Vikan


Vikan - 29.06.1944, Blaðsíða 13

Vikan - 29.06.1944, Blaðsíða 13
13 VIKAN, nr. 26, 1944 | Dægrastytting HMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM UIMIIIIIIIIIIMMIIIinilMIIMiniMIIM<> Illugi á Aðalbóli. . Bjarni sýslumaður Halldórsson á. Þingeyrum sendl einn vetur menn nokkra, hvem eftir ann- an, suður á land. En þeir komu engir til skila, og var haldið, að þeir hefðu komizt i hendur útilegu- manna. Illugi hét maður. Hann bjó á Aðalbóli i Miðfirði. Bjami fékk nú Illuga; því hann var maður hraustur og ákafur, og sendi hann suður. Segir ekki af ferðum Illuga, fyrr en hann kom norður á Tvidœgm aftur. Þá var veður kalt og frost mikið. Illugi gekk beint norður heiðina, því öll vötn vom á ís. Á einu vatninu sér hann mann sitja við vök og vera að veiða silung. Illuga verður bylt - við og heldur, að hér munl sá vera, sem týnt hafi hinum sendimönnunum. Tekur hann þá á rás og hleypur upp með vök- inni, en þegar hinn sér það, sprettur hann á fætur og hleypur á eftir honum. Sér Illugi, að hann muni þegar draga sig uppi. Hættir hann þá hlaupunum og bíður mannsins. Ber hann skjótt að og verður ekki af kveðjum. Taka þeir þegar sam- an, og finnur Illugi, að sig skortir afl við mann þenna. Hugsar hann ekki um annað en verja sig falli, og það tókst honum. En maðurinn færði leikinn að vökinni, og finnur Illugi, að hann vill færa sig í hana. Stökkur þá Illugi yfir vökina og fellur maðurinn í hana, en heldur annarl hend- inni í úlpu Illuga. Tekur hann þá hníf undan ermi sinni og ristir-um þvert brjóst Illuga. Illugi verður óður við sársaukann og spyrnir fæti við manninum, svo hann féll niður í vökina alveg. Hleypur nú Illugi slíRt sem af tekur og kemst um nóttina heim að Aðalbóli. Brýtur hann upp bæinn og hleypur inn. Út fer hann þegar aftur og hleypur sem óður væri út að Þingeyrum. Þar brýtur hann upp og hleypur inn í svefnherbergi sýslumanns. Vaknar þá Bjami og verður bylt við að sjá Illuga þar alblóðugan. Tekur hann við honum og lætur græða hann. Sagði Ilíugi frá ferðum sínum og þótti öllum merkileg sagan. Orðaþraut. ÆÐIR SN AR RÆS A N AÐS EKUR Y N D I LOKK INNI AUG A A X A R Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan- frá og niðureftir, myndast nýtt orð og er það nafn á fjalli á Snæfellsnesi. Sjá lausn á bls. 14. „Sælir og blessarið, heykrókur góður.“ Einu sinni hafði biskup gert boð um biskups- dæmi sitt, að hann ætlaði að riða á útlíðandi vetri í vísitazíu. Var nú komið að þeim tíma, sem hans var von í hérað eitt, en bóndi var þar einn, sem bjóst við, að biskup mundi koma til sin, af þvi, að ekki var annars staðar farið en ^iiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiMMiiiiiiiMMiiiiiiiiMniiimiiiiiiiiiiiimHiiiilira^ Kvikmyndaleikarinn John Garfield. | y' | um hlaðið hjá honum, og bjó hann sig þvi undlr að taka á móti biskupi sem bezt hann gat. Einn dag um sumarmálaleytið, þegar bóndi var að taka hey í meisana, kemur honum til hugar, að hann þurfi að búa sig trndir að geta heilsað biskúpi sæmilega. Hann hefir þar ekki annað hendi lengra hjá sér til að láta tákna biskupinn en heykrókinn og stingur honum því í stálið, tekur ofan tóftarhettuna, gengur að heykróknum og segir: „Sæll og blessaður heykrókur góður. — Já, eitthvað mun honum þykja að þvi arna, bless- uðum'1, segir hann við sjálfan sig, fer svo til aftur MARGOT. Framh. af bls. 4 „Eftir tíu löng ár.“ Rödd hennar virtist líða fram hjá honum eins og þokuslæð- ingur. i „Hvað eru tíu ár? Tíu mínútur með þér, Margot, feykja þeim burtu eins og feysknu laufi.“ ’ Þegar þjónninn kom með ólífurnar, missti hann þær, og diskurinn datt í gólfið og brotnaði. Hann starði stórum, svörtum augum skilningssljór á þau. „Monsieur verður að afsaka mig,“ stam- aði hann, þegar Blake leit illilega til hans. „Madame líka, en ég heyrði ... við heyrð- um öH, að madame væri dáin ... Og nú sjáum við hana aftur, yngri en nokkru sinni ...