Vikan


Vikan - 10.01.1946, Page 3

Vikan - 10.01.1946, Page 3
VIKAN, nr. 2, 1946 3 ■'l Islenzkir þjóðhœttir. Framhald af forsíðu. að hefja öfluga fram3ókn og unna sér ekki hvíldar, fyrr en íslendingar hefðu tekið sér þann sess í samfélagi þjóðanna, sem þeim bar að guðs og manna lögum. Jónas prestur að Hrafnagili var einn af hinum áhuga- miklu og eljusömu hæfileikamönnum, sem lögðu grundvöllinn að nútíma- framförum Islendinga. Jónas Jónasson var Eyfirðingur að ætt og uppruna. Foreldrar hans bjuggu að Úlfá í Eyjafjarðardölum. Þau voru greindar og ráðdeildar- fólk. Jónas bóndi á Úlfá var sjálf- menntaður læknir og mikið til hans leitað I Eyjafirði. Jónas yngri gekk rösklega að allri sveitavinnu, en lét engin tækifæri ónotuð til að lesa allar þær bækur, sem hann náði til. Hann var einn af þeim óteljandi Is- lendingum, sem sveitalífið og sveita- störfin hafa gert að óseðjandi bóka- og fróðleiksmönnum. Foreldrar Jón- asar sáu, að hann skorti hvorki mik- inn áhuga eða góða hæfileika til bók- náms. Þau afréðu eftir hvatningu sr. Hjörl. Einarssonar, síðar prests að Undirfelli, að setja son sinn til mennta. Hann varð nýsveinn í lærða skólanum haustið 1875, þá 19 ára að aldri. Skólanámið gekk vel. Jónas Jónasson þótti mikill. námsmaður, vann nokkuð fyrir sér með kennslu, og las auk þess óvenju mikið utan við námsbækur skólans, einkum í sagnfræði og skáldskap. Það óhapp vildi honum til í skóla að sýkjast af taugaveiki. Hann lá lengi og beið aldrei til fulls bætur þeirrar legu. Jónas lauk stúdentsprófi 1880 og tók að stunda guðfræðinám næsta haust. Hann var vígður til prests vorið 1883 og tók þá við prestsstöðu í Landþingum i Rangárvallasýslu. Þá gengu hin mestu harðindi yfir landið. Hafísinn spennti greipar um Norður- og Austurland ár eftir ár. Eitt vorið náði ofsastormur frá norðri slíkum heljartökum á þurrlendinu efst í Rangárvallasýslu, að fjöldi jarða fór í eyði. Norðanbylurinn var svo ham- rammur, að hann fletti margra metra þykku moldarlagi ofan af hrauninu, sem liggur undir byggðinni, tættl það í smáagnir og bar rykið ofan um allt hérað og út á haf. Prestssetur Land- manna, Stóruvellir, fór í eyði í þess- um hörmungum. Séra Jónas festi ráð sitt um þessar mundir. Kona hans hét Þórunn Stefánsdóttir frá Hlöðutúni í Borgarfirði. Þau festu byggð sína að Fellsmúla í Landsveit og hefir sú jörð verið prestssetur síðan. Þó að erfitt væri í ári komu hjónin í Fells- múla þegar í stað upp nokkru búi, þrátt fyrir hið hörmulega árferði. Landmönnum þótti vænt um prest sinn, töldu ræður hans gáfulegar og gott að koma að Fellsmúla, þegar vanda bar áð höndum, þar sem með þurfti haldkvæmra ráða og úrskurð- ar. Séra Jónas kynntist vel búskap- arháttum og félagslífi á Suðurlandi. Kom þessi kunnugleiki hans víða fram í fræðiritum og sagnagerð hans. Flestum Eyfirðingum þykir hérað sitt svo gott, að þeir vilja helzt. bera þar beinin. Svo fór um séra Jónas. Grundarþing í Eyjafirði losnuðu, þegar hann var tæplega þrítugur. Jónas sótti norður og fékk brauðið. Var hann síðan prestur Eyfirðinga um aldarfjórðungsskeið. Átti hann lengst af heima á hinni fögru og söguriku jörð Hrafnagili. Þegar Jónas Jónasson flutti heim í ættbyggð sina var hann i blóma lífs- ins. Hann var með hæstu mönnum, en fremur grannvaxinn, fölleitur með dökk augu, dökkt hár og skegg. Hann var stilltur maður og prúður í fram- göngu og viðmóti. Hann var óáleit- inn við aðra og lagði gott til manna og mála. Þegar honum þótti henta bæði við prestsskap og kennslu brá hann fyrir sig glettni, sem gat verið sárbeitt, en ætíð undir fáguðu yfir- borði. .... Þegar séra Jónas Jónasson hafði verið prestur Eyfirðinga i 20 ár, flutti hann búferlum frá Hrafna- gili til Akureyrar og gerðist