Vikan


Vikan - 19.09.1946, Page 11

Vikan - 19.09.1946, Page 11
VTKAN, nr. 38, 1946 11 ■■MinnraMniiaiiimuniMnmMniMnitimmtiuutMJiiiiMaiRi ■ IIIIIIIIIIIIIIIIIMIUUTIIIVII Framhatdssaga: I MIGNDN a G. EBERHART: 10 SEINNI KONA LÆKNISINS •MMmMUMnMMMnMmnMnmMiiMMiMMmMiiiMMiiimiiMiiiMMMinrumnMinMMnuiuuMMiiMUMMiiiMiiiiMMiMiimiMiiiiMiimiiiMmiiiiMmmmMnmMiiiiMmmiiimmiiimiiiiiiiiiiiiiiiiuiimmniimiiiiiiiMiiii^ bar ætíö sigur úr býtum, hvort sem harni var saklaus eða ekki. En í einkalífi sínu var hann hvortveggja í senn góður og áreiðanlegur vinur. Það sagði Bruce, og hún var sömu skoðunar. Bruce og Guy höfðu þekkzt síðan þeir voru sam- an í skóla og höfðu verið nágrannar, síðan Bruce kvæntist fyrir sextán árum. „Ég mun verða viðstaddur yfirheyrsluna," sagði Guy að lítilli stundu liðinni. „Ef þeir spyrja spuminga, sem ég álít hættulegar, ef í ljós kæmi, að stúlkan hefði verið myrt, mun ég mótmæla þvi. Þeir geta ekki neytt ykkur til að svara. Ekki nema þeir hafi þá svo skýlausar sannanir í hönd- um, að það réttlæti að þið verðið strax tekin höndum. Ef þeir munu gera það, munu þeir vafa- laust fara með hina dæmdu í fangelsið og halda þeim þar nokkra daga, meðan yfirheyrslur og rannsóknir fara fram.“ Augfu hans voru alltaf jafnblá, rök og kænzku- Jeg. Það, sem hann hafði sagt, rann viðstöddum til rifja. Andy var órólegur og horfði hikandi á Jill og sagði með rödd, sem greinilega lýsti sál- arástandi hans: „£>ú álítur naumast, að miklar líkur séu til þess, að þeir geri það ? Nú þegar ? Ég hygg----- Já, því að þú heldur víst ekki að þeir hafi sann- anir gegn — gegn neinum til að geta réttlætt handtöku?" Gegn neinnm. Hann átti við: Gegn JiU. Þau vissu það öU. Guy kveikti sér i sígarettu og kvaðst álíta, að slíkt kæmi ekki til mála. „Ekki nema einhver segi þeim eitthvað, sem þið hafið ekki sagt mér. Og ég ræð eíndregið frá því, Jill." £>að var ekki líkt Guy aö snúa sér beínt og kæruleysislega að Jill. En það benti ákveðið til þess, að grunurinn beindist að Jill. „Segðu mér Uka, Guy,“ hóf Andy máls og gaut hornauga. til lögregluþjónarma, „þarf hún að segja þeim um-------já, um teið ... ?“ „£>ví ekki það. Gross veit, að hann kom sjálf- ur upp með teið á bakka. Fólkið í eldhúsinu veit, að beðið var um te og að það var lagað þar. Auk þess eru fingraför á bollanum og hvemig væri hægt að halda því fram, að það væru fingraför JuUet, en ekki Jill? En hafi JuUet verið byrlað inn eitur, og það kemur í Ijós við krufninguna, að það hafi verið svo lengi í líkama hinnar dauðu, að hún hafi tekið það inn áður en hún kom hingað, er sakleysi Jill sannað." Magde, sem sat við fætur Aliciu og hallaði höfði sínu á hné henni, leit snöggt upp, og andlit hennar var stirðnað eins og vaxmynd. Hún hafði heyrt' talað um dauða móður sinnar. £>að var ekki hægt að afstýra því, að hún frétti um rannsókn lögrelunnar, svo að Steven hafði sagt henni það, sem hann vissi um það mál, rétt áður en lögreglu- þjónninn kom inn. Hún var hætt að kjökra, en var orðin föl og þrýsti sér ennþá fastara að Aliciu. AUcia horfði næstum því með meðaumkun yfir höfuð stúlkunnar á Jill. „£>ama geturðu séð, hvernig Madge snýr sér til mín,“ sagði hún með augunum. „Og ekki til þln. Jafnvel þótt þú í orði kveðnu haldir sessi móður hennar hér á heimilinu." Jill tók að hugsa: „Hvers vegna skyldi Alicia liata mig svo heiftarlega? Hversu lengi hefir hún hatað mig og leynt þvi undir yfirborðsvin- áttu? £>að varð að ráða fram úr þessu, en ekki núna, seinna...