Vikan - 29.06.1944, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 26, 1944
5
FRAMHALDSSAGA
Poirot og lœknirinn
----------Sakamálasaga eftir Agatha Christie
9
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
,,En til þess að gera það yrði hann að rata.
Hvernig- á ég að skýra, hvað ég á við? — það
myndi þýða, að hann hefði komið hér áður,
að hann þekkti'umhverfið."
,,Það er rétt,“ svaraði Melrose.
,,Við getum eflaust komizt að því, hvort Ack-
royd hafi tekið á móti einhverjum ókunnugum
síðustu vikuna?“
„Raymond gæti sennilega frætt okkur á því,“
sagði ég.
„Eða Parker," stakk Melrose upp á.
„Eða báðir,“ bætti Poirot við, brosandi.
Meirose fór að leita að Raymond, en ég hringdi
bjöllunni einy sinni enn til þess að ná i Parker.
Melrose kom aftur hérumbil samstundis og með
honum einkaritarinn, sem hann kynnti fyrir Poi-
rot. Geoffrey Raymond var jafn ákafur og vin-
gjarnlegur og endranær. Hann virtist vera hissa
og hrifinn af því að hitta Poirot.
„Ég hafði ekki hugmynd um, að þér færuð
hér huldu höfði i nágrenninu, herra Poirot,“ sagði
hann. „Það verður mjög skemmtilegt að fylgjast
með vinnubrögðum yðar. — Hana hvað er nú
þetta?“
Poirot hafði staðið vinstra megin við dymar.
Nú vatt hann sér skyndilega til hliðar og ég sá,
að hann hlaut að hafa snúið armstólnum aftur
þangað til hann stóð eins og hann hafði staðið
eftir frásögn Parkers.
„Ætlið þér að láta mig sitja i þessum stól
meðan þér takið blóðprufu?" spurði Raymound
kímileitur. „Hver er ætlimin?“
„Herra Raymound, þessi stóll var dreginn svona
frá veggnum í gærkvöldi, þegar Ackroyd fannst
myrtur. Einhver setti hann aftur á réttan stað.
Gerðuð þér það?"
Svar einkaritarans kom umsvifalaust.
„Nei, það gerði ég ekki. Ég man ekki einu sinni
eftir því, að stóllinn stóð svona. Samt sem áður,
einhver hlýtur að hafa fært stólinn aftur. Hefir
verið komið i veg fyrir, að hægt sé að ráða gát-
una með því? — Hvaða vandrœði!"
„Það hefir enga þýðingu,“ sagði leynilögreglu-
maðurinn. „Alls enga þýðingu. Það, sem ég eigin-
lega ætlaðl að spyrja yður um, Raymound, var
þetta: Kom nokkur ókunnugur að heimsækja
herra Ackroyd þessa síðastliðna viku?“
Einkaritarinn hugsaði sig um nokkra stund 'og
hnyklaði brýrnar og á meðan kom Parker, sem
ég hafði hringt á, i dyrnar.
„Nei,“ sagði Raymond að lokum. „Ég man ekki
eftir neinum. Munið þér eftir nokkrum, Parker?“
„Hvað þá?“ spurði Parker.
„Að nokkur ókunnugur hafi komið að heim-
sækja Ackroyd síðastliðna viku.“
Parker hugsaði sig um nokkra stund.
„Það var ungi maðurinn, sem kom á miðviku-
daginn,“ sagði hann svo. „Mér skildist, að hann
væri frá verzlunarfirma Curtiss og Troute.“
Raymond baðaði hendinni óþolinmóður.
„Æ, já, ég man eftir honum, en það er ekki
þess konar ókunnugir menn, sem þessi herra á
við. Hann snéri sér að Poirot. „Ackroyd var með
einhverjar bollaleggingar um að kaupa sér dikta-
fón. Það myndi hafa gert okkur kleift að af-
kasta miklu meiri vinnu á takmörkuðum tima.
Þetta firma sendi fulltrúa hingað, en Ackroyd
gat ekki ákveðið sig. Það varð ekkert af kaup-
unum.“
Poirot snéri sér að kjallarameistaranum.
