Vikan


Vikan - 19.09.1946, Side 12

Vikan - 19.09.1946, Side 12
12 VIKAN, nr. 38, 1946 „Ég veit það ekki. Ég vissi ekki, að hún væri stödd í húsinu. Ég heyrði heldur ekkert." „Þér höfðuð ekkert talað við hana niðri ?“ „Nei.“ „Þér vissuð ekki einu sinni um, að hún væri stödd í húsinu?“ „Nei.“ „Hugsið yður nú vel um, frú Hatterick. Tók hún nokkrar pillur eða slíkt inn, meðan hún var í herbergi yðar?“ „Nei, ég get fullvissað yður um, að hún gerði það ekki!“ svaraði Jill með áherzlu og tók eftir því um leið, að Guy var óánægður með svarið. Guy hreyfði sig aftur x stólnum og sagði: „Það er þá víst ekki meira, Angel? Frú Hatt- erick hefir sagt yður það, sem hún veit. Ef það kemur í ljós, að ungfrú Garder hafi verið myrt, er frú Hatterick sjálfsagt reiðubúin til frekari yfirheyrslu. En þetta er vist nóg í dag.“ Hrukkurnar I andliti Angel urðu dýpri. „Það er ein spurning errnþá, Cole,“ sagði hann um leið og hann hallaði sér aftur í stólnum og horfði ísköldum blágráum augunum í augu Jill. Það var eins og allir héldu niðri í sér andan- um. Því að þetta yrði úrslitaspumingin. Hún myndi vera á við allar þær spurningar, sem á undan væru gengnar. Jill hafði á tilfinningunni, hvað koma myndi. Guy vissi það. Hann varð allt í einu grafkyrr eins og dýr í felum. Og svo kom spurningin. „Hvað vissi Juliet Garder um dauða fyrri konu dr. Hattericks, frú Hatterick?" Guy var þotinn upp. „Þessari spumingu þarf frú Hatterick ekki að svara, Angel. Hún er ekki skyldug —- —.“ „Látið þér frúna sjálfa svara fyrir sig, Cole. Nú, frú Hatterick, hvað getið þér sagt mér um það ?“ „Frú Hatterick er ekki skyldug til að svara," endurtók Guy. En ég skal svara fyrir hana. Ung- frú Garder minntist alls ekki á slíkt við hana.“ „Er það rétt, frú Hatterick ?“ „Ég------- Guy kom henni aftur til hjálpar. „Þér hafið fengið svar, Angel. Segið honum, frö Hatterick, að svar mitt sé rétt. Það er betra, að það sé skráð í skýrsluna. „Já-já,“ sagði Jill dálítið hikandi, það kom henni á óvart að Guy skyldi gripa svona fram í. Síminn í anddyrinu hringdi. Með efa í augunum og nýja spurningu á vömnum stanzaði Angel til að hlusta. Þau heyrðu röddina í símanum, sem stóð í skoti við borðstofudymar. Það var einn meðlimur lögreglunnar. Hann sagði já og nei. Og eftir litla þögn sagði hann: „Er það satt! . . . Jæja sælir!" Strax á eftir birtist hann í dyrunum og sagði við Angel: „Það er læknirinn. Hann fyllyrðir, að það hafi verið eitur. Deyðandi skammtur af einhverju eitri, en hann veit ekki hvers konar eitur það er, fyrr enn hann hefir þreifað sig betur áfram. En hann segir, að allt bendi til þess, að morð hafi verið framið. Svo segir hann, að hendur hennar verði grœnar! Grænar eins og---------.“ „Takk, Cary. Þetta er gott!“ sagði Angel hratt. „Jæja, Cole, þér og frú Hatterick megið fara. Ég bið yður bara að vera til taks, ef við skyldum þurfa að framkvæma aðra yfirheyrslu. Nú, Cary. Hvað var þetta, sem þið sögðuð um hendurnar . . . Lokaðu heldur dymnurn fyrst.“ Dyrnar lokuðust á eftir þeim. Heyrnartólið var lagt á. Jill sneri sér skelfd að Guy. „Við hvað áttu þeir með þessu ? Voru það hend- ur Juliet. . . ?“ Hann horfði í augu henni. „Ég veit ekki við hvað þeir áttu," sagði hann hægt. Nú opnuðust dyrnar inn í músikherbergið. Alicia og Bmce stóðu í dyrunum eins og dökkir skuggar. Það var Bruce, sem hafði opnað dyrn- ar, en bæði stönzuðu eins og til að tala eitthvað saman. Hvorugt þeirra hafði séð þau Guy, því að Alice sneri sér skyndilega að Bmce, sagði eitthvað mjög lágt og hallaði höfði sínu á öxl hans. Aðeins andartak. En það var eitthvað við hreyfinguna, sem benti til þess, að þetta væri ekki í fyrsta skipti... Guy ræskti sig. „Komdu Jill,“ sagði hann eins og hann hefði einskis orðið var. „Grænar hendur, já, ég vildi gjarnan heyra hvað Bmce segir um það.“ Andy sat og beið þeirra inni í bókaherberginu. Andy, sem hafði sagt, að hann elskaði hana . . . Hún fylgdist með Guy að bókaherberginu, og þau Alicia og Bruee komu auga á þau og komu á móti þeim. „Grænar hendur!" sagði Bmce. „Segir þú grænar?