Vikan - 05.12.1946, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 49, 1946
Framhaldssaga
5
12
Af / M f-rt' »• / II
...................... ÁSTASAGA eftir
Hann þrýsti henni fast að sér. Um stund var
ást þeirra það eina, sem var einhvers virði í
heiminum, en það var ekki lengi. Rachel gat ekki
látið tækifærin ganga úr greipum sér, ekki einu
sinni fyrir Eugene.
Tveimur kvöldum síðar voru ungu stúlkurnar
í Mena House að borða og dansa ásamt fleiru
ungu fólki. Bill hafði boðið Wöndu og liðs-
foringi einn Rachel. Það var kátt og fjörugt
þarna eins og venjulega.
Wanda reyndi að vera glaðleg eins og aðrir,
en var döpur með sjálfri sér. Það var svo margt,
sem olli henni áhyggjum, og þar á meðal var Bill.
Hún hafði ekki viljað fara þetta með honum i
kvöld, en gat ekki neitað því.
Hún dansaði við hann og hina mennina — en
þau voru tíu saman í hóp.
Hún skimaði í allar áttir eftir háum, dökkhærð-
um manni, en Sherry var hvergi sjáanlegur. Hann
hafði ekki komið til Kairo síðan þau voru í boð-
inu á High Heaven.
Bill var þögulli í kvöld en hann var vanur að
vera og það var ákveðinn svipur á unglingslegu
andliti hans. Og allt í einu — í einu hléinu —
bað hann Wöndu að koma út með sér. Það var
tunglskin í kvöld og þá varð hún að koma til að
sjá pýramídana.
,,En ég hefi séð þá, Bill!“
„Það er hægt að sjá þá oftar en einu sinni,“
svaraði hann rólega. „Komdu nú, Wanda!“
Hana langaði ekki til að fara með honum, en
gat ekki fundið neina afsökun. Þau gengu'saman í
gegnum garðinn, Pýramídarnir gnæfðu fyrir
framan þau, stórir og tilkomumiklir. Eyðimörkin
var eins og silfurábreiða. Úti við sjóndeildar-
hringinn sást móta fyrir vaggandi úlfaldalest.
,,Já, þú hefir rétt fyrir þér,“ sagði Wanda, fljót-
mælt og með hálfgerðu fáti. „Það er hægt að
horfa á þetta ótal sinnum. En hvað veðrið er
yndislegt!"
,,Wanda!“
Hún hrökk við og þagði. Svona hafði hann
aldrei talað við hana fyrr. Það var líka eins og
hann hefði elzt og þroskazt um mörg ár.
„Wanda, það er til einskis fyrir þig að reyna að
forðast mig. Þú veizt, hvað ég ætla að segja við
þig!“
„Nei, ég — “
„Horfðu á mig.“ Hann greip um báðar hendur
hennar. „Ef til vill hefði ég átt að biða en ég
held að þú sért ekki of ung til — til að elska.
Eða er það?“
Nei, það var hún sannarlega ekki.
,,Æ, Bill, mér þykir svo vænt um þig, mjög
vænt um þig. En--------.“
Hann fölnaði.
„Þú átt við------. En mér fannst ég finna það
á þér, að þér þætti vænt um mig----------.“ Hann
áttaði sig.
„Mér þykir vænt um þig, en ekki á þann hátt.
Við höfum verið svo góðir vinir. Þú ert bezti vin-
urinn, sem ég á, en ég get ekki —.“
„Ertu nú alveg viss? Geturðu ekki hugsað
málið ?“
„Það væri til einskis," sagði hún titrandi. ,,Ó,
Bill, ég bið þig — mér þykir þetta svo leiðinlegt
— en ég bið þig, að hugsa ekki meira um mig á
þann hátt.“
,,Ég er hræddur um að það sé meira en ég get
lofað," svaraði hann. „Við skulum ekki tala meira
um það í kvöld. Þetta hefir komið þér svo á ó-
vænt, en lofaðu mér að vona.“
„Það er til einskis," svaraði hún, ,,ég get aldrei
elskað þig á þann hátt, sem þú óskar." Hendur
hennar, sem hann hélt í sínum, titruðu og hann
sá að hún var í þann veginn að fara að gráta.
