Vikan - 21.02.1946, Síða 5
VIKAN, nr. 8, 1946
5
Ættfaðirinn
F ramhaldssaga:
Eftir NAOMI JACOB.
á þær bletti — för eftir óhreina fingur og matar-
skellur, svo sem rjóma. Ég gat ekki þolað hann.“
Jean Hirsch kom. Hann var hár eftir aldri og
mjög auðnuleysislegur. Hár hans var svart og
hrokkið, hörundsliturinn dökkur og augnalokin
þung og þykk. Hann var linmæltur og klæddi
sig sem tvítugur maður.
Svo virtist sem Rachel þætti mjög vænt um
hann. Hún sagði, að hann minnti sig á bróður
sinn, Ishmael, og tók ekki eftir því, að munnur
Hermanns herptist saman við þessi ummæli
hennar. Hún horfði á föt hans, neri saman hönd-
unum og sagði með örvæntingu í röddinni, að það
væri hræðilegt að hann ætti aðeins þrenn nærföt,
og það bætt og slitin. Jean var nærgætinn við
hana, auðsýndi henni blíðuatlot, spurði hana oft,
hvort hann mætti ekki fara með henni í verzlanir
og halda á bögglunum fyrir hana. Fljótt komst
hann á lag með að fá það, sem hann girntist í
verzlunargluggunum, því að Rachel gat ekki
neitað honum um neitt.
Hann talaði frönsku og það gerði Emanuei
einnig. Hann talaði einnig pólsku og gat bablað
ensku. Emanuel skyldi ekki orð í báðum þeim
tungumálum, og það varð honum stöðugt reiði-
efni, að frændinn hélt áfram að ávarpa hann á
ensku, svo að hann gat engu svarað honum.
„Ow do you do, plez, goot nigth ?“ eða annað
líkt þessu, gat Jean tekið upp á að segja við
morgunverðarborðið, þegar Emanuel kom inn.
Hann kom aldrei eins snemma, því að það tók
hann langan tíma að fá hið skrautlega hálshnýti
til að sitja rétt.
„Þarna hefir þú yfirburði yfir mig,“ svaraði
Emanuel og leitaðist við að halda reiði sinni í
skefjum.
Jean hló, svo að skein í tennurnar, sem þegar
voru mjög illa farnar.
„Ég bauð aðeins góðan daginn og sagði að það
væri bezta veður.“
„Óneitanlega er það gott. Takk fyrir, mamma,
ég .vil heldur kaffi, ekki súkkulaði." Það var að
nokkru leyti Jean Hirsch að þakka, að Emanuel
lærði ensku. Hann hafði til að bera allt það stæri-
læti, sem hafði einkennt Fernando Meldola, dramb
ömmu sinnar og einnig hafði hann tekið að erfð-
um þá sannfæringu föður síns, að það að vera
Gyðingur, væri sannarlega til að miklast af; það
væri eitthvað svo fagurt, og sem maður ætti að
óska sjálfum sér til hamingju með. Það fór í
skapið á Emanuel að þessi fjórtán ára pottormur
skyldi taia mál — að vísu mjög illa —, sem
hann skildi ekki. Hann spurðist fyrir um það,
hvort það væri enginn, sem gæti kennt honum
það.
Nokkrum dögum síðar, kom hann inn á kaffi-
hús í Stock-in-Eisen. '
Hann sveiflaði gullreknum stafnum, um leið
og hann gekk inn í glæsilegan veitingasalinn og
ruddi sér braut að borðinu, þar sem Gustave sat.
Litla leikritaskáldið brosti og veifaði.
„Það var skemmtilegt að sjá yður. Ég var
farinn að halda að þér ætluðuð ekki að koma.