“ „Það var eins og hann hefði séð draug, maðurinn, eins og þú værir afturgengin," hló Blake, þegar þjónnin var farinn til þess að ná í ostrurnar. „Drekktu dálítið af kampavíni." Hann fyllti glasið hennar. „Afturganga drekkur ekki kampavín, og ekki gengur hún um í rauðum kjól heldur.“ Hún horfði hlæjandi í augu hans og fing- ur hennar snertu hans á mjóum glasfæt- inum. „Ég skála fyrir dögunum fyrir tíu árum síðan," sagði hún og drakk. „Já, það voru dagar þá,“ sagði Mortim- er, „fullir af lífsnautn. Og næturnar voru betri en dagamir, Margot.“ Hann beygði sig fram yfir litla borðið. „Við skulum snúa aftur til þeirra tíma, fyrir tíu árum.“ Hún hló. Hlátur hennar hljómaði undar- lega, en þó viðkunnanlega. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá hafði hún víst breytzt. ... Á meðan hún tók af sér hanzkana, horfði hann rannsakandi á hana, og allt í einu tók hann eftir því, að andlit hennar hafði misst þann innri ljóma, sem vanur var að geisla frá því, hún hafði verið himnesk, gamla fjörið var horfið. Það voru litlar hrukkur undir augum hennar, eins og of margar hugsanir hefðu dvalið þar, og það var eitthvað alvarlegt í fram- komu hennar — og hinn veikbyggði líkami hennar virtist meira að segja hafa orðið fyrir sömu áhrifum — það var svo margt, sem hann þekkti ekki aftur hjá henni. I rauninni vildi hann heldur hina gömlu Margot, en það var eins og hún hyrfi smám saman aftur til hans um leið og þau sátu þama við borðið. Hláturinn perlaði nú frá henni eins og vatn frá lind, og roði færðist í vanga hennar. Honum fannst hún vera yndisleg. Hugur hans hvarflaði til þeirrar stundar, þegar hann, í skjóli myrkursins, myndi fá að taka hana í fang sér meðan bifreiðin skrölti um götuna. En þegar þau fóru út úr veitingahúsinu, komst hann að því, sér til mikillar skapraunar, að hann ætti ekki að fylgja henni heim. „Ég vil endilega fara ein,“ sagði hún, og hún daufheyrðist við öllum bænum hans. Það var varla, að hann fékk heimilisfang hennar. „Það er bezt svona," endurtók hún aftur og aftur alvarlega. En þegar hann að lokum bauð henni góða nótt, og myrkrið í bílnum huldi hana eins og nóttin sviftir blómin lit sínum, þá hafði hún gefið hon- um leyfi til þess að heimsækja sig morgun- inn eftir. „En ásakaðu mig ekki, þó ég verði ekki við,“ sagði hún við hann. Og þar sem hún hló, þegar hún sagði þetta, og hönd hennar hvíldi í hans, þá hló hann líka. En þegar hann snemma morguninn eftir fór til Rue du Port de Saint-Jean númer fimmtán og spurði eftir henni, starði dyra- varðarkonan undrandi á hann. „En herra minn, hún er dáin.“ Hann hrökk afturábak. „Það getur ekki verið, því að hún borðaði kvöldverð með mér í gær.“ „Það hlýtur að vera misskilningur, herra minn,“ sagði dyravarðarkonan og yppti öxlum. „Hún dó fyrir sex vikum. Ég sá sjálf, þegar hún var borin út. Og það var ömurleg jarðarför." Hún fitjaði með fyrir- litningu upp á nefið. „Það var ekki eitt einasta blóm. Getið þér hugsað yður, ekki einu sinni eitt laufblað. Eins og þeir voru margir, sem heimsóttu hana, meðan hún var á lífi. En hvaða gagn er hægt að hafa af dauðri konu?" „Ég fullvissa yður um það, að ég var með henni í gærkvöldi." Mortimer Blake var mjög fölur. „Hún var í bleikum kjól og svartri kápu með skinnkraga." Dyravarðarfrúin horfði góðlátlega á hann. Hún hugði hann áreiðanlega drukk- inn eða vitstola. Mortimer Blake sneri at- ur, það var ekkert annað að gera. Þegar hann gekk niður á breiða götuna, lék sval- ur vindur um vanga hans . . . Eins og hönd dauðrar konu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.