Vikan


Vikan - 10.01.1946, Side 5

Vikan - 10.01.1946, Side 5
VTKAKJ, nr. 2, 1946 viimiMmimiiiiMHiiiiiiiiiiuHniiimiiiiuiimuHmiiininmniiiiiNumimiiuHHmHnuuiiiiMiniNuniMiHuiuMiiMMiHniiHimiminiiniMiiiHHimiiiiiiimiiiuiiitiMi E Ættfaðirinn Ishmael fór seint á fætur, klæddi sig vandlega og reikaði út og kom aftur nógu snemma til að skipta um föt fyrir miðdegisverðinn. Síðan hvarf hann aftur og lét ekki sjá sig fyrr en leið að morgni og þá skellti hann hurðum, slagaði og sparkaði skónum af sér og lét öllum drykkjulát- um. Morgun nokkurn talaði Hermann við Racheli í hreinskilni. Hann hafði farið snemma á vinnu- staðinn en kom aftur, til að fá sér kaffi og heita brauðsneið. Þegar hann kom út í garðikn, sá hann Ishmael Hirsch staulast upp tröppurnar og hringja dyrabjöllunni. Hermann hrukkaði ennið, hraðaði sér til hans og sagði. „Þú kemur nokkuð seint heim, Ishamael." „Ég vil heldur segja snemma, Hermann bróðir." „Kallaðu það hverju nafni, sem þú vilt, en ég vii ekki hafa, að fólk í mínu húsi komi heim á þess- um tíma. Ég leyfi það ekki.“ „Ef þú vissir ástæðuna myndir þú ef til vili ekki dæma mig svona hart. Ég sat hjá veikum vini.“ Hermann trúði honum ekki, og þegar hann mætti stálhörðu augnaráði Islimaels, spurði hann sjálfan sig, hvort piltur byggist við að hann legði trúnað á orð hans. Hann beit sig í varirnar af reiði og gekk inn í setustofuna. Rashel var yndis- leg i ljós^ráa netludúkskjólnum sínum. Reiði hans hvarf eins og dögg fyrir sólu. Hann elskaði eigin- konu sina, og það var notalegt að hverfa burt úr hávaðanum og rykinu á vinnustaðnum, heim til hennar, sem var svo fögur og dásamleg. Hann skýrði henni frá atferli bróður hennar og bætti við: „Rachel, annað hvQrt okkar verður að tala við bróður þinn, það dugar ekki lengur, að hann komi þannig lífi okkar á ringulreið og það sæm- ir eigi heldur, að hann komi heim á þessum tíma dags. fig get ekki leyft það.“ Rashel ýtti kaffibollanum til hliðar — frítt andlit hennar varð eldrautt, og Hermann horfði á með hryggð, hvernig augu hennar fylltust tár- um. „Ég hefi marg sagt honum, að hann verði að breyta lífemi sínu,“ sagði hún. „fig hefi talað við hann, en -— hann hlær aðeins að mér.“ „Jæja, svo að hann hlær! Það er dásamlegt að heyra! Við skulum sjá, hvort hann hlær einnig að mér." Rachel fór nú að hágráta, og um leið og hún þerraði augim með lmiplingavasalilút, stamaði hún ógreinileg og áskiljanleg orð. Hermann reis á fætur og gekk til hennar. „Elsku barn, hættu! Rachel, ástin mín, gráttu elcki svona. Hvað er að? Segðu Hermanni þínum það — Hermanni, sem ann þér hugástum, Rachel — gerðu það — ég bið þig þess.“ Rachel andvarpaði og grét og þess á milli stam- aði hún, að hún gæti eklti þolað til lengdar þess- ar brösur, og að Ishmael væri ekki vondur mað- ur í eðli sínu heldur aðeins hugsunarlaus. Þegar hún róaðist, bætti hún við: „Mér þykir leitt, að ég skuli hafa óskapast svona. Eg — ég held, að ég sé ekki frísk. Eg held — ég held —", hún grúfði andlitið við brjóst hans og andvarpaði, „að ég sé aftur með bami.