Vikan - 29.06.1944, Blaðsíða 14
14
VTKAN, nr. 26, 1944
og segir: „Sælir og blessaðir, keykrókur góður.
— Já, nú held ég, að hann geti ekkert fundið að
því.“ 1 þessu bili man bóndi eftir því, að hann á
eftir að láta í ábætinn hennar Skjöldu og stekkur
eftir honum fram á fjóskamp úr tóftunum. En í
því hann kemur fram á kampinn, ríður biskup í
hlaðið. Hugsar nú bóndi sér til hreyfings, að
heilsa biskupnum virðulega, rýkur að honum og
segir: „Alla tima sælir og blessaðir, heykrókur
góður.“ Biskup brosti við og sagði: „Allir eiga
leiðrétting orða sinna,“ kvaddi bónda og reið
í burt.
Vögguljóð.
Þig svæfi guð og guðs móðir,
tíu englar og tólf postular,
Tómas hinn trausti og tveir aðrir,
Magnús og Marteinn;
þig svæfi drottinn.
Stúlkan frá Galtalæk.
Einu sinni námu útilegumenn kvenmann frá
Galtalæk í Landsveit. Fluttu þeir hana svo einn
dag, að bundið var fyrir augu henni. Daginn
eftir sá hún þó til Heklu, og þóttist hún vita á
afstöðunni, að hún væri flutt inn með Köldukvisl.
Að þrem dögum liðnum komu þeir heim til sín.
Títilegumennimir voru 14 saman. Var einn þeirra
elztur, og hafði hann ráð fyrir hinum og var
prestur þeirra. Menn þessir voru sumir stroku-
menn úr sveit, en sumir alveg fjallamenn. Þeir
gjörðu stúlkunni kost á þvi, að eiga hvem þeirra,
sem hún vildi; en hún hafnaði þvi, og neyddi þá
heldur enginn hana, en þeir héldu henni hjá sér
til að matreiða fyrir sig og þjóna sér. Höfðu þeir
áður stolið 2 stúlkum, en báðar vom dauðar.
Fjórða hvert ár fóru þeir í kaupstað, og þá var
hinn gamli maður vanur að fara að heiman, en
annars ekki. Reið hann gráskjóttum hesti mikl-
um og fljótum; voru þá ætíð 2 eða 4 heima.
Aðra ferð fóm þeir á hausti hverju eftir sláturfé,
var þriggja daga ferð þangað. Bmgðust þar
aldrei hagar, en bústað sinn höfðu þeir annars
staðar, svo þeir fyndust síður. Aldrei festi stúlk-
an yndi hjá þeim, og leitaði hinn gamli maður
þó allra bragða við að stytta henni stundir. Beiddi
hann hana að eira þar meðan hann lifði og kvaðst
skyldi leggja það undir, að hún yrði flutt til
byggða að sér látnum. Stúlkan var nú þarna hjá
þeim í 12 ár. Þótti henni hinn gamli maður fara
að gjörast langlífur. Eitt haust var veður gott og
fagurt mjög. Fór þá hinn gamli maður sér til
skemmtunar með hinum og reið Grána sínum.
Skildu þeir stúlkuna eina eftir, því þeir gmnuðu
hana ekki um nein svik. Vom þeir fulla viku í
ferðinni og komu heim þrekaðir og þreyttir mjög.
Meðan þeir voru í burtu, dró stúlkan að við mik-
inn og bar hann heim á hlað. En er þeir vom allir
háttaðir og sofnaðir, bar hún göngin full af við
og fyrir alla glugga kesti mikla; sló síðan eldi í
allt saman og gekk þar ekki frá, fyrr en kviknað
var í og tók að loga. Þá gekk hún að húsi því,
er Gráni var í, lagði við hann og teymdi hann út
og settist á bak, en gat ekki komið honum úr
sporur.um fyrr en hún tók hatt og yfirhöfn hins
gamla manns. 1 því hún fór, reið hún fram hjá
loganum. Bmtust þá tveir menn út úr loganum.
Datt annar þeirra þ?gar dauður niöur, en annar
komst svo sem 2 eða 3 faðma út úr loganvm og
hneig þar niður; var það hinn gamli maður. Kom
hann auga á stúlkuna og horði grátandi á eftir
henni, þar sem hún fór á Grána. Létti hún ekki
ferð sinni fyrr en hún kom til átthaga sinna. En
illa mæltist fyrir verk hennar. Var hún hvergi vel
látin og gæfulítil til dánardægurs.
Gullsikillinn.
Einu sinni var maður nokkur, er var mjög
ágjarn og sveifst ekki neins, þar að auki var
hann 'svo nízkur, að hann gjörði engum manni
gott. Prestur hans gjörði honum einatt áminn-
.ingar og leiddi honum oft fyrir sjónir, hvar lenda
238.
KROSSCÁTA
Vikunnar
Lárétt skýring:
1. fengur. — 4. hrakningar. — 7.
yfirráð. — 10. siður. — 11. eiga. —
12. hróp. — 14. hætta. — 15. »0 pd.
— 16. væta. — 17. leit. — 18. auður.
— 19. maður. — 20. afsinna. — 21.
borðað. — 23. leita. — 24. rófa. —
25. suða. — 26. elfur. — 27. jarð-
efni. — 28. dvelja. — 29. hamingju-
samur. — 30. klakk. — 32. goð. —
33. kúla. — 34. ung kind. — 35. á
fæti. — 36. vindur. -— 37. dauða. —
38. verkfæri. — 39. þrábiðja. — 41.
fjömga. — 42. furutré. — 43. veizla.
