Vikan


Vikan - 31.01.1946, Side 12

Vikan - 31.01.1946, Side 12
12 V3KAN, nr. 5, 1946 miðnætti. Hún heyrði fótatak á. tröppunum og það marraði i útidyrahurðinni. Hún veit ekki hvort þetta var heldur Jim Gainsay eða Corole, en hún var viss um að það væri annaðhvort þeirra, sem út fór og kom aftur nálægt klukku- tíma síðar.“ „Það er óhætt að reiða sig á Huldu,“ sagði ég, en þagnaði siðan skyndilega. Ég vildi ekki grípa fram í fyrir honum, heldur aðeins hlusta, ef hon- um þóknaðist að halda áfram að tala. „Eins og þér sjáið, ungfrú Keate,“ hélt hann áfram og var nú fljótmæltari en áður, „þá er hér um að ræða sama fólkið, sömu ákveðnu per- sónurnar og áður, og þetta fólk er hér á sjúkra- húsinu, eða í nágrenni þess. Aðrir mundu ekki hafa haft tækifæri til þéss að stela lyklinum að glerhurðinni. Og eins og ég hefi áður sagt, þá er ég á þeirri skoðun, að öll þrjú morðin hafi verið framin í sama tilgangi." „Hvað eigið þér við? Ég skil yður ekki al- mennilega." „Ég á við það, að þegar fyrstu tvö morðin voru framin, voru margskonar meðul og verkfæri við hendina til þess að koma þeim i framkvæmd. Af því dreg ég þá ályktun, að morðin hafi verið hugsuð og undirbúin fyrirfram, og að tilgangur- inn hafi verið sá, að stela radíminu. Mér er nær að halda, að fleiri en einn hafi hugsað sér að ná í það. Radíumið var þó ekki flutt burt úr stofu 18. Það var reyndar falið, en samt var það þar. Hvemig stóð nú á þessu? Það getur aðeins verið um eina ástæðu að ræða. Þjófurinn hefir orðið hræddur og ekki þorað að fara með það út. En hvers vegna kom hann ekki strax aftur, heldur lét það vera þama svona lengi? Þetta gæti bent til þess, að margir menn hafi ætlað sér að ná í það, og þar af leiðandi geta morðingj- amir, sem leita þarf að, verið jafnm'argir og morðin, það er þrír." „Þrír?“ spurði ég undrandi. „Já, þrír,“ sagði hann íbygginn. „Þér munið eftir orðum Higgins um þetta, hann taldi útilokað að tvö fyrstu morðin hafi verið framin af sama manni." Hann þagði þó við, eins og ég hefði rugl- að hann í ríminu, en hélt þó brátt áfram: „Ég er viss um, að radíumið hefir verið falið í hátal- aranum. Það var hvergi annars staðar hægt að fela það, og á stofu 18 hefir það verið falið, 1. Raggi: Það er verið að pina mann til að læra latínu og kennarinn sagðist láta mig sitja eftir, ef ég læsi ekki betur. 2. Eva: Manni finnst ósköp lítið gagn í að læra latínuna nú á dögum, það talar hana varla nokkur maður —. annars hefði ekki gengið svona mikið á þar und- anfarið. Ég er viss um, að það voru margar manneskjur, sem vissu að radíumið var falið í stofu 18, og reyndu að ná í það. Hvers vegna kom ekki þjófurinn sjálfur og tók það, heldur lét aðra verða á undan sér?“ „Ætli það hafi ekki verið hann, sem var hér á ferðinni í nótt sem leið?“ O’Leary virtist ekki hafa heyrt til mín. „Ég get aðeins skýrt þetta á einn hátt,“ hélt hann áfram, „en ég veit að yður mun finnast það einkennileg skýring." Hann varð hugsi og dró rauða blýantsstubbinn upp úr vasanum og fór að velta honum milli fingranna. Þá þóttist ég vita, að hann væri kom- inn að ákveðinni niðurstöðu. Ég hélt að hann ætlaði að fara að segja mér frá þessari „einkennilegu skýringu", en svo var ekki. Hann leit ekki af blýantinum, en fór nú yfir í allt annað efni, er hann byrjaði að tala á ný. „Ég hefi gert mér far um að leita ekki langt yfir skammt. Þannig get ég alveg útilokað ætt- ingja herra Jackson frá morði hans, þótt ein- hverjum gæti dottið í hug, að þeir hefðu viljað koma honum fyrir kattamef." „Þvi trúi ég,“ sagði ég undrandi. Ég hafði aldrei neitt hugsað um þá, hvað þá haft neina grunsemd á þeim. „Einnig hefi ég útilokað alla óviðkomandi, það er, alla aðra en þá, sem hér eru, eða á næstu grösum. Nú, þetta er víst engin huggun fyrir yður,“ sagði hann i afsökunarróm og velti blý- antinum í ákafa. Ég svaraði engu, svo hann hélt áfram: „Ég þarf að bera nokkur atriði undir yður, ung- frú Keate." Hann lækkaði róminn. „Fyrst er það þá dr. Hajek. Mér finnst vera eitthvert leyni- makk á honum og Corole Letheny. Margir hafa sagt mér að þau væri oft saman, og Hulda kveð- ur hann vera tíðan gest þar á heimilinu. Hvert er yðar álit á þessu?" „Mitt álit? — — Fyrst þér spyrjið mig, þá skal ég viðurkenna, að mér finnst þau vera i ein- hverju, einkvers konar------.