„Geitið þér lýst þessum unga manni fyrir mér,
Parker minn?“
Fnrisa p a • Sheppard læknir er að
^ • koma frá heimili frú Ferr-
ars, en hún hafði látizt um nóttina. Caro-
line systir hans spyr hann spjörunum úr
og heldur því fram, að frú Ferrars hafi
framið sjálfsmorð, og að hún hafi komið
manni sínum fyrir kattamef, er hann lézt
fyrir nokkrum mánuðum. Sheppard segir
söguna og er búinn að lýsa því, er hann
mætti Roger Ackroyd, ríkum manni, er býr
í Femley Park. Ralph Paton er uppeldis-
sonur Ackroyd. Sheppard kynnist Poirot.
Þeir eru nágrannar. Roger Ackroyd býður
Sheppard til sin í kvöldverð og trúir hon-
um fyrir því, að frú Ferrars hafi sagt sér,
að hún hafi gefið manni sínum eitur, og
að einhver, sem vissi það, hafi gert henni
lífið óbærilegt. Ackroyd fær bréf, sem frú
Ferrars hefir skrifað rétt áður en hún dó
og í þvi segir hún nafn þess, sem hefir of-
sótt hana, en hann vill ekki lesa það allt
fyrir lækninn. Sheppard fer heim, en um
kl. tíu er hringt til hans og sagt að Roger
Ackroyd hafi verið myrtur. Sheppard flýtir
sér aftur til Femley Park. Kjallarameist-
arinn, Parker, viðurkennir ekki að hafa
hringt til Sheppards, en læknirinn segir, að
það hafi verið hann. Ungfrú Flóra hefir
verið inni hjá Ackroyd eftir að Sheppard
fór. Flóra biður Sheppard um að fá Poirot
til þess að taka að sér rannsókn málsins.
Gmnur hafði strax fallið á Paton, sem fór
í burtu sama kvöld og morðið var framið.
Poirot heldur áfram rannsókn í samráði
við Raglan lögreglufulltrúa, en ekkert kém-
ur í ljós, sem orðið gæti til afsanna sekt
Patons.
„Hann var ljóshærður og grannvaxinn. Mjög
smekklega klæddur í bláum ullarfötum. Ákaflega
hreint snyrtilegur ungur maður.“
Nú snéri Poirot sér að mér.
„Maðurinn, sem þér hittuð fyrir utan hliðið,
var hár, var það ekki?“
„Jú, sjálfsagt eitthvað kringum sex fet á hæð,"
sagði ég.
„Þá er ekkert á þessu að græða," sagði litli
Belgiumaðurinn. „Þakka yður fyrir, Parker.“
Kjallarameistarinn ávarpaði Raymond.
„Herra Hammond var að koma hingað. Hann
langar mjög til að vita, hvort hann geti gert
eitthvað og langar til þess að tala við yður.“
„Ég kem strax," sagði ungi maðurinn. Hann
flýtti sér út. Poirot leit spyrjandi á Melrose.
„Lögfræðingur fjölskyldunnar," sagði hinn
síðarnefndi til skýringar.
„Hann hefir mikið að gera, þessi ungi Ray-
rnond," muldraði Poirot. „Mér virðist hann vera
mjög duglegur.“
„Ég held, að herra Ackroyd hafi álitið hann
mjög færan einkaritara."
„Hversu lengi hefir hann verið hér?“
„Eitthvað um tvö ár, held ég.“
„Hann sinnir skyldustörfum sínum til fullnustu.
Það er ég viss um. Á hvaða hátt skemmtir hann
sér? Hefir hann áhuga á íþróttum?“
„Einkaritarar hafa ekki mikinn tíma til þess
að skemmta sér,“ sagði Melrose brosandi. „Ég
held, að Raymond leiki golf. Og tennis á sumrin.“
„Hann fer ekki að horfa á veðreiðar?"
„Á skeiðvellina ? Nei, ég held, að hann hafi
engan áhuga á kappreiðum.“
Poirot kinkaði kolli og virtist missa allan
áhuga á umræðuefninú. Hann leit hægt og at-
hugult í kringum sig.
