Vikan - 31.01.1946, Qupperneq 4
4
VJKAN, nr. 5, 1946
ÚTLAGIIIIN
Saga frá Noregi eftir 'Ján fíjjöxnsson.
Stormurinn hvín í trjákrónunum. Rökkr-
ið er að færast yfir landið, snjófannirn-
ar í skógarrjóðrunum virðast skipta xun
lit, verða dekkri og dekkri eftir því sem
myrkrið eykst. Stormþyturinn í trjátopp-
unum og skrjáfið í skrælnuðu laufinu verð-
ur að einu hálf f jarlægu og leyndardóms-
fullu hljóði, sem einna mest gæti líkzt
vængjaslætti ósýnilegra fugla. Þetta hljóð
setur beyg í alla þá, sem ekki eru kunnugir
leyndardómum skógarins. En Reidar Viken
er hvergi smeykur. Ötal sinnrnn hafði
hann ferðazt gegnum þessa miklu skóga
án þess að láta hið draugalega umhverfi
hafa nokkur áhrif á sig. Hann þekkti
hvert einasta rjóður og hvern stíg í myrk-
viðinum. Á hinum mörgu ferðum sínum
hafði hann kynnzt skóginum í öllum mynd-
um, bæði í sumarsólskini og hríðum vetr-
arins.
Bærinn hans lá í útjaðri þessa tröllslega
skógar. Hann hafði byggt húsið sitt í stóru
rjóðri rétt við sænsku landamærin. Þegar
hann ákvað að flytja í skóginn varð fólk
alveg hissa og ekki vantaði hrakspár um
framtíðina. En Randi hans trúði á hann
og það var honum nóg.
Það voru fimm ár síðan. Heimili þeirra
var afskekktasta heimilið í héraðinu og
þótt víðar væri leitað. Hrakspárnar gengu
út á að þau myndu aldrei geta dregið fram
lífið þarna, vetrarharkan myndi nísta þau
í hel og veiðin gæti alveg brugðizt. Þar að
auki voru menn fullvissir um að alls konar
óþjóðalýður héldi til í skóginum, bæði
hreinir og beinir glæpamenn og fólk, er
vildi sem minnst mök hafa við aðra og
þá auðvitað líta hvern þann illu auga, sem
vogaði sér inn í ríki þeirra.
Meðal þessa hálfgerða útlagafólks var
Símon gamli „Skógarbúi", eins og hann
var kallaður. Hann var víst kominn á efri
ár og honum var lýst þannig, að hann væri
lágur vexti en ákaflega gildvaxinn, með
kolsvart hár og skegg og djúpt, stingandi
augnaráð. Það var eins og allir gengju á
snið við hann, eins og fólk væri hálfhrætt
við hann. H a n n virtist heldur ekki sækj-
ast eftir að komast í kynni við aðra. Éf
til vill var það vegna þess, að fólki var
Iítið um hann gefið.
Ýmsar sögur gengu um Símon gamla.
Einu sinni — það voru mörg, mörg ár síð-
an — hafði hann verið sjómaður vestur í
fjörðunum. Hann hafði verið kvæntur,^ en
missti konu sína á sviplegan hátt. Orðróm-
urinn sagði, að Símon hefði byrlað henni
eitur. Menn byggðu það á ósamlyndi, sem
átti að hafa verið milli hjónanna. Þessi orð-
rómur barzt lénsmanninum loks til eyma.
Hann lét taka Símon fastan og setja í
gæzluvarðhald, en hvernig sem farið var
að tókst ekki að fá neitt, er stvrkti orð-
róm þenna, svo að Símon var látinn laus
aftur. En félagar hans trúðu ekki á sak-
levsi hans, sérstaklega einn þeirra, sem
áður hafði verið honum óvinveittur. Þrátt
fyrir það að ekkert varð sannað á hann,
fann hann allt í kring um sig einhvem
kulda. Menn sneiddu hiá honum eins og
* þeir gátu. Hann gat ekki afborið að liggja
stöðugt undir þessum hræðilega gran, og
einn góðan veðurdag hvarf hann. Nokkru
síðar hafði orðið vart við mann innst inni
í skógarhéruðunum, sem eftir lýsingunni
að dæma gat enginn annar verið en Símon.
Mörg ár vora liðin síðan þetta gerðist.
Símon Skógarbúi var orðinn að sögu. Hann
var notaður sem grýla á börnin, þegar þau
vora óþekk. Margir vora þó farnir að efast
um að hann væri á lífi. En ef svo væri,
yrði hann víst ekki þægilegur nágranni!
Og hann var lifandi! Skömmu áður en-
Reidar flutti í nýja bæinn sinn, þóttust
vinnumenn lénsmannsins hafa orðið varir
við hann í skóginum.
Það var ein af þeim röksemdum, sem
nágrannar Reidars notuðu til þess að fá
hann ofan af fyrirætlun sinni. Eftir þetta
var það fullkomið ábyrgðarleysi af honum
að fara með Randi upp í skóginn. Ein-
hvern tíma myndi honum hefnast fyrir
slíkt léttúðarflan. Maður, sem hafði slíkt
orð á sér sem Símon, yrði ekki neitt lamb
að leika við.
