Vikan - 16.01.1947, Page 5
VIKAN, nr. 3, 1947
5
------------- Framhaldssaga: —------------------
16
.................................. ÁSTASAGA eftir
hafði keppt við. Wanda sá honum bregða fyrir
annað slagið, heyrði hlátra mannanna og hinar
hvellu raddir þeirra. Rödd Sherrys var þýðari og
þunglyndislegri og þó heyrðist hún ætíð í gegn-
um skvaldur hinna.
Hún sá hann líka nokkrum sinnum að kvöldi
til, þegar hún borðaði úti á hótelum, en þá var
hann líka í för með félögum sínum. Þessi polo-
vilta í Gezireh tók hug karlmannanna alveg og
sætti kvenfólkið sig við það, því að það vissi að
þessari fjárans viku myndi ljúka með matar-
veizlu og dansleik, sem það fengi að taka þátt í.
En svo enduðu kappleikirnir með slysi — eða
mjög óþægilegu atviki. Sam Braile keppti fyrir
klúbbinn — hann var mjög þungur á sér og virt-
ist ekki vel vaxinn sem polo-leikari, en stóð sig
samt furðu vel. Hann hafði sama vana og Sherry
að koma rétt 'áður en leikurinn átti að hefjast og
tala við áhorfendurna. Wanda, sem þó var lítið
gefið um Braile, varð að játa með sjálfri sér að
hann var ljómandi myndarlegur í polo-fötunum
og duglegur í keppninni, allur annar maður en
venjulega.
Síðasta dag keppninnar sá Wanda að það var
mikill æsingur i mönnum. Sam Braile var háleit-
ur og beinn i baki og undarlegur á svipinn. Sherry
var harðlegri og óþýðlegri á svipinn en nokkru
sinni fyrr. En það var ekkert sagt og leikurinn
hófst eins og ekkert hefði ískorizt.
Allt í einu — öllum til skelfingar — limpaðist
Braile sama á hestinum og féll niður á jörðina
og munaði minnstu að hann yrði undir sparkandi
hesthófunum. Allt fór í uppnám, leikendurnir
stigu af hestunum og áhorfendurnir þutu fram á
völlinn, þar á meðal Eve Braile, Wanda og Rachel.
„Hvað kom fyrir? Hefir hann slasazt?"
„Hann hefir fengið sér einum of mikið,“ sagði
einhver með fyrirlitningu í rómnum. „Bölvaður
asninn að gera það i þessum hita — nú hefir hann
eyðilagt allt fyrir okkur hinum.“
Eve Braile, sem náföl stumraði yfir líflausum
likama manns sins, leit upp á Sherry Mac Mahon.
Það var ekki hann, sem hafði talað svona óvar-
færnislega. Wanda fékk sting í sig af meðaumk-
un með Eve. Hún sá Sherry herpa saman varirn-
ar og það augnaráð, sem hann sendi henni sem
svar við þögulli spurningu hennar.
Við fljóta rannsókn kom í ljós að Braile hafði
sloppið óskaddaður við fallið, en hann var með-
vitundarlaus.
Sólarhitinn og hreyfinginn höfðu leikið hann
svona, því að um morguninn hafði hann fengið
sér mörg viskýstaup á fastandi maga og var þvi
illa undir þetta búinn. Honum var nú lyft var-
lega upp og borinn burtu.
„Ég verð að fara,“ sagði Eve utan við sig.
„Ég skal koma með þér,“ bauðst Bessie Cony-
ers til.
„Nei, það máttu ekki — þú hefir gestum að
sinna. Ég get farið ein. Ég er vön við það.“ Hún
lagði höndina á brjóst sér og brosti veiklulega.
Sherry ruddist óðara út úr hópnum.
„Ég skal fylgja þér heim,“ sagði hann.
Hún leit á hann — andlit hennar var ósköp
lítið og brjóstumkennanlegt. Sérhver, sem sá
Eve á þessu augnabliki, gat ekki annað en haft
meðaumkun með henni. En nú hafði Wanda ekki
lengur meðaumkun með henni. Hún fann til und-
arlegrar, kaldrar fyrirlitningar og hjarta hennar
var hart sem steinn.
„Nei, nei,“ mótmælti Eve veiklulega. „Þú verð-
ur að leika leikinn á enda.“
Að lokum fór Eve með lækninum og einni vin-
konu sinni og það var tekinn maður í staðinn
fyrir Braile í leikinn.
„Þarna var þó ekki um að villast. Mér fannst
Sherry koma þarna upp um sig,“ sagði ein kon-
an, þegar áhorfendurnir gengu aftur á sinn stað.
Fólkið hló, en Rachel sagði með meðaumkun:
„Veslings Eve! Þetta var hræðilegt fyrir hana.
Það var ekki hægt að lá MacMahon það þótt hann
gleymdi sér um stund. Það hlaut að koma blóði
hans til að streyma örar að sjá — ég verð að
játa að ég hefi meðaumkun með þeim báðum."
Það þurfti kjark til að segja þetta og enda þótt
sumir væru gramir út af þessum ummælum voru
flestir sammála um að þetta var mjög vingjam-
lega sagt af ungfrú Thompson.
Wanda sagði ekki orð, gekk aftur til áhorf-
endasvæðisins og horfði á leikinn til enda. En
það voru hörkulegir drættir í litlu andliti hennar.
Matarveizlan og dansleikurinn voru haldin á
Mena House sama kvöld. Bill og vinur hans,
James, óku Rachel og Wöndu þangað.
Það var- lagt á borð fyrir sex til átta á smá
borðum á víð og dreif og var allt mjög hátíðlegt.
