Vikan - 05.12.1946, Qupperneq 13
VTKAN, nr. 49, 1946
13
BOLLUDAGURINN
BARNASAGA
BöRNIN voru boðin á grimudans-
leik á bolludaginn. Var það til
Andersens stórkaupmanns, sem átti
stórt hús. Börn kaupmannsins, Georg
og Bodil fengu að bjóða öllum
bekkjasystkinum sínum.
„Æ, hvað ég vildi að ég ætti eins
fallegan búning og Bodil!“ andvarp-
aði Inga og lét sig dreyma um allar
þær perlur og þann silkiskrúða, sem
hin rika kaupmannsdóttir átti að
bera.
„Ég vildi líka gjarnan eiga fín
riddaraföt eins og Georg,“ sagði
Axel, „við verðum víst að vera í
þeim gömlu frá þvi í fyrra. Ég get
varla komizt í fíflbúninginn minn og
Rauðhettu-kjóllinn þinn er orðinn
leiðinlegur."
„Ég ætla að fara upp á geymslu-
loftið og vita, hvort ég finn ekki eitt-
hvað, sem við getum verið í,“ sagði
Inga eftir dálitla umhugsun.
Börnin voru á leiðinni heim, úr
skólanum, þegar þau voru að tala
rnn þetta. Án þess að gefa sér tíma
til að fara úr yfirhöfnunum hlupu
þau upp á geymsluloftið, þar sem
ýmsir gamlir hlutir og föt lágu.
„Hvers vegna ætli þessi gamla
klukka sé látin standa hérna uppi?“
sagði Inga og horfði á stóru klukk-
una, sem var fyrir löngu hætt að
ganga.
„Ganghjólið i henni er hrokkið í
sundur, en pabbi heldur að hægt sé
að gera við það og ætlar hann að
setja það í viðgerð, þegar hann hef-
ir efni á því,“ sagði Axel.
„Hjálpaðu mér,“ sagði Inga og
togaði í ábreiðu, sem lá ofan á körfu
með fötum í. „Ég ætla að hjá, hvað
er í körf-----.“
Hvað var nú þetta! — Axel sá
tungl og stjörnur i kringum sig, en
allt í einu varð albjart í kringum
hann og hann sá, að hann stóð fyrir
framan undarlegan kofa.
„Hvernig hefi ég komizt hingað?"
hugsaði hann og gekk að dyrunum
til að spyrja til vegar heim.
1 sama bili kom gömul kona út úr
„Góðan daginn, drengur minn.
Ertu kominn til að heimsækja mig?
Eða ætlaðirðu ef til vill að fá hjá mér
grimubúning til að vera í á bolludag-
inn" spurði kerlingin.
Búning? Þetta var góð hugmynd,
kerlingin gat þá hjálpað honum.
„Ég vildi gjarnan fá Indíánabún-
ing, ef hann verður þá ekki of dýr
fyrir mig.“
„Dýr? Hann kostar ekkert!" svar-
aði kerlingin og hló svo hrottalega,
að Axel varð kvíðinn.
„En ég get ekki gert þig að Indí-
ána,“ hélt kerlingin áfram, „nei, það
kofanum — það var eymdarlegasta
mannvera, sem hann hafði séð. Þeg-
ar hún gekk, studdi hún sig við tvo
stafi og á höfðinu bar hún háan, odd-
hvassan hatt, sem minnti á sykur-
topp, og allur annar klæðnaður henn-
ar var mjög furðulegur. Axel hafði
aldrei séð nokkurn mann svona til
fara og var því hálfórólegur.
get ég ekki. — En ég ætla að stinga
upp á öðru við þig — hvað segirðu
um að verða björn — raunveruleg-
ur bjöm?“
„Ég veit ekki------,“ stamaði Axel
og var á báðum áttum, en kerling-
in hló bara og tautaði nokkur óskilj-
anleg orð. Síðan rétti hún fram ann-
an stafinn og sló honum í hann. 1
sama bili fann Axel, að hann breytt-
ist í björn. •
„Æ, hvað er þetta?" ætlaði hann
að segja, en gat ekki annað en rum-
ið dálítið og þá hljóp hann út í skóg.
Hvað átti hann að gera af sér?
Enginn vissi að það var Axel, sem
reikaði um í líki skógarbjörns —
enginn nema viðbjóðslega kerlingin,
sem var galdranorn. 1 sorg sinni og
örvæntingu tók hann ekki eftir, hvert
hann hljóp, og allt i einu rak hann
ennið í trjástofn — hann opnaði
undrandi augun og litaðist um í
kringum sig.