Ég var að verða þunglyndur; mér fannst, að allt
hefði verið of auðvelt fyrir mig, svo að Vín
myndi einn góðan veðurdag snúa við mér bakinu,
eins og hún hefir gert við svo marga afburða-
menn eins og mig.“
Emanuel horfði vingjarnlega á kringlótt, rautt
andlit hans. Honum var vel ljóst, að vinur hans
var enginn snillingur, og að Gústave vissi það
vel sjálfur. En það var skemmtileg uppgerð, sem
þeir höfðu báðir gaman af, að Gustave taldi
sjálfan sig vera mesta leikritaskáld heimsins.
„Ég hefi í hyggju að skrifa leikrit um Mozart,“
sagði Gustave, „ég ætla að hætta við gamanleik-
ina og snúa mér núna að sorgarleikjum.
„Emanuel hristi höfuðið: „Nei, Gustave, nei! Það
skaltu ekki gera ■— líf Mozarts með hljómlistar
afbökunum. Svo yrði Mozart að verða drepinn,
til að raunverulegur sorgarleikur gæti orðið úr
því. Nei, það er ekki hægt að taka Mozart til
þess.“
Ef til vill hafið þér rétt fyrir yður. Ég leitaði
aðeins að efni, sem væri list minni samanboðið.“
Hann þagnaði allt í einu og starði á mann og
konu, sem sátu nokkrum borðum frá þeim.
„Drottinn minn, þetta er þá Stanislaus Lukoes og
enska konan hans. Þá er hann kominn aftur.
Fyrirgefðu, Emanuel, ég verð að fara og tala
við þau.“
Emanuel kinkaði kolli og fylgdi vini sinum
með augunum, þegar hann gekk í gegnum
skrautlegan, ljósumprýddan salinn. Hann nam
staðar við borð, þar sem maður og kona sátu —■
maðurinn var tröll að vexti, með breiðar herðar
og úfið og mikið vanp;askegg.
Konan var klædd samkvæmt nýjustu tízku —
tízku sem hafði verið búin til fyrir frönsku keis-
arafrúna, og, sem allar konur höfðu nú tekið
upp.
Emanuel horfði á hana og fann til viðbjóðar.
En hvað þessi þröngu mitti á kjólunum og poka-
ermarnar voru andstyggileg, og þá ekki síður
fyrirferðarmikil, rykkt pilsin, sem voru útsaum-
uð og íburðarmikil. Þessi leiðinlega tizka huldi
hina sönnu fegurð konunnar, jafnvel fætur henn-
ar voru ósýnilegir. Hann hafði engan sérstakan
áhuga á kjóleigandanum. Konan var ekki lengur
ung; andlit hennar langt og mjótt, nefið ekki
beint og brúnt hár hennar, sem að vísu var vand-
lega sett upp, var ekkert fallegt. Hann svipaðist
um í kringum sig, eftir kunningjum við næstu
borð. Þetta var langur tími, sem Gustave eyddi
í að tala við þerinan, óskemmtilega kvenmann.
Gramur í skapi varð honum samt aftur litið í
áttina til þeirra, og það var greinilegt, að Gust-
ave hafði verið að tala um hann, þvi að augu
konunnar beindust að honum.
„Undarleg augu,“ hugsaði Emanuel. „Þau eru
— já, hvernig voru þau á litin? Ekki brún en
gyllt. óneitanlega voru þetta fögur augu!“
Gustave veifaði til hans, að hann skyldi koma.
Hann stóð upp og gekk að borðinu.
„Má ég kynna vin minn, Emanuel Gollantz,
Lukoes barónsfrú?"
Emanuel skellti hælunum saman, hneigði sig
djúpt, tók framrétta höndina og kyssti hana með
virðingu. En hvað hann hafði verið heimskur,
að honum skyldi hafa fundizt þessi kona hvers-
dagsleg! Hún var jafnvel óvenjulega aðlaðandi.
Hann heilsaði síðan Lukoes baróni. Gustave var
óðara kominn aftur í ákafar samræður við þenn-
an volduga Pólverja, en barónsfrúin sneri máli
sínu að Emanuel.
„Við komum beint frá París — við ferðuðumst
með keisarafrúnni."
