Vikan


Vikan - 19.09.1946, Qupperneq 5

Vikan - 19.09.1946, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 38, 1946 5 1 Ný framhaldssaga: iVííar-ier/ii ÁSTASAGA eftir „---------og mér finnst að þú verðir heldur að taka einhverja vinstúlku þína með þér hingað, ef þú færð þá einhverja til að fara svona langt. t>ú munt að vísu kynnast mörgu ungu fólki héma, en ég vil gjaman að þú hafir stúlku á sjálfu heimilinu, þér til skemmtunar. Ég er alltaf störf- um hlaðinn —- —.“ Wanda laa bréf föður síns til enda, stakk því síðan inn í umslagið, sem bar egypzkt frímerki. Sjálfri fannst henni hún ekki þurfa að hafa neinn félagsskap á heimilinu — hún myndi hafa svo mikið að gera við það að stjóma heimilinu og reyna að bæta föður sínum þann mlssi, sem hann hafði orðið fyrir, þegar móðir hennar dó. En auðvitað, ef pabba hennar fannst hún eiga að bjóða einhverri með sér, þá — —. Og það gat líka orðið skemmtilegt að hafa einhverja af stelpunum með sér — til dæmis Lucille eða Mary Travers. Þær áttu að ljúka skólavistinni um ieið og Wanda. Hún lagði bréfið frá sér — það var kominn tími til að hafa fataskipti. Skólastýran, ásamt öllum nemendunum, var boðin til haliar hertoga- frúarinnar af Quarles. Hertogafrúin hafði einu sinni verið nemandi hennar og verið í tvö ár í heimavistarskólanum og bar ávalt hlýjan hug til skólans og skólastýrunnar. Stundum tók hertoga- frúin tvær eða þrjár stúlkur úr skólanum og lét þær fara i verzlanir með sér eða borða með sér ís hjá Colombiu. Öðru hvoru bauð hún þeim á veðreiðar og í leikhús, og tvisvar á ári bauð hún öllum skaranum, 20 að tölu, heim til sin, og voru þá að jafnaði fleiri gestir viðstaddir. Wanda fór í rósóttan kjól úr „organdi" og lét á sig barðastóran hatt með löngum, flaksandi böndum. Allar stúlkurnar áttu að vera eins klæddar — aðeins voru litimir mismunandi. Kjóll Wöndu var svartur i grunninn og rósirnar gular og gul-grænar og voru hattböndin í sama lit. Wanda var svarthærð og með brún augu. Þegar hún var að skoða sjálfa sig í speglinum með gagnrýnandi augnaráði, var barið á dymar og ung stúlka í hvítum kjól með rauðum rósum kom inn. ,,Er kominn tími til að fara, Rachel?“ „Það em ennþá eftir tíu minútur. Þú litur alveg ljómandi vel út, góða mín.“ „Fer hárið á mér þolanlega?“ spurði Wanda áhyggjufull. Það hafði áður komið fyrir að skólastýran léti allar stúlkumar, 19 í hóp, bíða meðan Wanda var send upp til að greiða svarta, óstýriláta lokka sína. Hár hennar var hrokkið af náttúmnnar hendi, og þrátt fyrir að það væri vandlega vafið upp í hnakkann, hafði það mikla tilhneigingu til að þyrlast í eina bendu í kringum enni hennar og gagnaugu. „Það fer dásamlega," sagði Rachel hreinskiln- islega. „Ég hefi aldrei séð eins fallegt hár og á þér.