Vikan


Vikan - 15.08.1946, Blaðsíða 5

Vikan - 15.08.1946, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 33, 1946 5 Ný framhaldssaga: MIGNDN G. EBERHART: SEINNI KONA LÆKNISINS 5 '’/IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMI|ll|lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllt'’> Jill g-af Gross merki um að hann msetti fara. Síðan gekk hún hröðum skrefum á undan þeim Miller og Andy inn í setustofuna sína. Hér sat annar maður og beið. Nafn hans var Funk, að því er Miller sagði. Hún virti fyrir sér þennan lág- vaxna, granna mann. Hann var grár og gugginn, og henni fannst hann líkjast mest hræddum héra og bjóst við að hann mundi á næstu augnablikum skjótast inn undir gamla legubekkinn í horninu, eins og héri inn í holu. A sinn hátt var hann þó jafnhversdagslegur, vingjarnlegur og prúður og Miller. Hún settist og reyndi að láta líta út fyrir að hún væri róleg og kvíðalaus. Andy, sem enn var í frakkanum og með trefil um hálsinn, settist við hlið henni. „Viljið þér ekki fá yður sæti?“ spurði hún, og Miller settist í gamlan og hálfbilaðan, franskan bríkarstól, sem Jill óttaðist að mundi hrynja nið- ur á næsta augnabliki undan svo þungum manni. Þessi stofa hafði einnig tilheyrt Crystal. Hún hafði komið öllu þar fyrir eins og það var enn. Jill hafði aldrei kunnað við sig í þessari stofu og allra sízt nú. Það var svo mikið ósamræmi í vali húsgagnanna og fyrirkomulagi þeirra. Þetta var stofan hennar Crystal — hún hafði sjálf valið þessa hluti og komið þeim fyrir. Og nú voru þess- ir ókunnu menn komnir hingað í því skyni að leggja spurningar fyrir Jill út af grunsemdum um að Crystal hefði verið myrt. „Hvað var það, sem þið vilduð spyrja mig um?,“ sagði hún hægt. ,,Ég býst við, að dr. Crittenden hafi sagt yður, hvers vegna við erum komnir," sagði Miller, og Funk litli horfði á hana flóttalegum augum und- an loðnu, svörtu augabrúnunum, sem nú voru hnyklaðar vegna alvöru augnabliksins. Miller beið með óþreyju eftir svari Jills, en Andy varð á undan og sagði: „Já, það er rétt, að ég hef skýrt frú Hatterick frá nokkrum atvikum málsins. Þar á meðal hef ég sagt henni frá því, að þið hafið fengið mörg nafnlaus bréf og í þeim sé þvi haldið fram, að dapða fyrri konu dr. Hattericks hafi ekki borið að með eðlilegu móti.“ „Jæja, þá má ég kannske biðja frú Hatterick að svara nokkrum spurningum? Eruð þér ekki seinni kona dr. Hattericks?" „Jú.“ „Þið voruð gefin samanfyrir tveimmánuðum?“ „Já.“ „Og áður en þér giftust — voruð þér þá hjúkr- unarkona ?“ „Já,“ svaraði Jill og bætti því við, hvar hún hefði starfað. Hendur hennar skulfu og hún fór úr hönzkun- um til að reyna að láta fingurna hætta að titra. „Og voruð þér hjúkrunarkona fyrri konu dr. Hattericks í banalegu hennar ?“ „Já. Það er að segja, að ég hjúkraði henni á næturnar, en það var önnur hjúkrunarkona á daginn." „Já, ungfrú Juliet Garder. Við höfum þegar lagt nokkrar spurningar fyrir hana.“ Þeir voru þegar búnir að yfirheyra ungfrú Juliet Garder! Hvað skyldi hún hafa sagt, hvað skyldi hún hafa hugsað ?! „Hún segist hafa farið frá fyrri konu dr. Hattericks kl. 7 um kvöldið, sem hún dó. Hún hafði þá verið búin að ljúka öllu, sem henni bar og þér tókuð við af henni." „Það er alveg x-étt.“ „Hún segir einnig, að liðan frú Hattericks hafi þá verið með bezta móti. Batinn hafi byrjað nokkrum dögum áður og virtist nú ótvíræður." Þetta var engin spurning, heldur frásögn um staðreyndir, svo Jill sagði ekkert, en beið þess að Miller héldi áfram. „Klukkan um 11 um kvöldið dó frú Hatterick. Er þetta ekki rétt, frú?“ „Jú, það er rétt. Skömmu eftir að ég kom á vaktina féll hún í dá. Eg hélt, að um eðlilegan svefn væri að ræða, þar til ég um kl. 10 tók um slagæð hennar.“ „Hvers vegna gerðuð þér það?“ „Eigið þér við, hvers vegna ég tók um slagæð hennar? Ég var vön að gera það nokkrum sinn- um á hverri nóttu, telja slög æðarinnar á minútu og skrifa töluna iim í dagbókina. Hún vaknaði aldrei við, þótt ég gerði þetta." „Dagbókina, segið þér. Hafið þér þessa dagbók enn?“ Jill hugsaði sig um. „Nei, ég hef hana ekki. 1 sjúkrahúsinu eru útskrifaðar dagbækur geymdar í sérstöku her- bergi, en ég hef aldrei haldið til haga þeim dag- bókum, sem ég hef skrifað í einkastörfum. En hver veit, nema einhver aimar hafi fengið hana?