„Nú, er keisarafrúin komin heim?“
Barónsfrúin kinkaði kolli: „Fegurri en nokk-
urn tíma fyrr! Auðvitað dáið þér hana, eins og
allir aðrir, herra Gollantz!"
Emanuel horfði inn í þessi undarlegu, gullnu
augu, og hann fann, að hann myndi aldrei
gleyma þeim. „Ég hefi alltaf dáðst að heimar
hátign — mér hefir ætið fundizt hún allra kvenna
fegurst. Þegar ég var lítill drengur, dreymdi mig
um hana.“
„Og núna, um hvern — hvað dreymir yður
núna?“
Hann andvarpaði. Hann gerði það nokkuð of
djúpt, en enginn tók því illa hjá ungum manni,
þótt hann væri dálítið uppgerðarlegur. „Núna —
þangað til i nótt — um starf mitt. I nótt... af-
sakið, þér eruð búnar með kaffið yðar, má ég
biðja um eitthvað fleira handa yður?"
„Hvað starfið þér, herra Gollantz?"
„Ég er listmunasali, vinn hjá föður mínum."
Baróninn leit upp frá samtali sínu við Gustave.
„Ha, er herra Gollantz Gyðingur. Ég hélt strax,
að þér væruð liðsforingi. Þér líkizt ekki Gyðingi."
„Eimitt, herra barón, ég er mjög einkennandi
Gyðingur.“
Maðurinn, sem var rauður í framan, reigði
höfuðið aftur og skellihló. „Ég held nú síður, með
þetta fallega, beina nef. Allir Gyðingar, sem ég
hefi þekkt, hafa verið með arnarnef — það er
nefið, sem gerir þá svo ógeðfelda."
Caroliné Lukoes sá, að fölt andlit Elmanuels
varð eldrautt og varir hans herptust saman. Svo
var það eins og hann rétti úr sér. Hún sá, að
bros hans gat verið eins hættulegt og það var
fallegt.
„En hvað þær eru undarlegar hugmyndir
manna um það, sem þeir þekkja ekki, svo sem
um kynþáttaeinkenni," sagði Emanuel. „Sú
manntegund, sem þér voruð að lýsa, er einmitt,
að mínu áliti, sá flokkur okkar Gyðinganna, sem
standa á lægstu menningarstigi — Getto" —
Gyðingarnir. Þeir eru vefnaðarvörukaupmenn i
skuggalegum hliðargötum, okurkarlar og stimda
aðra slíka viðbjóðslega atvinnu."
Rödd Pólverjans lækkaði og breyttist í nokkurs
konar rýt. „Viljið þér halda því fram, að það sé
þess háttar fólk, sem ég hefi þekkt?“
Svipur Emanuels gaf ekkert til kynna. Ég,
herra barón? Ég vil ekki fullyrða neitt í því
efni, ég er aðeins að segja yður staðreynd við-
víkjandi kynflokki mínum.“
Caroline horfði á blómlegt andlit eiginmanns
sins. Hún þekkti skapferli hans og vissi vel, að
góðlátlegt nöldur gat breyzt í ofsa reiði á einu
augnabliki.
„Ég er sannfærð um, að allir hafa vissar hug-
myndir um sérkenni annarra þjóða. Ég komst
að raun um það, að allar franskar konur héldu,
að kynsystur sínar í Englandi hefðu svo langa
fætur, að þeir myndu ná héðan að St. Stefáns-
kirkju og tennur eins og í hrossum." Hún talaði
mjög hratt.
Emanuel svaraði: „Frakkarnir eru svo fáfróð
þjóð."
„Hafið þér þekkt marga Englendinga, herra
Gollantz?"
„Engan, barónsfrú, fyrr en i dag, þá hlotnaðist
mér sá heiður." Hann sat og hlustaði á hana og
hugsaði með sjálfum sér, að aldrei hefði hann
séð konu með annarri eins sjálfstjórn, virðuleika
og töfrum.
Lukoes talaði mikið, en í eyrum Emánuels létu