Vikan - 29.06.1944, Blaðsíða 11
11
VIKAN, nr. 26, 1944
(----------------------------Framhaldssaga:--------
Gamla konan á Jalna
Efftir MAZO DE LA ROCHE. |3
> ii i ... ^
„Undarlogu augu! Þetta likar mér!“
„Já — er það ekki rétt?"
„Líkar yður þau ekki?"
„Það hefi ég ekki sagt."
„En er það ekki?"
„Ég endurtek, þau eru undarleg."
„Það eru yðar lika!"
„Mín! Ekki get ég séð, að þau séu neitt undar-
leg."
„Ég sé djöful í þeim."
„Það er spegilmyndin af yður."
„En hvað þér eruð gáfaður! Ég segi, að augu
yðar sé dökk eins og þrumuský og elding bak-
við, og augnahárin eru svartari en þau mega
vera."
„Já, og hár mitt er eins og sólsetur, tennumar
eins og bautasteinar og nefið eins og stríðsöxi —
já, ég er skáldlegur djöfull í sjón!"
„Hvemig rifuð þér jakkann svona?"
„Það var hesturinn, sem reif hann af mér.
Hann var afbrýðisamur út í yður."
„Það skal ég kyssa hann fyrir."
„Það er gott. Mér þykir vænt um það, að þið
verðið góðir vinir."
Hún svaraði ekki, en tók fang af heyi og henti
til hans. Hann tók á móti þvi og dreifði því á
heyið þar, sem hann stóð. Það kom eitt til og
enn eitt. Hún var há og sterk kona — grann-
vaxin og snögg í hreyfingum; hún vann af mikl-
um ákafa, og hann lagði sig allan að. Heyið var
svo þurrt, að rykið fyllti loftið í hlöðunni. Hann
hóstaði og nuggaði á sér nefið með erminni.
Þegar jörðin hafði gleypt síðasta dagsljósið,
og skýin fyrir ofan hæðina höfðu dregið að sér
öll önnur lítil ský, var síðasta heyið komið í hlöðu.
Hesturinn hneggjaði i hesthúsinu, og hænsnin rif-
ust um beztu staðina á prikinu.
Renny setti vagnhestana inn og gaf þeim vatn.
„Hvers vegna kemur ekki frændi yðar aftur?"
„Hann er dauðþreyttur. Ég sagði að við skyld-
um ljúka þessu. Hann er að hátta krakkana.
Hann er mjög duglegur við húsverk. Elvira er
að leggja á borðið." Hún fór að bursta hey af
kjólnum sínum og lagfæra hárið. Renny horfði
án nokkurrar gimdar á hana, en skildi samt
tilgang allra hreyfinga hennar.
„Er mér boðið í kvöldmatinn ?" spurði hann.
,,Ég er að deyja úr hungri."
„Vitanlega. Komum inn." Hún sagði það blátt
ágram, og hún leit ekki við eitt etnasta skipti,
þegar hún gekk á undan honum eftir tröðinni.
„Hann á eftir að rigna meira," sagði hann.
„Já. Bob verður feginn því, að heyið er komið
í hlöðu."
Þau fundu Bob í eldhúsinu, þar sem hann var
að, klæða litla fjögra ára telpu í náttföt; lítill
hálfnakinn krakki skreið á gólfinu. Þrátt fyrir
kröftuga likamsbyggingu, virtist Bob tærður; en
grófir fingur hans tóku liðlega á baminu.
Elvira hafði ekki haft tíma til þess að laga
sig til. Hárið Uðaðist ennþá um axlir hennar, og
pilsið var fest upp; en hún hafði borið fram góð-
an kvöldverð á hreinan, hvitan dúk. Það voru
steiktar kartöflur, kalt flesk, ávaxtamauk, rúsínu-
bollur og gulur kanadiskur ostur.
„Elvira segir mér, að þér séuð fínn maður,"
sagði Bob við Renny. „Svo að þér viljið kannske
ekki borða með almúgafólki eins og okkur. Ég
hefði ekki átt að láta yður hjálpa mér við heyið."
„Vitleysa!" Ég er að deyja úr hungri og mér
þótti gaman að hjálpa til við heyið."
