Vikan - 31.01.1946, Page 7
VIKAN, nr. 5, 1946
7
ÚTLAGINN.
(Framhald af bls. 4).
heiminn. fbúar skógarins voru háðari
duttlungum veðráttunnar en aðrir.
Honum fannst hann þegar hafa verið
óratíma að heiman. Það var orðið hálf-
dimmt, svo að hann sá ekki stiginn gegn-
um skóginn. En hann var svo kunnugur á
þessum slóðum, að hann gat þreifað sig
áfram rétta leið þótt í svarta myrkri væri.
Hann settist niður til að hvíla sig ofur-
litla stund. Hann varð feginn hvíldinni.
Bakpoki hans var þungur. Hann hafði orð-
ið að bera farangurinn á bakinu alla leið-
ina. Annars var hann vanur að nota sleða,
þegar færi var til þess. Veðrið var milt.
Himininn var skýjaður og öðru hvoru gerði
smá skúrir. Vindurinn hvein eitthvað svo
einkennilega í trjákrónunum, fannst hon-
um. Hann hlustaði á hvininn. Var það
mögulegt að skilja raust stormsins?
Stormurinn og skógurinn líktust fiðluleik-
ara. Lag þeirra var dularfullt og þrungið
af einhverju undarlegu seiðmagni. En —
gamla fólkið sagði alltaf að þegar þytur-
inn í skóginum var sterkari en venjulega,
þá vissi það á snögg veðrabrigði.
Hvílík bábilja! Hvenær hafði hann trú-
að á slíkt? Hefði hann verið hjátrúarfull-
ur, mundi illa hafa farið fyrir honum í
þessum eyðiskógi.
Hann leit á úrið sitt. Nú hlaut að vera
skammt eftir heim til hússins. Um þetta
leyti hlaut Randi að vera farin að vonast
eftir honum. Hvað skyldi hún vera að
hugsa núná? Hann var snöggvast áhyggju-
fullur á svip. Hvað gat ekki komið fyrir á
fjórum dögum? „Nei, ég hlýt að vera orð-
inn þreyttur,“ sagði hann við sjálfan sig
um leið og hann snaraði pokanum á bak
sér og greikkaði sporið.
Hann varð að þreifa sig áfram gegnum
slcóginn. Eftir tveggja tíma göngu kom
hann inn í stórt r jóður. Þaðan var skammt
heim til hans. Hann staldraði við til að
kasta mæðinni. Það'hvein og ískraði í trjá-
toppunum. Harður ísglerungur huldi jörð-
ina. Inni í sjálfum skóginum hafði verið
frostleysa og milt, en hér var kalt. Hann
hrósaði happi yfir að vera kominn svo
langt, því að það leit út fyrir storm og
snjókomu, vindurinn var orðinn nístandi
ltaídur og kolsvartir skýjaflókar æddu rétt
yfir trjátoppunum.
Það var eins og honum fyndist sekkur-
inn hafa þyngst. Það var víst af því að
hann var orðinn dauðþreyttur. Hamingj-
unni sé lof, að hann var bráðum kominn
heim. Eftir nokkrar mínútur var hann
heima, húsið hans var hinu megin við leit-
ið, þar sem Randi og drengurinn biðu eftir
honum.
Hann varð forviða og hálf órólegur,
þegar hann sá að ekkert ljós var í glugg-
anum. Húsið líktist svartri og dauðri þúst
í hálfdimmunni. Hvers vegna kveikti Randi
ekki ljós? Hræðilegur grunur greip hann.
Hafði eitthvað komið fyrir? Hann hljóp
síðasta spottann heim að húsinu og fór
beint inn í stofuna.
Randi kom á móti honum.
Hann flýtti sér að kveikja Ijós. Hann sá
að augu hennar voru þrútin af gráti.
„Randi — hvað hefir komið fyrir?“,
Hún hjúfraði sig upp að brjósti hans og
grét með þungum ekka.
„Drengurinn .. . drengurinn .. .,“ stam-
aði hún og orðin drukknuðu í grátinum.
Á einni svipstundu skildi hann allt. Rúm
drengsins var tómt. Og hann var hvergi í
stofunni ... það dimmdi fyrir augum hans
og hann fann, að hann eins og stirðnaði
upp. Óhamingjan hafði barið að dyrum hjá
þeim. Og nú skildi hann, að allar hinar
mörgu sagnir um barnahvörf í stórskógin-
um höfðu við rök að styðjast. Áður hafði
hann ekki lagt neinn trúnað á þær. ...
Hann studdi sig við stólinn meðan hann
var að ná jafnvæginu.
„Hvenær hvarf drengurinn?“ spurði
hann.
„1 gærkveldi. Ég var að sækja við út í
brennihlaðann bak við húsið. Drengurinn
var inni í stofunni á meðan. Ég var alveg
óhrædd um hann, enda tók það ekki nema
fáar mínútur að sækja brennið. En er ég
kom inn aftur, var drengurinn horfinn. Ég
leitaði og leitaði bæði úti og inni, en árang-
urslaust ....“
Hún varð að hætta í miðri setningu.
Hann þrýsti henni að sér til þess að
reyna að hugga hana.
„Elsku Randi! Með guðs hjálp mun okk-
ur heppnast að finna drenginn okkar. Ég
fæ eitthvað heitt að drekka — svo fer ég
út að leita að honum. Það er svo stutt síð-
an hann hvarf, að við getum gert okkur
góðar vonir um að finna hann heilan á
húfi.“
Randi varð rólegri við að heyra, hve
vongóður hann var.
„Við skulum biðja guð um að gefa okkur
hann aftur.“
„Við finnum hann!“ sagði Reidar
ákveðið.
