Vikan


Vikan - 15.08.1946, Page 11

Vikan - 15.08.1946, Page 11
VIKAN, nr. 33, 1946 11 . Framhaldssaga: —™—~— — s ■ ■ m m m | ■ Ævintýri á Indlandi m * : ■ ...... '-------------—----——------ SEÁLDSAGA eftir J. A. R. Wylie. — T veitt okkur. Og nú er stundin komin. Við eigum að sjá sjálfa okkur eins og við erum og uppræta galla okkar. Og þá skulið þér og allur heimurinn sjá, að drengskapurinn lifir ennþá meðal okkar.“ Andlit Hindúans skipti sem snöggvast litum, en það varaði ekki nema augnablik. Það gat verið eins og vonarglampi, sem leið yfir andlit hans, en hæðnisbros lék um varimar. „Trú mín er dauð, Sahib." „Hún verður að vakna aftur til lífsins." „Guð gæfi að það verði hægt.“ Allt í einu laut hann áfram og mælti hratt og í hálfum hljóðum á ensku: „Nicholson kapteinn! Þér skuluð fá að vita, hvað þér eigið á hættu. Þetta er ekki eitt af þessum venjulegu uppþotum — það er strið. Og stríð krefst karlmanna. Sjáið um — að kven- fólki yðar verði komið á öruggan stað. Þér skuluð hafa frið til miðnættis." „Þær geta ekki farið einar!“ Nehel Singh hló háðslega. „Farið þá með þeim, yður skal ekkert mein verða gert. Það er ekki líf yðar og vina yðar, sem ég sérstaklega sækist eftir. En hugsið um að komast á burt, þvi ég sver, að eftir miðnætti fer ég með fólk mitt gegn óvinum þess, og vei þeim, sem fellur í henaur þess!“ „Ég sver einnig, Nehal Singh fursti! Ekki einn einasti okkar yfirgefur Merut. Karlmennirnir verða á sínum stað og kvenfólkið hjá þeim." „Þér steypið yður sjálfum í ógæfu.“ „Látum svo vera. Það sannar að minnsta kosti, að ég hefi ekki gortað." „Farið þá, Englendingur. Ef orð þín væru ekki eintómt grobb, myndum við hittast aftur." „Við hittumst aftur, herra fursti." Nicholson snerist á hæl. Mannfjöldinn vék úr vegi fyrir honum, og með hröðum skrefum og án þess að líta til hægri eða vinstri gekk hann út úr musterinu, út i hverfandi dagsljósið. XXVI. Augliti til auglitis. Með styrkri hendi skrúfaði Mrs. Carmichael upp lampann. Andlit hennar, sem annars var nokkuð skarpleitt, var rólegt og andlitsdrættir lýstu engri órósemi. „Nú, hvað er í fréttum, Nicholson kapteinn?" mælti hún. „Þér getið leyst frá skjóðunni. Ég er ekki hrædd." Nicholson gekk inn í birtuna frá lampanum. Mrs. Cary sat þráðbein á einum stólnum. Beatrice stóð við hlið hennar; það leit næstum því eins út og hún væri að vernda hana; hún var föl, en annars róleg, eins og allt þetta kæmi henni ekki við. Lois stóð við borðið og var að hagræða ein- hverju. Hún nálgaðist hann nú og horfði á hann dökkum og svo alvarlegum augum, að hann sá að ekki var til neins að reyna að leyna hana nokkru, enda þótt hann, ef til vill, hefði getað það vegna hinna. Mrs. Carmichael studdi höndum á mjaðmir sér. „Nú, látið það koma! Haldið þér raunverulega að við séum hræddar, javnfel þótt tvær eða þrjár okkar séu dálítið taugaslappar. Nei, þvert á móti. Og það er fastur ásetningur minn, að ef ég á að deyja, þá vil ég ekki deyja í félagsskap nokk- urra þessara svörtu svína." Hún dró út skúffuna og tók þar upp marghleypu. „Látið það svo