Vikan


Vikan - 27.06.1946, Blaðsíða 14

Vikan - 27.06.1946, Blaðsíða 14
( 14 VIKAN, nr. 26, 1946 GRIMA 21. hefti Grímu er komið út, en eins og flest- um mun kunnugt er hún timarit fyrir íslenzk þjóðleg1 fræði, ritstjórar Jónas Rafnar og Þor- steinn M. Jónsson og er hinn síðamefndi útgef- andi. Gríma er orðin stórt og merkilegt safn þjóðlegra fræða, alltaf gaman að lesa það, enda vandvirknislega frá því gengið. Efni hennar að þessu sinni er: 1. Silfursalinn og urðarbúinn, 2. Á Fjarðarheiði, 3. Sagnir um Halldór Árna- son, 4. Þáttur af Þorgeiri Stefánssyni, 5. Fúsi einnig, 6. Frá Hallgrími Þórðarsyni, 7. Sögur Jóns Sigfússonar, 8. Frá Flóvent sterka, 9. Sagnir úr Þingeyjarsýslu, 10. Ömefnasögur. Hér fer á eftir upphaf af einum sagnakaflanum: Sögur Jóns Sigfússonar. (Ritaðar eftir frásögn Andrésar Þorsteinssonar o. fl. af Jóni Jóhannes- syni). Jónar tveir, annar Sigfússon, en hinn Tómasson, ólust upp í Svarfaðardal á síðara hluta 19. aldar og fluttust báðir síðar til Skagaf jarðar, og munu þeir báðir hafa látizt þar gamlir menn eftir alda- mótin síðustu, og Jón Sigfússon ekki fyrr en eftir 1920. — Jón Sigfússon var uppalinn í Skriðukoti. Hann var manna hæstur og af ýmsum auknefnd- ur Skriðukotslangur, en Jón Tómasson var sí- skrifandi og af ýmsum nefndur Jón dagbók, því að hann hélt dagbók og skrifaði auk þess upp mikið af sögum og kvæðum. Báðir vom þeir nafnar allvel greindir, en báðir sérlegir nokkuð. Þeir dvöldust á ýmsum stöðum í Austur-Skaga- firðinum, ferðuðust talsvert þar um, og var ekki trútt um, að nokkurs rígs gætti með þeim. Jón Tómasson hafði alizt upp á bæ þeim, er Tómas- argerði hét. Sá bær er nú kominn í eyði, og sama er um Skriðukot. Tómasargerði var oft nefnt Tumsa. Nefndi Jón Sigfússon nafna sinn ávallt Tumsu-Jón í óvirðingar skyni. Fóru þeir nafnar oftast á hverjum vetri kynnisför í Svarf- aðardal til að hitta frændur og vini og dvöldust þar um tíma, en frekar var Jóni frá Skriðukoti illa við, að Jón frá Tómasargerði væri þar sam- tímis sér, og báðum mun þeim hafa legið kalt orð hvorum til annars i umtali við fólk. Jón Tómasson var skarthneigður. Notaði hann ávallt á vetrum langan staf, og var fest á hann alls konar skraut, svo sem látúnsmillur og annað, sem hringlaði í. — Jóni Sigfússyni var það til lista lagt, að hann sagði vel frá, og stundum hin- ar ótrúlegustu sögur af ýmsum ævintýrum, sem fyrir hann sjálfan höfðu komið. Fara nú hér á eftir nokkrar af sögum Jóns, en miklu fleiri eru þó glataðar. Er hér leitazt við að halda orða- lagi Jóns á sögunum. a. Útfararsaga Jóná frá Tumsu. Jón frá Tumsu fór á efri árum sínum í ferða- lag í Svarfaðardalinn, því að hann langaði til að skoða æskustöðvamar áður en hann dæi. Það segir ekki af ferðum hans þar annað en það, að hann lagðist þar einhvers staðar, og áður en að nokkum varði, hafði fjandinn sótt hann, en skrokkinn skildi hann þó eftir. — Það kom nú til kasta hreppsnefndarinnar að sjá um að hola honum í jörðina, og fór Ámi oddviti (Ámi Jóns- son oddviti á Þverá) i þeim vændum heim að XJrðum, að sér yrði vísað á legstað þar í kirkju- garðinum. Hann hitti húsfreyjuna, þvi að bónd- inn var ekki heima, og sagði henni erindið. — „Já, þlð erað með hann Jón frá Tumsu,“ sagði húsfreyja. „Einhvers staðar verður að hola karl- rolunni niður, en það verður að láta hann, þar sem hann verður ekki fyrir." — Svo fór hús- freyja með oddvitann út í kirkjugarð og vísaði honum til að taka gröfina að Jóni í langgrýttasta hominu þar í garðinum, sem alltaf hafði verið sneitt hjá, og er þó Urðargarður allur grýttur, eins og nafnið bendir til og vottar. Grafarmennimir fóm svo að taka gröfina. Þetta var um hávetur, og þeim gekk það fjandalega. Mikill var klakinn, en meira var þó grjótið. Loksins komust þeir Samt niður úr klakanum, en þá varð fyrir þeim slikt heljarbjarg, að það 331. krossgáta Vikunnar. — 9. fara. — 10. fjölda. heiti. e.f. — 11. dúkur. — 13. skarð. — 14. krók. — 17. stefna. — 19. fljótið. — 22. þula. — 23. birta. — 24. ljótur útlits. — 27. rór. — 29. angan. — 30. rófa. — 32. verk — 33. heitir. — 35. nabbi. — 37. vætu. — 38.. skap. —43. moldarbúa. — 45. vopn.