Vikan


Vikan - 27.04.1944, Blaðsíða 5

Vikan - 27.04.1944, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 17, 1944 — Ný framhaldssaga: Poirot og lœknirinn 1 ^iiuituiimi BIIUIIIIIIIDI Sakamálasaga eftir Agatha Christie ■iiiiiiiiinimiiiiiinimiimiil^ 1. KAFLI. Dr. Sheppard við morgiinverðiniu Frú Ferrars dó nóttina milli 16. og 17. septem- ber — fimmtudegi. Það var sent eftir mér klukk- an átta um morguninn föstudaginn þann 17. Það var ekkert hægt að gera. Hún hafði verið dáin 1 nokkrar klukkustundir. Klukkan var ekki nema nokkrar mínútur yfir níu, þegar ég kom aftur heim. Ég opnaði úti-. hurðina með lykli minum, og ég dvaldist af ásettu ráði, nokkra stund við að hengja upp hatt minn og frakka, sem ég áleit nauðsynlega var- úðarráðstöfun gegn kuldanum snemma á þessum haustmorgni. Svo ég segi satt, þá var ég talsvert órólegur og ergilegur. Ég ætla ekki að gefa það i skyn, að ég hafi á þessari stundu séð fyrir um atburði næstu vikna. Það gerði ég alis ekki. ég fann ósjálfrátt að órólegir tímar væru fram- undan. Frá borðstofunni, sem var mér til hægri hand- ar heyrðist glamur í tebollum og þurr hósti systur minnar Caroline. „Ert það þú, James?" kallaði hún. Hver gat það svo sem verið annar ? 1 sannleika aagt var það einmitt Caroline, sem vor orsök þess, að ég fiýtti mér ekki. Hún var ein þeirra. sem hafði setninguna „reyndu að komast að því“ fyr- ir kjörorð. Hún hefir sínar sérstöku aðferðir. Caroline kemst að öllu, þótt hún sitji heima hjá sér. Ég veit ekki, hvernig hún fer að því, en þannig er það. Ég býst við, að verzlunarmenn og vinnufólk sé aðalupplýsingalið hennar. Þegar hún fer að heiman, er það ekki til að afla frétta, held- ur til að breiða þær út. En hún er iika snillingur í því. Það voru þessir eiginleikar hennar, sem ollu því að ég hikaði. Allt, sem ég segði Caroline nú um dauða frú Ferrars, mundi verða alkunna í þorpinu innan hálfrar annarar stundar. Þar sem þetta er nú atvinna mín, þá vil ég heldur að ekki sé blaðrað um slikt. Þess vegna hefi ég gert það að venju minni, að segja systur minni frá sem minnstu af því, sem ég veit. Hún kemst venjulega að öllu,. þrátt fyrir það, en mér líður betur á samvizkunni af því að vita að mig sé engan veg- inn hægt að lasta. Eiginmaður frú Ferrar dó fyrir rúmlega ári og Caroline hefir alltaf haldið þvi fram, án þess að hafa nokkra ástæðu til þess, að kona hans hafi gefið honum inn eitur. Hún skopast að mér, þegar ég held því fram að Ferrars hafi dáið af bráðu magasári, auk þess sem hann hafi notið áfengra drykkja í óhófi. Sjúk- dómseinkenni magasárs og eitrunar eru ekki ólík, viðurkenni ég, en Caroline grundvallar ákæru sína á allt öðru. „Þú þarft ekki nema að líta á hana,“ hafði ég heyrt hana segja. Frú Ferrars var mjög aðlaðandi kona, þó að hún væri ekki lengur ung, og föt hennar fóru henni alltaf mjög vel, þó að þau væru mjög óbrot- in, en hvað um það, margar konur kaupa föt sín í París, en af þeirri ástæðu þurfa þær ekki nauð- synlega að hafa gefið mönnum sínum eitur. Þar sem ég stóð í forstofunni og velti þessu öllu’ fyrir mér, heyrði ég rödd Caroline aftur, en hvassari. „Hvað ertu eiginlega að gera þama, James? Því kemurðu ekki til þess að borða morgimverð- inn þinn?“ „Ég er alveg að koma, elskan mín,“ sagði ég í flýti. „Ég var að hengja frakkann minn upp.“ „Þú hefðir getað hengt upp tíu frakka á þess- um tíma." Hún hafði á réttu að standa. Ég hefði getað gert það. Ég gekk inn í borðstofuna, klappaði Caroline á vangann eins og venjulega og settist við borðið. Skorpusteikin var orðin nokkuð köld. „Þú hefir verið kallaður út snemma," sagði Caroline. „Já,“ sagði ég. „King’s Paddock. Frú Ferrars." „Ég veit það,“ sagði systir min. „Hvemig veiztu það?" „Annie sagði mér frá því." Annie er stofustúlkan í húsinu. Ágæt stúlka, en hún talar of mikið. Það var þögn. Ég hélt áfram að borða skorpu- steik og egg. Nef systur njjnnar, sem er langt og mjótt, skalf dálitið úti í broddinum eins og alltaf, þegar hún hefir sérstakan áhuga á ein- hverju eða er í æstu skapi. „Jæja?" spurði hún. „Það er leitt. Ekkert hægt að gera. Hún hlýt- ur að hafa dáið á meðan hún svaf." „Ég veit það," sagði systir mín aftur. 