Vikan - 31.01.1946, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 5, 1946
3
_#
Odáðahraun.
(Framhaid af forsíðu).
og endar í geysihárri bungu vestur undir Vonarskarði, og er
bungan kennd við Gnúpa-Bárð og nefnd Bárðarbunga. Norður af
þessum hálendishrygg fellur Dyngjujökull fram á milli Kistufells
og Kverkfjalla og er meira en 20 km. breiður þar á milli fjall-
anna, en sporður hans nær um 15 km. lengra fram. Undan þess-
um mikla falljökli kemur Jökulsá á Fjöllum í mörgum kvíslum,
og koma austustu og vatnsmestu kvíslamar upp rétt vestan undir
Kverkf jöllum ....
Við skulum nú yfirgefa Hvannalindir og hætta okkur inn í
þröngar dalskorur og kringilkróka Kverkf jallaranans, sem ýmsir
hafa talið eitt hið mesta völundarhús á landi hér. Er fróðlegt til
samanburðar að hafa í veganesti ummæli Þorvalds Thoroddsens
um þennan sérkennilega hálendishrygg, en þau hljóða þannig:
„Kverkfjallarani er einhver hinn undarlegasti fjallgarður, sem
ég hef séð; það eru ótal tindaraðir jafnhliða, og standast skörðin
hvergi á. Tindarnir eru 1200—1800 fet á hæð og svo margir sem
Vatnsdalshólar. Hnjúkar þessir eru allir úr móbergi og umturn-
aðir af jarðeldum; hnjúkarnir eru flestir eins og reglulegar keilur,
sumir eru breiðir og ávalir með hamranibbum efst, eins og júfur
með spena; sums staðar eru sagyddar tindaraðir hver við aðra
eins og skaf 1 í hákarli; sums staðar hamrabrúnir, kúlur, drangar
og strókar; milli þeirra eru ótal lautir, hvilftir, bollar og daladrög,
smáar sandflatir og gil. Eldgígar eru þar svo hundruðum skiptir,
rauðar gjallhrúgur og úfin hraun í hverri dæld.“
Af þessari lýsingu mætti nú álykta, að ógerlegt sé að lýsa
Kverkfjallarana svo að haldi komi, og vissulega er það ekkert
áhlaupaverk, en raninn er þó engan veginn jafn torskilinn og
vandrataður og Thoroddsen gefur í skyn . . .
Við skulum nú víkja aftur vestur á bóginn og taka fjallshöfð-
ann mikla — Kverkfjöllin — til gaumgæfilegrar athugunar, en
þau gnæfa, hrikaleg og hjarni drifin, hátt yfir dalskorur og tinda
Kverkfjallaranans.
Kverkfjöll eru um 10 km. löng frá norðaustri til suðvesturs
og 6—8 km. á breidd frá suðaustri til norðvesturs. Þau eru snar-
Hveradalurinn í KverkfjöUum. Dyngjujökull I baksýn. (Edvard Sigurgeirs-
son tók myndina). ■ '
Jökulsárgljúfur norður frá Hafragili....Skammt neðan við Dettifoss
gengur gljúfur mikið eða gjá suðvestur frá árgljúfrunum, og er dálítill foss
í ánni um það bil. Gjáin heitir Hafragil og fossinn Hafragilsfoss. Þjóðtrúin
telur nöfnin þannig til komih, að tröllkona ein úr Bláhvammi við Bláfjall
rændi tveim höfrum norður í Öxarfirði, þurfti hún að hafa hraðann á, batt
hafrana saman á homunum, slengdi þeim á öxl sér og stökk með þá þarna
yfir Jökulsá." (Edvard Sigurgeirsson tók myndina).
brött til allra hliða og víða hömrótt nema að suðvestan. Þar er
brött hjarnbrekka af fjöllunum niður á jökuhnn, og gengur þar
lág öxl undan fjöilunum alllangt til suðvesturs. Jökullinn fellur
svo niður með f jöllunum beggja vegna. Að vestan er hann nokkuð
brattur og liggur fast að fjahshliðunum, en er flatur að austan-
verðu og fjarlægist fjöllin fljótt. Fjöllin eru eiginlega hringf jöh
um mikla skál, sem er hálffull af jökli, því að f jölhn eru ÖU hjarni
hulin hið efra, og leitar hjarnið af mestum hluta þeirra framrásar
gegnum skálina, en norður úr henni er mikil gjá, um 500 m. víð,
og rísa þverhníptir hamrar á báða vegu. Fram um þetta hlið
þrýstir jökulfargið í skálinni skriðjökli, sem fyrst fellur til norð-
urs, en síðan til norðvesturs, og breiðir úr sér. Niður með jökl-
inum að vestan er nær óslitinn hamraveggur, en að austan aðeins
lágar ruðningsöldur. Uppi í kverkinni er jökull þessi oft mikið
sprunginn og eins niður með hömrunum að vestan, en sléttari að
austan. Vestantil á jöklinum eru nokkrar lágar bungur, ákaflega
sprungnar. Ekki er skriðjökull þessi stór, varla meira en 8 km5
norðan við Kverkina.
Vestur úr skálinni í fjöllunum gengur grunn lægð, og er því
norðvesturhlíð fjallanna að nokkru leyti fráskilin. Oft er talað
um Austur- og Véstur-Kverkf jöll, og eru mörkin milli þeirra um
Kverkina . . .“
Því miður er ekki hægt að taka meira en þetta örlitla hrafl af
lýsingu Ólafs á Kverkfjöllum, en þessar bækur þurfa engir að
sjá eftir að eignast, skoða og lesa. Myndirnar eru margar for-
kunnar fagrar og hið mesta augnayndi.
(Vikan hefir áður, í nr. 35, 30. ágúst 1945, birt forsíðumynd af Ólafi
Jónssyni, ásamt grein um Ræktunarfél. Norðurlands).