„Ég skal ekki kvelja þig meira," sagði hann
með erfiðismunum.
„En getum við ekki verið vinir áfram? Ég get
ekki misst þig! Ekki þig líka!“
Hann hrukkaði ennið og virtist vera undrandi.
„Auðvitað verðum við vinir áfram. Þú mátt
ekki gráta, Wanda."
„Ég er ekki að gráta. Mér þykir þetta bara svo
leiðinlegt."
„O, ég mun áreiðanlega ná mér,“ sagði Bill og
brosti stirðlega. „Ég skal líka standa við loforð
mitt og kvelja þig ekki með þessu. En ég missi
ekki vonina, Wanda."
„Það vildi ég að þú gerðir heldur," sagði Wanda
og brosti dapurlega. „Því að ég breyti ekki um
skoðun. En ég þakka þér fyrir að þú skulir vilja
vera vinur minn áfram."
„Ó, litli heimskinginn þinn,“ varð honum að
orði. „Ég tilbið þig. Nú, nú skal ég vera góður —
en bara einu sinni."
Hún teygði andlitið upp að honum. Hún varð
að minnsta kosti að kyssa hann einn koss. Henni
var alveg sama þótt hún kyssti Bill, sem var
svo góður vinur hennar. En hún hafði ekki búizt
við, að hann myndi kreista hana svona í ástríðu-
þrungnu faðmlagi, eða þvílíkum kossi, en hún lét
undan fúslega. Hann hélt henni augnablik fast
upp að sér, en sleppti henni svo.
„Já, þú hefir rétt fyrir þér, Wanda," sagði hann
hárri röddu og horfði á hana. „Ég vonaði, en -—
ég skil núria. Eigum við ekki að fara aftur inn?“
Hún var fegin að fara aftur til fólksins. Hún
skildi ekki, hvers vegna Bill hafði ekki tekið
svar hennar alvarlega, fyrr en hann hafði haldið
henni svona fast í faðmi sér. Hún hafði óttast að
undanlátssemi hennar myndi gefa honum nýjar
vonir. En af hvaða ástæðu sem það nú var, hafði
það orðið það gagnstæða.
Það sem eftir var kvöldsins var Bill alveg dá-
samlegur. Glaður og kátur og hrókur alls fagn-
aðar. Wanda var innilega þakklát honum, því að
þetta hlaut að vera honum erfitt. Hún sá að
James McNab horfði oft á hana og var ekki laust
við að óánægja væri í augnatiliti hans. Hann
renndi grun í, hvað þeim hafði farið á milli, en
hann var bczti vinur Bills.
Einnig varð Rachel tiðlitið á hana og var
Wanda dauðhrædd um að hún vissi það líka.
Það kom í ljós, þegar heim kom. Stúlkurnar
voru að hátta sig, þegar Rachel kom til Wöndu
og settist á rúmið meðan Wanda var að bursta á
sér hárið.
„Hefir þú ekki fréttir að segja mér, Wanda?"
„Nei, ekki man ég það.“
„Viltu ekki trúa mér fyrif því, Wanda?
Finnst þér ekki lengur vænt um mig?“
„Jú, auðvitað!" Wanda lagði burstann frá sér.
Hún gat ekki staðizt Rachel. Þessa ástúðlegu
rödd og augun, sem horfðu full umhyggju á hana.