„Mamma, Axel er raknaður við,“
hrópaði Inga. Hann sá nú að mamma
og Inga stóðu við hlið hans og þvoðu
ennið á honum upp úr köldu vatni.
„Það var meiri skelfingin, sem
greip okkur, drengur rninn!" sagði
mamma og lagði blautan svampinn
á enni hans, þar sem stór kúla hafði
þotið upp.
Axel glennti upp augun og starði
í kringum sig. Æ, hvað það var yndis-
legt að vera aftur kominn í herberg-
ið sitt!
„Hvernig komst ég heim? Er ég
þá ekki skógarbjörn?" spurði hann.
„Hvar er kerlingin? Æ, mér er svo
illt í höfðinu."
„Þú ert ekki ennþá með réttu
ráði!“ sagði mamma. — „Gamla
klukkan uppi á geymsluloftinu valt
um koll og féll á ennið á þér. Þú
fékkst slæma kúlu og höfuðverk, það
verður allt búið á morgun."
Raunar var kúlan lengur, en hún
var horfin á bolludaginn. Axel og
Inga urðu ofsaglöð, þegar móðir
þeirra sýndi þeim nýja, fallega
búninga, sem hún' hafði saumað
handa þeim.
1 þetta skipti áttu þau ekki að
vera í gömlu fötunum. Axel fékk
Indíánabúninginn, sem hann h afði
óskað sér, en Inga dansmeyjarkjól
úr svörtu og rauðu silki.
í djörfum leik.
Þetta er nafn á bók, sem Hlaðbúð hefir
nýlega gefið út og eru það frásagnir af
íþróttasigrum eftir Þorstein Jósepsson
blaðamann. Fremst í bókinni stendur
Væringjar 1. bók, svo að búast má við,
að hér sé um upphaf að bókaflokki að
ræða. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi
skrifar eftirfarandi formála:
„Islendingar hafa ávallt metið mikils
frásagnir af afreksmönnum. — Á hinum
ýmsu íþróttamótum, sem oftsinnis eru
haldin hér og úti í löndum, koma fyrir at-
vik í keppninni eða hátíðleg augnablik, sem
hafa orðið áhorfendunum ógleymanleg og
hafa verið skráð. Bók þessi er safn slíkra
frásagna.
Höfundur bókarinnar, Þorsteinn Jóseps-
son blaðamaður, er landsmönnum kunnur
fyrir skemmtilegar ritsmíðar um ferðalög
og íþróttir. Þó að hann geti ekki talizt höf-
undur frásagnanna að öllu leyti, heldur sé
í ýmsum tilfellum um eins konar endur-
sagnir að ræða, þá hefur hann fært þær
í þann búning, sem þeim má bezt fara yfir
íslenzka lesendur.
Mér hefir við lestur þeirra fundizt sem
ég væri ýmist kominn á áhorfendabekk
stórs leikvangs, gripinn af æsingu keppn-
innar, eða í spor keppandans, sem með
Ame Borg, Svíinn, sem vann frábæra sigra í
sundi. Um hann er bráðskemmtilegur kafli í bók-
inni „1 djörfum leik“.
beitingu hugsunar, vilja og hæfni vöðva,
berst við snjalla keppendur til þess að ná
sem lengst, hæst eða hraðast. Grunntónn
allra frásagnanna er þrautseigjan, dreng-
skapurinn og göfugmennskan."
Kaflarnir eru þessir: Ólympíuleikar
hefjast í Berlín. — Christl Cranz, skíða-
drottningin þýzka. — Matti Járvinen,
spjótkastarinn með undna handlegginn. —
Þegar Arne Borg fór til Ástralíu. —
Spiridon Luis, geitahirðirinn, sem gat sér
heimsfrægð. — Ólympiskar boðflennur. —
Hlaupaþrístirnið finnska, Salminen, Leht-
inen, Höckert. — Paavo Nurmi, konungur
þolhlauparanna. — Andrew Charlton, sel-
urinn frá Sidney. — F. H. Liddell, Skotinn,
sem brá sér úr prestshempunni og setti
heimsmet í 400 st. hlaupi. — Jesse Owens,
svarti methafinn. — Hjátrú íþróttamanna.
Það er lítill vafi á því, að þessa bók vill
íslenzk æska eignast. Og ekki spilla mynd-
irnar fyrir henni.
Jóna: Hvenær er dóttir þín aS hugsa um að
giftast ?
María (annars hugar): Hún er alltaf að hugsa
um það.
Konan: Ég hefi oft óskað mér þess, að ég væri
karlmaður.
Maðurinn: Ég líka.