“ Guy yppti sínum sterklegu öxlum. „Jú, það sagði hann. Og svo átti Angel fuUt í fangi með að fá hann til að þegja, henda okkur út, lðka dyrunum, svo að við heyrðum ekki meira. En að hugsa sér — grænar!" „Já, en það getur ekki átt sér stað!“ sagði Bruce óþolinmóður. „Þegar ég leit á stúlkuna, var ekkert, sem benti til þess . .“ Hann sneri sér að Andy. „Tókst þú eftir nokkru slíku?“ Andy hristi höfuðið. „Nei, það er óskiljanlegt. Hefir nokkurt eitur slík áhrif, Bmce?“ „Ef nokkurt eitur hefði áhrif á litarbreytingar líkamans, myndi það ekki koma fram á höndun- um einum. Blóðrásin ætti öU að bera með sér liL Og ekki eftir andlátið heldur áður. Og þó...“ Bmce þagnaði, gekk að arninum og sneri bak- inu að honum. „Ég hygg, að það hljóti að stafa af einhverri vangá á rannsóknarstofunni. Starfs- fólkið þar er ekki annað en mennskir menn og ekki alveg óskeikulir. En það er undarlegt. Það em til lyf, sem . . .“ Hvaða lyf það vom, fengu þau ekki að vita, því að Bruee sagði ekki meira um það. Og Bmce hafði eins og alltaf siðasta orðið. Alicia stóð upp og gekk að símanum á stóra skrifborðinu. „Heldur þú, að þetta taki miklu lengri tima en orðið er?“ spurði hún Bmce. „Ég hafði lofað Sidney —“ „Það er betra, að þú hringir og segir, að þú getir ekki komið. En gættu þess að segja ekki meira en —“ „ó, góði Bruce! Þú þarft ekki að segja mér, að ég þurfi að vera varkár í tali mínu. Alítur þú ef til vill, að öll þessi rannsókn sé þægileg fyrir mig?“ Hún tók heymartólið og sneri skífxmni. Tvær af þjónustustúlkunum komu inn með kaffi og brauð. Þær vom báðar fölar og flemtraðar af þvi, sem komið hafði fyrir og horfðu skjótt og for- vitnislega í kringum sig. „Takk fyrir, þetta er gott,“ sagði Bruce. Það væri óskynsamlegt að vera að hugsa um hádegis- verð, þegar allt er svona á öðrum endanum, en þið skuluð fá ykkur brauðbita og kaffisopa! Þjónustustúlkumar fóm út, og Brace byrjaði að hella í bollana. Andy færði Jill bollann. Alicia talaði í símann og Steven hafði spurt Bmce um eitthvað, sem hann var að ljúka við að svara. Andy talaði mjög hægt, svo að enginn gat hejnrt til hans. „Ég verð að fá að tala við þig undir fjögur augu, Jill,“ sagði hann og snerti fingxir hennar, þegar hún tók við bollanum úr hendi hans og augu hans loguðu. „Ég elska þig,“ hvíslaði hann. „Gleymdu ekki, að ég elska þig...“ Enginn gat hafa heyrt, hvað hann sagði. Hann gekk aftur frá henni. Það leið nokkur stxmd, áð- ur en að Jill tók eftir því, að Madge starði á sig. Hún reyndi að horfa á hana á móti, en stúlkan horfði alltaf jafnhatursfullum augum á hana. Madge hafði þó aldrei heyrt, hvað Andy sagði? Og ef hún hefði heyrt það, hvað þá? Það rikti engin ást á milli Jill og Bmce. En samt gætu þau komið heiðarlega fram við hvort annað. Augnaráð Madge gerði hana mjög órólega. Allir gátu heyrt hinar ísmeygilegu afsakanir Aliciu í símanum. Loksins hafði hún lokið máli sínu. „Winifred mun aldrei framar trúa einu orði, sem ég segi honum!“ sagði hún án þess að tala við nokkurn sérstakan, en þannig, að allir gátu heyrt það. „Ég var alveg heilbrigð, þegar ég fór frá henni skömmu áður en ég kom hingað. Ég kom við hjá henni áður en ég kom hingað, svo að hún veit, að ég get ekki verið lasin." Þetta virtist vera mjög eðlilega mælt, en held- ur of vel yfirvegað. Bmce horfði snöggt á hana og Andy sagði: „Nú, þér komuð hingað frá Sidney?" Alicia kinkaði kolli. „Já, ég kom einmitt, þegar þetta hafði skeð. MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally BLshop. J. Maggi: Klukkan hvað verða þær búnar? Amma: Ég sagði þeim að koma inn klukkan Raggi: Amma sagði, að það yrði klukkan 4. fjögur og fá rjómaís. 2. Systir: Sjáðu, hvað litlu strákamir em 3. Nú er um að gera að flýta sér! kurteisir og bíða þolinmóðir eftir mæðram sínum. 4. Allir einum rómi: Klukkan er fjögur!

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.