„Jæja," þá er allt í lagi. Ég þarf rétt að koma
Forsaga : Sagan gerist á Jalna 1906.
° Þar býr Whiteokfjolskyld-
an. Gamla frú Whiteok er orðin fjörgömul,
en er þó hin ernasta. Filippus sonur hennar
tók við jörðinni. Hann er tvíkvæntur. Átti
Margréti og Renny með fyrri konunni.
Eden og Piers heita börnin, sem hann á
með seinni konunni, Maríu. Nikulás og Ern-
est em bræður Filippusar, ókvæntir. Vera
er vinkona Margrétar, sem ætlar að gift-
ast Maurice Vaughan á næstunni. Maurice
segir Renny frá því, að hann muni eignast
barn með Elviru Grey, sem býr með frænku
sinni í þorpinu. Renny talar við frænkuna,
leyndardómsfulia konu, sem lofar að spá
fyrir honum. Systir Filippusar og maður
hennar koma frá Englandi, ásamt Mala-
heide Court. Hann er frændi gömlu frúar-
innar, Aðalheiðar, og vinnur tiltrú hennar,
en er illa þokkaður af öðrum. Robert Vaug-
han finnur barn á tröppunum hjá sér og
það kemst upp að Murice á það. Filippus
verður öskureiður og fer heim til hans með
bræðrum sínum. Vaughan-hjónin eru ör-
vingluð. Magga, sem hefir líka komizt að
því, er yfirbuguð af sorg, hún lokar sig inni
í herbergi sínu og vill ekki sjá nokkum
mann. Allt er gert til þess að lokka hana út,
en ekkert dugar. Maurice kemur að Jalna í
örvæntingu sinni og grátbiður Möggu um
að fyrirgefa sér, en ekkert dugar. Renny,
sem hefir orðið undarlega hrifinn af
frænku Elviru í eina skiptið, sem hann hafði
séð hana, hefur nú leit að þeim stúlkum.
Hann finnur þær, þar sem þær búa í þorpi
einu hjá frænda þeirra, Bob.
þessum tveim i rúmið." Bob tók krakkana undir
sinn hvom handlegginn og staulaðist hægt upp
stigann. Bamsgrátur heyrðist að ofan.
Elvira horfði efablandin á Lúlú. „Heldurðu að
maturinn sé nægur?"
„Guð minn góður," sagði Renny. „Þetta er hei)
hátíðarmáltíð!"
„Það er leitt, að við skulum ekki vera alein
þrjú!" sagði Lúlú lágt. „Þá hefðum við getað
skemmt okkur."
„Já,“ viðurkenndi Elvira. „Bob er ekkert sér-
stakiega skemmtilegur."
Bob staulaðist aftur niður stigann; hann strauk
hendinni yfir ennið. „Það er eins heitt og í víti
þama uppi,“ sagði hann. Hann sneri andlitinu að
stiganum og kallaði: „Haldið kjafti krakkar!
Annars tek ég i ykkur!"
Bömin hættu að flissa og ólátast.
„Viltu þvo þér?“ spurði Elvira Renny.
Hún leiddl hann að þvottaborði í einu eldhús-
hominu, þar sem hún hafði sett vatnsfat, hreint
handklæði og bleiku, ilmandi sápuna sina.
Hann bretti upp ermamar og sprautaði sval-
andi vatninu yfir andlit, háls og handleggi um
leið og hann hugsaði: „Þetta ætti fjölskyldan
bara að sjá!" Hann hló niður í þvottafatið.
Bob þótti gaman að hafa karlmann til þess
að tala við, einkum mann, sem hafði einhverja
hugmynd um landbúnað. Ef Renny vissi ekki um
eitthvað, þá Ieyndi hann því með því að setja
upp spekingssvip. En það, sem Bob þótti bezt,
var að hafa áheyranda. Hann talaði og talaði,
skýrði frá kenningum sinum, sagði frá tilraunum
sínum og vonbrigðum. Hann borðaði litið, eins
og svo margir bændur, en hélt áfram að neyða
ofan i Renny, þangað til hann var að rifna, Kon-
umar sátu án þess að mæla orð og horfðu án
afláts á Renny.
