Vikan


Vikan - 31.01.1946, Qupperneq 15

Vikan - 31.01.1946, Qupperneq 15
VIKAN, nr. 5, 1946 15 Um kvöldið skall á blindbylur, svo glórulaus og æðisgenginn, að jafnvel Símon hefði ekki vogað sér út fyrir kofann, þótt hann væri fullhraustur. Það væri ekkert annað en sjálfsmorð. Að einu leyti gat hann þó hrósað happi yfir að bylurinn kom. Hann fengi að vera óáreittur á með- an Hann hafði litla löngun til þess að verða tekinn höndum og settur í fangelsi fyrir þennan ólukku hjört. Bylurinn stóð lengi yfir, snjónum dyngdi niður, svo að kofinn hans hvarf í skaflana. Trén litu út eins og risavaxnar snjókerling- ar og undirskógurinn var horfinn í fann- imar. Hin blindu öfl byljanna ætluðu allt um koll að keyra. ----o---- Sorgin hvíldi eins og heljarþungt farg yfir litla húsinu í skógarjaðrinum. Leitin að drengnum hafði verið árang- urslaus. Hann komst naumast heim til sín aftur. Aðeins vegna þess að Reidar var svo kunnugur á þessum slóðum, tókst hon- um að finna húsið. Þau urðu að sætta sig við þá staðreynd að hafa misst drenginn sinn. Skógurinn hafði tekið hann. Þannig léku hin blindu náttúruöfl með mennina, án þess að spyrja um sök eða sakleysi. Reidar óttaðist að Randi myndi aldrei ná sér eftir þetta áfall. Hann gerði allt hvað hann gat til þess að lé1,ta henni sorg- ina. Hún gekk þögul um húsið. Hann sá hana aldrei gráta. Stundum getur sorgin orðið of þungbær til þess að unnt sé að leita svölunar í grátinum. Dagarnir liðu og með hverjum deginum varð þeim ljósara, að öll von um að sjá drenginn aftur var úti. Randi var óhugg- andi. Reidar stóð' fullkomlega hjálparlaus gagnvart sorg hennar. Hann óttaðist að hún mundi ekki geta afborið það. Og stöðugt lamdi stormurinn á húsinu — ógnandi eins og hann ætlaði að taka það með sér út í geiminn. Það gerði ekkert. til! Þá mundu þau öll fylgjast að ... Nei, það var ekki því að heilsa. Á þann hátt sýndi lífið enga miskunnsemi.—Randi kvaldist undir fargi hræðilegra hugsana. Hvaða tilgang hafði lífið fyrir hana eftir þetta ? Nei, hún vildi aldrei láta kúgast ... Dagar — nætur — vikur liðu. Hún neyddi sjálfa sig til að reyna að hætta að hugsa um þetta hræðilega áfall. Það var ekki annað að gera en að taka öllu með ró ....Héðan af ætlaði hún að taka öllu með ró. Engar bænir fengu neinu áorkað gagnvar máttarvöldunum. Ef til vill hafði tilveran áformað, að mennirnir skyldu njóta og líða að jöfnu. Svo miskunnarlaust var lífið. Reidar byrjaði aftur á vinnu sinni. Það sem hvatti hann til þess að leggja ekki ár- ar í bát, var Randi. Héreftir var hún hið einasta í veröldinni, sem hann elskaði og hann gladdist yfir því, að hún var ekki tekin frá honum. En hann var áhyggju- fullur vegna hennar. Brosið var horfið af vörum hennar. Kannske fengi hann aldrei að sjá hana brosa oftar. ... En þó var eins og hún hefði ekki gefið upp alla von. --------------------o---- Loksins stytti upp. Það var harðfenni og ágætt færi. Reidar bjó sig í býti einn morg- un. Hann ætlaði að fara niður í þorpið til þess að fá menn til að leita að líki drengs- ins. Randi hafði nóg að gera heima. Húsið var næstum því horfið í fönn og hún byrj- aði að grafa frá dyrum og gluggum. * Seint um kvöldið kom Reidar heim. Hann hafði ásamt fleirum leitað víðsvegar um skóginn, en auðvitað án árangurs, þar sem djúpt snjólag lá yfir öllu. Þegar hún kom með matinn handa hon- um, sagði hún: „Ég get aldrei fyrirgefið mér að ég lét drenginn vera einan á meðan ég fór að sækja brennið." Hann tók utan um herðar henni og sagði: „Þú hefir ekkert að ásaka þig fyrir. Enginn veit á hvern hátt óhamingjan kem- ur. Hver veit nema að ...“ Hann þagnaði allt í einu. Honum heyrð- ist vera barið að dyrum. Áður en hann komst til dyranna var barið aftur og harkalega. Hann reif hurðina upp. Formlaus böggull valt inn á gólfið. „Barnið mitt! Barnið mitt!“ hrópaði Randi frá sér numin. Drengurinn reis upp, rétti báðar hend- urnar móti henni og sagði „mamma, mamma!