Vikan


Vikan - 13.07.1944, Blaðsíða 4

Vikan - 13.07.1944, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 28, 1944 A síðustu stundu. Hún vildi vera ein með sorg sína — Hann fór á bóndabæ til þess að þurfa ekki að yera á fjölmennu gistihúsi — Guðrún stóð fyrir framan gistihúsið og ætlaði að reyna skíðin í fyrsta sinn. 1 kringum hana snerist þjónninn og vildi gera henni allt til geðs. Hann var nákvæmlega eins og þjónn átti að vera; áður en Guðrún var búinn að sleppa orð- inu, var hann búinn að uppfylla ósk hennar.. En hún var samt ekki í góðu skapi, og hafði ekki verið það þessa fáu daga, sem hún var búin að dvelja á gistihúsinu. Hún hafði alls ekki ætlað sér þangað, og gert það þvert um geð. Hefði miklu frekar átt að fara til Stokkhólms og vera þar með frændum og vinum, sem allt vildu fyrir hana gera. Hún gat ekki að því gert, að hin fannhvíta víðátta skaut henni skelk í bringu. En þegar hún þennan morgun hleypti upp gluggatjöldunum og gægðist gegnum frostrósirnar yfir víð- áttu mikla auðnina, var eins og létt væri af henni þungu fargi. Landið lá, sem fann- hvít ábreiða, böðuð sólskini og snjó kristallamir glóðu líkt og milljónir dem- anta. Langt í burtu sást svört rönd, sem var hinn dularfulli og friðsæli greniskógur, og sjóndeildarhringurinn luktist bláum fjöllum. Þá ákvað hún að búa sig út á skíðin og vera burtu allan daginn. Gamli þjónninnvarbúinn að festa á hana skíðin og reis brosandi upp og dustaði snjóinn af hnjánum. „Ungfrúin ætti ekki að fara mjög langt,“ sagði hann, „því mér finnst á hryggnum í mér að bylur sé í aðsigi. Guðrún hló og fögm augun hennar Ijómuðu. „Ég trúi ekki að ég sé svo óheppinn. Þar að auki fer ég ekki nema eina„ tvær mílur. Þarna upp á hæðina. Ef óveðrið skellur fyrr á, hefi égsvomik- inn mat, að hann dugar mér og hundinum nokkra daga, og þá verður veðrinu slotað. Þökk fyrir aðstoðina," kallaði hún bros- andi, þegar hún var komin spölkorn út út fyrir garðinn, og hún f jarlægðist óðum ákveðnum, en fimlegum skrefum. Neita, hundurinn, stökk glaðlega og gapandi í kringum hana, uppnæmur af ferðahug. Gamli þjónninn stóð stundarkorn á hlaðinu og horfði á eftir Guðrúnu. Hún var fádæma fimlcg í fannhvítu skíðaföt- unum með rauðu leggingunum. Grönn og vel limuð. Brúnir lokkarnir undan rauðu húfunni og dökk augun leiftrandi af gleði. En sá gamli vissi nú ýmislegt. Hann hafði séð þessi hyldjúpu augu full af myrkri, og hann vissi að í þeim bjó oft sorg. Örsjaldan hafði hann séð þau ljóma af Eftir DENIS G. LAUGEN gleði sakleysisins. Og hann fann til með henni og braut oft heilan um, hvað valda mundi þessari sorg. En æskan var svo draumóragjörn og hugsaði sjaldnast mál- in. Oftast voru það smámunirnir, sem áttu sinn þátt í sorginni og eftir litla stund var allt gott aftur. Vonandi mundi það líka verða svo í þessu tilfelli. Um hálfa mílu 'frá gistihúsinu var bóndabær, þar sem Bertil Sholth, verk- fræðingur hélt til í leyfi sínu. Það, að hann valdi bóndabæ heldur en gistihúsið, var af því að hann kaus helst að vera einn. Að minnsta kosti eins og á stóð fyrir honum. Einkum var hann fráleitinn að fá heim- sókn af kvenmanni. Hafði nýlega orðið fyrir því að vera svikinn af einni, sem lengi hafði dregið hann á tálar, svo að hann vildi fá að vera í friði fyrir þeim um eitt í faðmi náttúrunnar. Bertil hafði verið í hálfgerðum vand- ræðum með sjálfan sig og fann ekkert til að gera. Hann hafði varla lyst á miðdegis- verðinum, af því