Vikan - 31.01.1946, Qupperneq 10
10
VIKAN, nr. 5, 1946
:
:
■
:
\
i
u
*
i
H
*
■
:
u
iiififflBa ib
n k i iii i k i u
[AiatoJiæií d ^hhi kíuta 19. aícLah. j
....... Úr „Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld“. ....,,.,í,
Matseðillinn
Frumskógasúpa.
1 bolli þurrkaðar, klofnar
baunir, iy2 1. vatn, 2 bollar
soð, 2 bollar tómatsósa (úr
flösku). Salt og pipar eftir
smekk.
Baunirnar eru settar i pott, ásamt
vatninu (potturinn á að vera hlemm-
laus). Potturinn er settur á eldavél-
ina og látið sjóða hægt, þangað til
vatnið er soðið niður af baununum,
og þær eru orðnar að mjúkri, rakri
leðju. Gætið þess að láta þær ekki
brenna. Þá er tómatsósunni bætt út
í og súpan látin sjóða í fáeinar mín-
útur og hrært vel í á meðan. Að lok-
um er salti og pipari bætt út í eftir
smekk. Ef súpan er of þykk, má
þynna hana út með vatni.
Hakkað buff.
400 gr. nautakjöt, 200 gr.
soðnar kartöflur, 10 gr. kart-
öflumjöl, 2—3 dl. kalt vatn eða
mjólk, 1 matskeið salt, % te-
skeið pipar, 1 laukur, 100 gr.
smjör.
Kjötið er skorið niður í litla bita
,og hakkað fimm sinnum og að lokum
einu sinni ásamt kartöflunum. Lauk-
urinn er rifinn niður og honum hrært
saman við ásamt saltinu, piparnum
og kartöflumjölinu, og síðan er deig-
,tð þynnt með vatninu eða mjólkinni.
S 'l ú s r á ©
Notið ekki slitnar rafmagnssnúrur,
þær geta valdið bruna. Farið með
þær til rafvirkja og fáið nýjar.
Til þess að spara sápuna skaltu
alltaf láta hana standa í þurri skál.
*
Þegar þú raðar diskum fyrir upp-
þvott, raðaðu þeim þá eftir stærð.
Þannig munt þú siður brjóta þá.
Litlar kringlóttar kökur eru lagaðar
úr deiginu og steiktar í brúnuðu
smjörinu.
Borið fram með heitum kartöflum
og brúnuðu smjöri.
Súkkulaðibúningur.
375 gr. suðusúkkulaði, 20 gr.
matarlím, % 1. mjólk, % 1.
rjómi, %teskeið vanilla.
Súkkulaðið, mjólkin og helmingur-
inn af matarlíminu er látið í pott og
soðið. Rjóminn er þeyttur, vanillunni
og því. sem eftir var af matarliminu
og leyst var upp i % dl. af vatni, er
bætt út í. Síðan er öllu hellt í mót og
látið stífna. Þegar búðingurinn er
orðinn vel hlaupinn, er honum hvolft
á fat. Uppskriftin nægir handa 10—
12 manns.
Tízkumynd
Þægileg kvöldblússa. Efnið er hvítt
silki, hálsmálið er ryklct og með
„pívu“ og saumaðin- rósabekkir í
kringum rylckingarnar, einnig fremst
á ermunum.
Þegar þú hefir hreinsað leðurskóna
þína, skaltu þurrka yfir þá með dá-
litlu gólfbóni. Þeir munu þá endast
betur.
Þegar þú saumar í höndunum og
vilt láta það endast vel, þá skaltu
alitaf öðru hvoru taka tvöfallt spor.
Það hindrar að komi langar saum-
sprettur.
Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar á
Akureyri hefir gefið út bókina „Þjóð-
hættir og ævisögur frá 19. öld“ eftir
Finn Jónsson á Kjörseyri, en Prent-
smiðja Bjöms Jónssonar h.f. prentaði
hana. Dóttursonur Finns dr. Finnur
Guðmundsson fékk Steindór ^tein-
dórsson frá Hlöðum til að sjá um
útgáfuna, en séra Jón Guðnason á
Prestsbakka tók að sér að fylla upp
í eyður um ættfærsiu og aðra manna-
fræði og skrifar hann líka formáls-
orð um höfundinn. Finnur Jónsson
fæddist á Stóruvöllum í Landssveit í
Rangárvallasýslu 18. mai 1842 og var
fimmti maður frá Jóni prófasti Hall-
dórssyni í Hítardal. Finnur ólst upp
á Suðurlandi, en fluttist 22 ára norð-
ur í Hrútafjörð og dvaldist nyrðra
alla ævi síðan og bjó í 40 ár á Kjörs-
eyri. Hann andaðist 19. júlí 1924.
Finnur var kvæntur Jóhönnu Matt-
híasdóttur, hreppstjóra á Kjörseyri,
Sivertsen.
