Vikan


Vikan - 17.01.1946, Side 2

Vikan - 17.01.1946, Side 2
VIKAN, nr. 3, 1946 Pósturinn Lysthús-kvæði: Við höfum oftar en einu sinni verið spurðir um kvæði, sem eftirfarandi línur eru í: „Undir bláum sólar sali. Sauðlauks upp í lygnúm dali," en vissum ekki, hvar það væri að finna eða eftir hvem það er. Við lest- ur hinnar ágætu bókar, með þessum skemmtilega titli: „Sól er á morgun" rákumst við á kvæðið. Þetta er kvæðasafn frá átjándu öld og fyrri hluta nítjándu aldar, sett saman af Snorra Hjartarsyni, en Leiftur gaf bókina út. Hún er sannarlega þess verð, að hún sé lesin. Þetta ljóð heitir „Lysthús-kvæði" og er ekki eftir „minni mann" en Eggert ólafsson og hljóðar þannig: Undir bláum sólar sali, Sauðlauks upp í lygnum dali fólkið hafði af hanagali hverdags skemmtun bænum á, fagurt galaði fuglinn sá; og af fleiri fugla hjali frygð um sumarstundir; listamaðurinn lengi þar við undi. Laufa byggja skyldi skála, skemmtilega sniðka og mála, í lystigarði ljúfra kála, lítil skríkja var þar hjá, fagurt galaði fuglinn sá; týrar þá við timbri rjála, á tóla smíða fundi; listamaðurinn lengi þar við undi. Gull-legur runnur húsið huldi, hér með sína gesti duldi; af blakti laufa blíður kuldi blossa sunnu mýkti þá, fagurt galaði fuglinn sá; blærinn kvæða bassa þuldi, blaða milli drundi; listamaðurinn lengi þar við undi. Hunangs blóm úr öllum áttum ilmi sætum lifga máttu; söngpípan í grasagáttum gjörði tíð á enda kljá; fagutr galaði fuglinn sá; skjótt var liðið langt af háttum lagst var allt í blundi; listamaðurinn lengi þar við undi. Kæra Vika! Hvernig er hægt að losna við „fílapensla." Ungur maður. Svar: „Þegar grefur í nöbbunum á að færa út úr þeim gröftinn, en þrifalega verður að fara að því, svo að gröfturinn dreifist ekki út um hörundið. Ef graftarnabbinn situr niðri í húðinni, má opna hann með því að stinga í hann með hnífsoddi, sem brugðið hefir verið í loga. Þeg- ar fært hefir verið úr nöbbunum á að þvo hörundið vandlega úr súblí- matvatni eð vínandablöndu. A nabb- ana, sem opnaðir hafa verið, á þar að auki að rjóða 10% iktyólsmyrsli. Einkum verður að fara varlega við aðgerðir á graftarnöbbum á efri vör og þar í nánd og í kringum augu, sérstaklega ef þeir eru viðkvæmir og fótur er undir þeim. Er þá varlegast Framh. á bls. 7. Cerebos salt e\ íoJLt þMÍax. Cerebos borðsalt er alltaf jain hreint og fínt og ekki fer eitt korn til ónýtis, — pjOtb (jazst í öúAuun u.ohtzJhmum íslenzkir þjóðhœttir eftir 'Jónas 'Jnnasscm frá Hrafnagi Önnur útgáfa þessarar ágætu og vinsælu bókar kom út nokkrum dögum fyrir jól. Allt sem hægt var að binda, seldist jafnóðum og komst bókin því ekkert út fyrir Reykjavík og nágrenni. Nú er verið að binda bókina, og verður hún send út um land jafnóðum og ferðir falla. Tryggið yður þessa þók, hún er skemmtileg og þjóðleg eign á hverju íslenzku heimili. Bókaverzlun ísafoldar TJrval 6. hefti, - ‘23 er komið í bókabúðir. EFNI: Núlímamaðurinn er orðinn á eftir tímanum Saturday Review of Literature 1 Tvö hlutverk............„Masker og Menneskeru 11 Þrínið — píanó framtíðarinnar .... Radio News 19 Nýtt undraiyf.............................. Hygeia 24 Saga tízkunnar......................Pilot Papers 29 í sæludalnum á Nýju Guineu . . . Reader's Digest 35 Loftknúnu flugvélarnar — farartæki framtíðarinnar eftir Hall L. Hibbard 54 „Þjóðflutningar" dýranna The Saturday Evening Post 59 Uppskurður við hugsýki..........Sunday Dispatch 65 Byggið hús yðar sjálfir.............The Listener 68 Konan í snjóhúsinu...................... Kabloona“ 73 Sokkaleitin.................„My Sister Eileen“ 8t Þúsund dollarar á dag — hvað svo? Reader's Digest 91 Hve hratt leslu?...........................Liberty 95 Lækning á „migrene“ Journal of the Medical Association 98 Óvingjarnlegasta þjóð í heimi The Inter-American 101 Bókin: Aleinn...........eftir Richard E. Byrd 105 Bréf.............Saturday Review of Literature 127 Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmimdsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.