“ „Leynimakki?" sagði O’Leary, þegar ég hikaði við að ljúka setningunni. „Já, það má víst komast þannig að orði. Ég Raggi: Hvað ætti maður að gera? 3. Eva: Hvemig væri að segja kennaranum, að þú sért að læra alþjóðamálið esperantó til þess að geta skrifast á við drengi í öðrum lönd- um ? hef þetta aðeins á tilfinningunni, og svo styrkist þetta af því, að hann kemur oft í heimsókn til Corole." „Nú, en segið mér þá annað. Haldið þér að dr. Letheny hafi verið hrifinn af hinni fögru hjúkrunarkonu ? “ „Hinni fögm hjúkrunarkonu ? Hverri?" „Ég hélt þér vissuð hverja ég á við. Auðvitað á ég við imgfrú Day.“ „Ef svo hefur verið, hefur hann farið dult með það. Ég varð þess aldrei vör.“ „Og grunaði yður aldrei að svo væri?“ „Nei, aldrei,” svaraði ég ákveðin, en um leið og ég sleppi orðunum rifjaðist upp fyrir mér framkoma dr. Lethenys við kvöldverðarboðið margumtalaða. Hvemig hann hafði hjálpað henni úr kápunni og hvemig hann horfði á hana meðan á máltíðinni stóð. „Það er kannske ofmikið sagt, að mig hafi aldrei granað þetta," sagði ég hægt. „En ungfrú Day, var hún hrifin af honum?" spurði hann. „Nei, það er ég viss um að ekki hefir verið, heldur þvert á rnóti!" „ÞVert á móti?" „Já, ég á við, að hún hafði óbeit á honum, en hvers vegna það var, veit ég ekki." „Þér vitið það nú, ef þér viljið segja mér það. Þér vitið nokkuð margt, ungfrú Keate." „Nei, ég veit það ekki," flýtti ég mér að segja. Ekki nema það þó, að ætla sér að skjalla mig til þess að fá mig til að slúðra! Ég vildi óska," sagði ég með áherzlu, „að þér hefðuð talað við Higgins!" „Það vildi ég líka," sagði hann. „Ég talaði nú reyndar við hann einu sinni, en mér tókst ekki að fá neitt út úr honum. Hann hlýtur að hafa verið mjög hræddur við að minnast á þessi mál — og það ekki að ástæðulausu." „Hefði ég aðeins vitað, að líf hans var í hættu,” sagði ég í ásökunarróm. „En svona er það allt- af, við vitum aldrei neitt, fyrr en það er um seinan!” „Svo var það þetta með ljósin,” sagði hann. „Þama um dagtnn sloknuðu þau af tilviljun, það er víst. En í nótt var öðru til að dreifa. Það hefir verið lokað fyrir aðalleiðsluna. Slökkvarinn er í kjallaranum, rétt við útganginn. Kjallara- hurðinni var læst og lykillinn var í skránni að innan verðu. Haldið þér nú að hægt hafi verið, á þeim tíma frá því ljósið slokknaði og þar til skotið reið af, að komast neðan úr kjallaranum og fram með sjúkrahúsinu að glerdyrunum, inn í stofu 18, taka radíumið úr hátalaranum og — nú, hvað svo skeði vitum við ekki. Við verðum að leiða getum að því, hvemig Higgins hefir flækst inn í málið.” „En gæti Higgins ekki hafa gert þetta sjálf- ur? Hann hefði getað stolið lyklinum úr gler- hurðinni og opnað dymar, ef þær hafa þá verið lokaðar. Hann sagðist líka vita, hvar radíumið væri niður komið." „Það hefir verið einhver kunnugur, eins og ég segi. En það vora fleiri en hann í stofu 18. Hvað haldið þér að langur tími hafi liðið frá því ljósin slokknuðu og þar til skotið reið af ?“ „Mér fannst það all-langt. Það var svo dimmt og svo kyrrt og ég var satt að segja dálítið hrædd. Ég held ég geti þó fullyrt, að nægur tími hafi verið til þessa, sem þér spurðuð um.“ „Þetta skiptir miklu máli," sagði hann. „Ef tími hefði ekki unnizt til -þessa, þá getum við verið viss um, að tveir menn hafa að minnsta kosti verið að verki þama. Annar hefir lokað fyrir strauminn, hinn hefir farið inn í stofu 18, með þeim afleiðingum, sem við þekkjum." „Það hefir ekki verið farið inn um gluggann," sagði ég, „því sláin var fyrir." „Nei, þó það ekki,“ sagði hann og brosti. „Það er allt opið og öndvert á þessu sjúkrahúsi, eins og þjófar væra óþekkt hugtak fyrir ykkur. Lög- reglufulltrúinn vill setja ykkur öll í steininn. Hann er sannfærður um, að þið séuð öll samsek og Jim Gainsay sé forsprakkinn. Auðvitað samþykki MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. V

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.