Vikan


Vikan - 05.12.1946, Qupperneq 14

Vikan - 05.12.1946, Qupperneq 14
14 VTKAN, nr. 49, 1946 Sir John kemur ekki. Pramh. af bls. 4. hvenær þetta var, en það var góðri stundu áður en skotið reið af. Fulltrúinn hlustaði á með áberandi athygli. Síðan gekk hann rakleitt fram í eldhúsið til þess að yfirheyra eldabuskuna, frú Walker. — Hundurinn hefir þann óvana að koma hingað fram eftir matinn og sleikja kaffi- bollana, sagðist henni frá. — Þessi vegna rek ég hann allt af út. Hann er alveg vit- laus í kaffigroms, og sérstaklega var hann fíkinn í bolla Sir Johns, vegna þess að hann notaði svo mikið sykur. — Ég geri ráð fyrir að búið sé að þvo bolla Sir Johns núna? spurði Hardy. — Já, auðvitað. Og svo gekk hann útúr eldhús- inu um leið og hann hneigði sig fyrir frú Walker. Nokkrir dagar liðu án þess fulltrúinn léti til sín heyra. Þegar hann loks kom til hallarinnar, tók Sir Frank heldur kulda- lega á móti honum. — Ég verð að segja að lögreglan fer sér að engu óðslega, mælti hann drumbs- lega. — Því jafnvel þótt þér hafið mörg mál á prjónunum, sem séu mikilsverðari heldur en sjálfsmorð, þá mætti yður þó detta til hugar, að aðstendendur vilja gjarnan fá að vita á þessu ýms deili, og endahnútinn rekinn á þetta. — Fyrirgefið. Sir Frank, svaraði Hardy. — Lögreglan hefir ekki verið aðgerðar- laus, þótt þér haldið að svo sé. En við höf- um orðið að bíða eftir krufningunni og vissum efnagreiningum, áður en við gátum ákveðið hverskonar svefnmeðal þér höfðuð látið í kaffið hjá Sir John, eftir matinn, en það olli því, að yður tókst að myrða hann á svona hugvitsaman hátt. Frank Carbridge, ég tek yður hérmeð fast- an fyrir að hafa myrt frænda yður, Johan Carbridge, að yfirlögðu ráði. — Þetta er óðs manns æði, hrópaði Frank. — Það eru næg vitni að því, að ég var úti á svölunum hjá hinu fólkinu, þeg- ar skotið reið af, og að ég hefi ekki vikið frá því í allan eftirmiðdag, nema sem svar- ar tveimur mínútum .... — Ég var líka að segja, að þér hegðuð- uð yður mjög gáfulega, svaraði Hardy og lét sér hvergi bregða. — En við höfum, því miður, sannanir gegn yður. Við vitum að þér keyptuð svefnmeðal, við vitum að þér, fyrir hálfum mánuði, keyptuð púður, og ég trúi því, að auðvelt verði að sann- færa réttvísina um, hvernig hægt var, með löngum sprengiþræði, að hleypa af fall- byssunni, án þess að fara inní herbergið. Hann hélt áfram: — Svo virðist sem þér hafið notað tækifærið til þess að hlaða fallbyssuna og koma henni fyrir, þegar þér nokkru áður en matast var, voruð einir í vinnustofunni og þóttust, sem einkaritari Sir Johns, vera að flokka einhver skjöl. Fjögra metra langan þráð, sem okkur er 354. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. góð. —■ 5. musteri. — 7. fáanlegt. — 11. rengir. — 13. dægur. — 15. ótta. — 17. sælustað- ur. — 20. fóðra. — 22. fer. — 23. vilpa. — 24. uppnæmur. — 25. óhreinka. — 26. stefna. — 27. þak. — 29. keyri. — 30. grip. — 31. brot — 34. kukl. — 35. mola. — 38. rauðleit. — 39. gripinn. •— 40. miða. — 44. vatnsból. — 48. sundraði. — 49. vakka. — 51. grastegund. — 53. angan. — 54. sull. — 55. rás — 57. heimta. — 58. glás. — 60. vind. -— 61. málmur. — 62. kóng. — 64. hald. — 65. björt. -— 67. veika. — 69. tað. — 70. pappírsblað. — 71. tungl. Lóðrétt skýring: 2. svara. — 3. reið. —' 4. missir. — 6. hærra. — 7. spil. —■ 8. veizla. — 9. tákna. — 10. endast. — 12. staur. — 13 svikara. — 14. þíða. — 16. megna. — 18. nagdýr. —■ 19. ryðjast. — 21. luku. — 26. flón. — 28. nið. — 30. Ás. — 32. trega. —• 33. hreiður. -— 34. hlé. — 36. stafur. — 37. lét. — 41. mótmæli. — 42. kró. — 43. útþurkað. — 44. rönd. — 45. barnaleikfangið. — 46. nýfædd. — 47. hryssa. — 50. ýlfra. — 51. risti. — 52. ný. — 55. atrennan. — 56. galdrar. — 59. hula. — 62. ósk. — 63. grobb. — 66. hræra. — 68. orka. Lausn á 353. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. flot. — 5. mat. — 7. vagn. — 11. áfir. — 13. næði. — 15. lóg. — 17. Landsýn. — 20. ról. — 22. áðan. — 23. meitt. — 24. anga. — 25. mun. — 26. ómi. — 27. rif. — 29. dáð. — 30. hrun. —31. ásar — 34. gjarn. — 35. strút. — 38. elja. — 39. máti. — 40. ákoma. — 44. sátur. — 48. kref. — 49. krár. — 51. arm. — 53. gil. — 54. agg. — 55. ótt. — 57. mein. — 58. sakka. — 60. flór. — 61. oks. — 62. varning. — 64. gró. — 65. snar. — 67. gæla. — 69. stúf. -— 70. ætt. — 71. fáni. Lóðrétt: — 2. lágan. — 3. of. — 4. til. — 6. andi. — 7. væn. — 8. að. — 9. girnd. — 10. Glám. — 12. rammur. — 13 nýtist. — 14. blað. — 16. óðul. 18. neinn. — 19. strás. — 21. ógát. — 26. óra. — 28. far. — 30. hjakk. — 32. rúmur. — 33. fet. -— 34. gjá. — 36. tár. — 37. við. — 41. org. — 42. meisar. — 43. aflar. — 44. skaki. — 45. árgang. — 46. tág. — 47. brek. -—- 50. stór. -— 51. Amor. — 52. misst. — 55. ólgan. -— 56. trón. — 59. Knút. — 62. vaf. — 63. gaf. — 66. nú. — 68. lá. einnig kunnugt um að þér keyptuð, leidd- uð þér frá byssunni og út að glugganum. Meðan matast var lædduð þér svefnlyfinu í bolla frænda yðar, og loks, er klukkuna vatntaði fimmtán mínútur í fjögur, þegar þér vissuð að hann svaf fast 1 stól sínum, gerðuð þér yður eitthvað til erindis til bíl- stjórans. Á leið yðar kringum húsið stöns- uðuð þér, án þess því væri veitt athygli, fyrir utan gluggann, sem stóð opinn, og kveiktuð í þræðinum. Og svo settust þér ósköp kæruleysislega og fóruð að spjalla við frú Morton, svo að fjarveruvottorð yðar var í stakasta lagi, þegar skotið þremur stundarfjórðungum síðar reið af. Við höfum komist að raun um að fjögra metra langur þráður er einmitt þessa stund að brenna. Þér voruð hjá bílstjóran- um þegar klukkuna vantað fimmtán mín- útur í fjögur og skotið reið af klukkan hálf fimm. Er það ekki rétt? Svo ginntuð þér Morton og konurnar til þess að bíða fyrir utan læstar dyrnar, en fóruð sjálfur gegnum gluggann og brutuð rúðu til siða- saka, og helltuð mold og pottbrotum út um teppið til þess að hylja öskuna úr sprengjuþræðinum. Svör viö Veiztu—? á bls. 4: 1. Robert E. Peary 6. apríl 1909. 2. Baikalvatn 1741 m. 3. 1932. 4. William Penn, 1682. 5. 28. okt. 1940. 6. Sjö, (I, V, X, L, C, D og M) og tákna 1, 5, 10, 50, 100, 500 og 1000. 7. Að hjartanu. 8. 15. apríl 1912. 9. Alpafjöll. 10. Baldvin Einarsson. Það var steinhljóð eitt augnablik. Frank Carbridge sat og laut höfði og studdi lóf- um að gagnaugum. Loks leit hann upp, vættir varirnar og stamaði út úr sér: — Jæja. Ég meðgeng. En hvernig datt yður til hugar að kryfja frænda minn til þess að rannsaka hvort honum hefði verið gefið svefnmeðal? — Ef Díli hefði ekki verið svona fíkinn í kaffikorg, svaraði Hardy og brosti kulda- lega, — sérstaklega sætan korg, eins og þann sem hann fann í bolla húsbónda síns, þá hefðuð þér ef til vill enn verið frjáls maður.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.