kennari við Gagnfræðaskólann. Jafnframt því gegndi hann prestsþjónustu í Grund- arþingum í nokkur ár. 1 skólanum Húfur og vettlingar voru meðal þeirra gjafa, sem fólk hafði með sér í hin- ar svonefndu orlofsferðir í þvi skyni að sýna vináttu sína. (Myndin er úr Islenzkum þjóðháttum eftir Jónas frá Hrafnagili). eða Munkaþverá. Að lokinni messu- gerð reið hann heim til Akureyrar til að sinna kennslunni og ritstörf- unum. Eftir nokkur ár varð hann fastur kennari við Gagnfræðaskólann og lét þá af prestsskap. Hann hafði á langri leið verið að leita að því, hversu hann gæti með beztum Klukknahlið. 1 gegn um þau voru lík borin, brúðargangur látinn fram fara og fleiri helgiathafnir. (Myndin er úr Islenzkum þjóðháttum eftir Jónas frá Hrafnagili). Þessi mynd af hinni gömlu Hofsstaðakirkju í Skagafirði gefur nokkra hug- mynd um gerð íslenzkra kirkna fyrr á tímum. (Myndin er úr Islenzkum þjóðháttum eftir Jónas frá Hrafnagili). hafði hann einhverja erfiðustu kennslugrein: móðurmálið og allar stílæfingar nemenda. Samhliða því samdi hann sögur í Nýjar Kvöld- vökur, þýddi sögur og ritaði ýtarlega og réttláta ritdóma í þetta tímarit um helztu bækur, sem út komu hér á landi um þessar mundir. Á laugar- dagskvöldum tók hann hest sinn og reið fram að Hrafnagili. Gisti þar oft- ast þá nótt og messaði síðan á Grund árangri notið krafta sinna. Nú hvarf hann frá búskap, prestsstörfum og að mestu leytl frá skáidsagnagerð. Næstu verkefnin voru kennslan og að vinna að verki um menningarsögu Islendinga. .... Séra Jónas hafði alla ævi haft hina mestu ánægju af því að kynna sér þjóðhætti Islendinga. Kom það alls staðar fram i sögum hans, hve vel honum lét að lýsa umhverfi sögu- hetjanna, heimilum þeirra og hátt- um. Þessar lýsingar voru, eftir því sem frekast varð við komið, byggðar á ýtarlegum rannsóknum. Það er erfitt að dæma um, hvenær séra Jón- as fór að rannsaka þjóðhætti í þvi skyni að rita umfangsmikið verk um það efni, en svo mikið er vist, að eftir að hann tók við kennslu á Akureyri 1905, beitti hann starfsorku sinni meir og meir í þessa átt. Kennslan var að visu erfið og stílaleiðréttingar þykja sjaldan beinlinis eftirsóknar- verð vinna. En þessi þáttur kennsl- unnar varð mjög þýðingarmikill fyrir séra Jónas. Hann kynntist persónu- lega fjölmörgum velgefnum ungum mönnum hvaðanæva af landinu. Hann eyddi miklum tíma til að tala við lærisveina sína, af því að honum var unun að kennslustörfum og kynnum við æskumenn. Þessi kjmning kom séra Jónasi i góðar þarfir við rann- sóknir sínar. Með hjálp nemenda sinna spennti hann rannsóknarkerfi sitt um allt landið og fékk fyrir at- beina. ötulla og vel greindra skóla- pilta mikið af þeim þjóðháttalýsing- um, sem hann felldi siðan inn í rit- verk sitt um þetta efni. .... Séra Jónas hófst núhandameð að lýsa íslenzku byggðalífi og byggðamenningn. Hann lýsir húsa- kynnum fólksins, heimilum og kirkj- um, fataburði manna bæði við vinnu, á ferðalagi og hátiðum og tyllidög- um. Siðan koma hin margbreyttu vinnubrögð karla og kvenna, mjög mismunandi eftir árstíðum. Húsdýr- in og meðferð þeirra eru sérstakur kapítuli. Þá koma skemmtanir á heimilum, vinaboð, veizlur og kirkju- göngur. Siðan er rakið uppeldi þjóð- arinnar, heimamenntun, bókfræði, trúarsiðir, þjóðtrú og dulspeki. Hann hafði þar að auki safnað miklu efni frá sjávarsíðunni, en vannst ekki timi til að gera því safni þau skil, sem hann taldi með þurfa og bíðuf sá hluti verksins í safni í Reykjavík eftir lokaskilum frá öðrum höfund- um. Síðasta árið, sem séra Jónas lifði, kenndi hann mikils lasleika, hafði sáran verk fyrir brjósti. Reyndist það vera krabbamein. Séra Jónas hafði í Framhald á bls. 15.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.