Vikan


Vikan - 27.06.1946, Blaðsíða 10

Vikan - 27.06.1946, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 26, 1946 HEIMILIÐ \ , Matseðillinn. Dagmar-súpa. 2 1. kjötsoð. 60 gr, svínakjöt. 1 lítill laukur. 1 sneið seljurót. 80 gr. smjör. 50 gr. hveiti. 1 kg. tómatar. Salt. Pipar. 1 matskeið brytjuð péturselja. Svínakjötið er skorið niður og soðið með lauknum, seljurótinni og 40 gr. af smjöri í 10 minútur. Tómatarnir eru skornir sundur, látnir út í og soðið í 20 ímnútur. Þá er það síað. Það, sem eftir er af smjörinu, er brætt, hveitinu hrært út í og þynnt með kjötsoðinu og tómatsósunni og látið sjóða í 5 mínútur. Péturseljunni er bætt út i og salti og pipar eftir smekk. Litlar eggjabollur eru bornar fram í súpunni. Saltfiskréttur með tómötum. 1 kg. saltfiskur. 150 gr. smjör. 1 matskeið niðurskorin péturselja. 1 laukur. % 1. tómatsósa. % 1. vatn. % 1. fisksoð. Pipar. Saltfiskurinn er afvatnaður og roð- ið og beinin tekin úr honum. Þá er hann skorinn niður í lítil stykki (um það bli 5 cm. á hvern veg). Smjör- inu, niðurskornum lauknum, tómat- sósunni, soðinu og vatninu er hrært saman og suðan látin koma upp á því. Saltfiskstykkjunum er bætt út í og allt soðið í lokuðum potti við hægan hita i 20 mínútur. H ú s r á ð Ef þér yrðuð fyrir því óláni að vakna að nóttu til við það að kvikn- að væri í íbúð yðar, þá skuluð þér var- ast að taka í hurðarhúninn, því að hann kynni að vera heitur. Einnig skuluð þér forðast að opna hurðina, ef eldurinn er orðinn magnaður, held- ur setja húsgögnin fyrir hana, og reyna ef mögulegt er að komast út um gluggann! Húsgögnin verða til að tefja fyrir því, að eldurinn brjót- ist út um herbergið. HtSMÆÐUE! MUNIÐ: 7% mW REYKJAVIKUR | s Þegar þú hellir borðsalti í mjóa bauka, getur verið gott að nota hom af umslagi sem nokkurs konar trekt. Tízkumynd Þetta er hentugur og þægilegur jakki úr röndóttu ullarefni. Rendum- ar eru látnar liggja á mismunandi hátt, eins og sjá má á myndinni, og setur það skemmtilegan svip á jakk- ann. ©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©» | Rafmagnsverkstöðin ! 1 Barónsstíg 13. Sími 1254. 1 | FRAMKVÆMIR: \ | Allskonar rafvirkjun við vélar | | og nýbyggingar, einnig viðgerðir | I á hverskonar rafmagnsvélum og f | tækjum. | f©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©«©©©©©©©©©©©©©©©©« Síðasta kvöldnámskeiðið í'Húsmæðraskóla Rvíkur. Aftari röð, talið frá vinstri: Gyða Öskarsdóttir, Gunnfriður Ólafsdóttir, Sigriður Bogadóttir, Val- gerður Stefánsdóttir, Guðný Frímannsdóttir, kennari, Magnea Magnúsdóttir, Guðný Gestsdóttir, Sigríður Davíðsdóttir, Bíbí Gísladóttir, Sesselja Egg- ertsdóttir. — Sitjandi við borðið: Ása Frímannsdóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir, Stefanía Júniusdóttir, Birna Sveinsdóttir, Helga Ingvarsdóttir, Katrín Bjamadóttir, Jónína Jónasdóttir. Fimm kvöldnámskeið vom í Húsmæðraskóla Rvíkur í vetur, 16 námsmeyjar á hverju, hvert þeirra stóð yfir í 5 vikur, 4 kvöld í viku, frá kl. 6 %—10’4. Kennari var Guðný Frímannsdóttir. Á kvöldnámskeiðunum er kennd algeng matreiðsia. Á borðinu em mestmegnis íslenzkir réttir, eins og t. d. hangi- kjöt, laufabrauð, síldarsalat, síld í ediki, síldaraugu, buff og spæld egg, hryggjasteik, fyllt hæna með ávöxtum, kótelettur með köldu kartöflusalati, svinsbógur, fiskur í oliusósu, fiskur í hlaupi með ,,remolaði“-sósu, flatbrauð, heimatilbúið rúgbrauð, hveitikex, hafrakex, ostastengur, hveitibrauð o. fl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.