Vikan


Vikan - 13.07.1944, Side 2

Vikan - 13.07.1944, Side 2
2 VIKAN, nr. 28, 1944 Myndir frá Bessastöðum. Mynd þessi var tekin, er blaðamönnum var boðið til forseta að Bessastöðum. Auk forsetahjónanna og blaða- manna, eru á myndinni nokkrir aðrir boðsgestir. (Ljósm. Þorst. Jósepsson). Neðri myndin er af kómum og predikunarstólnum í Bessa- staðakirkju. Tilkynning frá Happdrœtti Frjálslynda safnaðarins Með leyfi stjórnarvaldanna verður drætti í happ- drætti Frjálslynda safnaðarins frestað til 15. ÚRÚst 1944. Pósturinn | B Háttvirta Vika! Við höfum tekið eftir því, hve greiðlega þú svarar öllum spuming- um sem fyrir þig em lagðar; þess vegna langar okkur að leita til þin. Við erum tvær og langar okkur mjög mikið til að verða skátar. En af því að við erum mjög ókunnar þessu starfi, langar okkur að biðja þig um góðar upplýsingar um þetta, og til hvers við eigum að snúa okkur ef við athugum þetta nánar. Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Tvær frænkur. Vonumst eftir svari sem fyrst. Svar: Þið skuluð skrifa Bandalagi íslenzkra skáta, pósthólf 831, Reykja- vik, og þar munuð þið fá allar þær upplýsingar og leiðbeiningar, sem þið óskið eftir. Kæra Vika! Viltu ekki vera svo góð að birta fyrir mig kvæðið „Förumannaflokkar þeysa" eftir Davíð frá Fagraskógi. Mér þætti vænt um, að þú gerðir það sem fyrst. . Beztu kveðjur frá Bínu. Förumannaflokkar þeysa friðlausir um eyðisand, 0 af leðurbelgjum böndin leysa, blessa vatnið. Stormar geisa yfir dauðans óskaland. Langt er enn til lífsins stranda, lækur enginn, hvergi björk, bannlýst jörð til beggja handa, brunasandar, — eyðimörk. Hér er dauðans heljarveldi hetjubeinum gömlum skráð. Upp úr sandsins svarta feldi sviðna þau í dagsins eldi, vitna um þreytu og þrotin ráð. Timinn blandinn kvöl og kvíða kveikir þorstans eldibrand. —- Förumannaflokkar riða friðlausir um eyðisand. Húsmœður! Sultutíminn er kominn! Tryggið yður góðan árang- ur af fyrirhöfn yðar. Varð- veitið vetrarforðann fyrir skemmdum. Það gerið þér bezt með því að nota BETAMON, óbrigðult rotvarnarefni. BENSONAT, bensoesúrt natrón. PECTINAL, Sultuhleypir. VÍNEDIK, gerjað úr ávöxtum. VANILLETÖFLUR. VÍNSÍRU. FLÖSKULAKIÍ í plötum. ALLT FRA CHEMIAh/f Fæst í öllum matvöruverzlunum. Voru hér ei hallir háar, hávær torg og fjöldi manns, laufskálar, lindir bláar, ljúflingsmeyjar, fótsmáar, er slógu hörpu, stigu dans? — Um líf og gróður landsins horfna lifir engin gömul sögn. Sama gátan. Svarið forna: Sandsins auðnir. Dauðaþögn. Förumannaflokkar þeysa friðlausir um eyðisand. Fellibyljir bölsins geisa, bylgjufalda svarta reisa. Sandrok hylur sól og land. Langt er enn til lífsins stranda, lækur enginn, hvergi björk, bannlýst jörð til beggja handa, brunasandar, — eyðimörk. Kæra Vika! Getur þú sagt mér hverrar þjóðar Carmen Miranda er, og líka hvort hún er gift og þá hverjum. Sú sem ér kölluð Leikarafíflið. Svar: Carmen Miranda er ættuð frá Brasilíu, þar sem hún fyrst vakti á sér athygii með söng sínum í Rio de Janero. Síðar fór hún að leika og syngja í kvikmyndum í Hollywood. Carmen er ógift. Kæra Vika! Getur þú frætt okkur á eftirfar- andi: Hvort var það Alexander Dumas eldri eða yngri, sem ritaði bókina „Þrír Fóstbræður" ? Tveir sem veðja. Svar: Það var Alexander Dumas e 1 d r i. Reykjavík, 5. júií 1944. Kæra Vika! Getur þú upplýst mig um hverrar þjóðar Primo de Carnera, fyrrver- andi heimsmeistari í hnefaleik, er? «. Jón halti, Svar: Italskur. Utgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.