hann var borðaður um | VETZTU—? E 1. Ilver var fyrsti lögsög'umaðurinn, og : hve lengi var hann það? : 2. TJr hverju er terpentína unnin? • 3. Eftir hvem er þetta erindi og í hvaða j kvæði: Þeim er aldrei ætlað sæti, j ætlað rúm við gestaborð, sem geta ekki gefið annað en góðan hug og þakkarorð. Fátæktina og förueðlið fekk ég bæði i vöggugjöf og verð að fara land úr landi að leita að minni eigin gröf. ? | 4. Ilvað er Fresco-málverk ? j 5. Hverjir voru það, sem voru hér kall- ■ aðir Austmenn, til foma? j 6. Hver er sagður vera stofnandi Ólym- ■ píuleikanna ? 7. Hvar eru eftirfarandi ár: a) Eufrat, : b) Ganges, c) Orinioco, d) Yangtse? ■ • 8. Hver er William Saroyan ? ; 0. Hvaða maður hafði fyrir kjörorð: : „Ríkið, það er ég.“ 10. Eftir hvem cr leikritið „Á heimleið"? ! Sjá svör á bls. 14. tólfleitið. En stuttu eftir tók hann rögg á sig, bjó sig út með nesti, fór á skíðin og hraðaði sér áleiðis til hæðarinnar, að lítilli stundu liðinni var hann kominn á slóð Guðrúnar, og fylgdi henni. Guðrún og Neita höfðu haldið áfram, unz þau komu í litla kofann, sem stóð þarna undir hæðinni. Nestið hafði farið í hundinn, svo Guðrún svalt. En það var unaðslegt að orna sér við eldinn, sem hún hafði kveikt í arninum. Hún hafði farið úr jakkanum og breiddi hann á gólfið og lagðist svo endilöng með hundinn fyrir kodda. Bjarminn frá eldinum lék í hári hennar. Svona lá hún og horfði inn í eld- inn. Og hefði gamli þjónninn séð hana nú, mundi hann betur enn nokkru sinni fyrr hafa séð sorgina í myrkvum augum henn- ar. Svo sigu augnalokin og hún sveif inn í hinar friðsælu draumalendur svefnins. Ef til vill leið henni betur þar? Þau sváfu vært, en vindurinn nauðaði fyrir utan. Úti í auðninni barðist Bertil við hams- laust veðrið. Ilann var hraustur og góður skíðamaður og var ekkert að vandbúnaði. Þar að auki var hann kunnugur þarna og þóttist vera á hárréttri leið til kofans. Byl- urinn hafði skollið skyndilega á, en hann hafði nógan mat, og kofinn var mjög hlýr og góður, og Bertil var á engan hátt hræddur um að nóttin liði ekki einhvern veginn. Neita vaknaði og sperrti eyrun; eitthvað hafði strokist við kofavegginn. Dyrunum var hrunið upp og snjógusan kom inn á stofugólfið. Bertil lokaði dyrunum vand- lega og fór svo að líta í kringum sig. Hund- urinn ætlaði að stökkva undan höfði Guð- rúnar, en hún svaf sem áður. Guðrún vaknaði og tók viðbragð. Og hundurinn stökk upp feginn frelsinu, hljóp nokkra hringi kring um Bertil, sem beygði sig og fór að klappa honum. Guðrún leit kulda- lega til hans: „Eg væri þakklát, cf þú létir hundinn minn í friði ?“ Það kom eins og þruma. Bertil reis upp og roðnaði. „Það lítur út fyrir, að hann kunni vel mig,“ svaraði hann með sama kulda. Guðrún stökk á fætur og fór að laga til í kringum sig, án þess hún tæki eftir Bertil cða hundinum. Bertil tók af sér pokann og kom honum fyrir í einu horninu, en sneri sér svo að nýju til Guðrúnar. „Þú virðist ekki vera neitt hrifinn af því að fá mig hingað, en ég vona að þú hafir ekkert á móti því, að ég stanzi hérna stundarkorn og hvíli mig,“ sagði’ hann og var dálítið önugur, og hún tók eftir því. „Fyrir alla muni, — ég skal fara,“ sagði hún. „Því trúi ég alls ckki,“ sagði hann. I-Iún var svo undrandi yfir svari hans, að hún reis upp og horfði á hann. „Hvað heldurðu að þýði fyrir þig að aftra mér,“ hreytti hún fram á milli sam- anbitinna tannanna. Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.