„Hvernig geturðu sagt annað eins og þetta!"
hrópaði hún. „Ég hefi bara ekkert til að segja
þér.“
„Ég held það nú sarnt," svaraði Rachel. „Ég
held, að það hafi komið mjög áhrifamikill atburð-
týri
m
■
■
Anne Duffield ..............................:
ur fyrir þig. Fyrsta bónorðið — eða skjátlast
mér ?“
Wanda horfði úrræðalaus á hana.
„Ég er ekki ein um það leyndarmál," stamaði
hún.
„Leyndarmáli Bills er óhætt hjá mér,“ sagði
Rachel alvarlega. „Þú mátt ekki hrinda mér frá
þér. Ég hefi svo mikinn áhuga á öllu því, sem
þér er fyrir beztu."
„Já, það veit ég.“
„Bað hann þig að giftast sér?“
„Já.“
„Og hverju svaraðir þú?“
„Ég sagði að mér þætti það leitt, en ég gæti
það ekki.“
„Hversvegna, Wanda?"
„Af þvi að ég elska hann ekki á þann hátt.“
Rachel brosti ástóðlega.
„Hvað veizt þú um ástina? Ég vona að þú farir
ekki að gera eitthvað heimskulegt. Ef þú ímyndar
þér að ástin sé þannig að menn verði alveg hug-
fangnir og geti engu öðru sinnt, þá verð ég að
segja, að þar skjátlast þér.“
„Það getur vel verið, að ég viti ekki mikið um
ástina," svaraði Wanda, sem stóð berfætt á nátt-
kjólnum og með hárið bui’stað í þyril um höfuðið,
„en það veit ég samt, að ég giftist ekki manni,
sem mér finnst ég ekki vera alveg hugfangin af.“
„Og svo að sjá eftir því alla þina ævi,“ sagði
Rachel glettnislega.
„Því segirðu það?“
„Slík ást vill oft og tíðum verða skammvinn
og vaknar fólk þá upp við illan draum og sér að
þetta hefir verið mesta frumhlaup."
„Sumir geta varðveitt ástina," svaraði Wanda,
„og fyrir hana eina vil ég gifta mig.“
Rachel hristi höfuðið.
„Nei, það er rangt hjá þér. Hjónabandið er
takmark í sjálfu sér, hið eina, sem er mikilsvert
fyrir konuna að ná. Þá hlýtur hún eiginmann,
heimili og öryggi. Hvað geturðu sett út á Bill?
Hann er óvanalega aðlaðandi ungur maður. Nei,“
sagði hún þegar Wanda baðaði út höndunum ó-
þolinmóðlega, „ég get ekki horft róleg á þig varpa
frá þér þessu ágæta tækifæri, án þess að reyna
að tala um fyrir þér. Ég er eldri og lífsreyndari.
Ég hefi séð margt i lífinu og hefi oft haft það
erfitt —."
„Já, ég veit það," sagði Wanda, sem blííSkaðist
strax.
„Og ég með alla mina reynslu," hélt Rachel á-
fram og reyndi að tala um fyrir henni, „verð að
vekja athygli þína á því, sem þú ert að gera. Þyk-
ir þér ekki vænt um Bill?“
„Jú, mjög, en mér þykir líka vænt um James."
„James kemur þessu máli ekkert við. Við erum
að tala um Bill. Þú og hann hafið sömu áhuga-
mál, hann er þér aldrei til leiðinda — þið talið
sama mál og þið eruð ágætir félagar. Bill er mjög
heilsteyptur og góður maður, og pabbi þinn met-
ur hann mikils. Auk þess er hann laglegur og
mjög vinsæll. Allar ungar stúlkur i Kairo myndu
taka honum fegins hendi. Verðum við ekki að
taka þetta til greina?"
„Ég hefi aðrar hugmyndir um hjónabandið og
ekkert mun breyta þeim.“
Rachel stóð upp af rúminu.
„Þú ert heimsk stúlka, Wanda, og mjög þrá.
Ég er hrædd um að þessar rómantísku hugsjónir
þínar eigi eftir að koma þér í koll. En nú er ég