Vikan


Vikan - 13.07.1944, Side 12

Vikan - 13.07.1944, Side 12
12 VIKAN, nr. 28, 1944 var að slökkna í henni. Hann horfði aðdáunar- augum á pelargoníubeðið. „Fallegur litur — finnst þér ekki?“ „Hm*.... m,“ muldraði Kenny og gaut horn- auga til föður sins. Svo bætti hann fljótt við: „Fg fór þangað ekki til þess að hitta þá, sem hefir verið kærasta Maurice, heldur hina; frænku Elviru." Filippus horfði á býflugumar, sem suðuðu leti- lega yfir pelargóníunum. Svo spurði hann mjög lágt: „Hefirðu þekkt hana áður? Þegar hún átti heima héma?“ „Ég hefi séð hana — bara einu sinni. Ég fór þangað til þess að færa Elviru peninga frá Maur- ice. Hann vildi ekki sjá hana aftur — hann var hræddur um að þau myndu rífast aftur. Hann var mjög óhamingjusamur. „Jæja .... og svo sendi hann son minn í pútna- húsið til þess að hlífa tilfinningum sinum — fjandinn hafi hann!“ Orðin komu svo rólega, að það var eins og hann væri að tala við pípu sína; hann hætti ekki að totta hana eitt augnablik. „Mig langar mest til þess að fara þegar og skera hann fyrir augliti föður hans.“ En þar sem Filippus talaði mjög letilega, þá urðu hótanimar ekki eins hvassar. Renny flutti sig nær honum á bekknum og sagði með hásum rómi: „Það var ekkert á milli okkar í fyrsta sinn, sem við sáumst, nema dálítið daður. Eg sá hana inn um gluggann .... hún var að spá í tebolla, og hún sagðist ætla að spá fyrir mér, ef ég vildi heimsækja hana. „Og gerði hún það?“ „Já.“ „Hvað sagði hún þér?“ „Ó — það var mest vitleysa." „Lofaði hún þér annars nokkuð .... fyrsta kvöldið?" „Hún sagðist ætla að segja mér, hvemig hún hefði fengið svona undarleg augu." „Var það á heiðarlegan hátt?“ „Móðir hennar hafði verið vinkona rúmensks tatara." „Er hún lagleg — þessi kvensa?" „Lagleg — nei — lagleg er hún ekki.“ Minn- ingin um nóttina náði nú tökum á honum; hann kreppti hendumar á hnjánum. „Ég vil helzt ekki tala um hana pabbi. En ég verð að segja þér, hvers vegna ég fór þangað." „Svafstu hjá henni?" spurði Filippus rólega. „Já.“ Hann sagði það svo lágt, að það rétt heyrðist. „Flennan! Og þú sem ert ekki enn orðinn nítján ára! Að þetta skuli vera fyrsta ævintýri þitt!" Hann sneri sér og horfði í augu sonar sins. „Eða er það ekki rétt?“ „Jú. Það var eitthvað við mig — fyrsta kvöldið — sem kom henni til þess að trúa öðm — svo að hún vissi ekki —ég held ekki, að hún sé ein af þeirri tegund, sem þú álítur, pabbi. Hún segir, að ég megi aldrei heimsækja hana aftur." Hann sagði þetta barnslega sakleysislega. „Hm — það var fallega sagt,“ svaraði Filippus. „Renny, ég vildi gjaman, að þú lofaðir mér einu. Ef þú freistast til þess að fara til þessarar konu aftur, þá vil ég biðja þig um að koma til mín og fá peninga. Þá ætla ég að senda þig í burtu — eitthvert — ég get, ef til vill, farið með þér sjálf- ur, ef þú kærir þig upi það. Annars hefir þú hestinn til skemmtunar. Nú geturðu séð, hvað þú getur gert úr honúm. Og svo ferðu nú bráð- lega að byrja aftur í skólanum." „Ég held, þú verðir feginn, þegar ég fer, pabbi," sagði Renny örvæntingarfullur. „Ég skal víst gera eins og þú segir og — það er afskaplega fallgga gert af þér að gefa mér hestinn. Ég er hræddur um, að þú sért okkur of eftirlátssamur — eins og amma segir." Filippus tók hönd sonar síns og þrýsti hana fast. „Já,“ sagði hann eins glaðlega og hann gat, „þið Magga verðið að standa ykkur vel — ann- ars verður mér kennt um. Mér þykir mjög leitt, að þetta skuli hafa komið fyrir — og rétt eftir hinn atburðinn. Manni finnst það hafa verið óþarfi. En — það er svo margt hér í lífinu, sem er óþarfi! Þú kemst að því, þegar þú eldist." XIV. KAFLI. Kirkjuferðin. Það var ekki hægt að segja, að Malaheide frændi lægi í leti næstu viku á eftir. Það full- nægði einhvemveginn því myrka og undirförula í skapgerð hans; að reyna að komast að því, hvort ásökunin, sem Magga hafði í hugsunar- leysi slengt á Renny, hefði við