Vikan


Vikan - 31.01.1946, Side 13

Vikan - 31.01.1946, Side 13
V3KAN, nr. 5, 1946 13 Felumynd. Hvar er vitavörðurinn ? Tyggigúmmí fyrir dauðar rottur. Roy Bishop, liðsforingi í ameriska hernum við Kyrrahaf, hlaut nýlega viðurkenningn og þakk- læti hjá yfirmanni sinum fyrir að hafa útrýmt 15,000 rottum. Hafði kveðið svo rammt að rottugangi á her- stöð Roys Bishops, að helzt leit út fyrir að þær ætluðu að eta upp til agna allar matarbirgðir hermannanna. Var þá gripið til rottueiturs, en bar engan árangur. Rottumar voru of matvandar og kusu fremur að eta kjöt og brauð. Þá datt liðsforingjanum það snjallræði i hug að lofa tyggigúmmípakka fyrir vissa tölu dauðra rotta. Þetta hreif, þvi að allir skóladrengir á staðnum sögðu rottunum stríð á hendur. Gengu þeir svo vel fram í þessum ófriði, að eftir tvo mánuði hafði rottunum svo að segja verið út- rýmt. Skipbrotsmenn taka fanga. Núna í stríðinu var litlu, ensku verzlunarskipi sökkt í Suður-Atlantshafi af þýzkum kafbáti. Skipið sökk fljótt, en samt gátu nokkrir af skips- höfn þess bjargað sér á fleka og forðazt að sog- ast niður með því. Meðan þeir háðu þessa hörðu baráttu fyrir lífi sínu, sáu þeir mann standa uppi i turni kafbátsins. Var þetta kafbátsstjórinn, og tók hann hinn rólegasti myndir af því, sem fram fór. Meðan þessu fór fram, steypti sér allt í einu stór, ensk sprengjuflugvél niður úr skýjunum. Kafbáturinn fór svo.snöggt í kaf, að kafbátsstjór- inn, í stað þess að fara niður í bátinn, hrökk út- byrðis. Nú var hlutverkum skipt. Þjóðverjinn buslaði um í sjónum í þungum einkennisbúningnum, þar til einn af Englendingunum náði til hans og hróp- aði, „við tökum hann til fanga.“ Kostaði það mikla fyrirhöfn að koma Þjóðverj- anum upp á flekann, því að hann var ekki fús tii að láta taka sig þannig. Eftir viku hrakning á sjónum, var mönnunum á flekanum bjargað og þeim skilað í höfn í Brazi- líu. Ferðalangur ávarpaði eitt sinn mann á götu i Lundúnum og bað hann að segja sér vegar til St. Páls kirkjunnar. „Já, þ—þ—þér ga—ga—gangið f—f—f—fyrst þessa g—g—götu til h—hægri og siðan b—beint áfram.“ Ferðalangurinn þakkaði fyrir og bjóst til að halda áfram, þegar hinn ávarpaði hann og spurði: „Afs—s—s—sakið, en g—g—getið þér sagt m—m—m—mér hve margir ibúar eru í London?“ „Já“, svaraði ferðamaðurinn, „það eru víst um sjö milljónir." „J—j—jæja,“ svaraði maðurinn. „En hvers v—V'—vegna þurfið þér þá endilega að sp—spyrja m—m—mig?“ Prinsessan. sem alitaí kom of seint. BARNASAGA. Ef prinsessan hefði ekki verið svona falleg, þá hefðu foreldrar henn- ar verið siðavandari við hana, þegar hún var lítil. „Já, en það er ekki hægt að gefa svona yndislegu barni ráðningu," sagði drottningin, þegar einhver sagði, að hún þarfnaðist duglegrar ofanígjafar fyrir að koma alltaf of seint. „Þetta er bara núna, þvi að hún er svo sein að hreyfa sig; þegar hún stækkar, lærir hún áreiðanlega að vera stundvís." Prinsessan sat fyrir framan spegil- inn og horfði á, hvemig bamfóstran burstaði þykka lokka hennar og klæddi hana fyrir veizluna. „Við verðum að hraða okkur," sagði bamfóstran, „gestimir eru famir að koma." „Það skiptir engu máli!" svaraði prinsessan. „Látum þá bíða! Ég ætla fýrst að máta rauðu, gulu og bláu kjólana mína og vita, hver þeirra fer mér bezt." Hún var svo Iftngi að máta þá og ákveða sig, að allir máttu biða lengi, þar til hún kom. Til allrar óhamingju eltist þessi leiðinlegi ávani ekki af prinsessunni, heldur þvert á móti. « Aldrei gat hún komið á réttum tíma. Alltaf var hún óstundvís og fólki leiddist þetta svo mjög, að það áskaði allt, að prinsessan myndi breyta til batnaðar í þessu efni. Nú vildi svo til, að hertoginn í Norðurskógi bauð öllu tignasta fóik- in í landinu I veizlu, og auðvitað voru kóngurinn, drottningin og prinsessan Þar á meðal. Gestimir vom allir dá- Htið hræddir við hertogann, því að það var mál manna, að hann kynni eitthvað fyrir sér og gæti galdrað. „I þetta skipti verður þú að vera tilbúin tímanlega,“ sagði drottningin. „Hertoginn sagði, að allir yrðu að vera stundvísir, alveg