1 næsta herbergi og uppi á lofti var allt hljótt.
Á lítilli vegghillu stóð vekjaraklukka, sem tifaði
af óstöðvandi iðni.
Lúlú sótti gljáandi tekönnu, sem var á elda-
vélinni. „Nú“ sagði hún, „hvemig var það ? Viljið
þér láta spá fyrir yður?"
Bob gretti sig í framan. „Látið ekki spá fyrir
yður," sagði hann í aðvarandi tón. <,Hún spáir
yður ekkert gott."
„Hvers vegna?" spurði Renny, um leið og hann
hallaði sér aftur og kveikti sér í vindlingi. Bob
var þegar byrjaður að totta pípu sína.
„Svona konur valda ætíð óhamingju."
„Nú, það er nú nokkuð hart," sagði Lúlú.
Bob teygði sig eftir henni og greip í kjólinn
hennar. „Vertu ekki reið, Lúlú. Þú veizt, hvað
ég á við. Þú ert ekki ein af þeim rólegu og
tryggu eins og Lizzie mín. En þú hefir reynzt
mér vel, því er ekki hægt að neita! Þú — og
líka Elvira."
Lúlú settist niður og horfði niður í tekönnuna.
„Nú er það vist orðið nógu sterkt," sagði hún.
Hún hrærði í teinu og skenkti þeim i bollana.
Þau drukku öll í einu eins og þau væru sam-
særismenn, sem væru að framkvæma einhvem
helgisið. Fyrir utan birti stundum til af rosa-
ljósum.
„Jæja," sagði Lúlú, um leið og hún kom sér
þægilega fyrir, „hvern á ég að taka fyrst?"
„Ekki mig,“ sagði Bob. „Síðast sagðirðu mér,
að kartöflumar myndu eyðileggjast, og það fór
svo . . ." Hann starði þunglyndislega niður í
bollann sinn. „Og þar áður sagðirðu mér, að kon-
an min mundi eignast stúlkubam — og það fór
á sama veg! Nei, ég læt ekki spá fyrir mér
aftur."
„Því segir þú þetta!" sagði Lúlú. „Sagði ég
þér ekki, að til þín kæmi kærkominn gestur inn-
an þriggja daga?"
„Jú, þú gerðir það," svaraði Bob, „ég man það
vel. En ég held, að hann sé að heimsækja Elviru."
„Hann er ekki að heimsækja mig," sagði stúlk-
an þurrlega.
„Hvem eruð þér að heimsækja?" sagði Lúlú og
horfði með hálflokuðum augum á Renný.’
Hann varð allt í einu feiminn eins og skóla-
strákur. Bob stóð upp og ýtti stólnum sínum
undir borðið. „Nú," sagði hann, „þið getið skorið
úr því ykkar á milli. Ég ætla að líta eftir skepn-
unum."
„Ég skal sjálf mjólka kýmar," sagði Lúlú
hvasst, næstum því í skipandi tón.
„Ágætt."
Konumar færðu stóla sína nær Renny og litu
niður í bolla hans.
„Jæja," sagði hann. „Hvað sjáið þér þá?"
„Ég sé,“ sagði hún hægt, „ást og stríð, en
lltinn frið."
„Hver kærir sig um frið?" Hann hló. „Ef ég
kærði mig um frið, þá sæti ég ekki héma."
„Ég sé konur, sem elska yður — — ég skil
þær samt ekki alveg."
„Það vona ég samt, að ég verði fær úm.“
„Héma er ein, nafn hennar byrjar á A. og
önnur, sem byrjar á C.“
„Hvað er þá að B?“
„Allt mögulegt. Hún er nafnlaus skjáta."
Hann hlá lágt. Hugsanirnar byltust ákaft í
höfði hans. „Segið mér eitthvað meira um þá
nafnlausu." v
„Hún kemur og fer, en þér gleymið henni ekki."
„Fæ ég að elska hana?"
„Eina nótt."
Elvira reis upp og stóð kyrr með krosslagða
arma. Það voru tár á vöngum hennar.