“ „Samt jafnast það ekki á við þitt,“ svaraði Wanda brosandi. Hár Rachelar var ljóst og sló á það gullnum blæ — var það skipt í miðjunni og greitt slétt niður með vöngunum og tekið saman í hnút í hnakkanum. Augu hennar voru blá og stór, en augnalokin nokkuð þung. Húðin var hvit og fín- gerð, og lítill, vellagaður munnurinn dökkrauður. Hún var líka viðurkennd sem laglegasta stúlkan í skólanum, hávaxin og grönn og hafði fallegan limaburð. Hún var mjög vinsæl, þrátt fyrir það að hún væri fátæklegust af öllum nemendunum, og það var opinbert leyndarmál að hún væri eftirlæti skólastýrunnar og tilbeðin af skólasystrum sin- um. Hún hafði mjög rólega geðsmuni og var alltaf í góðu skapi. Allir vom ánægðir og leið vel í félagsskap hennar. Hún þreytti fólk aldrei með þvi að tala um sjálfa sig, en sjálf hafði hún allt- af tíma til að ræða um eihkamál annara og gefa þeim bendingar og góð ráð. Hún hafði verið mjög vingjamleg við Wöndu. Wanda, sem að eðlisfari var mjög feimin og tilfinninganæm, hafði komið á þennan franska heimavistarskóla yfirbuguð af sorg út af móður- missinum, og fyrstu vikumar í skólanum hafði henni legið við örvilmm. Henni hafði fundist stúlkumar vera harðlyndar og hvassyrtar, alltof lifsreyndar og fullorðins- legar. Skólastýran var útásetningasöm og laus við að vera brjóstgóð. Hið laglega, hrygga andlit Wöndu hvatti skólasystur hennar á engan hátt til að sýna henni umburðarlyndi, og feimni henn- ar, slæmur limaburður og bamalegur klæðnaður, sem fór svo illa á henni, fóm í taugamar á skóla- stýrunni, sem var ekki sérlega þolinmóð. Nú voru tvö ár Uðin, og allt breytt frá því, sem það var þá. Wanda var orðin menntuð og skólavistin búin að breyta útliti hennar, klæða- burði og hárgreiðslu, og stúlkumar orðnar vin- stúlkur hennar. En hún gleymdi aldrei fyrstu dögunum sínum þarna, þegar Rachel leitaði hana uppi og fékk hana til að tala um móðurina, sem var dáin, og var svo góð og vingjamleg við hana. Wöndu, sem þá hafði aðeins verið sextán ára, fannst það dásamlegt að hin átján ára Rachel skyldi vilja vera með sér, og sú tilfinning breytt- ist ekki, þótt Wanda færi að verða heimavön i skólanum. Wanda tilbað því Rachel og var hreyk- in af að vera vinkona hennar. Henni fannst Rachel vera sér svo fremri í öllum hlutum, svo lagleg og yndisleg. „Mimdu eftir hönzkunum þínum," sagði Rachel áminnandi, meðan hún var að taka mesta draslið til á snyrtiborði Wöndu. Rachel var mjög reglu- söm að eðlisfari. Hún tók upp mynd, sem stóð þar á borðinu í silfurramma, og þóttist vera að blása rykkom af henni. „En hvað faðir þinn er fríður maður,“ sagði hún, „ég vildi óska að ég þekkti hann, Wanda.“ „Já, það vildi ég líka. Hann er svo dásam- legur!“ „Og nú átt þú að fara að stjóma heimilinu fyrir hann!" „Já, er það ekki skemmtilegt fyrir mig? Ég get varla beðið, þangað til ég fer helm, þótt mér þyki gaman að vera héma og muni áreið- anlega sakna ykkar allra." „Þú hamingjusama baxn,“ sagði Rachel, ,,ég myndi gjaman vilja gefa eitt ár af æfi minni til þess að komast til Egyptalands. Það hlýtur að vera dásamlega æfintýralegt." „Ekki segir pabbi það! Hann er hræddur um, að ég verði þar einmana, og bað mig því að bjóða einhverri stúlku með mér.“ „Einhverri af skólasystrunum ? “ „Já, ég hafði hugsað mér Lucille eða Mary —“. „En ekki Rachel?" Unga stúlkan velti glettnis- lega vöngum framan í litlu vinkonu sína. * týri m m w m » Anne Duffield ---------------------——'* „Þig?