1 þetta skipti varð ég gramur. „Þú getur ekki vitað það," greip ég fram 1. „Ég vissi það ekki sjálfur fyrr en ég kom þang- að, og ég hefi ekki enn nefnt það við nokkurn mann. Ef þessi Annie veit það, þá hlýtur hún að vera mjög skarpskyggn." „Það var ekki Annie, sem sagði mér það. Það var mjólkursendillinn. Vinnustúlkan hjá frú Ferrar hafði sagt honum það." Eins og ég sagði, þá þarf Caroline ekki að fara út til að fá upplýsingar. Hún situr heima og þær koma til hennar. Systir mín hélt áfram: „Af hverju dó hún? Hjartaslagi?" „Sagði mjólkursendillinn þér ekki frá því?“ spurði ég meinlega. NÝ POIROT-SAGA! | Poirot sögurnar eftir Agathe Christie { | liafa orðið ákaflega vinsælar í Vik- = | unni, einsog allsstaðar annarsstaðar, \ | þar sem þær hafa birzt. Höfundurinn = | er talinn í allra fremstu röð þeirra, é I sem sakamálasögur skrifa, enda eru I i bækur hennar gríðarlega mikið lesn- | | ar. Þessi saga, sem heitir á ensku f | „Tlie murder of Roger Ackroyd“ er i i talin ein allra bezta saga hennar, ef ! | ekld sú bezta. Poirot er oft vanur að = | hafa einhvern við hlið sér, þegar liann I f er að reyna að finna lausn málanna; I i einlivern, sem spyr og fylgist með, en i | er auðvitað ekki eins snjall og leyni- í I lögreglumaðurinn sjálfur. Má í því i I sambandi minna á Hastings úr fyrri = I sögum. Að þessu sinni er það læknir, i | sem fylgist með Poirot og segir liann j i söguna. Mjög óvænt lausn er á allri | flækjunni í sögimni. '«liiiiiniiilMliiHHiilHMiiMilMiiMMMMii.. En slíkt fær ekki á Caroline. Hún tekur þvi með alvöru og svarar undir eins. „Hann vissi það ekki,“ sagði hún. Caroline hlaut að frétta það fyrr eða síðar. Svo að ég gat alveg eins sagt henni það. „Hún dó af of stórum skammti af veronali. Hún hafði tekið það undanfarið við svefnleysi. Hún hlýtur að hafa tekið of mikið." „Vitleysa," sagði Caroline strax. „Hún tók það viljandi. Segðu mér ekki annað!" Það er einkennilegt, hvemig maður æsist til þese að neita og þræta fyrir öðrum, þegar þeir láta í ljós sömu skoðun og maður hefir aðhylst í leyni, en ekki viljað segja frá. „Þama byrjar þú aftur," sagði ég. „Talar og malar af ástæðulausu. Hvers vegna hefði frú Ferrars átt að fremja sjálfsmorð, hvaða ástæðu hefði hún svo sem til þess ? Ekkja, ung ennþá, vel stæð, heilsuhraust og ekkert að gera, nemá njóta lifsins. Það væri hlægiiegt." „Nei, alls ekki. Jainvel þú hlýtur að hafa tekið eftir því, hvemig hún hefir litið út upp á Síð- kastið. Það hefir verið í aðsigi í hálft ár. Hún hefir verið mjög þreytuleg. Og þú varst rétt að segja, að hún hefði alls ekki getað sofið." „Hver er tilgáta þín?" spurði ég, kuldalega „Líklega óhamingjusöm ást?" Systir mín hristi höfuðið. „Iðrun," sagði hún með mikilli áherzlu. . „Iðmn ? " „Já. Þú vildir aldrei trúa mér, þegar ég sagði, að hún gaf manni sínum eitur. Ég er sanníærðari um það núna en nokkum tíma áður." „Ég hygg ekki að þú sért rökrétt núna," and- mælti ég. „Ef kona fremur annan eins glæp og morð, þá mundi hún áreiðanlega vera nógu köld til þess að njóta ávaxtanna án nokkrar veikgeðja tilfinningasemi eins og iðrunar." Caroline hristi höfuðið. „Það em liklega til slikar konur — en frú Ferrars var ekki þannig. Hún ein taugahrúga. Eitthvað yfirsterkara afl hefir neytt hana til þess að losna við mann sinn, vegna þess að hún var þannig gerð, að hún gat ekki þolað neinar þjén- ingar og það er enginn vafi á því, að kona Ashléy Ferrars hefir orðið að þola margt —." Ég kinkaði kolli. „En siðan hefir hún alltaf iðrast þess, sem hún gerði. Ég get ekki gert að því, að ég vorkenni henni." Ég held ekki að Caroline hafi nokkum tlma vorkennt frú Ferrars, á meðan hún var á lífl. Nú þegar hún er horfin þangað, sem að öllum likind- um ekki er hægt að vera í Parísarkjólum, þá er Caroline reiðubúin að sökkva sér niður i með- aumkvun og samúð. Ég sagði henni það ákveðinn, að skoðun henn- ar væri bull og vitleysa. Ég var því ákveðnari þar sem i laurai var ég henni sammála að nokkm leyti. En það var óréttlátt, að Caroline skyldi komast að sannleikanum með eintómum ágisk- unum. Ég ætlaði ekki að uppörva slíkt. Hún á eftir að fara um þorpið og segja frá fréttum sínum, og allir munu álíta að hún hafi fengið læknisfræðilegar upplýsingar hjá mér. Lííið er erfitt. „Vitleysa," sagði Caroline, sem svar viö hugs- unum mínum. „Bíddu bara við. Hún hefir áreiðan- iega látið eftir sig bréf, þar sem hún viðurkennii allt." „Hún skyldi ekki eftir sig neitt bréf," sagði ég hvasst.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.