“ I sama bili kom Bruce inn í bókaherbergið. Andlit hans var eins og ógagnsæ gríma, og hann sagði, að enn hefði ekkert upplýstst í málinu og að lögreglan óskaði eftir að mega yfirheyra Jill, og hvort hún vildi koma inn í borðstofuna. „£>ú kemur með, Guy," sagði Bmce að lokum, Guy þaut upp. Hann var ótrúlega léttur í hreyfingum eins og oft er um digra menn, en nú hafði það næstum því ill áhrif á viðstadda. Andy hafði einnig staðið upp eins og hann hefði í hyggju að fylgjast með henni, en stanzaði strax, er honum varð ljóst, að það gat ekki gengið. Hann leit ekki af Jill meðan hún stóð upp og gekk að dyrunum. £>að mátti sjá, að það fékk mikið á hann að fá ekki að gert. ,,£>að er ekkert að óttast, Jill,“ sagði Bruce, og Andy reyndi að horfa glaðlega á hana, en það hafði alveg neikvæð áhrif. Alicia og Madge fylgdu henni með augunum, en Steven leit ekki upp og gróf andlitið í höndum sér. „Vertu upplitsdjörf, Jill,“ sagði Guy. „£>etta verður, alls ekkert erfitt. £>eir hafa ekki komizt að neinni niðurstöðu með krufningunni." í borðstofunni vom eitthvað um átta eða níu lögregluþjónar. Enginn þeirra skipti sér af Jill, þótt þeir allir sæju hana koma inn. Einn þeirra var að skrifa skýrslu, annar var með hraðritun- arblokk, en hinir töluðu saman. Jill stóð með Guy við hlið sér — og beið eftir því, að hái, granni maðurinn með grábláu djúpstæðu augun lyki við að tala við starfsbróður sinn. Meðal hinna mörgu andlita sá Jill andlit Olivers Miller. Nú leit hái, granni maðurinn — Angel lögreglu- foringi — beint á hana. „Jæja, frú Hatterick, fáið yður sæti. Hvar er þessi yfirlýsing, Murphy?" Maðurinn tók blokkina, fletti nokkmm blöðum og byrjaði að lesa hátt, hratt og dálítið syngj- andi. Jill sat við borðið sitt og hlustaöi — Borð- platan var svo vel fægð, að hún sá ekki einungis ljósakrónuna speglast í henni, heldur einnig nolckur ógreinileg andlit. Ljósið féll beint á Jill. Annars voru þau ekki vön að nota þessa Ijósa- krónu, þvl að ljósið var svo skært og Jill hefði heldur viljað hafa kertaljós í stóm stjökunum á skápnum bak við sig. Guy hagræddi sér í stóln- um rétt hjá henni og kinkaði kolli til Angels, sem hann sýnilega þekkti. JiU kipptist við, þegar hún varð þess vör, að það, sem Murphy las upp, var yfirlýsing, sem Bmce hafði gefið. Nú fyrst greindi hún orðin. .....og á sjúkrahúsinu vom mér fengin skila- boðin frá konu minni. Ég hraðaði mér heim og mætti dr. Crittenden á tröppunum. Hann hafði einnig verið beðinn um að koma. En unga stúlk- an var dauð, þeir gátu ekkert gert. Ég hringdi til lögreglunnar, þar sem um mjög skyndilegan dauða var að ræða. Spurning: Vissu þeir, hvort um morð væri að ræða ? Svar: . . .