Skömmu síðar lagði hann af stað. Þegar
hann öpnaði dyrnar reif stormurinn hurð-
ina úr höndum hans og þeytti lausamjöll-
inni inn um stofuna. Það var kominn glóru-
laus bvlur.
Augu þeirra mættust eitt augnablik. Þau
hugsuðu bæði bað sama: Barnið! En hún
gerði ekkert til þess að aftra honum frá
að fara út í þetta hamslausa veður.
Hann skeytti ekkert um hættuna. Dreng-
urinn þeirra v a r ð að finnast. Þó að það
kostaði hann lífið, mátti hann ekki gefast
upp fyrr en hann vissi citthvað um afdrif
barnsins.
En skógurinn er stór — levndardóms-
fullur og ógnþrunginn. í fórum hans geym-
ast hlutir, sem fáir vita deili á; skógurinn
er hcill heimur sem bæði vekur undrun og
ótta. Skógurinn er 1 í f , en í skauti hans
bíður dauðinn. Þyturinn í trjákrónunum
getur þvtt svo margt — í dag sorg, á morg-
un gleði. Hann er fullur af andstæðum . . .
Það þýtur í skóginum og innan skamms
er eins og þyturinn margfaldist. Hinir vold-
ugu trjástofnar svigna undan átökum
stormsins og allt verður að hringiðu og
óskapnaði. Reidar Viken berst gegn storm-
inum, hvíldarlaust með krafti örvænting-
arinnar, eins og hann sé á flótta frá ógn-
þrungnum örlögum. ... Hann vill ekki
Stúlkan: Þetta er mynd af unnustanum mínum.
Eg sá hann fyrst í fyrradag, í gœr -trúlofuðumst
við, í dag fór hann aftur til að berjast!
hætta við áform sitt þótt honum sé Ijóst að
leit hans muni verða árangurslaus. En
heima í litlu stofunni þeirra situr Randi og
grætur ...
Það þýtur í skóginum. Snjóflyksurnar
stíga dans í takt við flautuspil stormsins
uppi í toppum trjánna.
Það er kvöldið áður en Reidar kom heim.
Hálfrökkrið er að síga yfir hina miklu
skógarvíðáttu. Skuggar hinna risavöxnu
trjáa liggja eins og svört strik á hvítri
mjöllinni. Þetta veður er ágætt fyrir menn,
sem helzt kjósa að vera einir á ferli. Eng-
inn hætta er á að neinn verði á vegi manns
og það er aðalatriðið. Fáir eru svo kunn-
ugir hér, að þeir vogi sér inn í hálfrökkur
skógarins.
En Símon Skógarbúi elskar einmitt þetta
rökkur.
Hann er úti á hinni venjulegu kvöld-
göngu sinni um skóginn með byssuna sína
á öxlinni. Það gæti verið að hann rækist
á dýr eða ... það bregður fyrir leiftrum í
augum hans. _Nú veit hann, að hann er
ófriðhelgur. Á hverju augnabliki getur
hann búizt við árásarmönnum, er sitja
fyrir honum í skógarþykkninu. Daginn
áður hafði honum viljað það óhapp til að
skjóta feitan hjört, sem tilheyrði léns-
manninum, er bjó ekki langt frá skógin-
um. En hvernig í skollanum gat hann vit-
að að hann mátti ekki veiða þ a r eins og
annarsstaðar í skóginum? — Það sást til
hans og honum var veitt eftirför, tveir
vopnaðir menn eltu hann og skutu á hann.
En hann slapp frá þeim með feng sinn.
Enn þá hafði enginn uppgötvað kofann
hans.
Og vei þeim er dirfðust að áreita hann!
Hann, sem þrátt fyrir það að hann var
saklaus, var gerður friðlaus, flæmdur burt
úr samfélagi heiðarlegra manna — hvers
vegna ætti hann þá að hlífa öðrum, er
vildu gera honum illt? Gat nokkur láð
‘honum það, að hann reyndi að bjarga sér?
En hann var öruggur. Það voru litlar
líkur til að þeir næðu honum í þetta sinn.
Hann þekkti öll fylgsni mildu betur en
þeir.
Hann hló með sjálfum sér. „Ég á víst
ekki von á að fá frið fyrst um sinn,“ taut-
aði hann. „Ojæja, auðnan ræður því eins
og öðru!“ Hann settist niður á fallið tré
til þess að hvíla sig.
Vindurinn hvein eitthvað svo undarlega
yf ir höfði hans. Þ e 11 a hljóð elskaði
hann; í mörg ár hafði það verið eina lagið,
sem honum hafði gefizt kostur á að hlusta
á. Þyturinn í skóginum er bezti vinur ein-
búans. Hann skilur mál vindanna. Vindur-
inn ber honum boð frá heimi, sem hann
þráir og dreymir um á löngum vökunótt-
um. Vindurinn syngur um heimþrána blítt
og milt og þess á milli boðar hann eyðingu
alls með dimmri bassaröddu ofviðrisins,
boðar hina algeru tortímingu, sem er fyrir-
boði að nýjum og betri heimi. — Svona er
stormurinn.
Og Símon hlustaði á stormgnýinn og
augu hans leiftruðu ...
Allt í einu var eins og eitthver annarlegt
hljóð blandaðist inn í stormgnýinn. Hann
lagði eyrun við. Skerandi hljóð, likast
neyðarópi, klauf stormniðinn. Það gat
líkzt barnsgráti. Nei, það hlaut að vera
misheyrn. . . . Hann reyndi að greina hljóð-
ið. Eftir skamma stund var hann ekki í
neinum vafa. Það var barnsgrátur.
Hann gekk á hljóðið. Niðamyrkt var, en
hann þreifaði sig áfram. Eftir nokkra leit
fann hann barn, lítinn dreng, sem lá undir
Frah. á bls. 14.