Vikan


Vikan - 16.01.1947, Page 4

Vikan - 16.01.1947, Page 4
4 VIKAN, nr. 3, 1947 NÖTT I HRAÐLESTINNI — Smásaga eftir Hubert Bentiick. 17IMM mínútum áður en Austurlanda- hraðlestin átti að fara frá Gare de Lyon birtist Victor Lemoix á brautarpall- inum. Enginn tók eftir honrnn nema Henri, svefnklefastjórinn, sem stóð á neðsta þrepinu á vagninum og litaðist um. Það kom f jörlegur glampi í augu Henri þegar hann sá magurt og svipmikið andlit leyni- lögreglumannsins. Nú hlaut lögreglan að vera á hælunum á einhverjum glæpamann- inum. Victor Lemoix var einn af færustu mönnum leynilögreglunnar, og þegar hann kom fram á sjónarsviðið mátti búast við æsandi atburðum. Þegar Victor Lemoix nálgaðist, stökk Henri niður á pallinn til að heilsa honum, því að þeir voru beztu vinir. „Jæja, hvað er nú á seyði, Lemoix?“ spurði hann ákafur. ,,Er spilafalsari með lestinni — eða hefir verið framið banka- rán?“ „Martigny!" svaraði lögreglumaðurinn stuttlega. Henri, sem var ekki vanur að láta í ljós tilfinningar sínar, rak upp undrimaróp. Hafði hann heyrt rétt ? Ákafi hans breytt- ist síðan í hræðslu. Martigny var nafn, sem kom öllum Parísarbúum til að skjálfa af ótta — Martigny — slunginn og hættulegur glæpamaður, sem hikaði ekki við að fremja morð, ef svo bar undir — djarfur, óbil- gjarn náungi, sem hafði framið óteljandi glæpi án þess að lögreglan gæti handsam- að hann. Var ekki tíu þúsund frönkum heitið þeim að launum, sem gætu handsamað hann? En Martigny hafði gortað af því, að enginn lifandi maður skyldi vinna til þessara verðlauna. Hann bjóst ekki við miskunnsemi af mönnunum — og sýndi sjálfur enga miskunn. Henri hugsaði með ofsa hraða. Tíu þúsundir franka — en það var auðvitað óhugsandi! Ef hann eignaðist þessa miklu fjárupphæð gat hann hætt þessum þreyt- andi járnbrautarferðum. „Ég hefði ekki átt að nefna þetta á nafn, Henri,“ sagði lögreglumaðurinn ákafur. „En við erum nú gamlir vinir, svo að ég reiði mig á þagmælsku yðar.“ „Ef til vill er enginn fótur fyrir þessu,“ hélt lögreglumaðurinn áfram. „Noltkrir okkar heyrðu ávæning af því hér í þessu borgarhverfi — stundum borgar það sig að trúa lausafréttum. Að minnsta kosti ætlum við ekki að eiga neitt á hættu í þetta skiptið. Hver lest — hvert skip, sem lætur úr franskri höfn, er vandlega rann- sakað. Vegabréf hans er auðvitað falsað, en ég trúi varla að hann áræði að reyna að komast úr landi á sl^ipi." „Þér haldið að það geti komið til mála að hann fari með þessari lest?“ spurði Henri. Lögreglumaðurinn yppti öxlum. „Með hvaða lest sem væri! Það getur verið að hann verði ekki einn — þeir eru nokkrir, sem eru honum meðsekir. — Ég hefi litið á hvern einasta farþega í lest- inni og ég þori að fullyrða, að hann er ekki meðal þeirra. En hann hefir áður sloppið •— rétt við nefið á okkur. I þetta skipti skal það þó ekki verða — ekki, ef Victor Lemoix getur hindrað það —.“ Skerandi blístur truflaði allt í einu sam- ræður þeirra. Henri hoppaði utan við sig upp í vagninn og mn leið mjakaðist risa- stór lestin af stað og hóf ferð sína, stynj- andi og fnæsandi, til landamæranna. Henri dró niður rúðuna, laut út um glugg- ann og horfði á Victor Lemoix þangað til hann hvarf. Hann veifaði til hans, en lög- reglumaðurinn sá það ekki, heldur starði rannsakandi inn í hvern klefa og Victor og Gare du Lion hurfu Henri brátt sjón- um. Henri þekkti skyldur sínar og vissi, ef hann gætti þeirra vel, fengi hann ríflegt þjórfé þegar á leiðarenda kæmi. Það var lifandi farmur, sem hann átti að gæta yfir nóttina. Það voru fimmtán klefar, en þeir höfðu 'yiiiiiiiiiMiiiiiiuiinnniiiiiiiummniiiuimiiiuiiiiuinmmiiiinnnnniiiniiii^ I VEIZTU —? Í : 1. Hvar eru heimkynni pardursdýrsins ? = 1 2. Hvaða pláneta er stærst í sólkorfinu? \ : 3. Hvað þýðir nafnið á rússneska blað- = inu „Pravda"? 