Vikan


Vikan - 01.06.1944, Side 11

Vikan - 01.06.1944, Side 11
VIKAN, nr. 22, 1944 11 -----------------------Framhaldssaga:--- Gamla konan á Jalna Eftir MAZO DE LA ROCHE. 10 Hann leit áhyggjufullur á föður sinn, þegar hann kom inn. Létt sumargluggatjöldin bærðust hægt. „Nú,“ sagði Aðalheiður, „hvernig liggur á henni?" „Hún tekur þetta mjög nærri sér,“ svaraði Filippus hryggur. „Hún grætur án afláts. Já, ég hélt einu sinni, að hún hefði fengið krampa. Hún velti sér til og frá og beit í lökin.“ öll f jölskyldan, sem staðið hafði á öndinni sagði í einu: „Uff.“ „Hún ætti skilið að fá duglegan löðnmg,“ sagði Aðalheiður. „Hún fékk hann,“ sagði Filippus. „Ha! Það var gott. Hún kemur þá til vits aftur.“ „Mér finnst það nú hreint og beint hrottalegt," sagði Ernest. » „Jæja, það var nú ósköp léttur löðrungur," sagði Filippus. „En hún varð rólegri, litla skinnið!" „Það, sem máli skiptir er þetta,“ sagði Niku- .lás, „er hún fús að ganga í hjónabandið ?“ „Það er ekkert hægt að segja um það sem stendur. Hún vill ekki tala við neinn; hún vill aðeins fá að vera í friði." „Það er líka bezt- fyrir hana,“ sagði Ágústa. „Því meira næði, sem hún hefir næstu daga, því betra. Talið við hana um daginn og veginn, gefið henni mikinn og ljúffengan mat. Kannske hún hafi gaman af þvi að fá eina brúðkaupsgjöf. Ég held, að það sé hægt að sýna henni fram á, hvað sé hyggilegast." „Hún verður að sjá það,“ sagði Aðalheiður. „Viltu fá tebolla, Filippus?" Hún fór að hella í boliana. Ernest stóð upp úr stólnum og gekk um með Quo vadis í annarri hendinni og kökudisk í hinni. Litlu siðar sátu þau öll og borðuðu og drukku með beztu lyst þann styrkjandi drykk, sem þau þörfnuðust svo mikið, þvi að hroki þeirra og ættardramb hafði fengið mikið áfall, og áform þeirra hafði næstum því farið út um þúfur. „Það, sem ég ekki (get sætt mig við,“ sagði Aðalheiður, „er það, að Robert og konan hans, sem hafa ekkert annað að gera en að gæta stráksins, skuli ekki hafa vitað neitt um þetta leynibrugg hans. Þau eru gömul fífl, kölkuð og viljalaus, og með undanrennu í æðunum. — hana nú, þetta er það, sem mér finnst!" „Þau hafa haft of mikið eftirlæti á drengn- um,“ sagði Ernest. „Alltaf voru þau að taia um, hvað hann væri góður og duglegur," bætti Nikulás við. „Mér fannst alltaf svo þreytandi að hlusta á þau hæla syni sínum eins og hann væri fullkom- inn,“ sagði Ágústa, „ég er viss um, að þeim finnst hann bera af honum Renny.“ Filippus hló. „Já, þegar okkar dreng var vikið úr skóla nú á síðasta kennslumissiri, leyndi Vaughan því ekki, hve hann mæti mikils alla góða eiginieika sonar síns.“' „Jæja, en nú hættir hann áreiðanlega að gorta — eftir þetta allt,“ sagði Nikulás. „Renny veslingurinn átti það skilið að vera rekinn úr skóla, það er alveg satt, en afbrot hans kom engri stúlku við.“ Amma Rennys sendi honum hvasst augnaráð undan þykkum brúnunum. Hún ætlaði að segja eitthvað, en fann svo að hún var með alltof stór- an kökubita uppi i sér til þess að geta komið upp nokkru orði. Fjölskyldan horfði dálítið for- . Sagan gerist á Jalna 1906. Þar býr WhiLeokfjölskyld- an. Gamla frú Whiteok er orðin fjörgömul, en er þó hin ernasla. Filippus sonur hcnnar tók við jörðinni. Hann er tvíkvæntur. Átti Margréti og Renny með fyrri konunni. Eden og Piers heiLa börnin, sem hann á með seinni konunni, Maríu. Nikulás og Ern- est eru bræður Filippusar, ókvæntir. Vera er vinkona MargréLar, sem ætlar að gift- ast Maurice Vaughan á næstunni. Maurice segir Renny frá þvi, að hann muni eignast barn með Elviru Grey, sem býr með frænku sinni i þorpinu. Renny talar við frænkuna, leyndardómsfulia konu, sem lofar að spá fyrir honum. Systir Filippusar og maður hennar koma frá Englandi, ásamt Mala- heide Court. Hann er frændi gömlu frúar- innar, Aðalheiðar, og vinnur tiltrú hennar, en er illa þokkaður af öðrum. Robert Vaug- han finnur barn á tröppunum hjá sér og það kemst upp að Maurice á það. Filippus verður öskureiður og fer heim til hans með bræðmm sinum. Vatighan-hjónin eru ör- vingluð. Magga, sem hefir líka komizt að því, er yfirbuguð af sorg, hún lokar sig inni i herbergi sínu og vill ekki sjá nokkuim mann. vitnislega á hana, þegar hún eldroðnaði og reyndi árangurslaust að kingja. „Fáðu þér tesopa," sagði Emest. „Það er hættulegt að troðfylla gogginn með þurri bollu." Augnaráð hennar varð ennþá hvassara, þegar hún leit á Ernest, en hún fór eftir ráðleggingu hans, og renndi bollunni niður með hálfum te- bolla. Þegar því var lokið, sneri hún sér aftur að sonarsyni sinum. „Ef þú skyldir voga þér, að gera einhverri þorpsstelpunni mein, þá miskunni þér guð!