Vikan


Vikan - 27.06.1946, Blaðsíða 4

Vikan - 27.06.1946, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 26, 1946 EKKI SEK! SMÁSAGA eftir J. Jefferson Farjeon. T^rú Browne sat og beið í dagstofu frú Smith. Hvað eftir annað horfði hún í áttina til dyranna og dökk augu hennar lýstu ákafa og óþolinmæði. En hún vildi ekki fara út að hurðinni og gægjast, því að það myndi þykja ókurteisi og við annað eins tækifæri og þetta varð hún að sýna lýtalausa framkomu. „Veslingurinn,“ muldraði hún, „hún mun vafalaust þarfnast huggunar.“ Hún stóð á fætur og gekk að ofninum, þar sem sauð á katlinum. Hún tók lokið af honum og leit niður í hann. „Ætli þetta sé nóg,“ sagði hún hugsandi. „Henni mun ekki veita af að fá sér sterk- an tesopa.“ Hún bætti við einni skeið af tei — þetta var ekki úr búrinu hennar, svo að það var óhætt að hafa það ríflegt. „Veslingurinn," tautaði hún aftur, en gleymdi í þetta skipti að setja á sig við- eigandi sorgarsvip. Það heyrðist fótatak við dyrnar. Hún varð að herða sig upþ til að þjóta ekki fram að dyrunum á móti þeim, sem var að koma. Fótatakið hætti, en byrjaði aftur eftir andartak. Hún fékk hjartslátt af von- brigðum. „Þetta er auðvitað einhver fréttasnápur- inn eða snuðrarinn,“ hugsaði hún. „Ég myndi ekki furða mig hið minnsta á því, þótt þeir færu að taka mynd af útidyra- hurðinni einni. Hvers vegna fær fólk ekki að vera í friði!“ Fótatakið fór ekki fram hjá, og skömmu síðar kom frú Smith inn í stofuna. Frú Browne var mjög föl, en þó var frú Smith ennþá fölari. Augu frú Smith lýstu engum ákafa, heldur voru þau sviplaus og dauf. Þegar hún sá frú Browne, stóð hún kyrr og starði eins og hún væri steinrunnin. Enginn gat ímyndað sér, hvílíkt taugaáfall hún fékk, þar sem hún stóð þarna og horfði á stofuna sína í fyrsta sinn eftir atburðinn. „Veslingurinn,“ sagði frú Browne, og í þetta skipti sagði hún það í alvöru. Hún gat ekki að því gert, þótt hún elskaði at- burði, sem komu öllu á tjá og tundur. Það var aðeins mannlegur veikleiki. En hún varð hrædd, þegar hún sá hugarburði sína verða að veruleika, og þetta var allt svo undarlega blandið sorg og meðaumkun. Hún var fegin, að hún skyldi hafa sett meira te á könnuna. „Fáðu þér nú sæti, María,“ sagði hún og gekk að ofninum. „Það er allt tilbúið, svo að þú getur setið róleg. Ég sagði áðan við sjálfa mig, að þú myndir hafa gott af að fá þér tebolla til að hressa þig á. Ef þú vissir, hvað mörgu fólki ég er búin að vísa á dyr. Ég ætlaði aldrei að geta losnað við einn ungan mann, sem var með myndavél.“ Frú Smith settist niður. Þessa daga hafði hún vanizt því að hlýða öllu mögl- unarlaust, sem henni var sagt að gera. „Þakka þér fyrir, Jane,“ svaraði hún. Skömmu síðar hóf hún feimnislega ræðu þá, sem hún hafði verið búin að taka sar an í huganum. „Ég vona að þér hafi ekki þótt ég koma illa fram við þig í þessu máli, María?“ sagði hún. „Þessir dómarar ætla mann lif- andi að drepa. Þegar þeir þar að auki heimta að svarið sé við biblíuna, þá er úr vöndu að ráða. Ég varð að segja þeim, aó þú hefðir elt hann og stelpugáluna og að ég hefði komið að þremur úti á klettunum og þið tvö orðið eftir þar. Ef vitnið segir ekki strax allt af fúsum vilja, þá spyrja þeir í þaula, þar til maður talar af sér. Hvernig fór fyrir Effie? Fyrst sagði hún, að hún hefði aldrei heyrt ykkur rífast, én síðan glopraði hún út úr sér, hvernig hann grýtti skaftpottinum í höfuðið á þér.