Vikan


Vikan - 05.12.1946, Side 1

Vikan - 05.12.1946, Side 1
Fóstbrœður þrjátíu ára. T^nda þótt Karlakórinn Fóstbræður, sem áður gekk undir nafninu Karlakór K.F.U.M., minnist nú 30 ára afmælis síns, á hann nokkuð lengri sögu. Árið 1911 var stofnaður karlakór innan K.F.U.M. sem skildi starfa innan þess félagsskapar ein- göngu, sem hann og gerði. En það sem háði viðgangi þessa kórs var, að hann hafði ekki fastráðnum söngstjóra á að skipa, og var svo komið um áramótin 1915—16 að starfsemin lagðist niður. Þrír menn höfðu haft á hendi söngstjórn til skiptis þessi 5 ár, þeir Halldór Jónasson, cand. phil., Hall- grímur Þoráteinsson, organleikari, og Jón Snæland. tmsum áhugamönnum úr kórnum þótti illa farið, ef ekki tækist að endurvekja hann, og hófust nokkrir handa um að reyna það. Þeir sem þar gengu fram fyrir skjöldu voru: Hallur Þorleifsson, Hafliði Helgason og Jón Guðmundsson. Fóru þeir á fund Jóns Halldórssonar og báðu hann að taka að sér söngstjórn á Karlakór K.F.U.M. Lofaði Jón að verða við þeim tilmælum í eitt ár til að byrja með. Var þar með aðalhindruninni úr vegi rutt. Efni- legum söngmönnum var síðan stefnt sam- an, kóri-nn skipulagður og kosin stjórn: Formaður Vigfús Guðbrandsson, klæð- skerameistari, ritari Haraldur heitinn Sig- urðsson, forstjóri, og gjaldkeri Guðmund- ur heitinn Bjarnason, klæðskerameistari. Var þegar tekið til starfa, og ákveðið að halda almenna söngskemmtun fyrir bæjar- búa hið fyrsta. Og frá þessum tíma miðar kórinn aldur sinn, og var afmælisdagurinn því 23. nóv. Fyrsti opinberi samsöngur kórsins var í ,,Bárunni“ 25. marz 1917. Var söngnum vel tekið. Söngmenn voru þá 20 að tölu. Fram til ársins 1924 voru aðeins félagar úr K.F.U.M. hlutgengir í kórinn, en þá var breytt til og farið að sækja út fyrir þau takmörk. Eins og kunnugt er, hefir það verið aðal- þáttur í starfi kórsins fram til þessa dags, að undirbúa og halda almennar söng- skemmtanir á hverju ári í höfuðstað lands- ins. En auk þess hefir kórinn komið fram við fjölmörg önnur tækifæri og farið í lengri og skemmri söngferðir. Framald á bls. 7. Fremsta röð (frá vinstri): Jón Guðmundsson, Guðm. Ólafsson, Magnús Guðbrandsson, Daníel Þorkelsson, Holger Gíslason, Sigurður Waage, Jón Hall- dórsson, söngstjóri, Friðrik Eyfjörð, Hallur Þorleifsson, Sæmundur Runólfsson, Magnús Vigfússon og Helgi Sigurðsson. — önnur röð: Guðm. Magnús- son, Valdimar Hannesson, Torfi Jóhannsson, Guðm. Símonarson, Sig Hallgrímsson, Gunnar Böðvarsson, Gunnar Möller, Sighvatur Jónasson, Magnús Pálmason, Kristinn Hallsson, Helgi Tryggvason, Indriði Halldórsson. — Þriðja röð: Gísli Sigurðsson, Finnbogi Pétursson, Gunnar Guðmundsson, Magnús Pálsson, Finnbogi Theódórs, Gísli Pálsson, Jón Þórarinsson, Einar Eggertsson, Ágúst Bjamason, Páll Finnbogason, Karl Halldórsson og Georg Þor- steinsson. — Fjórða röð: Jón Dalmannsson, Matthías Waage, Steindór Þorsteinsson, Steingrímur Björnsson, Sigurmundur Gíslaso'n, Amór Halldórsson, Einar Sigurðsson, Ingólfur Möller, Ólafur Siggeirsson, Bergur Andrésson og Pétur Hjaltested. — (Myndina tók Vigfús Sigurgeirsson).

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.