“ sagði hún með hárri röddu. Synir hennar samsinntu henni. Sá, sem þessum orðum var beint að, stóð í dyrunum og brosti vandræðalega. Hann leit sak- leysislega í kringum sig. Eden var sannfærður um, að nú væri aftur verið að ávíta Renny, hann renndi sér úr kjöltu frænku sinnar, gekk til hans og dró í handlegg hans. „Eigum við að fara út, Renny," hvíslaði hann. Renny lagði hönd sina á mjúklega hvelfdan hnakka Edens. „Taktu höndina af hnakka barnsins," skipaði amma hans. „Þú gerir hann að krypplingi með því að ganga alltaf svona með honum.“ Renny brosti, en tók ekki höndina í burtu. „Þú þrjózkast við að hlýða mér!“ hrópaði Aðal- heiður. ,,Nú, þegar þú segir það, mamma,“ sagði Ernest, „þá hefi ég tekið eftir því, að Renny kemur aldrei svo nálægt barninu, að hann styðji ekki hendinni á hnakka hans. Það er mjög hættu- legt fyrir Eden, eins og þú segir. Hefirðu tekið eftir þessum vana, Filippus?“ Filippus leit á syni sína. „Ég hefi tekið eftir því, að Renny þykir mjög vænt um litla bróður sinn,“ sagði hann. „Komdu héma, Eden, svo við getum séð, hvort þú ert ekki beinn." María sagði gremjulega: „Mér þykir oft leiðinlegt, hvemig Renny fer með Eden. Ég held, að það sé hættulegt fyrir hann. En Eden vill það. Undir eins og hann sér Renny, hleypur hann til hans.“ „Og hvers vegna ætti ekki að gera það?“ sagði Aðalheiður. „Það er ekki nema eðlilegt. En það sem er ekki eðlilegt er það, að Renny skuli alltaf þurfa að hvíla hönd sina á hnakka hans.“ „Þú vilt ekki, að ég leggi hönd á neinn, er það, amrna?" Hann gaut hornauga til hennar. „Vertu ekki ósvifinn, strákur!" Sir Edwin sagði: „Hryggur litils bams er mjög linur. Það þarf ekki mikið til þess, að hann bogni." „Komdu hingað, Eden,“ sagði Filippus strang- ur. „Lofaðu okkur að sjá þig.“ Renny ýtti dálitið við bróður sinum, og litli drengurinn stóð i miðri stofunni drjúpandi höfði og rjóður I kinnum. „Er það ekki eins og ég segi!“ hrópaði Aðal- heiður. „Barnið er með kryppu!" „Lyftu höfðinu!" skipaði Filippus. Eden rétti dálítið úr sér. Hann var hálffeiminn, en þótti þó gaman að því, að umræðumar skyldu snúast um hann. „Betur!" Rödd Filippusar var dálítið kvíðin. „Hann getur það ekki!“ hrópaði María. „Eden hefir fallegan, nei, fullkominn vöxt,“ sagði Ágústa. „Ef Renny hefir valdið því, að hann hafi fengið kryppu —.“ „Auðvitað hefir hann kryppu," greip móðir hennar fram í. „Hér er ekki um neitt ef að ræða! Ég hefi séð hana myndast." „Það var grimmilegt af þér að aðvara mig ekki,“ sagði Maria grátandi. „Þig — þú hlustar aldrei á það, sem ég segi." „Ég man eftir dvergi, sem ég sá einu sinni í Algier —,“ sagði Emest. „Já," sagði Nikulás. „Ég man vel eftir honum. Það var sagt, að hann hefði verið hafður í búri." „Það er óþarfi að fara til útlanda til þess að sjá einkennilega vaxna menn“ sagði Sir Edwin. „Guð minn góður,“ sagði Filippus,, „dæmið ekki barnið svona fljótt! Hann er hræddur." Hann rétti fram höndina og dró Eden til sin. Þegar hingað var komið, var Eden farinn að hafa gaman af umræðunum. Er faðir hans tók með báðum höndum um höfuð hans og reyndi að rétta úr honum, var hann stifur, hrukkaði ennið og beit 1 varimar eins og hann fyndi til. Filippus leit vandræðalegur í kringum sig. „Það er satt!“ sagði hann, „barnið getur ekki rétt úr sér? Hvemig stendur á því, að við höfum ekki tekið eftir þvi fyrr.“ „Ó, elskan mín,“ kjökraði Maria. Aðalheiður setti frá sér tebollann og stóð upp. Hún tók utan um höfuð Edens og lyfti honum frá gólfinu. Drengurinn æpti. Þegar hún sleppti honum, stóð hann þráðbeinn. ■ „Sjáið þið til," sagði hún sigri hrósandi, „nú er ég búin að rétta úr kryppunni!" „Ég held ekki, að það sé neitt að honum," sagði Filippus. „Farðu nú út að leika þér, Eden.“ María dró hann að sér og kyssti hann ofsalega; en hann slapp frá henni og hljóp á eftir Renny. Þegar hann náði honum frammi í forstofunni, lagði Renny höndina ósjálfrátt á höfuð hans. „Hvert eigum við að fara?“ spurði Eden og horfði tilbiðjandi á Renny. .„Hvert viltu fara?" „Niður að á.“ „Þá förum við þangað." „Er ég krypplingur?" „Þú ert eins beinn og siglutré!" „Því segja þau þá, að ég sé það?“ „Aðeins til þess að geta fundið eitthvað að mér.“

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.