á mínútunni sjö, annars yrðu hinir undraverðu matarréttir, sem hann ætlaði að gæða fólkinu á, eyðilagðir. En auðvitað gat prinsessan ekki lokið við að skreyta sig, og enda þótt konungurinn og drottningin legðu af stað, til að koma í tæka tið, hraðaði hún sér ekki, og klukkan var næstum hálf átta, þegar hún gekk inn í sal- inn. Allir eldri menn og frúr voru gengin inn í borðsalinn, aðeins ör- fáir unglingar stóðu og biðu. Hertoginn gekk til prinsessunnar og, án þess að segja orð, benti hann á stóm klukkuna, sem vantaði fimm mínútur í hálf átta. „Fyrst prinsessunni þóknaðist að koma núna of seint, er bezt að hún geri það alltaf í framtíðinni," sagði hann með alvarlegu augnaráði. Prinsessan varð mjög móðguð af því, að ekki hafði verið beðið eftir henni, og hún sagði fokvond: „Ég vil fara heim! Foreldrar mín- ir koma, þegar þau vilja!" Hún ók heim í skyndi og svo var hún reið, að hún fór að hátta og vildi sofna frá þessu öllu. Morguninn eftir vaknaði hún svöng og önug, en hún varð steinhissa, þeg- ar hringingu hennar eftir morgun- súkkulaðinu var ekki svarað. 1 stað þess kom inn hirðdama og sagði: „Það er orðið svo áliðið,. að súkku- laðið hefir allt verið drukkið, og nú á matreiðslumaðurinn að fara að sjóða hádegisverðinn, svo að enginn tími er til þess að búa til súkkulaði að nýju." Prinsessan ákvað þá að fara á fæt- ur og ganga niður í garðinn, þar sem átti að snæða hádegisverðinn. En hún varð svo sein að klæða sig, að hún mætti þjómmum með tóm fötin og skálarnar, þegar hún að lokum komst þangað. „Ég vil fá eitthvað að borða," hrópaði hún reið. „Mér þykir það leitt," svaraði matreiðslumaðurinn, „en það er orðið of seint — það er búið að borða allan matinn." „Steikið þá handa mér kjúklinga — eða búið til eggjaköku!" skipaði prinsessan. „Það er líka orðið of seint — kjúk- lingamir hafa allir verið borðaðir og ég á ekki fleiri egg,“ svaraði mat- reiðslumaðurinn. „Sá, sem kemur ekki, þegar mat- urinn er á boðstólnum," sagði kóng- urinn, „verður að bíða þangað til hann bíðst aftur." Prinsessan mátti bíða, en hún var svo svöng, að hún fór að leita að þroskuðum stöngulberjum, til að seðja með sárasta hungrið. Hún var áköf í leit sinni og vissi ekki fyrr en hallarklukkan sló sex. „Nú eigum við að fara að borða!" hrópaði hún og lagði af stað upp í borðsalinn. En leiðin var löng og hún tafðist, svo að, þegar hún loksins var komin upp í salinn, þá gáfu lúðrarn- ir það til kynna að kóngurinn hafði lokið að matast. Borðið var autt — ekkert skilið eftir annað en salt og pipar. Nú fór prinsessan að gráta og sagði: „Þetta hljóta að vera galdrar — ég hefi aldrei verið svona svöng og fæ svo ekkert að borða! Ég kem allt- af of seint!" Hún ætlaði að hraða sér niður i eldhúsið, en þangað lágu svo mörg þrep og gangar, að þegar hún kom þangað, var eldabuskan að sópa sam- an siðustu molunum og kasta þeim fyrir hænsnin. „Mat?" sagði hún, „við vorum að enda við að gefa fátæklingunum all- ar leifarnar — kannske vill einhver þeirra gefa prinsessunni að borða!" Prinsessan fyrirvarð sig hræðilega, en hún var svo svöng, að hún gleymdi öllu öðru en því og hljóp á eftir gam- alli konu og sagði: „Viltu gefa mér svolítinn brauð- bita?“ Konan svaraði: „Já, ef prinsessan vill koma heim með mér og búa um rúmið mitt!" Þá fór prinsessan heim með fátæku konunni, bjó um rúmið hennar og hjálpaði henni við uppþvottinn, að- eins til þess að fá dálítið brauð. Að síðustu fór hún grátandi heim til sín og sagði við foreldra sína: „Fyrirgefið mér, ég skal aldrei framar vera svona vond. Eg skal gæta þess vel að vera stundvís, lofið mér aðeins að vera hérna. og borða aftur með ykkur!" „Það er gott!" sagði kóngurinn. „Mundu nú eftir því, hversu það er óþægilegt að bíða. Þann dag, sem þú kemur aftur of seint, verður þú að svelta!“ Prinsessan lofaði að gleyma ekki þessari ráðningu, enda gerði hún það ekki, svo að upp frá þessu sagði fólk- ið: „Prinsessan! Hún er stundvís eins’ og klukka. Hún kemur aldrei einni mtnútu of seint." i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.