“ „Æ, vertu ekki að tala um þetta, Jane,“ sagði frú Smith. „Effie og þú hafið báðar hagað ykkur á réttan hátt.“ Frú Browne dró andann léttar. Hún vissi 4lMIIMMIMMMIHIHHMMMIIIMHHIMMHHMMIMMMMMMMHMMIMIMMH«MM>>>MH|«|r/^ I VEIZTU — ? z . t l 1. oiía og vatn geta samlagazt. Hvernig . | I 2. Hver stofnaði franska lista- og vís- 5 indafélagið ? I 3. Hvað margar heilasellur hefir manns- = i heilinn ? S = : 4. Hvað eru mörg egg í þorskinum? : : I 5. Hver er aðalatvinnuvegur Kínverja? : I | 6. Hvað heitir austasti oddi Islands? : | 7. Hvað heitir stærsta eyjan i Færeyjum, e þar sem höfuðstaðurinn, Þórshöfn, ; stendur? i | 8. Til hvers er króm notað og hvar er það | unnið ? i | 9. Hvenær var stofnaður Sjómannaskóli : í Reykjavík? | 10. Hver samdi Tyrkjaránssögu ? Sjá svör á bls. 14. að hún hafði breytt rétt. 1 raun og veru hafði hún trúað Effie —. og ýmsum öðrum fyrir því, að hún væri viss um að frú Smith hefði hrint manni sínum fram af klettin- um. En hver hefði ekki gert það í hennar sporum, þar sem maðurinn var svona óþol- andi! En þegar litli drengurinn gat sannað sakleysi frú Smith, þá skipti frú Browne um skoðun. Stelpugálan var þegar látin laus, því að klukkan þrjú, þegar Smith hrapaði, hafði frú Browne verið að hella úr skálum reiði sinnar yfir hana heima í stofu sinni. En það var óþægilegt að þurfa að vitna gegn nágrannakonu sinni. Og þó manni dytti eitt eða annað í hug um atburðinn og segði álit sitt, var ekki að vita hvernig dómararnir skildu það. En nú þurfti ekki framar að hugsa um þetta vandamál. „Ég hefi alltaf sagt að það væri ekki hægt að sanna neitt á þig,“ sagði hún um leið og hún helti aftur í bolla frú Smith.“ Enginn sá þig hrinda honum fram af. Mað- urinn á ströndinni sá hann aðeins hrapa niður og var það heppilegt, því að þannig var hægt að vita hvað klukkan var þegar atburðurinn gerðist. Hún hafði verið þrjú, eða er það ekki rétt munað hjá mér? Á sama tíma spurði litli drengurinn þig, hvað klukkari væri og þá varstu komin lángt frá slysstaðnum. Hann fékk misl- inga rétt á eftir og þess vegna hafði lög- reglan ekki fyrr upp á honum, svo að hann gæti sannað sakleysi þitt.“ Frú Smith drakk annan tebolla sinn. „Hugsaðu þér, að hann skuli hafa staðið svona framarlega á brúninni, þegar hann vissi að hann hafði drukkið svona mikið,“ sagði frú Browne. „Ég vil helzt ekki tala um þetta,“ svar- aði frú Smith. „Ég skil það vel,“ viðurkenndi frú Browne. „Lofaðu mér að gefa þér einn te- bolla í viðbót, og svo skulum við gleyma þessu.“ En um hvað áttu þær að tala? Þögnin var að verða vandræðaleg. „Effie hefir keypt sér nýjan hatt,“ sagði frú Browne. „Jæja,“ svaraði frú Smith. Aftur þögn. „Það var heppilegt að litli drengurinn skyldi heyra klukkuna slá, annars hefði einhver illgjarn náungi sagt að þú hefðir sett úrið þitt skakt.“ Frú Smith sat og starði fram fyrir sig. Allt í einu herti frú Browne upp hugann og hvíslaði. „Maria, hvað sögðu þau. Ég á við, hvað gerðu þau ... ?“ Að tíu mínútum liðnum gafst frú Browne upp og kvaddi. Þegar hún var nýhorfin út úr dyrunum, ýtti frú Smith gólfábreiðunni til hliðar og lyfti lausri gólffjöl. Undan henni tók hún flösku með þremur krossum á og hellti innihaldi hennar í þvottaskálina, því að nú voru ekki lengur not fyrir það.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.