1 1 4. Hvar er eyðimörkin Takla Makan? = 5- Hvenær dó Th. Stauning fyrv. forsætis- I ráðherra Dana? í I 6. Hvað er Montgomery marskálkur = gamall ? = 7. 1 hvað margar ættir skiptast klifur- H | f uglar ? i | 8. Hvað heitir hæsta fjallið í Skotlandi? = í 9- Hvað merkir orðið nótentáta í Is- \ \ lenzku ? i | 10. Hve margir íbúar voru á Islandi, þeg- i ar fyrsta reglulega manntalið fór fram i i árið 1703 ? i Sjá svör á bls. 14. ekki allir verið leigðir í þessari ferð. Gat hugsast að í einum þessara klefa leyndist hættulegur glæpamaður? Nei, það var ó- hugsandi! Hann barði gætilega að dyrum á númer eitt og rak höfuðið í gættina. Farþeginn, sem auðsjáanlega var Frakki, sneri sér við um leið og hurðin opnaðist og Henri sýndist koma tortryggn- islegur glampi í brún, örsmá augu hans. Hann þáði hjálpina án nokkurs þakklætis- orðs og þegar hann afhenti Henri farmið- ann og vegabréfið mættust augu þeirra. Lítil, illkvitnisleg augu og stutt á milli þeirra. „Herrann verður ekki ónáðaður við landamærin," sagði hann svo að lokum og lét rödd hans og framkoma ekki í ljós hina minnstu tortryggni. Henri hneigði sig og hélt inn í næsta klefa. Nokkrum mínútum síðar sat hann inni í klefa sínum með hrúgu af farmiðum og vegabréfum fyrir framan sig á borðinu. Rafmagnspera bar daufa birtu fyrir ofan höfuð hans. Þarna sat hann þreyttur og önugur og átti í vændum- að vaka alla nóttina. Hann hafði gengið í alla klefana, safnað farmið- um og vegabréfum, skipzt á nokkrum kurt- eisisorðum við farþegana og heitið þeim að láta ekki tollverðina vekja þá mjög snemma við landamærin. Farþegar í svefnklefum á fyrsta farrými voru ekki vaktir, ef Henri gat á nokkurn hátt komið í veg fyrir það. Það var mikil- vægur þáttur í starfi hans. Jæja, hvað voru margir ferðamenn í kvöld? Frakki með illkvittnisleg augu, sem honum leizt ekki meira en svo á. Tvær miðaldra, enskar konur, sennilega kennslu- konur, sem alltaf voru að jagast og vildu um fram allt tala við hann frönsku — hræðilega frönsku. Til að skaprauna þeim hafði Henri alltaf svarað þeim á ágætri ensku. Svo var það Grikki, undarlegur útlits — ekki var hægt að treysta honum. í klefa númer fjögur var ung, frönsk stúlka, sem var ein síns liðs. Hún var lag- leg og glæsilega búin — en alltof mikið máluð. I fimmta klefanum voru nýgift hjón — þar var ekki um að villast. Að lokum voru þarna þrír Frakkar, sem ferðuðust saman, og enginn þeirra gat verið Martigny. Það var hringt frammi í ganginum og það táknaði að það væri kominn matmáls- tími. Farþegarnir komu út úr klefum sín- og héldu inn í matvagninn. Þeir rákust á hverja aðra — á dyr og glugga, þegar lestin skrölti eftir teinunum. Henri hafði vanizt þessu og stóð sem klettur, hvernig sem lestin sveigðist til. Hann stóð í klefadyrunum og taldi farþeg- 'ana sína, þegar þeir fóru fram hjá. Þeir voru samtals tíu. Allir fóru þeir að borða og á meðan bjó Henri um rúmin í klefunum og rannsakaði allt nákvæmlega inni hjá þeim, en leit hans bar engan á- rangur. Það var mesta heimska að halda Framli. á bls. H/.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.