— 47. atviksorð. — 49. ró. — 51. minnist ekki. — 52. fuglinn. — 53. vel að manni. — 54. stanzaði. — 55. ójafna. — 56. rétta upp hendur. — 58, þróttur. — 59. niður. — 61. una. — 63. vitskerta. — 66. sjó. — 68. tenging. — 70. sinn af hvorum. Lárétt skýriny 1. þolgóð. — 5. hóll. — 8. mett. —• 12. kvistgróð- urs. — 14. org. — 15. kom. — 16. glöð. — 18. sjór. -— 20. siða. — 21. sk. st. •— 22. líffæri. —• 25. forsetning. — 26. ó- viljandi. — 28. einskis vant. —- 31. sómi. — 32. hnöttur. — 34. slæm. — 36. rúgur. — 37. frá- dráttur. — 39. telpu nafn. — 40. bera. — 41. hæð. — 42. matarílát. — 44. rifist. — 46. stakt. — 48. þræðandi. — 50. gengur. — 51. hræðsluefni. — 52. girði. — 54. hitina. — 56. einnig. — 57. kvenheiti. — 60. einkennisbókstafir. — 62. mein- dýr. — 64. fiskhengsli. — 65. málmur. — 66. brjálsemi. — 67. fellt saman. — 69. kvistir. — 71. álpast. — 72. gaddur. — 73. einsamla. Lóðrétt skýriny: 1. lin. — 2. sólarheiti. — 3. atviksorð. — 4. ljóð- skáld d. 1919. — 6. lögur. — 7. nema. — 8. sk. st. Lausn á 330. krossgátu Vikunnar. Lárétt: - 1. gerð. — 4. stubb. — 8. hrak. — 12. ævi. — 13. her. — 14. ræð. — 15. efa. — 16. fast. — 18. fanar. — 20. bils. — 21. tær. — 23. föt. — 24. fót. — 26. páfastóll. — 30. ósk. — 32. nál. — 33. iða. — 34. hús. — 36. skrifta. — 38. raknaði. — 40. óðu. — 41. kál. — 42. glingra. — 46. sjald- an. — 49. tún. — 50. lán. — 51. tón. — 52. agi. — 53. landsendi. — 57. hár. — 58. vaf. — 59. ilm. — 62. Eden. — 64. vatna. — 66. lafa. — 68. fúl. — 69. þor. — 70. ull. — 71. rök. — 72. anga. — 73. sigra. — 74.okra. Lóðrétt: — 1. gæfa. —- 2. Eva. — 3. rist. — 4. sef. — 5. trafala. — 6. brattir. — 7. bær. — 9. reit. — 10. afl. — 11. kast. — 17. tæp. — 19. nös. — 20. ból. — 22. ránfuglar.' — 24. flakkandi. — 25. ask. — 27. fát. — 28. óða. — 29. búðV — 30. ósagt. — 31. króin. — 34. halda. — 35. sinni. —- 37. iðn. — 39. nál. — 43. lús. — 44. rán. — 45. andvari. — 46. stefnur. — 4^ Jón. — 48. agn. — 53. lán. — 54. sat. — 55. ill. — 56. sefa. — 57. helg. — 60. mark. — 61. baka. — 63. dún. — 64. vos. — 65. ala. — 67. för. George Raft í kvikmyndinni „Á vegum úti", sem sýnd var í Tjam- arbíó. tók út í barma grafarinnar á alla kanta. Sumir grafarmannanna vildu hætta og taka gröfina ann- ars staðar, en öðmm þótti viðurhlutamikið að hafa lagt allt þetta erfiði í að höggva sig niður úr klakanum og að byrja svo klakahögg á ný. Varð það loksins úr, að þeir fengu sér reipi og stórtré, og tókst loksins eftir mikið erfiði að hefja bjargið upp á grafarbakkann og ljúka við gröfina. Það var nú sent eftir prestinum, en þegar hann kom og vissi, hvem hann átti að jarða, gaf Svör við Veiztu —? á bls. 4: 1. Með því að setja örlítið af sápu saman við. 2. Richelieu kardínáli. 3. Um 10 biljónir. 4. 3—10 miljónir. 5. Ákuryrkja. 6. Gerpir. 7. Straumey. 8. Það er notað til stálherzlu og til að verja járn ryði. Það er unjiið í Afriku og Vestur- Indlandi. 9. 1901. 10. Björn Jónsson á Skarðsá. hann fjandanum, að hann vildi nokkuð skipta sér af að jarða Tumsu-Jón. Þeir þjörkuðu nú lengi um þetta, oddvitinn og prestur, og sat prestur við sinn keip. Var þá komið myrkur. Kvaðst þá odd- viti mundu sjálfur kasta rekunum á Jón og bjó sig til þess. En áður en það kæmist á, missté hann sig á grafarbarminum og kom við bjargið svo hastarlega, að það datt ofan í gröfina, sem kista Jóns var komin niður í, mölbraut hana og gerði Jón alveg að klessu. Þá reif oddvitinn rek- una, tók að hamast við að moka ofan í gröfina og kallaði til grafarmannanna: „Blessaðir mokið þið, piltar, áður en karlinn kemur upp úr aftur." — Var svo Jón jarðaður án yfirsöngs og allrar við- hafnar og án þess að prestur moldaði hann, og liggur hann þar síðan. Þess er skylt að geta, að Jón Tómasson lifði mörg ár eftir þetta.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.