Vikan - 19.09.1946, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 38, 1946
9
Fréttamyndir
Konan biður mjólkurmanninn að
hafa ekki hátt! Myndin er tekin
i Chicago. Hjónin höfðu búið hjá
skyldmennum sinum, en verið rek-
in út, af því að maðurinn reykti
og flautaði of mikið í íbúðinni.
Þessi unga kona er að kveðja syni
stna og halda flugleiðis til San
Francisco á móti manni sínum, sem
hún er að heimta heim úr fangabúð-
um í Japan, Var maður hennar tek-
inn til fanga, þegar Japanir tóku
Corregidor.
Farouk I. Egyptalandskonungur (lengst til vinstri) sést hér í
samkvœmi í görðum Abdin-hallarinnar í Kairo.
Hann er fallegur þessi seppi — enda vann hann fyrstu verðlaun á hunda-
sýningu einni í Bandaríkjunum. Eigandinn er með hann á myndinni.
Myndin er af ráðstefnu, sem haldin var fyrir kjamorkusprengjutilraunina
við Bikini-ey. Þar notuðu menn smá líkön af flugvélum til að geta betur
skipulagt hina fyrirhuguðu tilraun.