— 44. hugur. — 45. kvað. — 46. óþrif. — 47.
missa tiltrú. — 48. þröngur dalur. — 50. Iager-
mál. — 51. guðsþjónusta. — 52. þráður. — 53.
sjór. — 54. mylsna. — 55. leiði. — 56. læt. —
57. á spendýrum. — 59. verkfæri. — 60. vísa. —
61. nautn. — 62. stólpar. — 63. taumur. — 64.
drápshrina.
Lóðrétt skýring: — 1. framleiðendunum. — 2.
fljót. — 3. reyta. — 4. væta. — 5. endurtekið. —
6. tónn. — 7. tún. — 8. tímabil. — 9. tveir eins. —
11. seint. — 12. lúra. — 13. fleytu. — 15. leiðar-
Lausn á 237. krossgátu Vikunnar.
Lárétt: — 1. skyr. — 5. kaffi. — 9. soga. —
13. kasir. — 15. sál. — 16. fægir. — 17. ör. —
18. táknrænir. — 21. 1. m. — 23. sái. — 24. rám.
— 26. lána. — 30. örar. — 32. raga. — 34. hóa.
— 36. innt. — 38. rafta. — 40. fundu. — 43. ala.
— 45. gaflinn. — 47. mas. — 49. tó. — 50. söl. —
51. agn. — 52. Rp. — 53. tau. — 55. markaða. —
58. eða. — 59. maura. — 61. Finni. — 63. ötul.
— 64. kal. — 66. gekk. — 68. árar. — 71. murr.
— 73. sóa. — 75. Góu. — 77. at. — 79. botnlanga.
— 82. af. — 83. fólin. -— 85. göt. — 86. gnótt. —
88. amað . — 89. hamar. — 90. nóta.
mundi fyrir honum. Þegar presturinn frétti lát
hans, fékk honum það svi mikillar áhyggju, að
það stóð honum fyrir svefni; því hann efaðist
um velferð hans. Um nóttina dreymdi prest, að
hann sæi í loftinu yfir bæ hins andaða metaskál
mikla; voru englar við aðra metaskálina og lögðu
í hana góðverk þess, sem látinn var; en hins
vegar stóðu árar og lögðu á sína metaskál öll
illverk hans. Voru þau bæði mörg og þung; en
á móti kom ekki nema brauðbiti, er maurapúk-
inn hafði eitt sinn gefið fátækum og hungruðum
manni af meðaumkvun. Tóku þá áramir að hæl-
ast um; en englarnir sögðu: „Bíðum atkvæðis
dómarans." Eftir það varð kyrrð mikil, sá prestur
þá, hvar gullsikill féll af himni í skálina hjá
braúðbitanum og varð sú skálin þá miklu þyngri,
og snautuðu áramir þá burtu; en englarnir hófu
siguróp, og við það vaknaði prestur. Þóttist hann
vita, að gullsikillinn táknaði verðskuldun Krists
og varð honum rórra eftir.
SPAKMÆLI
Þegar mannsandinn nærist á sannleikanum og
réttvísinni, þá vaxa honum vængir.
Láttu peningana þjóna þér, en vertu ekki þræll
þeirra.
merki. — 16. frásögn. — 17. vísnaflokk. — 18.
bruðla. — 19. hnoð. — 20. bylta. — 22. staka. —
23. hæð. — 24. að helmingi. — 26. tala. — 27.
bita. — 29. stöng. — 30. þiðna. — 31. sleipur. —
33. munnur. — 34. veggsenda. — 35. feitmeti. —
36. gefin. — 37. lauf. — 38. geifla. — 40. reka-
gátt. — 41. hrygg. — 42. hljóð. — 44. stúlka. —
45. harmur. — 47. bönd. — 48. óhreinindi. —
49. róla. — 51. logaði. — 52. stór nál. — 53. fellL
— 54. skriða. — 55. i kringum bæi. — 56. raftur.
— 58. kindina. — 59. keyra. — 60. laug. — 62.
fjall. — 63. drykkur.
Lóðrétt: — 1. sköll. — 2. kar. — 3. ys. — 4. rit.
— 6. asni. — 7. fár. — 8. flær. — 9. sær. — 10.
og. — 11. gil. — 12. armar. — 14. rás. — 16. fim.
— 19. kál. — 20. nám. — 22. snara. —- 25. ernum.
— 27. ár. — 28. aga. — 29. ló. — 30. önd. —
31. at. — 33. afgömul. — 34. haf. — 35. afi. —
36. inngang. — 37. latti. — 39. talar. — 41. unaði.
— 42. espar. — 44. lóa. — 46. lak. — 48. arð. —
54. umtal. — 56. rak. — 57. afl. — 58. eikur. —
60. aur. — 62. nem. — 63. ör. — 65. að. — 67. kr.
— 68. ákafa. — 69. fót. — 70. lón. — 72. rifta. —
73. son. — 74. anga. — 75. gata. — 76. ugg. —
78. tóm. — 79. bið. — 80. löm. — 81. ann. —
82. att. — 84. la. 87. 6ó.
Lausn á orðaþraut á bls. 13.
HAtruRSIi'ELT..
HÆÐIR
ASN AR
FRÆSA
UN AÐS
REKUR
S YNDI
FLOKK
EINNI
LAUGA
L AX AR
Svör við Veiztu á bls. 4.
T. Isleifur Gizurarson, 1056—1080.
2. 1 Suður-Ameríku.
3. Jóhannes úr Kötlum; i kvæðinu „Frelsi".
4. Napoleon Bonaparte.
5. Að kyssa eða kveðja ástúðlega.
6. Kain; I. Mós., 4.
7. Leynilögregla Sovétríkjanna.
8. Maður, sem bætur áttu ekki að koma fyrir,
sakamaður.
9. Griskur myndhöggvari; um 340 fyrir Krista
burð.
10. Björgvin Guðmundsson.