sem náman er. Fast sunnan við Seyðishóla er Kerhóll. Álengdar sýnist hann flatur að ofan eins og stýfð keila, en þegar upp kemur, sést, að brúnimar eru aðeins hringmynduð egg utan um djúpa gígskál. Þjóðvegurinn um Grimsnes upp í Biskupstungur liggur um skarðið norðan við Kerhól. 1 útsuður frá þessum hólum eru mörg eldvörp, en öll miklu lægri. Helzt þeirra eru Tjarnarhólar. Norðan við þá og fast við þjóðveginn er djúpur sprengigígur, sem nefnist Kerið, með tjörn í botni. 1 norður frá Seyðis- hólum eru einnig allmikil eldvörp, t. d. Rauðhóll fyrir ofan Itlausturhóla- bæinn og Sclhólar norðvestur frá Hæðarenda. Aðalupptök Grímsneshraunsins virðast vera í Seyðishólum og Kerhól. Þaðan hallar öllu hrauninu nema nyrstu skæklunum, sem runnið hafa ofan frá Rauðhól og Selhólum. Sennilegast þykir mér, að allt hraunið hafi komið upp í sama eldgangi. Ekki verður a. m. k. séður neinn aldurs- munur á einstökum kvislum þess. Hraunin hafa mest runnið til suðurs og vesturs, eins og landinu hallar. Austurtakmörkin eru víðast við Höskuldslæk og hvergi austar. Norðurbrúnin er skammt ofan við efstu eldvörpin. Þar er Bauluvatn uppistaða í dalkvos, sem hraunið hefur lokað. Berjaholtslækur fylgir vesturbrún Selhólahraunsins og Búrfellsgil norður- brún aðalhraunsins út í Sog. Að vestan nær hraunið alls staðar út að Sogi eða Álftavatni, en til suðurs ganga tvær breiðar hraunálmur fram að Hvítá. Hin ytri myndar tungusporðinn austan Sogsmynnis, en hin eystri liggur að ánni, þar sem heita Nautavaltir milli Snæfoksstaða og Vaðness. Báðar þessar hraunálmur ná saman við hraunið i Flóanum (Þjórsár- hraun), en Hvítá rennur á mótunum og felur þau, svo að eigi verður séð, hvort liggur ofan á hinu. Grímsneshraunið virðist þó eindregið yngra, ef dæma má eftir jarðvegsþykkt. En berg þessara hrauna er ólíkt. Grims- neshraunið er úr mjög smádílóttu blágrýti eða grágrýti. Norðan við þjóðveginn hjá Borg í Grímsnesi er litið eldvarp, sem nefn- ist Borgarhólar. Þar hefur komið upp dálítið hraun, en hvergi runnið nema fáein hundruð metra frá upptökum. Þetta dvergvaxna eldvarp er einkennilega afskekkt, um 5 km. frá Seyðishólum og austar en svo, að það liggi á framlenging aðalgígbeltisins.“ (Úr Árnesinga sögu). valdur Thoroddsen viðaði feikimiklu að, en lét ekki þar við sitja: hann rak saman grindina. Helgi Péturss fann veilu í grind Þor- valds, reif nokkurn hluta hennar niður og reisti að nýju traustari en áður. Síðan hefur lítill hópur jarðfræðinga innlendra og út- lendra, neglt f jalir á máttarviðina, en lítt hróflað við þeim sjálf- um. Minn skerfur er aðeins af því tagi.“ PÓSTUEINN. Framhald af bls. 2. Kæra Vika! Hvað gerði landkönnuðurinn Nord- enskjöld sér til frægðar og hvort var hann norskur eða sænskur? Tveir, sem kýta. Svar: Hann var sænskur, og fór í hinn fræga „Vega-leiðangur“ 1875, og sigldi norður fyrir Asíu, gegnum Beringssund til Japan. Kæra Vika! Er það satt að hestar hafi verið látnir draga strætisvagna i útlönd- um? Telpa. Svar: Hestar voru áður fyrr látnir draga sþorvagna í ýmsum löndum, og var byrjað á því í Ameríku árið 1831, en í Kaupmannahöfn 1862; þar var farið að knýja sporvagnana með raf- magni árið 1897. Kæra vika! Viltu gera svo vel að segja mér hvað þarf til þess að framkalla myndir og hvernig farið er að þvi. Ennfremur hvar hægt er að fá það, er til þess þarf. Ljósmyndari. Svar: Vér sendum þessar fyrir- spurnir til „Verzl. Hans Petersen," sem er vel þekkt fyrir sölu allskonar ljósmyndatækja og fengum eftirfar- andi svar: Til að búa til myndir eftir filmum þarf kopíuramma, framkallara og fixersalt. Á umbúðunum utan um efnin stendur hvernig á að nota þau. Sem stendur er til framkallari og fixersalt, en ekki kopiurammar, en þá ætti hver að geta búið sér til sjálfur. Kæra Vika! Geturðu sagt mér, hvað kona Luthers hét? Með fyrirfram þakklæti. Þinn Lilli. Svar: Kona Luthers var Katharina von Bora. Hún hafði verið nunna áður en hún giftist Luther árið 1525, en hann hafði verið munkur. Skrítlur. „Bróðir þinn er kominn af ljóna- veiðunum. Var hann lieppinn ?“ „Já, hann varð ekki var við neitt ljón.“ Auglýsing. Duglegan og heiðarlegan niar.n vantar til að hirða garð og mjólka kú, sem hefir góða rödd og hefir sungið i lcór! Upplýsingar gefur ...“ Mamma: „Anna, ekki tala með fullan munninn!" Anna: „Hvenær má ég þá tala? Þegar ég tala með tóman munninn, þá segir þú mér alltaf að þegja og halda áfram að borða.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.