nokkuð að styðj- ast. Þegar hann hafði safnað sér upplýsingar, fór hann smám saman að segja Aðalheiði frá þeim. Hún gleypti við þeim af mestu græðgi, og þó að hún væri fokvond út í Renny, gat hún ekki annað en fagnað því, að sonarsonur hennar sýndi sig nú að vera sannur „Court", og faðir hennar gamli Renny Court væri nú endurborinn i fjöl- skyldunni. En þáð var laugardagskvöld og klukkan var margt; hún var of þreytt til þess að þola annað eins uppistand og þessi afhjúpun málsins mundi valda. Um sunnudagsmorgunin var fyrst guðs- þjónustan, sem hún varð að vera viðstödd; því næst var hádegisverðurinn, sem hún þurfti að borða í friði og ró, og loks varð hún, eins og venjulega að fá sér dálítinn blund. Hún lá í rúmi sínu og á meðan páfagaukurinn í daufum bjarma ljóssins varpaði stómm skugga sínum á loftið, fór hún að telja, hvað margar klukkustundir hlutu að líða, áður en hún gat sagt þeim frá sannleikanum. Það var ekki vegna þess, að hún ætlaði að vera vond við sonarson sinn. En hún vildi sýna Filippusi það, að hann hefði alið son sinn illa upp; að hann hefði aldrei viljað eftir ráðlegging- um hennar, já, ekki einu sinni spurt hana ráða, að hann hafði brugðist bæði sem faðir og sonur. Hún taldi sautján klukkustundir, sem mundu líða áður en hún gat sagt Filippusi til syndanna. Henni fannst, hún varla hafa sofið alla nóttina, heldur aðeins blundað við og við, þegar fyrstu sólargeislamir stálu skugga páfagauksins af loftinu. Það næsta, sem hún varð vör við var Elisa, sem birtist í Ijósbleika sirtskjólnum sinum. Hún hélt á bakkanum með stóra egginu í silfureggja- bikamum, heila hrúgu af glóðuðu brauði, ávaxta- maukskmkkunni og ristuðum maís sem var vaf- inn inn í snjóhvítan pentudúk. Á. sunnudags- morgnum borðaði hún ekki graut, til þess að hún gæti borðað þessa krás, sem var sérstakur sunnu- dagsmatur. Hún tók eggjabikarinn og hélt honum upp að ljósinu til þess að gá að því, hvort, ef til vill, væri eitthvað fallið á hann. Ef svo væri, þá skyldi hún tala við stúlkumar. En hann var gljáandi eins og nýsleginn skildingur. En hún braut eggið bæði vonsvikin og ánægð. Páfagaukurinn lyfti gráum augnalokum sínum, baðaði út vængjunum og geispaði svo að sást í dökka tunguna. Hann gaut augunum til maisins á pentudúknum. „Nei, nei,“ sagði Aðalheiður og ógnaði honum með teskeiðinni. „Þú ert ægilegur mathákur! Haltu þér við þín frækom." En hún gat ekki neitað honum og fór skjálf- hent að vefja úr pentudúknum. Þegar hann sá, að hann var í náð, fór hann að hoppa fram og aftur á fótagaflinum, iðandi af ánægju, teygði úr skínandi hálsinum, kreppti og rétti úr klónum um leið og hann sagði nefmæltur: „Chota Rami — Dilhi — Dil Pasand!" Hann lét hana ekki í friði fyrr en hann hafði fengið annan maisstöngulinn, og hún flýtti sér að borða hinn sjálf, til þess að hann skyldi ekki snikja hann af henni líka. „Þú ert reglulegt sníkjudýr!" sagði hún, „þið Malaheide emð báðir af sama sauðahúsinu!" Hún var tilbúin á undan öllum öðrum að aka til kirkju, hún sat, klædd í flauelsslá sitt og með ekkjublæjuna, við dagstofugluggann. Sá næsti, sem var tilbúinn, var Eden í hvítum matrósafötum og með tiu centa pening, sem hann hélt á í litlu hendinni. Hann dró lágan stól til ömmu sinnar og settist þar, um leið og hann sagði: „Mamma sagði, að ég ætti að vera hjá þér, þangað til hún væri tilbúin, svo að ^g óhreinkaði mig ekki. Sko, ég fékk tíu cent til þess að gefa í kirkjunni. Ég hefi aldrei fengið svona mikið áður." Hann opnaði lófann og sýndi .peninginn. „Þú mátt ekki stinga honum upp í þig.“ MAGGI OG RAGGI. 1. Raggi: Attich, attich. 3. Maggi: Annars finnst mér hljóðið í þér miklu Maggi: Þú ert ennþá með þetta kvef. Allir skárra núna! em kvefaðir núna! 4. Raggi: Það væri nú annað hvort .... ég hefi 2. Raggi: Attich — isss — attich!!! verið að æfa mig í alla nótt!!

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.