Vikan


Vikan - 31.01.1946, Page 11

Vikan - 31.01.1946, Page 11
VIKAN, nr. 5, 1946 11 Framhaldssaga: Sjúklingurinn í stofu 18 20 SXÁLDSAGA EFTIK MIGNON G. EBERHART O’Leary leit sem snöggvast af blýantsstubbn- um. „Það er ekki svo -gott að vita, ungfrú Keate. En svo að ég viki að öðru — tókuð þér hátalar- ann í vörzlu yðar?" „Já.“ „Og komuð þér honum fyrir á öruggum stað?“ Eg kinkaði kolli. „Mig langaði ósköp mikið til þess að gá inn í hann,“ sagði ég, „en ég sat á mér.“ Hann brosti og sagði: „En væri ekki rétt að við iitum inn í hann nú?“ Eg stóð upp og flýtti mér upp í herbergi mitt. fig opnaði skápinn og tók hátalarann út úr hon- um og gekk með hann hröðum skrefum niður í suðurálmuría. O’Leary sat á sama stað við skrif- borðið og starði á Maidu, sem var að færa inn í sjúkradagbókina eitthvað viðvíkjandi sjúkling- unum í stofu nr. 3. Maida horfði undrandi á há- talarann, en spurði þó einskis, en fór aftur inn í stofu 3. fig lagði hátalarann á skrifborðið og það var ekki laust við að ég væri dálítið skjálfhent. O’- Leary opnaði aðra hlið hans og við litum bæði inn í hann. O’Leary fór með hendina inn í hátal- arann og þreifaði fyrir sér. „Er radiumið ekki þarna ?“ spurði ég. „Nei, ábyggilega ekki,“ sagði O’Leary. Hann skoðaði innvolsið með athygli. „Sá nokkur til yðar, þegar þér fóruð með hana upp í herbergið yðar?“ , „Nei, það sá enginn til min, nema ungfrú Maida Day. fig rakst á hana í ganginum." „Ungfrú Day — nú, hún! En eruð þér vissar um að þetta sé sami hátalarinn og var upphaf- lega í stofu 18?“ „Já, auðvitað. Það er að segja, ég setti þann hátalara inn til Sonny og ég ímynda mér, að ekki hafi verið skipt um þar.“ „fig hef áður sagt yður, ungfrú Keate, að það er hættulegt að láta ímyndunina villa sér sýn. Þetta getur þá verið hátalari frá einhverri ann- ari stofu.“ „Já, það getur verið, en ég held —.“ „Vitið þér, að hátalarinn, sem nú er í stofu 18, hefir verið opnaður — og það líklega nú í nótt?“ „Hvað eruð þér að segja?" „Það er því ljóst, að hinn óboðni gestur í stofu 18 hefir hugsað nákvæmlega eins og við, en hann hefir ekki vitað, að búið var að skipta. Eða þá að------.“ Hann lauk ekki við setninguna, en stóð upp og gekk beint að herbergi Sonnys. Ég gekk í humátt á eftir honum. Sonny var vakandi. „Góðan daginn,“ sagði O’Leary vingjarnlega. „Þér vaknið nokkuð snemma, svona ungur mað- ur. En það er dálítið, sem mig langar að spyrja yður um. 1 fyrrakvöld kom ungfrú Keate með hátalara inn til yðar og lagði hann á borðið hjá yður, en tók þann, sem fyrir var í herberginu. 1 gærkvöldi kom hún hingað aftur og tók hátalar- ann frá yður. Nú langar mig að vita, hvort há- talarinn, sem ungfrúin tók hér í gær, var sá sami og hún kom með hingað kvöldið áður. Sonny botnaði sýnilega ekki neitt í neinu, svo O’Leary endurtók spurningu sína hægt og greini- lega. „Nú skil ég yður,“ svaraði Sonny. „Nei, það var ekki sami hátalarinn. Sá, sem ungfrú Keate kom með, var i ólagi.“ „Hvað varð þá um hann?“ „Hann?" Sonny bar hendina upp að enni sér og hugsaði sig um nokkra stund. „Ungfrú Day kom inn til min með eitthvað og ég skýrði henni frá því að hátalarinn væri biiaður og þá fór hún með hann eitthvert burt og kom með annan í staðinn. Sá hátalari var í bezta lagi, en ungfrú Keate tók hann frá mér í gærkvöldi." Sonny leit á mig með ásakandi augnaráði. „Þakka yður fyrir, Sonny,“ sagði O’Leary stuttur í spima. Ég dáðist að þolinmæði O’Leary, þegar hann gekk stofu úr stofu og rannsakaði alla hátalar- ana. Stofunnar voru 18, en það tók hann ekki nema eina mínútu að rannsaka hvern hátalara fyrir sig. Hann leit þó ekki á þann, sem var í stofu 18, því hann hafði þegar verið opnaður. Þegar hann hafði lokið rannsóknum sínum, án þess að það bæri þó nokkurn árangur, spurði hann um Maidu. Við fundum hana brátt og O’Leary sagði: „Þér hafið, ungfrú Day, skift um hátalara í stofunni hjá honum Sonny. Hvað gerðuð þér við þann, sem þar var fyrir?“ „fig setti hann á borðið í stofu 18,“ svaraði hún þegar í stað. „Ég gerði ráð fyrir, að ekki yrði settur þangað nýr sjúklingur í bráð, svo það gerði ekkert til þótt bilaði hátalarinn væri þar.“ „Ég þakka yður fyrir, ungfrú Day. — Þér hafið vænti ég ekki rannsakað hann neitt til að for- vitnast um, hvað að honum gekk?“ „Nei,“ svaraði hún stutt í spuna. „Ég hef ekk- ert vit á rafmagni eða þess háttar og hefði því ekki getað gert við hann.