Wanda sá Sherry með lávarðshjónunum og frú
Conyers. Eve var með öðru fólki — hún var fall-
eg þetta kvöld og mjög viðkvæm á svipinn. Hún
sagði, að maðurinn sinn hefði það ágætt og ekki
meiðzt neitt við fallið.
Það voru alltaf sömu hörkudrættirnir í and-
liti Wöndu, þar sem hún dansaði við Bill og
James. Dansleikurinn var vel hálfnaður, þegar
Sherry bauð henni upp í dans. Hún kinkaði sam-
þykkjandi kolli án þess að brosa.
„Hvað er að?“ spurði hann, þegar þau döns-
uðu út á gólfið.
„Ekkert,“ svaraði hún.
Hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð af reiði og ör-
væntingu og mest langaði hana til að segja eitt-
hvað særandi við hann. En þegar hann leit spyrj-
andi niður á hana og lagði handlegginn utan um
mitti hennar til að dansa af stað, mildaðist hún
og klöknaði.
„Á ég að leiða yður aftur að borðinu ?“ spurði
hann þegar laginu lauk, „eða eigum við að fara
út og kæla okkur?“
„Erum við ekki vön að fara út?“ heyrði hún
sjálfa sig svara.
„Við höfum gert það tvisvar áður,“ svaraði
hann alvarlegur í bragði. „Við skulum ekki
breyta þeirri venju.“
Wanda roðnaði. Nú var hann að stríða henni
ennþá einusinni.
Þau gengu út í garðinn — það var ekkert
tunglskyn. Loftið var þrungið rósailmi og sval-
andi blær barst inn yfir eyðimörkina. Þau gengu
niður skuggalegan og auðan stig — flestir höfðu
auðsjáanlega kosið heldur að snúa aftur til borða
sinna með kampavíninu.
Wanda var taugaóstyrk og hún leitaði að ein-
hverju til að segja.
„Ætlið þér fljótt aftur til High Heaven ?“ var
það eina, sem hún gat sagt.
„Ég hugsa að ég fari heim á morgun.“
„Svo fljótt?"
„Já. Mér liður betur heima í einverunni.. Kairo
er ekki vel heppilegur staður fyrir mig núna.“
„Það er yður sjálfum að kenni, Mac Mahon.“
I
týri
Anne Duffield •■■■
„Hvernig þá?“
„Þér þurfið ekki — ég á við — ég býst við að
þér lifið útsláttarsömu lífi —“
„Það var ekki það, sem ég átti við, Wanda!
Hvað hafið þér heyrt? Að ég sé umsvifamikill
hér í bænum?“ Það var glettni í rödd hans. „Ég
er hræddur um að ég sé ekki eins mikil hetja
og fólk heldur. Þér skulið ekki trúa öllu, sem
þér heyrið um mig.“
„Það geri ég ekki,“ flýtti hún sér að segja.
„Það hefi ég aldrei gert. Ég er viss um —" Hún
þagnaði skyndilega.
„Hvað eruð þér vissar um?“
„Ég er viss um, að það sem komið hefir fyrir
yður er ekki yður sjálfum að kenna —.“ Aftur
þagnaði hún.
„Hafið þér einnig heyrt um það?“
„Mér hefir verið sagt ýmislegt, en ekkert
ákveðið."
„Það furðá ég mig á. Enda þótt hinir kæru
vinir mínir hafi ekki hugmynd um sannleikann,
hélt ég þó að þeir þættust geta frætt yður full-
komlega um þetta.“
„En hvað þér eruð bitur,“ stamaði hún.
„Bitur? Já, og það ekki af ástæðulausu, ann-
ars kemur það ekki málinu við. Svo að þér trúið
ekki þessum söguburði. Hvers vegna?“
„Af því að ég veit hvemig þér eruð! Ég gæti
ekki trúað illu um yður,“ svaraði hún hreinskiln-
islega.
„Wanda — —“ Hann áttaði sig. „Þér eruð
góðar, en samt skjátlast yður. Ég á þetta ekki
skilið.“
„Það held ég samt,“ svaraði hún áköf. „Og þó
að svo sé ekki skiptir það engu máli. Ef við er-
um vinir —“
„Ég held að við getum aldrei orðið vinir,
Wanda," sagði hann hægt.
„Hvers vegna ekki?“
„Ég hefi sagt yður það áður. Ég telst ekki til
heldra fólksins. Ég hefi slæmt orð á mér og kem
yðar að engu liði.“
Var hann að stríða henni aftur? Eða var þetta
afsökun fyrir þvi að hann ætlaði að rjúfa vin-
áttu þeirra, sem var að verða þeim hættuleg.
Wanda þekkti hann ekki —• hún skildi hann ekki.
En hún fann til sárrar örvæntingar og vissi að
ef hún missti hann í kvöld var hann henni tap-
aður að eilífu.
„Mér er alveg sama um orðróminn. Ég held að
það þyrfti dýrðling til að búa hér og hafa óskert
mannorð og fólk myndi samt reyna að finna eitt-
hvað illt til að segja um hann. Ég hefi sjálf dóm-
greind til---—“
„Nei, nei,“ sagði Sherry.
„Þá viljið þér ekki vera vinur minn?“ Hún
leit upp og horfði á hann.
„Ég get það eltki, Wanda.“
„En ég þarfnast yðar.“
Barnslega teygði hún handleggina á móti hon-
um.
Sherry þreif í hendur hennar, svo fast að hana
kenndi til. •
„Ég veit það,“ sagði hann, „og ef til vill þarfn-
ast ég yðar líka. En samt verðum við að setja
þessu takmörk núna. Þér eruð aðeins átján ára
og ég vil ekki verða til að eyöileggja líf yðar.
Það er bezt eins og það er, það sjáið þér þegar
þér eruö orðnar rólegri. Þér eruð æstar núna —