Vikan


Vikan - 31.01.1946, Page 6

Vikan - 31.01.1946, Page 6
6 VIKAN, nr. 5, 1946 ir þinar, svo að allir viti, að ég — Hermann Gollantz — eigi engan þátt í svikum þínum. Segðu mér svo hreint út, hversu mikið fé þarf til þess að greiöa allt!“ „Tólf þúsund gyllini!" „Og með því gætir þú komizt frá Vin?“ „Nei, varla — til þess þarf að bæta við tveim- ur þúsundum i viðbót." Hermann kinkaði kolli, honum var runnin reið- in, hann var kaldur og tilfinningalaus. „Fjórtán þúsund gyllini. Þvilík upphæð! Þegar þú sveikst mig síðast, var það þó ekkert á móti þvi, sem það er nú. Það er hræðilegt, hvernig þú hefir farið með mig, Ismael! Þvi að þú veizt, hvers virði systir þín er mér; þvi að þú veizt, að ég gæti ekki þolað, að hún bjáðist, að stollt hennar yrði sært; þvi að þú veizt, að þar sem ég kvæntist henni, álít ég f jölskyldu hennar sem mína eigin, og ég tek þess vegna — með réttu eða röngu — ábyrgð á henni. Svo horfir þú á, bíður og nýrð saman höndunum og segir: „Það er sama, hvemig fer fyrir okkur. Hermann, þessi erki- bjálfi, mun bjarga okkur. Aumasti betlari er ríkari en þú, því að hann getur þó verið heiðar- legur. Farðu nú — og segðu lánardrottnum þín- um, að ég skuli borga þeim á morgun.“ Þetta kvöld vakti Hermann lengi frameftir með Marcusi Breal og Simoni Cohen. Þeir voru að leggja á ráðin um það, hvemig útvega skyldi þessi fjórtán þúsund gyllini. Breal lagði fram sjö þús- und, og Hermann sagði efablandinn, að hann skyldi leggja hin sjö á móti. Vissulega myndu þessi fjárútlát valda honum erfiðleika árum sam- an, hann myndi varla eiga eftir eitt einasta gyll- ini, sem hann gæti kallað sitt sitt eigið. Það myndi koma fram á fyrirtæki hans, en hann losn- aði þó að minnsta kosti við Ishmael. „Það er mesti misskilningur," sagði Marcus Breal. ,„Hann kemur einhvem tíma aftur og vitj- ar þin. Lögin geta verndað þig og refsað honum eins og skyldi. Ég bið þig í síðasta skipti, Her- mann, að hugsa þetta betur.“ Hermann hristi höfuðið, þungbrýnn og náfölur. „Það er alveg frágangssök. Ef ég léti brenni- merkja hann sem þjóf, léti syni mína vita, að bróðir móður þeirra væri glæpamaður, þá myndi hjarta konu minnar springa og stolt hennar verða að engu - nei, nei, Marcus, það er frágangssök!" Næsta dag sat Hermann með Simoni Cohen á hinni leiðinlegu skrifstofu Hirsch og Sousa og greiddi peninga og tók við kvittunum af reiðum og sviknum verzlunarmönnum. Hann sagði það sama við þá alla: „Þér megið vita, að ég hafði ekki hugmynd um þetta, en þetta er mági mínum að kenna; hvorki ég eða konan min þolum svik eða óheiðarleik. Gjörið svo vel að undirrita þetta blað — og þar með eru allar skuldbindingar úr sögunni." Rachel fékk aldrei að vita neitt um þetta, en Miriam Gollantz frétti það. Hún átti marga kunn- ingja meðal hinna eldri Gyðinga í borginni, sem oft komu og drukku kaffi hjá henni og sögðu um leið nýjustu fréttir. Hún sagði Hermanni aldrei frá því, hver hefði sagt sér það, en spurði aðeins, hvort það væri satt. Hermann, sem fannst aftur hann vera lítill drengur, svaraði: „Já mamma." Miriam hristi höfuðið. Fjórtán þúsund gyllini!" Svo andvarpaði hún og hrópaði: „Hermann, hvemig leyfirðu þér að gera þetta með tvo drengi, sem þú átt skyldur að rækja við?