“ Eftir hina fyrstu gleði endurfundanna tóku þau eftir gömlum manni, sem sat á brennikubbi úti við dyrnar. „Símon Skógarbúi!" sagði Reidar og reyndi að styðia gamla manninn, svo að hann gæti staðið á fætur. En hann féll máttlaus niður. „Ég er hræddur um að ég geti ekki meira,“ stundi hann. Reidar bar hann inn í stofu og lagði hann upp í rúm. Gamli maðurinn var alltaf að tala við sjálfan sig og brosa. Reidar skoðaði fót hans. Hann sá strax að hér þurfti skjót handtök ef ekki ætti illa að fara. Fótur hans var blásvartur og upp- blásinn af kolbrandi. „Ég sæki lækninn,“ sagði Reidar. Svo bætti hann við og röddin skalf eilítið: „Símon hefir fórnað sér til þess að bjarga drengnum okkar.“ Drengurinn var stálhraustur. Hann gekk að rúminu þar sem Símon lá og tók í skegg- ið á honum um leið og hann sagði: „Góður maður ...“ Augu gamla mannsins fylltust af tárum. „Blessaður litli snáðinn — blessaður GODDARD’S silfur-fægilögur. Einnig mikið notað á glugga og spegla. litli snáðinn ..,“ tautaði hann svo lágt að varla heyrðist. ----o---- Undir morgun kom læknirinn. Hann athugaði Símon nákvæmlega og gaf ráð viðvíkjandi hjúkrun hans. Þegar Reidar spurði um útlitið, svaraði læknirinn: „Hann lifir það ekki af. 1 hæsta lagi nokkra daga ennþá. En það er kannske bezt þannig, því ég heyrði í þorj)inu, að lögreglan væri að leita að honum. Hann er ákærður fyrir óleyfilegan veiðiskap í landi lénsmannsins." Stundu síðar fór læknirinn ásamt fylgd- armanni, sem hann hafði fengið í þorpinu, svo að Reidar losnaði við að fara aftur. Símon hrestist svo af meðulunum og góðri hjúkrun, að hann gat sagt þeim frá, hvernig þetta hafði atvikazt. „Ég fann svo skolli mikið til í fætinxnn daginn eftir að ég fann snáðann, að ég treysti mér ekki til að koma honum til ykkar,“ sagði hann afsakandi. „Og svo kom bylurinn. Og ekki einu sinni ég treysti mér til að rata í slíku myrkri. En það gleður mig að ég komst þó hingað mn síðir.“ Randi og Reidar þrýstu hendur hans í þögulli aðdáun. Randi grét af þakklátri gleði. „Reidar“, sagði hún. „Við höfum alltaf verið ósammála um, hvað drengurinn á að heita og þess vegna er hann ekki skírður enn þá. Eigum við ekki að láta hann heita í höfuðið á Símoni?“ Reidar kinkaði kolli samþykkjandi. And- lit Símonar gamla varð að einu brosi. Aldrei hafði hann lifað aðra eins stund. „Þökk — hjartans þökk!“ stamaði hann. „Hið góða getur meira að segja fundið mann eins og mig ... þið hafið gefið mér trúna á lífið aftur. Nú get ég dáið glaður.“ Drengurinn hlustaði á samtalið með athygli. Hann gekk að rúminu og sagði mitt á milli gráts og gleði: „Litli Símon — ég, stóri Símon—þú ...“ — — — Símoni elnaði veikindin. En hann var glaður eins og barn, þrátt fyrir vissuna um að dauðinn biði hans. Friður og gleði ríkti í litla húsinu í skóginum. Og Símon tók sinn þátt í gleðinni til hinstu stundar. Eitt kvöld dó hann meðan Randi og Reidar sátu við rúmið hans. Dauðinn kom til hans eins og velkomin hvíld eftir strit og armæðu langra og óhamingjusamra lífdaga. „Það er búið,“ sagði Reidar og stóð upp. Randi draup höfði. Hún grét sáran. ... Daginn eftir fengu þau heimsókn af tveimur fílefldum lögreglumönnum. „Er Símon Skógarbúi hérna?“ spurðu þeir. „Við erum komnir til þess að taka hann fastan.“ Reidar skipti litum. Hann sagði og rödd- in skalf af reiði: „Þið getið farið heim til ykkar og sagt herra ykkar og yfirvaldi, að „réttvísi“ ykkar er ofaukið í þetta sinn. Og þakkið guði ykkar að þið hafið ekki dauða drengs- ins okkar á samvizkunni líka. Það skorti víst ekki mikið á það.“ Lögreglumennirnir urðu forviða. Reidar skýrði þeim í fám orðum frá því, er gerzt hafði og bað þá að lokum skila til léns- mannsins að hann ætlaði að kæra yfir framkomu hans gegn Símoni. Jafnvel véiði- þjófar ættu kröfu á að yfirvöldin kæmu fram eins og mönnum sæmdi. Mennirnir fóru skömmustulegir á brott. Reidar hlustaði eftir fótataki þeirra í frosnum snjónum þangað til hvísl vindar- ins í .krónum trjánna yfirgnæfði það.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.