„Ég held, að ég hafi séð allt, sem um er vert
hér inni.“
Ég leit llka i kringum mig.
„Ef þessir veggir gætu talaö," sagði ég.
Poirot hristi höfuðið.
„Tunga væri ekki nóg. Þeir yrðu líka að hafa
bæði augu og eyru. En verið ekki of vissir um.
að þessi dauðu hlutir,“ — hann lagði hendina
ofan á bókahilluna um leið og hann talaði —
„séu alltaf daufir og dumbir. Þeir tala stundum
til mín. — Stólar og borð flytja mér sinn boð-
skap —.“
„Hvaða boðskap?“ sagði ég ákafur. „Hvað hafa
hlutimir sagt yður í dag?“
Hann leit um öxl og hleypti brúnum hæðnis-
lega.
„Opinn gluggi,“ sagði hann. „Læstar dyr. Stóll,
sem augsýnilega hefir hreyft sig sjálfur. Við öllu
þessu segi ég aðeins: „Hvers vegna?" og ég finn
ekkert svar.“
Harrn hristi höfuðið, andvarpaði og stóð svo
og horfði á okkur. Mér virtist hann vera hlægi-
lega sannfærður um mikilvægi sjálfs sín. Mér
datt i hug að efast um, hvort hann í raun og
•veru væri eins góður leynilögreglumaður og sagt
var. Hafði hið mikla orð, sem af honum fór, ein-
ungis orðið til vegna þess, að heppnin hafði verið
méð honum hvað eftir annað?
Ég held, að Melrose hljóti að hafa dottið hið
sama í hug; því hann hleypti brúnum.
„Er nokkuð fleira, sem yður myndi langa til að
sjá, herra Poirot?“ spurði hann þurrlega.
„Þér vilduð kannske vera svo vænn að sýna
mér silfurborðið, sem morðvopnið var tekið af?
Svo skal ég ekki frekar ónáða yður.“
Við fórum inn í setustofuna, en á leiðinni gekk
lögregluþjónninn í veg fyrir Melrose og er þeir
höfðu ræðzt við stundarkom í hálfum hljóðum,
afsakaði Meliöse sig og fór frá okkur. Ég sýndi
ÍPoirot silfurborðið, og er hann hafði lyft lokinu
einu sinni eða tvisvar opnaði hann gluggann og
gekk út á stéttina. Ég fór á eftir honum.
Raglan fulltrúi kom einmitt fyrir homið og
gekk til okkar. Hann var ákveðinn og ánægður
á svip.
„Jæja, svo þama eruð þér þá, Poirot," sagði
hann. „Það verður nú því miður ekki neitt sérlega
spennandi að eiga við þetta mál. Mér þykir það
eiginlega leitt. Skemmtilegasti unglingur, sem er
lcominn á villigötur."
Poirot varð vonsvikinn á svip, og hann sagði
mjög hægt og vingjarnlega:
„Þá er ég hræddur um, að ég geti ekki verið
yður til mikillar aðstoðar?"
„Ef til vill i næsta skipti," sagði fulltrúinn
huggandi. „Enda þótt morð séu ekki svona beint
hversdagsmatur hérna hjá okkur.“
Poirot horði á hinn aðdáunaraugum.
„Þér hafið sýnt af yður mikla leikni og flýti,"
sagði hann. „Hvernig tókuð þér málið fyrir, með
leyfi?"
„Það skal ég gjarnan segja yður,“ sagði full-
trúinn. „Fyrst og fremst hafði ég kerfi í öllu
saman. — Það er það, sem 'ég alltaf segi, —
kerfisbundið!"
„Einmitt!" kallaði hinn. „Það er líka heróp
mitt. Kerfi, regla og litlu, gráu framumar,"
„Frumumar ?“
„Litlu, gxáu frumurnar í heilanum," útskýrði
Poirot.
„Ó, já auðvitað, þær notum við öll, býst ég
við.“
„Að meira eða minna leyti,“ muldraði Poirot.
„Og svo er líka mismunandi upplag. Loks verður