Vikan


Vikan - 27.06.1946, Blaðsíða 6

Vikan - 27.06.1946, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 26, 1946 kraftur í henni sjálfri hefði lagt henni þau á varir. A næsta augnabliki greip hún til gamla ráðsins, sem henni var svo tamt og hún sagði með sínum venjulega málrómi, er ekki var laus við hæðni: „Guð hjálpi mér, hvað ég verð hátíðleg!" „Það var þá ekki satt, sem þér sögðuð?" Hann lét hest sinn verða samhliða hennar og hún fann brennandi augnaráð hans. „Jú, það er satt!“ mælti hún og beit á jaxlinn. Hann lagði hönd sina yfir hönd hennar og það var eins og einhver styrkleikur streymdi frá hon- um, sem gerði hana máttlausa. „Ef það er satt, þá er stundin komin,“ mælti hann. „Beatrice, þá hefi ég leyfi til að segja það, sem þér áreiðanlega hafið vitað síðan fyrsta dag- inn, sem ég sá yður — ég elska yður. Þér eruð í mínum augum hin fyrsta og eina kona í veröld- inni.“ Hún kippti hendinni að sér. „Þetta megið þér ekki segja," mælti hún í ör- væntingu — „ekki við mig!“ „Hvers vegna ekki? Ég elska yður!“ „Þér hafði ekki leyfi til þess. Ég er — trú- lofuð Stafford kaptein!" „Beatrice!“ Hann hrópaði þetta og röddin var svo þrungin af sársauka og undrun, að hún missti alla stjóm á sjálfri sér. „Þetta er satt! Viljið þér að ég sverji það?“ Hann svaraði ekki, spurði einskis. Hann reið við hlið hennar eins og hann væri orðinn að stein- gerving, beinn sat hann í söðlinum og hönd hans hékk máttlaus niður. Engin hreyfing var sjáan- leg í andlitinu. Hún fann að hún hafði hitt hann í hjartastað — að hún hafði tekið lífið frá hon- um. Og þó var það ekki iðrun, sem þrýsti tárum upp í augu hennar, svo að allt rann saman í eitt fyrir henni — það var kvöl, angist í hennar eigin hjarta, sem ekkert átti skylt við annað eða aðra en hana sjálfa. Hvorugt mælti orð. Þögnin varð óþolandi. Loks byrjaði hún í örvæntingu sinni að skýra málið fyrir honum, eins og hún áður hafði hugsað sér að gera það — einkenni- lega sundurlaust og út í loftið. „Ég hefi sært yður,“ stamaði hún. „Fyrirgefið mér, — það var ekki ætlun mín. Allt hefir verið hræðilegur misskilningur. Ég skoðaði yður sem vin minn. Hvernig átti ég að vita, að þér skoðuð- uð það meira en vináttu? Hafi ég leitt yður á villigötur og valdið yður vonbrigðum, get ég að- eins af öllu hjarta biðið yður fyrirgefningar." Hann sneri ofurlítið höfðinu og horfði á hana, augu hans voru glanslaus og sljó, eins og slæða væri yfir þeim. „Nei, þér hafið ekki valdið mér vonbrigðum," svaraði hann rólega. „Þetta eru mín eigin mis- tök. Ég hélt að það væri ljós frá yður. En svo var þetta aðeins mýraljós, hrævareldur í myrkri sálar minnar. En þér hafði ekkert að ásaka yður fyrir.“ „Fyrirlítið ekki vináttu okkar!“ bað hún. „Það, sem ég hefi gefið yður, var hið bezta i mér. Ég hjálpaði yður með vináttu minni áleiðist til hárr- ar hugsjónar. Er það svo lítilfjörlegt vegna þess, að það var aðeins vinátta — og gat ekki orðið meira? Þér vitið ekki,“ hélt hún áfram og gerði tilraun til að vera kát og eðlileg, „þér vitið ekki, hve mikla þýðingu traust yðar og tiltrú hefir haft fyrir mig. Ég hefi verið svo hreykin af að geta hjálpað yður. Hefði mig grunað að þetta myndi enda svona, hefði ég dregið mig í hlé fyrir löngu.