Vikan


Vikan - 10.01.1946, Page 7

Vikan - 10.01.1946, Page 7
VTKAN, nr. 2, 1946 7 DANSINN. (Framhald af bls. 4). um hávaðasama sal. Hún hafði legið vak- andi fram til dögunar til þess að hugsa um, hvað hún skyldi til bragðs taka. Þegar leið að kvöldi næsta dags og herra Ling fór í beztu fötin sín og bar olíu í hárhringinn, sem umlauk bera blettinn á höfði hans og strauk niður skeggtoppana á vanganum og sagði: „Ég ætla að fara að spila við nokkra kunningja mína,“ svaraði hún ró- lega: „Ég hefi heyrt, að þú skemmtir þér með útlendingum í borginni. Mig hefir lengi langað til að sjá þá. Taktu mig með.“ Hann varð skeifdur, svo skelfdur, að augabrúnir hans hófust upp, munnurinn opnaðist og augu hans mændu á hana. „Ástin mín,“ sagði hann, „þú myndir ekk- ert hafa gaman af því.“ „Hvers vegna?“ spurði hún, „Er ekkert kvenfólk þar? Ef svo er ekki, bið ég þig afsökunar.“ Hann glápti á hana hugsi, og hún þekkti hann nógu vel til þess að sjá, að hann væri að brjóta heilann um það, hvort óhætt myndi að segja henni ósatt. Svo að hún sagði sakleysislega: „Ég hefi heyrt, að menn og konur í útlenduhverfunum leiki sér saman eins og börn.“ Þá sá hann, að bezt myndi, að dylja hana ekki sannleik- ans. Hann hóstaði og gerði sér upp hlátur um leið og hann sagði: „Fyrir alla muni komdu með mér, ég verð guðsfeginn.“ Hún klifraði upp í stóra bílinn og sett- ist við hlið honum, þar sátu þau hreyfing- arlaus á bak við ökumanninn, sem var klæddur prjónafötum. Þegar þau komu að húsinu, gekk hún inn með honum og sett- ist þar sem hann útvegaði borð. Hún horfði í kring um sig. Enginn önnur kona var þar á hennar aldri. Allar hinar kon- urnar, sem virtust skipta hundruðum, voru ungar, ungar og fallegar og þær voru furðulega líkar hvorri annarri, þrátt fyr- ir það að þær voru af öllum þjóðernum og klæðnaður þeirra mjög ólíkur. En allar höfðu þær sama útlit, útlit, sem var of málað, of ákaft, of fagurt, of firtið, of gráðugt. Hún fékk þegar í stað viðbjóð á þeim öllum. En hún sagði aðeins við mann sinn og brosti kesknislega: „Farðu að hitta vini þína. Ég ætla að sitja hér og drekka te og horfa á þig. Ég mun hafa gaman af því.“ Svo hvarf hann. Dökkt andlit hans var barnslegt og efagjamt. Fyrst þegar hann dansaði, gerði hann það mjög tilgerðarlega, gekk hægt um og hélt dömunni langt frá sér. Hann horfði nokkrum sinnum á konu sína, og einu sinni kom hann til hennar og sagði: „Þetta er mjög gagnleg æfing. Hún er ráðlögð fyrir menn, sem hafa orðið of feitir eins og ég.“ Hún huldi viðbjóð sinn á bak við bros sitt og sagði blíðlega: „Ég sé, að þetta er mjög góð æfing. Haltu áfram. Ég hefi gaman af því.“ Hann vissi ekki, hvað hann átti að halda. Hann fór því burtu, og drakk drjúgan með- an einn eða tveir dansar vom leiknir. Síð- an gleymdi hann henni. Þess vegna sá frú Ling, hvernig elskulegur maður hennar, einn mest metni og ríkasti silki kaupmað- urinn í Shanghai, veltist áfram á smánar- legan hátt með mjög óvirðulegan kven- mann. Henni gramdist að sjá, að hann dansaði mjög illa, og meðan hún aumkað- ist yfir því, hve hlægilegur hann var, hat- aði hún stúlkurnar, sem dönsuðu við hann, vegna þess að þær gátu ekki vitað, hversu góður hann var. Þær vissu aðeins, að hann var einfaldur, gamall og ríkur, og þær dönsuðu við hann eingöngu vegna pening- anna. En brátt hvarf reiði hennar og angist greip hana. Hún sat fagurlega og hreif- ingarlaus upp við vegginn. Skellibjart ljós- ið féll á frábært og fagurlega skapað and- lit hennar; tár blikuðu í augum hennar. Hún opnaði þau, stolt á svip, án þess að þurrka þau burtu. Þau söfnuðust hægt og hægt saman og runnu niður á glitofið sat- inið, sem vildi ekki drekka þau í sig. Svo féllu þau í litlum dropum niður á óhreint gólfið. Því að það, sem hún sá nú olli henni næstum því örvilnunar. Þegar stúlkur voru ekki heiðarlegar og siðprúðar hjákonur. Þær voru ekki sú tegund kvenna, sem sinna starfi sínu auðmjúklega og vinna fyrir sér með því að þjóna mönnum á fyr- irferðarlítinn hátt. Þetta voru stúlkurnar, sem hún hafði heyrt lun, þessar djörfu tízkudrósir, stúlkur, sem binda sig