“ Hann var undrandi: „Mamma, hvaða úrræði hafði ég annað en þetta?" „Ég vil halda því fram, að þú hefðir getað farið öðruvísi að," svaraði hún. „Þú kvæntist Rachel, en ekki þorpara, leiðinlegri konu hans og bjánalegum krökkum, sem eru snuðrandi í öllu. Nú er því öllu lokið og þú verður að súpa seyðið af því, því að það get ég sagt þér, dreng- ur minn, að ég ætla ekki á þessum aldri að draga neitt úr eyðslu minni eða þægindum! En láttu ekki þessa mannveru — þetta óféti, þennan hlut, sem kallar sig mann, nokkum tíma koma hingað aftur, því að þá mun ég — Miriam Gollantz — segja systur hans, hvem mann hann hefir að geyma!" „Það myndi koma sér mjög illa fjrrir mig.“ Hún sneri sér við, opnaði öskju með demants- perlum og sagði rétt eins og hún væri að tala um veðrið: „Ég hefi svarið þess dýran eið, að gera það. Þessar perlur eru fallegar, taktu nokkr- ar þeirra og gefðu Rachel." Tvö ár samfleytt heyrðu þau ekkert um Ishmael, en svo skrifaði hann Hermanni og sagði, að hann og f jölskylda hans væri í Varsjá og skorti peninga. Tímamir væru erfiðir og þau væru að deyja úr hungri. Hermanni gramdist þétta ónæði. Hann hugsaði málið og sendi loks peningana, sem Ishmael bað um. Hann gat ekki látið konu og börn þjást af hungri og kulda. Upp frá þessu komu bréf með stuttu millibili, alltaf með beiðni um hjálp og sumpart af því, að hann þoldi ekki, að böm, sem hann þekkti — jafnvel þótt þau væm honum alls ekki kær — þjáðust af skorti og sumpart af því, að hann óskaði þess, að mágur hans kæmi ekki aftur til Vínar, sendi hann hina umbeðnu peninga. Simon Cohen var eini maðurinn, sem vissi um örlæti hans. Veturinn 1859 var mjög harður og bæði Her- mann og Rachel leituðust við að fá Miriam til þess að halda sig innan dyra og vemda sig gegn kulda og kvefi. Hún sagði gremjulega, að hún hefði aldrei á ævi sinni fengið kvef og myndi sjálfsagt ekki fá það núna, þegar hún væri hnigin á efri aldur. Sonarsynir hennar döfnuðu; Marcus var nú sautján ára og Emanuel tveimur ámm yngri. Þeir héldu mjög mikið upp á ömmu sína og fannst hún oft svo fjömg og glöð. Hún, að sinu leyti, hafði mjög gaman af þvi að fara með þá út með sér. Ekkert gladdi hana meira en að fara í ópemna eða leikhúsið með þá með sér. Hún leitaðist mjög við að líta vel út, og hún eyddi svo miklu í ný föt á drengina, að Hermann fann sig knúinn til að finna að því, hún myndi gera þá báða að hreinustu spjátmngum með því, sagði hann. Kvöld eitt í nóvember hafði Miriam ákveðið að „festa". Emanúel var vanur, þegar hann langaði til að stríða henni dálítið, að segja, að ,,festa“ væri einasta orðið, sem hún kynni í itölsku. „Já, en það er líka gott orð,“ svaraði hún. „Ég hefi gert líf mitt að stanzlausri röð af „festas" — og lit ég ekki vel út eftir það allt sarnan?" BlessaS bamiS! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Mér leizt vel á þessa tillögu þína að fá kennara handa Lilla. Pabbinn: Nú er kennarinn víst að koina. Það Kennarinn kemur i dag og ég ætla að tala við hann um framtið drengsins. er bezt að fara með Lilla á móti honum. Mamman: Við megum ekki láta hann ofreyna sig á námi meðan hann er svona ungur — annars er hann afskaplega vel gefinn eftir aldri — hvað þurfa menn að vera gamlir til þess að verða forsetar ? Kennarinn: Þér ætlið þó ekki að telja mér trú um, að þetta sé barnið, sem ég á að kenna? Pabbinn: Jú — og ég ætla að biðja yður að tala varlega, þegar hann hlustar á. Kennarinn: Verið þér ekki með þennan bjánaskap — það er tilgangslaust að ætla að fara að kenna krakka á þessum aldri! Pabbinn: Hættið! Að þér skuluð þora að tala svona! Þér móðgið Lilla! Pabbinn: Ég lét hann fara — á sömu stundu og hann sá Lilla var hann svo ósvíf- inn að móðga drenginn —. Mamman: Það er víst lítill vafi á því, að Lilli er betur gefinn en þessi kennari!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.