“ Þannig hélt hún áfram að ljúga til að reyna að halda virðingu hans, eins og hún væri hin eina björgun hennar. Og hann trúði henni. Það færðist aftur líf í andlit hans og nú sá hún fyrst greini- lega, hvað hann tók út. „Ég fyrirlít ekki vináttu okkar,“ mælti hann, „jafnvel þótt hún verði nú að taka enda. Það sem þér hafið gefið mér, mun ég geyma •—alltaf. Og ég skal ekki snúa aftur, jafnvel þótt ég sé aleinn. Mynd yðar skal ávallt vera leiðarstjarna mín. Og ekki verður hún siður fögur og ljómandi, þó að ég geti ekki kallað hana mína; guð gefi að þér megið verða hamingjusöm með manni þeim, sem þér elskið." Hún hafði sigrað. Hún hafði haldið stöðu sinni í lífi hans um leið og hún hafði útilokað hann úr sínu. Hann myndi halda áfram þann veg, sem hún hafði ginnt hann inn á — ef til vill til eyði- leggingar hans — og hann myndi ávallt trúa henni og reiða sig á hana, frekar en nokkur ann- ar lifandi maður nokkru sinni hafði gert. Svo miklu hafði hún þó bjargað af skipbrotinu. Þau riðu þegjandi þar til þau komu til heim- ilis hennar. Þar steig hann af baki og hjálpaði henni einnig af baki. „í síðasta sinn!“ mælti harm. „Verið þér sæl- ar, Laksmi!" Hún gat ekki séð í augu honum, en í efstu tröppunni leit hún til baka. Hann stóð þar sem hún hafði skilið við hann, með höndina á söðli hennar og draup höfði. En það var eitthvað í stellingu hans, sem hitti hana eins og svipuhögg og rak hana inn í húsið án þess að líta aftur við. Hún flúði inn í herbergi sitt, til þess í einrúmi að heyja baráttu þá, sem hún átti í við hjarta sitt. En Mrs. Cary sat þá þar inn og tók á móti dóttur sinni óvenjulega hjartanlega. „Elsku barn, það var yndislegt að þú komst svona fljótt- aftur. Stafford kapteinn er hérna og er með eitthvað handa þér — mig skyldi ekki undra þó að það væri hringur, hamingjusama barn. Sagði ég þetta ekki alltaf að hann væri einmitt maður handa þér! Hann hefir sagt mér allt um Lois og Travers. Allir eru yfirleitt mjög ánægðir. Flýttu þér nú og lagaðu þig dálítið til. En — hvað er að? Þú lítur svo einkennilega út!“ Beatrice ýtti móður sinni til hliðar og hné lé- magna niður við borðið. „Það er ekkert að,“ mælti hún dapurlega. „Segðu —- Johan að ég geti ekki tekið á móti honum. Ég er þreytt — veik — þú getur sagt það sem þér sýnist." „Nei, það gæti mér aldrei komið til hugar. Hvað hefir komið fyrir? Er það þessi hræðilegi fursti? Sagðir þú honum það?“ „Já.“ „Veslings litla Beatry! Gerði hann nokkurn gauragang?" „Nei.“ „Geturðu ekki svarað almennilega? Segðu mér hvað skeði." „Hann bað mín.“ Mrs. Carry gapti af undrun — svo skellihló hún. „Bað hann þin? — Hann! Þú hefir hlegið upp í opið geðið á honum.“ Blessað bamið! Teikning eftir Georga McManus. Mamman: Ertu nú viss um, að þú getir gætt Lilla meðan ég er úti? Lilli: Va—a—a! Pabbinn: Við erum svo góðir vinir, að það verður enginn vandi — erum Pabbinn: Hvað er nú að? við það ekki, elsku vinurinn? Pabbinn: Líkar þér ekki leikföngin? Pabbinn: Ég ætla að heimsækja nýja nábúann minn — hann er bama- sálarfræðingur — hann ætti að geta sagt mér, hvemig ég á að fara að því að láta Lilla hætta að gráta. Barnasálarfræðingurinn: Viljið þér gera svo vel að fara — ég hefi nóg á minni könnu, þó ég fái ekki einn hrínandi krakka í viðbót!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.