koma, kapteinn." „Kæra frú, ég hefi aldrei efazt um hugrekki yðar," svaraði Nicholson, „og þau tíðindi, sem ég hefi að færa, gætu nú kannske verið verri. Ég hefi talað við Nehal Singh, en það bar engan ár- angur. En það virtist ekki vera ætlun hans að stofna til manndrápa. Hið eina takmark hans er, að reka okkur úr landi. Og til miðnættis er okk- ur opin leið að flýja — þeim, sem vilja flýja." „Heldur hann í raun og veru að hann losni svo auðveldlega við okkur!" hrópaði Mrs. Carmichall. „Halda þeir, að ég sé búin að gleyma þeim mán- uðum, sem Georg átti í bardögum við þá hérna í nágrenninu? Og svo ættum við að flýja með skottið milli fótanna! Ekki ég, ef ég má mín nokkurs." „Þér þurfið ekki að vera hrædd," mælti Nichol- son. „Enginn okkar yfirgefur Merut. En kven- fólkið —“ „Já, hvað inn okkur?" Rómurinn var harður. „Eins og ég sagði áðan — til miðnættis er leiðin opin.“ Mrs. Carmichall beit saman vörunum. „Það er ákaflega elskulega gert af hans há- tign, en ég verð kyrr með herfylkinu." Nicholson gat ekki látið vera að brosa að því, hversu gagnlík hún var manni sínum, en gleði og aðdáun lýsti úr augum hans. „Þökk, Mrs. Carmichall; ég vissi vel, hverju þér mynduð svara. En það er skylda mín að spyrja hitt kvenfólkið; það er sáralítil von fyrir þá, sem eftir verða." Hami leit til Lois. „Eg vil helzt vera kyrr ef ég verð ekki til traf- ala," mælti hún blátt áfram. „Hugrakkur félagi er ætíð velkominn," svar- aði hann. „Maður yðar“ — hann þagnaði, en hélt svo áfram í hálfuín hljóðum: „Maður yðar bauðst til að fylgjast með yður. Hann bíður fyrir utan með hestana." Hann leit undan augnaráði hennar, en hún gat ekki haft fullt vald yfir rödd sinni, er hún tók til máls: „Segið Archie, að þeirri fóm geti ég ekki veitt viðtöku. Eg veit, að hann vill helzt vera kyrr, og þá verð ég auðvitað kyrr líka. ÖH erum við Eng- lendingar og hver getur sagt, hve mikið af þessari ógæfu er okkur að kenna? Við verðum öll að standa saman sem einn maður." „Og. þér, Miss Cary. „Lois hefir þegar svarað fyrir mig,“ mælti hún. „Ef réttlæti væri til, þá væri það ég ein, sem ætti að bæta þetta böl; en ávalt skulu aðrir dragast inn í slíkt. Það minnsta, sem ég get gert, er að vera hjá ykkur til hins siðasta." Undir niðri var svo mikil örvænting og sjálfsásökun í rödd hennar, að það skar hann í hjartað, ósjálf- rátt rétti hann henni höndina. Hún brosti biturlega, en blóðið þaut fram í kinnar henni. „Þöklt. Þetta er hið eina, sem ég kæri mig um að heyra. Og til er það, sem verra er en dauð- inn.“ Hann leit dálítið hikandi á móður hennar, en Beatrice laut niður að henni og mælti hægt og greinilega, eins og hún væri að tala við bam: ,Mamma, hvað hefir þú hugsað þér að gera? Ennþá er hægt að komast burtu, og Nicholson kapteinn segir, að engin von sé fyrir þá, sem eftir verða. Þú skalt ekki hugsa um mig.