“ „Annar? Eigið þér við þjónustufólkið ? Ein- hverja þernuna kannske ?" „Já, til dæmis. Eða — hver veit nema dr. Crittenden hafi bókina?" „Dr. Crittenden. Þér voruð læknir frú Hattericks. Það vill víst ekki svo heppilega til, að þér hafið þessa dagbók, læknir?“ „Nei, ég veit ekkert um hana núna, en ég kannast vel við hana. Ég leit að jafnaði í hana í hvert sinn og ég kom til sjúklingsins." „Nú, jæja,“ sagði Miller, „við getum talað nán- ar um þetta síðar. Ég bið yður, frú Hatterick, að misskilja mig ekki. Það er ekki ætlun mín að fara lengra út í þetta mál en nauðsynlegt er. Hinsvegar er það skylda okkar — bæði með til- liti til yðar og dr. Hattericks — að reyna að sanna, að enginn stafur sé réttur í þessum bréf- um, sem við höfum fengið. Það er skylda okk- ar að sanna að orðrómur, sem kominn er af stað, sé rangur og rógur illra manna. Megum við ekki vænta þess, að þér gerið allt, sem í yðar valdi stendur, til að hjálpa okkur í þessu?" Aðalpersónur: Dr. Bruce Hatterick, þekktur skurðlæknir í Chicago. Jill Hatterick, seinni kona Bruce, er var áður hjúkr- unarkona í sjúkradeild hans. Madge Hatterick, ung dóttir Bruce af fyrra hjónabandi. Dr. Andy Crittenden, skjólstæðingur Bruce og starfsbróðir. Steven Hendrie, ættingi Crystal Hatterick, fyrri konu Bruce Hatterick. Alicia Pelham, unnusta Stevens Hendrie og æskuvin- kona Crystal. Kendal, einkabifreiðastjóri dr. Hattericks. „jú, auðvitað." „Þér munið þá vonandi fyrirgefa mér, þótt spurningar mínar séu nokkuð persónulegar og nærgöngular ?“ „Hvað ætlið þér að spyrja mig um?“ „Ég bið yður að vera rólegar frú Hatterick. Eg bið yður aðeins að svara þeirri spurningu — hérna — hvort það kom yður á óvart að frú Hatteriek dó svona skyndilega?“ Nú er um að gera að láta ekki hugfallast, hugsaði Jill. Andy var þögull eins og steinn. „Ég get ekki sagt, að ég hefði búizt við því, en það kemur oft fyrir að margt fer öðruvísi en maður heldur. Þótt læknirinn og hjúkrunarkonan geri allt, sem í þeirra valdi stendur — ráða þau oft og einatt ekki við neitt.“ „Stundaði maðurinn yðar — ég á við dr. Hatterick — sjálfur konu sina í sjúkdómi henn- ar ?“ „Nei. Það er ekki venja að læknar stundi sjálfir nána ættingja sina eða tengdafólk." „En þeir hafa þó hlotið að bera ráð sin saman læknarnir, dr. Hatterick og dr. Crittenden. TJrðuð þér þess ekki varar ?“ „Þessari spurningu skal ég svara fyrir þig,“ svaraði Andy. „Að sjálfsögðu talaði ég jafnan við dr. Hatterick um ástand og sjúkdómsein- kenni konu hans, svo og um þau lyf og þá með- ferð, sem hafa skyldi á sjúklingnum, og hann var mér jafnan sammála um öll þessi atriði." „Aðstoðaði dr. Hatterick yður ekki við að finna sjúkdómseinkenni og ákveða sjúkdóminn ?“ Andy hikaði nokkur augnablik, en sagði síðan: # „Nei — það gerði hann ekki. Hún var sjúkling- ur minn.“ „Já, ég skil. — Frú Hatterick — var fyrri frú Hatterick hamingjusöm í hjónabandinu?" „Þessari spurningu er mér alls ómögulegt að svara," sagði Jill. „Ég var einungis hjúkrunar- konan hennar en ekki vinkona hennar eða trún- aðarmaður. En hvers vegna skyldi hún ekki hafa verið hamingjusöm ? Ég sé enga ástæðu til að halda að svo hafi ekki verið." „En þér giftust manni hennar aðeins 10 mán- uðum eftir lát fyrri konu hans. Ég bið yður að misskilja ekki orð mín, frú Hatterick. En þér hljótið að skilja, að manni finnst það alltaf ein- kennilegt, þegar menn gifta sig svona skömmum tima eftir lát fyrri kvenna sinna." „Það voru góðar og gildar ástæ«ur fyrir þvi. Maðurinn minn mun skýra þær ástæður nánar fyrir yður. Var það fleira, sem þér vilduð spyrja mig um?“ sagði Jill og það sauð niðri í henni reiðin, þótt hún væri að visu einnig hálfhrædd. Funk hafði fram að þessu ekki mælt orð af vörum. Hann var á þessu augnabliki að velta milli fingra sér litilli bronz-mynd, sem staðið hafði á borðinu, og sagði nú með hinni myrku, feimnu rödd sinni: „Heimilið--------dóttirin------.“ „Já, auðvitað,“ sagði Miller. „Það leiðir af sjálfu sér.“ „Og svo, hvað hafa þau lengi — —** sagði Funk að lokum, svo lágt að varla heyrðist og grúfði sig síðan niður og leit ekki á nokkurn mann. „Já, alveg rétt: Hvað hafið þér þekkt dr. Hatterick lengi?,“ spurði Miller. „Ég kom sem nemandi í sjúkrahúsið, sem dr. Hatterick vinnur við,“ sagði Jill. „Það eru nú liðin 8 ár síðan ég byrjaði þar. Ég var þá 18 ára

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.