“ Kinnar Wöndu urðu blóðrauðar. ,,Ég hafði ekki hugsað mér — ég hélt, að þú hvorki gætir né vildir fara frá móður þinni.“ „Mamma hefir nú sin einka-áhugamál," sagði Rachel. „Hún er auðvitað mjög góð við mig, en henni finnst ekki neitt sérlega skemmtilegt að eiga fullvaxta dóttur. En —“, hún brosti aftur — „við skúlum nú ekki tala meir um það. Ég get ekki þolað fólk, sem talar við hvem og einn um áhyggjur sinar. Vertu þakklát fyrir það, Wanda, að eiga föður, sem elskar þig og vill hafa þig hjá sér.“ „Ó, Rachel!" Wanda var djúpt hrærð. Hún hafði þegar haft hugmynd um, að Rachel væri óhamingjusöm heima hjá sér — ekki af því að Rachel hefði nokkum tíma minnst á það — en einhvern veg- inn hafði henni fundizt það með sjálfri sér. Frú Thompson, móðir Rachelar, bjó i París og hafði verið þar í nokkur ár, eða frá þvi að maður henn- ar lézt. Rachel fór heim til sín um allar helgar, en aldrei hafði hún boðið skólasystur sinni með sér. Hún og móðir hennar höfðu litla ibúð i þokkalegum, en leiðinlegum borgarhluta. Þær voru fátækar og hafði Rachel næstum enga vasa- peninga og kjólana sína saumaði hún sjálf úr afgöngum, sem hún keypti á útsölum. Hún var mjög lagin að sauma og voru fötin hennar þokkaleg, þótt þau væm úr ódýmm efnum. Wanda kenndi í brjósti um hana — annað var ekki hægt, þrátt fyrir dugnað hennar og hið góða skap. Hún átti enga vini i París og hafði orðið að vera í skólanum til tvitugs aldurs, til að hjálpa skólastýrunni við yngstu nemenduma. En þrátt fyrir fátæktina var hún af þeirri manntegund, að maður þorði ekki að láta í Ijós við hana meðaumkun — hún veitti sjálf vin- áttu sína sem konunglega gjöf og sú hugsun, að hún færi ef til vill með til Egyptalands kom hjarta Wöndu til að slá örar af gleði. „Rachel — gætir þú farið? Viltu koma?" „Hvort ég vil, elsku bam! En þú varst að tala um Mary-----.“ „Mér datt bara ekki í hug, að þú vildir koma. Það væri dásamlegt að hafa þig með, Rachel. Þú —“, hún roðnaði — „þú verður auðvitað al- gjörlega okkar gestur." „Elsku Wanda, sag-ði Rachel, „ég get auðvitað borgað sjálf ferðakostnaðinn. En Wanda, ef þú vissir, hvað mér er þetta mikils virði. Það er ekki einungis æfintýralegt fyrir mig að fara þetta ferðalag, heldur ert þú sú af skólasystmm mínum, sem mér þykir vænst um —- mér finnst næstum ég gæti ekki afborið það að sjá af þér. „Mig hefir aldrei dreymt um að þú bærir slíkar tilfinningar gegnvart mér,“ sagði Wanda og stóð nærri á öndinni. „Jæja, en núna veiztu það þá. Nú em þær að hringja, komdu!" Ungu stúlkumar fóm út úr herberginu og hröðuðu sér niður stigann. Tveimur dögum síðar kom hertogafrúin til að sækja Wöndu og Rachel og fékk þær með sér í búðir. Wanda, sem hafði fengið senda ríflega pen- ingaávísun frá föður sínum, háði baráttu við löngun sína eftir fallegum kjólum. Rachel hafði svo takmarkaða peninga til að kaupa fyTir, svo að Wanda ákvað að fá sér eins lítið og hún /

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.