“ Hermann hughreysti hana og lofaði að fara með hana í leikhúsið um kvöldið. Hann sagði, að hún skyldi eklú vera döpur út af því að eignast annað bam. Hún yrði að leita til heimilislæknis- ins og tala við hann. Ef svo væri í raun og vem, gæti hann sagt henni, að hann væri bæði hreyk- inn og hamingjusamur af því. Marcus væri nú 15 mánaða gamall og yxi mikið og væri hraustur og duglegur. Það yrði dásamlegt fyrir hann að fá leikfélaga. Einnig ætlaði hann að tala við Ishmael og fá hann til að breyta um hátterni. „Ég skal ekki vera harður við hann, því lofa ég,“ bætti hann við í flýti, þegar hann sá augu Rachelar fyllast tárum að nýju. Seinna kom hann að máli við Ishmael. Ungi maðurinn slæptist um í einum sýningarskálanum, klæddur silkislopp og með rauða flos kollhúfu, sem búin var löngum skúf í annarri hliðinni. Hann var að reykja beztu tegund af vindlum og virtist Jíða mætavel. „Ég held, að við verðum að gera út um þessi mál okkar, Ishmael," sagði Hermann. „Mér hef- ir skilizt svo, að þú hlægir aðeins og hendir gam- an að systur þinni, þegar hún er að setja ofan í við þig út af slarki þínu og næturrölti." „Nú, svo að Rachel er tekin ag segja eftir? Skollinn sjálfur, ef þú getur krafizt þess, að ég lifi hér klausturlífi!" „Ég heimta það, að þú fylgir heimilisvenjum meðan þú býrð hjá mér og systur þinni." Ishmael tók vindilinn út úr sér og starði á glóð- ina í enda hans. Síðan sagði hann hirðuleysislega: „þetta fer allt til fjandans, Hermann." Hann sagði Hermanni, með auðmjúkri biðjandi röddu, að hann væri kominn í klípu. Hann hefði lánað vini sínum peninga, en sá góði maður væri horfinn frá Vín án þess að greiða Ishmael einn eyri. Hann sýndi Hermanni noklira óhreina og tætta pappírsmiða, sem voru kvitt- anir fyrir meðteknum peningum. „Þú vilt að ég leysi þær svo að þú sért sltað- laus,“ spurði Hermann. „Nei, alls eklii,“ sagði Ishmael. „fig vil aðeins, að þú gefir mér tækifæri til að vinna mér inn peninga. Mér er vel ljóst, að ég stóð illa í stöðu minni innan um anstyggilegar málningardollur og stiga — það var ekki við mitt hæfi. Láttu mig frekar vinni í sýningarsölunum, eða einhvers- staðar annarsstaðar. Eg skal læra að blaðra við kaupendurna — og ég er laginn við kvenfólkið!" Hermann var í þann veginn að sleppa sér. Læra að blaðra! Lagið á kvenfólkinu! Harni langaði mest til að kasta piltinum á dyr. Svo mundi hann, að hann hafði skyldur gagnvart ættmönnum eiginkonu sinnar. „fig ætla að lofa þér að reyna. En þú getur ekki komið í flosjakka og köflóttum buxum í sýningarsalina," svaraði Hermann. n. Ishmael var ekki svo heimskur, sagði Hermann við sjálfan sig, hann var fullur áhuga og hreif fólkið, sem kom að skoða vörusýningarnar. Liðsforingjar í skrautlegum einkinnisbúning- um, fólk af æðstu stigum í Vín, hávaxið glæsilegt og drembið í framkomu; aðlaðandi konur, sem aldrei vissu, hvað þær vildu og jafnvel þungir feitir prestar vöndu liomur sinar í Gollantzverslunina, bæði til að kaupa og selja. Ishmael var mjög skilningsgóður, og það sem hann skorti í menntun, bætti hann upp með undraverðri ráðkænsku og ónákvæmni. Hermann gat ekki þolað það, sem ekki var lýtalaust, en hann var svo áhyggjufullur út af Marcusi, sem 5 Framhaldssaga:.......... Eftir