við einn mann og krefjast þess, að þær séu eina konan á heimili hans og neita honum um líkama sinn og blíðu, unz hann hefir fórnað öllu fyrir þær, skilið við eiginkonu sína og sent hana burtu með smán og sett í hennar stað þessa — þessa máluðu ímynd konu. Hún starði á mann sinn. Andlitið var mjúkt, og tárin söfnuðust í augna- krókana. Nú var hann með litla, unga stúlku með djarflegt og blómlegt andlit og stór svört augu. Hún var í þröngum skarlatskjól, sem var óhnepptur, svo að hann flaksaðist frá henni. Þessi myndi taka hennar sæti á heimilinu. Hún var alveg viss um það. Hún þekkti mannaumingjann sinn. Hún vissi, hvað fólst í þessu hræðslulega, bjánalega brosi, sem nú var á andliti hans. Þegar hann leit svona út, var honum öll- um lokið. Hún hafði jafnvel notað sér það sjálf, þegar hún var ung, einu sinni til þess að fá gimstein, sem hana langaði í og einu sinni eða tvisvar til að — nokkr- nm sinnum reyndar. Hann gaf henni allt, þegar hann leit þannig út. En hún hafði sjálf aldrei verið jafn tælandi og þessi unga stúlka. Þau dönsuðu nær og nær. Hún hreyfði sig ekki. Hún sat hreykin á svip. En hún hafði ekki hugsað út í það, hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir hana, ef maður hennar kæmi nær. Hún gat séð hann óljóst á milli fólksins, hann var þar enn. En, þegar hann kom nær, gat hún séð hann greinilega. Hún sá velþekkta andlitið og feita gamla líkamann og fötin, sem hún kannaðist svo vel við. Hún hafði tekið þau til handa honum sjálf, og þau klæddu hann mjög vel. Þau stungu mjög í stúf við skarlatið, sem þrýstist að honum. Nú voru þau andspænis henni. Hún horfði með meðaumkun í andlit manni sín- um. Hann sá hana ekki einu sinni. Hann horfði á litla kæruleysislega andlitið, sem ekki var sex þumlunga frá andliti hans. Augu hans Ijómuðu og blítt bros lék um varirnar. Stúlkan horfði einnig á hann; hún var brosandi, órannsakanleg, ásak- andi og lofaði góðu. Frú Ling gleymdi sér. Hún stóð allt í einu upp, starði á þau og byrjaði að gráta hátt. En samt sá maður hennar hana ekki. Þá sá stúlkan hana. Hún horfði beint í augu frú Ling og grannir handleggir hennar slepptu feita, gamla manninum. Hún gekk tvö skref í áttina til frú Ling og frúin heyrði mjúka, hrærða rödd hvísla í eyra sér: „Setjist niður — yður líður ekki vel — hvað er að? Hvað get ég gert fyrir yður? Hversvegna eruð þér hér?“ Frú Ling fann tvær öruggar, litlar hend- ur ýta sér aftur í sætið og segja hratt: „Ég skal hylja yður, svo að enginn sjái yður. Segið mér, hvað amar að.“ Frú Ling horfði biðjandi inn í unga and- litið fyrir ofan sig. Það var ótrúlega fag- urt, sigurglatt og glettnislegt. Það var ein- mitt það, sem hún óttaðist. Henni til undr- unar var það góðlegt. „Hann er eiginmaður minn,“ stamaði hún. „Látið hann í friði. Ég grátbæni yð- ur! Hann er eiginmaður minn.“ Stúlkan sneri sér við undrandi og horfði á Ling, sem hafði komið þarna að og þerr- aði enni sitt. „Farðu burtu,“ sagði hún. „Mig langar til þess að tala við konuna þína.“ Þarna innan um fólkið trúði frú Ling stúlkunni, sem hún hataði, fyrir allri skelf- ingu sinni, hvernig maðurinn hefði kom- ið þangað kvöld eftir kvöld og hvernig henni sjálfri yrði vikið burtu til þess að deyja. Margar gamlar konur þyrftu að sætta sig við slíkt nú til dags, að ungar konur kæmu í þeirra stað, vegna þess að menn þeirra væru ríkir. Við þessa hugsun hallaði hún sér upp að hinum unga granna líkama og grét beisklega. „Herðið yður nú upp,“ heyrði hún hina sigrandi ungu rödd hrópa. Hún horfði upp. Þarna stóð eiginmaður hennar. Það var sem hnífur væri rekinn i hana, er hún hugsaði til þess, að þarna væri maður hennar vegna bendingar og beiðni þessarar konu. En þessu var, hvort sem var, öllu lokið. Hún var bara gömul kona. Hún hefði aldrei átt að koma hingað. Nú var henni alls stað- ar ofaukið. Menn vildu hafa konur ungar og fallegar, kunnandi í að lesa og skrifa og um fram allt að dansa. Hún gat ekki dansað með litlu fótunum sínum, sem höfðu verið reyrðir í æsku . . . Hún þurrk- Framh. á. bls. 14.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.