En Reidar hafði brosað að þessu — og
Randi var föst í ákvörðun sinni að fylgja
honum. Þau vildu eignast sitt eigið heim-
ili. Þau höfðu bæði unnið hjá öðrum síðan
þau voru börn, og eins og oft vill verða,
fyrir lítið. Draumur þeirra var því að verða
sjálfstæð, svo að þau gætu gift sig. 1 trúnni
á það byggðu þau bæinn sinn. Hvað gerði
það svo til, þó að fólk væri vantrúað og
I VEIZTU—t
: lá 1.
:
4.
5.
6.
Espitré eru bönnuð í New York. Hvers
vegna?
Hvar hefir maðurinn næmasta tilfinn-
ingu fyrir þrýstingi?
Hvenær varð Heykjavíkurbær sérstakt
lögsagnarumdæmi ?
Hvað heitir stærsta eyja Asíu?
1 hvaða löndum finnst radíum?
Hve há var íbúatalan á íslandi 1. febrú-
ar 1801 og í árslok 1944?
Hvaða land á nýlenduna Angola í
Afríku ?
i 8. Eftir hvem er bókin „Fagurt mannlif“ E
og um hvað f jallar hún ? §
: =
5 9. Hvenær var Eiffilturninn reistur?
: 10. Hver átti frumkvæðið að „Námsflokk- :
um Reykjavíkur", og hvenær tóku þeir i
5 til starfa? i
5 i
Sjá svör á bls. 14.
! i
; :
^IHHIimiimmmilldlUHKIIHillimHllniimWIMHWNIIHlWMIHIIIHHUMII^
Jón Bjömsson rithöfundur er fæddur 12.
marz 1907. Gekk á Voss lýðskóla 1929-—30
og Askov tvo vetur, 1930—32. Hann hefir
skrifað smásögur og greinir i dönsk og
norsk blöð, m. a. Familie Journal, Social-
Demokraten, Arbeiderbladet í Oslo og
fjölda mörg önnur dag- og vikublöð á Norð-
urlöndum og víðar í Evrópu. Út hefir kom-
ið eftir hann: „Jordens Magt“, skáldsaga
Kaupm.höfn 1942, „Slægtens Ære“, skáld-
saga, Kaupm.höfn 1944, og nokkrar ung-
lingabækur, þar á meðal „Bjergenes
Hemmelighed", kom út 1945. Einnig er von
á stórri skáldsögu frá honum, með efni úr
sögu Islands. Kemur hún út í ár. „Slægtens
Ære“ kemur út á ísienzku í náinni framtíð.
fyllti eyru þeirra með hrakspám? Þau
v i s s u , að þau höfðu gert hið einasta
rétta.
Loksins stóð húsið þeirra fullbyggt.
Þeim fannst eins og þau hefðu aldrei átt
heima annars staðar en í þessum litlu
stofum. Svo vel kunnu þau við sig. Fram-
tíðin blasti við þeim, Ijómandi fögur Reid-
ar hafði nóg að gera við skógarhögg. Hann
var ágæt skytta og var öllum stundum
úti á veiðum. Þau voru ánægð með lífið og
fannst eins og veruleikinn hefði farið fram
úr fegurstu draumum þeirra.
Þegar þau höfðu búið eitt ár í skógin-
um, ól Randi fallegan dreng. Reidar hafði
farið til þorpsins niðri í sveitinni til þess
að sækia ljósmóðurina, en þegar þau komu
var allt um garð gengið. Ljósmóðirin
hrósaði Randi fyrir kjark hennar ... Já,
hann hafði nú raunar aldrei verið í nein-
um vafa um að Randi hans var dugleg
og hugrökk!
Drengurinn var augasteinn föður síns.
Á kvöldin, þegar hann var kominn heim
frá skógarhöggi eða veiðum, var hans
bezta hvíld að sitja tímunum saman hjá
vöggu drengsins og horfa inn í augu hans
og gleði hans var takmarkalaus, þegar
drengurinn sagði pabbi og mamma í fyrsta
sinni. Hann tók Randi í faðm sér og dans-
aði með hana um gólfið. „Drengurinn
okkar verður einhverntíma að manni“
sagði hann.
Og nú var drengurinn farinn að stálpast,
svo að hann gat hláuoið um allt húsið.
Það var eins og vorboðar hamingjunnar
væru komnir til ungu hjónanna í skógin-
um ...
Hann var að hugsa um allt þetta á leið-
inni gegnum skóginn og glevmdi öllu öðra
fyrir því. Hann hafði brugðið sér til þorps-
ins til þess að sækja dálítið af vörum.
Veðrið var ágætt og það var um að gera
að hagnýta sér það. Enginn vissi, hve lengi
það mundi vara; hríðir gátu skollið á þá
og þegar og lokað samgöngum við um-
Framh. á bls. 7.