“ Angel lögregluforingi gaf merki óþolinmóður. „£>að er nóg að lesa svörin." „Já, herra Angel. £>að eru þá svörin." „Eg vissi það ekki. Konan min sagði, að stúlk- an hefði komið alveg að óvörum, spurt eftir séi og verið fylgt inn til sín. £>egar imgfrú Garder kom inn, virtist hún vera sljó og sagðist hafa dmkkið kokteil. Konan mín áleit þess vegna, að hún væri undir áhrifum áfengis, bað um te í eld- húsinu og gaf ungfrú Garder einn bolla. Hún reyndi að fá ungfrú Garder til að drekka teið, en þá missti hún skyndilega meðvitundina og lézt. Kona mín hringdi samstundis til mtn------" „Takk, þetta er nóg, Murphy. £>etta var svona frú Hatterick?" „Já,“ sagði hún veikri röddu. Hún varð að reyna að vera óhræddari og öruggari. „Mér skilst, að Juliet Garder hafi verið vin- kona yðar?" „Við lærðum saman.“ „Já ég veit það allt. Hún var önnur hjúkr- unarkonan, sem stundaði fyrri konu dr. Hattericks í síðasta sjúkdómi hennar. £>ér vomð hin.“ Hann virtist ekki vænta neins svars frá henni, en samt heyrði Jill sjálfa sig segja já. Guy sat og horfði á Murphy skrifa og var hinn rólegasti eins og hann væri í leikhúsinu. Nú hallaði Angel sér fram. „Frú Hatterick-------maðurinn yðar segir, — þér meðgangið það, að þér hafið sagt honum, að Juliet Garder hafi verið sljó og sagt, að hún hafi drukkið kokteil. Sagði hún nokkuð annað. Jill varð að kingja þungum kekki. Guy þagði. „Hún var alveg rugluð. Hún talaði — en það var samhengislaust og óskiljanlegt." „Um hvað talaði hún?" „Hún endurtók í sífeUu mitt nafn og sitt. Hún talaði eitthvað um kokteil — Ijósrauðan. Og eitt- hvað um, að hún hefði komið til að heimsækja mig. En það var allt svo óskýrt og mglingslegt." „Höfðuð þér boðið henni heim? Ég á við, hvort þér höfðuð boðið henni einmitt í dag? Höfðuð þér nokkuð talað við hana?“ „Nei.“ „Var vinátta ykkar svo mikil, aö hún gæti komið hingað, án þess að þér byðuð henni það?‘‘ „Já, það var hún.“ „Kom hún hingað oft?" „Nei.“ „Hvers vegna ekki?“ „Juliet hafði mikið að starfa.“ Hann beið þess sýnilega, að hún svaraði þessu ýtarlega, en það var eitthvað í fari Guy, sem varaði hana við að segja meira en nauðsyn krefði. „£>ér og ungfrú Garder vomð sem sé alltaf góðar vinkonur?" „Já, auðvitað." „£>ér minnist ekki, að hún hafi sagt fleira. T“ Guy hreyfði sig í stólnum. „Frú Hatterick hefir sagt yður allt, sem hún veit,“ sagði hann rólega. „Þetta hefir fengið mjög mikið á frú Hatterick. Mér þykir það dugnaður af henni, að hún skuli fallast á, að það sé gert nú. Ef það skyldi koma í ljós síðar, að Juliet Garder hafi verið myrt, getið þér farið út í smáatriðin." Angel horfði á Guy og Guy galt í sömu mynt. „Þá það. Ég er yður þakklátur, frú Hatterick, fyrir það, að þér skylduð koma. En það eru enn fáein atriði, sem ég vildi gjarnan fá ljósari vitn- eskju um. Hvað svo sem krufningin leiðir í ljós, vildum við gjarnan vita, með hvaða hætti ungfrú Garder komst inn í húsið og hversu lengi hún hafði verið hér áður en þér vissuð um komu henn- ar. Þjónninn yðar segir, að hann hafi ekki hleypt henni inn og að hann hefði komið að henni þar- sem hún beið í gestastofunni. Henni hefir verið hleypt inn áður. Hver gerði það og hvenær?"

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.