NAOMI JACOB. var með kíghósta, og Rachel, sem þjáðist af sjúkdómi í lifrinni, að hann gaf sér engan tíma til að hafa eftirlit með framferði mágs síns. Rachel tók að gildna og, óbeit hennar á þvi, að eignast annað barn, hvarf með öllu. Marcusi batnaði kíghóstinn og Rachel varð sannfærð um, að læknirinn væri heimskingi og leiddist svo hið fyrirskipaða mataræði, að hún tók að borða allt, sem hana lysti. Hermann gat nú að nýju gefið sig allan að verzluninni. „Þú átt mikið af brotnum munum, Hermann," sagði Ishmael morgim nokkum. „Það er ekki hægt að komast hjá þvi,“ svaraði Hermann. „Pólk brýtur það fyrir mér, og oft og tíðum fæ ég meira en helminginn brotinn af þeim vörum, sem ég fæ sendar langt að. Þetta eyði- leggst á svo margan hátt. Ég gæti auðvitað látið líma það, en slíkt postulín myndi ekki seljast háu verði." , Ishmael strauk á sér hökuna. „Það væri samt, ef til vill, tilvinnandi að líma það,“ sagði hann, „reisa síðan verzlun annarsstaðar í borginni og selja þar svikna vöru.“ Hermann hrukkaði ennið við þessi orð. Nei, ekki svikna vöru, ég get ekki þolað nein svik. Samt er hugmynd þín ekki sem verst. Við gæt- um látið gera við þessa muni og selt þá eins og þeir eru — límda og viðgerða, lágu verði. Ég ætla að íhuga það betur. Þessi fyrirætlun féll honum vel. trtgjöld hans voru mikil, heimilishaldið dýrt, móðir hans fékk talsverðan hluta af tekjunum, Rachel þarfnaðist miliilla peninga fyrir sjálfa sig og Marcus litli var einnig talsvert stór útgjaldaliður. En Her- mann vildi ekki hafa það á annan hátt og varð því að græða sem mest á verzlun sinni, til þess að geta staðið straum af þessu öllu. Og nú í fyrsta sinn kom Ishmael að einhverju gagni fyrir Hermann. Það kom í ljós, að piltur- inn þekkti mann, sem gat límt postulín, annan, sem gat skorið út í tré, og þann þriðja, sem gat. hreinsað prentmyndir og gamlar teikningar. Her- mann sá, að nú var Ishmael kominn á rétta hillu og var mjög duglegur og fær maður, þegar hann beitti sér að einhverju verki, sem hann hafði á- huga á. Litil, einföld verzlun var opnuð. Hermann dvaldi þar alla fyrstu vikuna og fullvissaði við- skiptavinina um það, að enda þótt vörurnar væru góðar, þá væru þær samt viðgerðar og þess vegna seldar lágu verði. „Þetta er Capo di Monte, barónsfrú. Fallegt! En sjáið hér, þetta brotnaði og hefir verið límt aftur, og þess vegna hefir verðið lækkað úr 100 gyllinum niður í 80. öskið þér þess? Agætt, þá skal það verða sent strax heim til barónsfrúar- innar." Fólkið streymdi að, dáðist að vörum hans, hlustaði á skýringar og athugasemdir Hermanns viðvíkjandi límingunni og viðgerðinni, og þegar það fór aftur, sagði það, að Hermann væri dá- samlegur — beinlínis heiðarlegur Gyðingur. Kvöld nokkurt kom Ishmael heim með lítinn, flatan böggul imdir handleggnum. Tók hann pappírinn utan af honum, dálítið æstur á svipinn, og sýndi Hermanni smágerðar, fallegar myndir. „Hvað segir þú um þessar?" spurði hann hirðu- leysislega en þó ánægður. Hermann bar þær út að glugganum rannsakaði þær nákvæmlega og lagði þær síðan á borðið i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.