Matarveitingar munu hafa verið
svipaðar um allt Suðurland í minu
ungdæmi. Gamall maður, óljúgfróður,
er ólst upp i Kjósinni á fyrri hluta
19. aldar sagði, að á betri bæjum
þar, t. d. Miðfelli og Hálsi, hefði
skammturinn verið á vorin sem hér
segir: Fyrst að morgninum var veitt
kaffi. Morgunmatur var flóuð mjóik
með slcyri og káli (kálhræru) ofan í,
4 marka askur handa karlmanni og
3 marlca handa kvcnmanni. 1 mið-
degismat, um nón, var haft svonefnt
harðæti. Hálfur, lítill, hertur fislcur
(smáfiskhelmingur) eða sjötti partur
úr stórum þorski, hálfur vænn þorsk-
haus og lcaffi á eftir. Á lcvöldin var
slcammtað um 3 merkur af mjólk og
skyrhræra ofan í.
Um túnaslátt vöknuðu menn eða
fóru til siáttar um lcl. 3 á nóttunni.
Um miðmorgunslcytið (kl. 6) fór hitt
fóllcið á fætur, og fengu þá sláttu-
menn kaffi og 2 merkur af slcyri
(litli slcattur). Aðal morgunmaturinn
var 4 merkur af skyri og mjólk út á.
Um nónið harðfiskur og lcaffi, og
kvöldmaturinn var 2 merlcur mjöl-
mjólk eða skyrhræra. Þegar leið á
sumarið var oft hafður kálgrautur
samanvið. Að haustinu var grautur
og skyr kvöld og morgna, en liarð-
æti ásamt kaffi um nónið. Þegar
kjötsúpa var borðuö, var aðeins tví-
mælt. Handa karlmanni voru 3 litlir
spaðbitar og gulrófa í súpunni en
heldur minna handa lcvenmanni.
1 Kjósinni var vegið út smjör og
feitmeti til viku eða hálfs mánaðar,
og man ég eigi, hvað gamli maður-
inn sagði, að það hefði veriö, liklega
hefir það verið 2 eða 2% pund til
vikunnar. En útgerð um vetrarvertíð
frá byrjun febrúar til 12. mai var:
30 pund smjör, sauður í lcæfu, og
20 pund harðfiskur. Auk þess höfðu
vermenn oftast soðningu, þorskhausa,
kútmaga, heilagfislci o. fl. Þá var
þeim einnig vegið 25—35 pund af
rúgi til brauða, 4 pund af kaffi og
2 pund af kandís. Þar að auki áttu
þeir að fá 2 merkur af vatnsgraut á
dag hjá útgerðarmanni.
Þetta, sem hér er sagt, kemur vel
heim við það, sem mig rekur minni
til um mataræði, nema elcki minnist
ég þess, að nokkurn tíma væri tví-
mælt, né að smjör og viðmeti væri
vegið út. Hjá mörgum var þröngt
í búi, þegar leið að vordögum. Þá
fór kjöt og fiskur að minnka, og um
korn til brauðgerðar var ekki að tala
hjá almenningi. Helzta bjargræði
margra var þá mjólkin, allt þar til
kom að Lokaferðum um miðjan maí.
Þá komu útróðrarmenn heim og
höfðu með sér skreið, dálítið af kom-
vöru o. fl. Þegar lcýrnar geltust á
vorin kom sauðburðurinn, og
var stekkjarmjólkin bjargræðishjálp
margra.
Fólk var þá gestrisið, þar sem ég
þekkti til. Alsiða var að veita gest-
um mat og kaffi, þótt ekki væru
það næturgestir. Brennivín var lítið
haft um hönd, þótt stöku menn sæust
drukknir við sum tækifæri, helzt um
lestatímann og í veizlum.
Lítið var þá keypt af kornvöru til
heimilanna. Mest var keypt ómalað
korn. Reyndar fluttist rúgmjöl, var
það i hálftunnum úr brenni og með
svigagjörðum. Þótti lakara að kaupa
það en rúginn ómalaðan. Bankabygg
og rúgur voru algengustu komteg-
undirnar. Stöku menn tólcu matbaun-
ir eða ertur. Hrísgrjón voru lítt þekkt
nema i fínni veizlum og á helztu
heimilum. Hálfgrjón sá ég aldrei fyrr
en hér á Borðeyri milli 1864 og 1870.
Flórmjöl var ekki haft um hönd nema
í betri veizium og á helztu heimilum.
Baunir voru stöku sinnum hafðar til
miðdegisverðar, helzt um sláttinn
mcð kjöti og gulrófum. Þeir, sem
ekki höfðu kjöt, létu út á þær góða
samfengna mjólk eða nýtt smjör.
drcmmer i.rri i:
Hverjum pakka af Drumm-
er lit fylgja notkunar-
reglur á íslenzku.
Drummer litur fæst víða.
Heildsölubirgðir:
-Jón Jóhanncsson&Co.
Sími 5821. Eeykjavik.