Vikan


Vikan - 01.06.1944, Síða 2

Vikan - 01.06.1944, Síða 2
VIKAN, nr. 22, 1944 2 Pósturínn Kæra Vika! Ég sé að þú leysir úr margra þrautum, og langar mig því að leita til þín og vona ég að þú bregðist vel við og svarir mér fljótt og vel. Ég hefi mjög loðna handleggi og þykir mér það voða Ijótt og ætla ég þvi að biðja þig að ráðleggja mér eitthvað til að losna við hárin.. — Hvað get ég gert við hárið á mér, það er einhver órækt í þvi og vill klofna upp í hárin að neðan. Er það hættulegt fyrir hárið að þvo það upp úr sápu, svo sem sólsápu. Að lokum vil ég þakka þér margar ánægju- stundir og óska þér langra lífdaga. Svo þakka ég fyrirfram fyrir svarið, sem ég vona að fá bráðlega í Póst- inum. Ein í vandræðum. Svar: 1. Við viljum ekki ráðleggja þér að eiga neitt við hárin á hand- leggjunum, því að rakstur o. þvíl. örvar aðeins hárvöxt, það er heldur ekkert ljótt þótt vaxi nokkur lítil hár á handleggjunum. 2. Við gerum ráð fyrir að það sé hinn svonefndi hármaðkur, sem gengur að hárinu. Hann getur stafað af ýmsu. 1 fyrsta lagi er hann sjúkdómur, sem getur valdið hárroti; og er þess vegna ráð- legast að leita til sérfræðings. Ann- ars getur hármaðkur, eða það, að hárið klofnar í endann, stafað af ýmsu öðru t. d. „pemanenti“, krullu- pinnum" o. fl. Við því er reynandi að klippa hárið og bera oliu i sárið. 3. í>að ætti ekki að vera neitt hættu- legt. _____ Heimilisblaðið Vikan, Rvík. 1 þorpi einu á Norðurlandi hefir sú regla verið gildandi og er alls- staðar þar, sem ég þekki til, að i bamaskólum sé bömunum gefin eink- unn fyrir framkomu sina og hegðun. Á síðasta ári var þessu breytt hér í þorpinu, þannig, að bömunum var að vísu gefin einkunn fyrir fram- komu, en svo var tekið meðaltal af öllum hópnum, svo þeir, sem versta og bezta höfðu framkomu, fengu jafnt. Mér og fleirum þykir þetta hæpin jafnaðarmennska og ég hefi ekki sterka trú á frjósemi þessa rétt- lætis. Ég held að bömum, sem leggja þessar einkanir fram, sem meðmæli, séu þau lítilsvirði, báðum aðilunum. Nú vildi ég biðja þig, Vika mín, að komast fyrir það, hvort þessi regla sé víðar gildandi og hvort hún sé þá hyggð á einhverjum lögum, eða reglugerðum. Síðan ætla ég að biðja þig að bera mér svarið, svo ég og aðrir, sem em óánægðir með þetta, geti vitað á hverju þetta er byggt. Með þökk fyrir birtinguna. Norðlenzk kona. Svar: Engin ákvæði eru til um það, í lögum eða reglugerðum, að gefa eigi einkunn fyrir hegðun eða reglusemi í bamaskólum, en hins veg- ar gera ýmsir kennarar það, eftir því sem þeim þykir henta, og em sjálf- ráðir um það. Svar til „Þriggja ungra og fagurra stúlkna": Þessi „stóra hugmynd“ ykkar finnst okkur ekki eins góð og Ný bók: Samferðamenn og lleiri sögur eliir Jón H. Guðmundsson kom út um síðustu helgi. Þetta eru f jórtán sögur og gerast þær allar, nema ein, í Reykjavík. Takið „Samferðamenn og fleiri sögur“ með yður í sumarfríið — kostar aðeins 12 krónur. ra ykkur! Það er gott fyrir íslendinga að tileinka sér það í fari og háttum erlendra þjóða, sem við getum haft gagn af og spillir ekki menningu okkar. En þið verðið að muna það, að Island er allt annað og örðuvísi en Ameríka; margt, sem á við þar eða hefir þar komizt í tízku, getur átt mjög illa við Island og Islendinga. Öll slík eftiröpun verður að gerast með gát, þvi að Islendingum hefir aldrei verið það meiri nauðsyn en nú, að þeir geti' sýnt það svart á hvitu, að þeir eiga sjálfstæða menningu, sem byggð er á traustum, fornum grundvelli, en ekki stælingu á hégóm- legustu háttum og siðum annarra þjóða, sem í svipinn eru áhrifaríkar hér á landi. — Til fróðleiks skal þess getið vegna þess, sem vitnað er í gamalt efni blaðsins, að þá voru aðrir menn við stjórn þess. — Við erum ekki vön að dæma skrift, en fyrst þið endilega viljið fá að vita álit okkar, þá er það þetta: Okkur finnst skriftin tilgerðarleg. Þrjátíu ára gamalt lerki í Mörkinni á Hallormsstað. Hæð um sex metrar. (Sjá forsíðu). ásamt skrá um stríðsgróðaskatt, námsbókagjald, elli- og örorkutryggingaskrá, liggja frammi á bæjarþingstofunni í hegningarhúsinu frá miðvikudegi 31. maí til þriðjudags 13. júní, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—20 daglega. Kærufrestur er til þess dags, er skrárnar liggja síðast frammi, og þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur, eða í bréfakassa hennar, í síðasta lagi kl. 24 þriðjudaginn 13. júní næstkomandi. Skattstjórinn í Reykjavík, HALLBÓR SIGFÚSSON. Qtgefandi; VLKAN LLF., Reykjavik. — Ritstjóri og ábyrgóarmaður: Jón IL Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.