“ Maida gekk út án þess að biða frekari spurn- inga. O’Leary horfði vonsvikinn á eftir henni, en síðan snéri hann sér að mér og sagði: „Jæja, svo hátalarinn i stofu 18 var þá eftir allt sá rétti. Nú er efir að vita, hvort radíumið hefir verið falið í honum og ef svo hefir verið, hver hefir þá tekið það burt? Hvar er það niður komið núna? Ef við getum svarað þessum spurn- ingum, þá mundum við líka vita, hver skotið hefir Higgins." Hann gekk að glugganum yfir skrifborðinu, opnaði hann upp á gátt og andaði djúpt að sér röku morgunloftinu. Það var ekki hægt að sjá það á honum, að hann hefði ekkert sofið alla nóttina. Hann snéri sér skyndilega við og sagði: „Tókuð þér eftir því i ríótt, ungfrú Keate, að Hajek var í buxum innan undir baðkápunni, sem hann hélt svo fast að sér? Og tókuð þér eftir því, að hann var með moldarbletti á skálmunum og að blett- irnir voru blautir og höfðu sýnilega nýlega fallið á þær?“ Ég muldx-aði eitthvað, ég veit varla hvað það var, og O’Leary sá hvað ég var vandræðaleg og bætti þá við ósköp rólegur: „En allt er ekki þar með búið. Ég sá moldar- klessur á gluggakistunni í herberginu hans. Já, ungfrú Keate, það virðast margir nota glugg- ana til að fara út og inn um hér á sjúkrahúsinu!" XIII. KAFLI. 9 Það er orð að sönnu, að við miðum liðna tím- ann við það, sem skeð hefir. Það, sem gert hafði á St.-önnu-sjúkrahúsinu á örfáum dögum, lifir í endurminningu minni sem heil röð atburða, er gerst höfðu á löngu tímabili. Með hverjum nýjum degi vöknuðu ný vandamál og erfiðleikar, jafn- vel áður en leyst var úr þeim málum, sem fyrir voru. Ég gæti varla trúað því, að allt þetta hefði gerst á svo skömmum tíma, ef ég sæi það ekki allt greinilega á dagbókinni minni. Hinn 13. júní skrifaði ég í hana þessa klausu: Higgins myrtur 1 stofu 18 á meðan ég var á næturvakt. Enginn veit hver það hefir gert. Ég vildi að J. G. færi sem fyrst til Rússlands. Allir orðnir taugaveiklaðir á sjúkrahúsinu. Margar hjúkrunarkonur hóta því að segja upp. Lögregluþjónar hér og þar og allstaðar. Sendi föt i þvott í morgun. Kviði fyrir næturvaktinni. 12 skel- plötutölur. ó, ég vildi að allt kæmist brátt i eðlilegt horf. Setningin „12 skelplötur" á við það, að ég hafði gleymt að taka þessar tölur úr hjúkrunarfötun- um mínum og þurfti því að muna eftir að hringja í þvottahúsið og aðvara forstöðukonuna. En það var einmitt vegna þessara 12 skelplötutalna, sem ég komst á snoður um einkennilegt atvik í mál- inu. . Skömmu eftir morgunverðinn kallaði O’Leary mig inn i skrifstofu. „Hversvegna sögðuð þér mér ekki frá þvi að lykillinn að glerhurðinni hafði horfið í gær- kvöldi?" spurði hann án nokkurs formála. „Ég gleymdi því. Eg hefi beðið um nýjan lykil og fæ hann fyrir kvöldið. Við urðum að láta dyrn- ar vera opnar í nótt sem leið.“ „Þér ættuð að reyna að gleyma ekki svona mikilsverðum atvikum," sagði hann byrstur. „Ég hef svo margt um að hugsa!“, svaraði ég önug. „Og svo hafið þér heldur ekki spurt mig neins." „Var lykillinn týndur þegar þér komuð á vakt- ina i gærkvöldi?" „Já, Olma Flyn, sem var á vaktinní á undan mér, tilkynnti mér að lykillinn væri týndur, þeg- ar ég leysti hana af. „Svo þetta þýðir þá, að auðvelt var að kom- ast inn í sjúkrahúsið, ég á við að komast inn í suðurálmuna." Hann sagði þetta eins og hann væri að tala við sjálfan sig. Eftir að hafa setið hreyfingarlaus og þegjandi nolckra stund, sagði hann: „Ég er sannfærður um að þessi þrjú morð eru af sömu rót runnin og að tilgangurinn með þeim er að ná í radíumið. Ef radíumið hefir verið falið i hátalaranum, þá er það nú i höndum þess manns eða þeirra, sem drápu Higgins. Erindið inn í stofu 18 í nótt hefir einungis verið það að ná í radíumið. Ég veit ekki hvaða erindi Higgins hefir átt þangað, nema þá að -------. Þér segið, að Higgins hafi vitað hvar rádímið var falið. Hugsanlegt væri, að hann hefði ætlað sér að ná í það fyrir sjálfan sig.“ Hann þagnaði og hugsaði málið, það leit þó ekki út fyrir að hann væri ánægður með þessa niðurstöðu. „Dr. Hajek néitar þvi algerlega, að hann hafi verið úti í nótt,“ hélt hann áfram. „Moldarblett- irnir hafa verið burstaðir of buxnaskálmunum hans og gluggakistan hefir verið hreinsuð, svo allt er þetta grunsamlegt. Hvers vegna er hann að segja ósatt? Já, og svo hefur eiríhver úr húsi Lethenys verið hér í nótt. Hulda sagði mér, að hún hafi heyrt einhvem fara út úr húsinu nálægt

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.