“ Það leit út fyrir, að Mrs. Cary ætti erfitt með að ná samhengi í hugsunum sinum. Hún þreif- aði eftir hönd Beatrice og strauk hana eins og utan við sig. „Hvað ertu að segja, vina min? Hvers vegna horfir þú svona á mig? Er nokkuð að? Hefi ég sagt einhverja heimsku?" „Nei, nei. En Nicholson kapteinn vill helzt vita, hvort þú ætlar að verða hér eða ekki. Við getum fengið einhvern til að fylgja þér. Og þá getur þú komizt í óhultan stað." Mrs. Cary hristi höfuðið. „Hvað ætlar þú sjálf að gera?“ „Eg verð kyrr.“ „Þá verð ég það líka Beaty. Við höfum þó allt af verið saman, ekki satt? Og þú hefir ævinlega hjálpað mér svo vel." Hún hvUdi höfuð sitt á öxl Beatrice og féll aftur í sama mókið. Augna- blik var allt hljótt. Mrs. Carmichall leit á hana og augnatillitið var blandið áhyggju og meö- aumkun; svo sneri hún sér að Mrs. Berry, „Og hvað segið þér svo, Mrs. Berry? Ná erum við búnar að eyða nógu miklu af tíma Nicholsons. Reynið nú að átta yður — ef þér getið," bætti hún við í hálfum hljóðum. Tennurnar glömruðu í munni Mrs. Berry, en eins og oft vill verða hjá ístöðulausum sálum, þá sýndi hún á úrslitastimdinni einskonar þráa. „Ef aUir verða kyrrir, þá verður maðurlnn minn það víst Uka?“ spurði hún. „Já; í augnablikinu er hann að hjálpa ofurstan- um að víggirða húsið." Mrs. Berry rétti úr sér í sætinu og Nicholson bar næstum virðingu fyrir þessari konu, sem annars var svo hégómleg og lítilfjörleg, þegar hann horfði á hana lagfæra kjólinn sinn og strjuka hár sitt með mestu rósexni, enda þðtt dauðinn sæti um líf hennar. „Eg er líklega ekki lítilmótlegri en Mra. Cary," mælti hún með hinni biturlegu rödd sinni, sem enn skalf ofurlítið. „Eg verð kyrr — heilsið Bercy og segið þetta. Og segið honum, að ég vildi helzt sjá hann áður en allt er um garð gengið." Nicholson hneigði sig fyrir henni — og þaS var einlæg aðdáun í kveðju hans. „Eg er hreykinn af að eiga slikt kvenfólk fyrir samlanda," mælti hann, og þegar hann gekk fram hjá Lois, bætti hann við í hálfum hljóðum: „Dómkirkjan er næstum fullbyggð." Hún kinkaði kolli. „Og hún gæti efc» verið fallegri." Nicholson var nærri kominn fram að dyrunum, er Mrs. Carmichael stöðvaði hann. ,jSg fer með yður mælti hún rólega og eins og það væri sjálf- sagður hlutur. „Eg kann eins vel að fara með byssu og flestir ykkar og talsvert betur en Georg. Ef til viU get ég orðið til einhvers gagns.* „Þér getið alls staðar gert gagn," mælti hnrm hrærður, „en ég held, að hér gerið þér mest gagn. Þér gétið talað kjark í kvenfólkið hérna. Við híif- um fimmtíu af Gurkhunum minum til hjálpar og þeir munu gera allt, sem í þeirra valdi stendur. Eg skal láta yður vita, hvernig gengur. 1 angna- blikinu eru þér óhultust hér." Hún varp öndinni. Nú, jæja þá. Og sendfij iiinn særðu hingað. Eg hefi allt til reiðu, sem sára- umbúðir snertir." Nicholson fór og lokaði dyrunum á eftir sér. Djúp þögn hvíldi yfir herberginu. Mrs. Carmichall leit á Beatrice og það var ekki laust við að hún fengi ofurlítið samvizkubit. Það kvaldi iwm að hún hafði ef til vill gert henni órétt, hún, sem annars ætíð vildi gera rétt. Með snöggri hreyfingu lagði hún vinnu sína til hliðar og gekfc til Bea- trice, sem enn sat í sömu stellingum og hvUdi höfuð móðir hennar á öxl hennar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.