Vikan - 29.06.1944, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 26, 1944
15
Þjóðhátíð Reykvíkinga 1874
Framhald af bls. 7.
að með skothrið stórri og margföldu fagn-
aðarópi. Landfógeti mælti þá til hans
nokkrum orðum og bað hann velkominn,
og eftir það var honum flutt kvæði eftir
Matthías Jochumsson. Þá er konungur
fékk hljóð tók hann til máls og þakkaði
fyrir viðtökur þær, er honum væru veittar,
lýsti hann og gleði sinni yfir landi og þjóð,
og hvað sér næsta kært, að geta sjálfur
tekið þátt í þúsund ára hátíð þjóðarinnar,
ennfremur minntist hann á hina íslenzku
stjórnarskrá og lét í ljósi þá von sína, að
hún mundi verða til blessunar og heilla,
og að síðustu mælti hann: „Lifi Island!
Lifi hin íslenzka þjóð!“ Kváðu þá að
nýju við fagnaðaróp. Eftir það tókust ræð-
ur f jörugar. Fyrst mælti skáldið Matthías
fyrir minni Norðmanna, en því svaraði
skáldið Nordal Rólfsen frá Norvegi. Þá
mæiti rektor Jón Þorkelsson fyrir minni
Svía, en því svaraði aðmíráll Lagerkranz.
Þá mælti Eiríkur Magnússon bókavörður í
Cambridge fyrir minni Ameríkumanna, en
því svaraði skáldið Bayard Taylor frá
Ameríku. Þá mælti yfirkennari Helgi
Hélgasen fyrir minni Kleins ráðherra, en
Klein svaraði aftur. Síðast mælti skóla-
kennari Gísli Magnússon fyrir minni
kvenna, og þá var sungið minni allra gest-
anna. Eftir það var konungi boðið inn í
tjald er reist hafði verið handa honum þar
á hæðinni; neytti hann þar nokkurra
hressinga, og gekk burt síðan með sveit
sína; fylgdi honum fagnaðaróp fundar-
manna.
Þá er konungur var farinn söng söng-
flokkurinn enn nokkur kvæði, og var dans-
að nokkra hríð; en þá var hátíðinni lokið.
Svo hafði verið til ætlað, að flugeldar mikl-
ir skyldu fram fara í hátíðarlokin, en eigi
varð af því fyrir slys, er til bar. Hermenn
2 danskir er flugeldunum áttu að stýra,
höfðu af vangá skotið af sér vinstri hend-
urnar í skothríð þeirri, er gjör var konungi
til fagnaðar, er hann kom á hátíðastaðinn.
Menn þessir voru þegar fluttir á spítala
bæjarins, og síðan græddir; þágu þeir all-
mikið fé af konungi og bæjarbúum í sára-
bætur.“
Þessi mynd af Reykjavík
er nokkru eldri en frá
þeim tíma, sem hér um
ræðir, eða frá því um
1852. Litið er af Hóla-
kotstúni niður yfir Tjöm-
ina og miðbæinn.
TÍMARITIÐ
“Ttrvaí
flytur ýmiskonar fróðleik og skemmtilegar
sögur. Ritið kemur út sex sinnum á ári,
vandað að öllum frágangi, 128 blaðsíður i
hvert sinn og kostar aðeins 7 krónur heftið.
Fæst í öllum bókaverzlunum.
• \
Tryggið yður tJRVAL |
áður en það selst upp.
Fanginn í Zenda
eftir ANTHONY HOPE
er nýkomin á bókamarkaðinn. Þessi heims-
fræga skáldsaga er afburða skemmtileg og
spennandi enda talin með beztu skeftimtibók-
um, sem ritaðar hafa verið.
Fanginn í Zenda fjallar um stórfengleg ævin-
týri ensks aðalsmanns, er hann af tilviljun
hittir prins einn, sem á að fara að krýna til
konungs, en þeir eru svo líkir, að ekki er hægt
að þekkja þá sundur. Hvað af því leiðir verður
bókin að skýra yður frá.
Kaupið FANGANN I ZENDA og aðrar bækur
V asaútgáf unnar.
Vasaútgáfcsn
Hafnarstræti 19. — Sími 4179.
Fleiri og fleiri
kaupa nújdaglega
■ gróðurhús og vermireiti.
GÍSLI HALLDÓRSSON í
VERKFRÆÐINGAR & VJ ELASALAR
Sími 4477.