Vikan


Vikan - 16.01.1947, Page 6

Vikan - 16.01.1947, Page 6
6 VIKAN, nr. 3, 1947" það er allt og sumt og ég væri þorpari ef ég færði mér það í nyt.“ Hún starði undrandi á hann. Það var hann, sem var æstur og rugiaður. „Þér verðið að vera trúar og grandvarar, Wanda, og ég lika. En einu sinni ætla ég þó að stela frá öðrum, því að ég er ekki gerður úr steini." Hann þreif hana umsvifalaust í faðm sér, kyssti hana, en ýtti henni svo harkalega frá sér. „8herry!“ En nú var hann aftur orðinn kaldur og róleg- ur. ' „Fyrirgefðu," sagði hann. „Þetta var ófyrir- gefanlegt af mér. Þarna sjáið þér að ég hefi á réttu að standa, Wanda, ég er vondur maður." „Nei — nei!“ Hann þeirf í handlegg hennar fast, en ástríðu- laust. „Komdu, nú förum við inn.“ Hún hefði ekki farið, heldur streist á móti, ef hún hefði ekki séð að einhver kom í áttina til þeirra. Nú var ekki um annað að ræða. Þau gengu þögul og skildu við innganginn. Wanda fór inn í búningsherbergið til að jafna sig, því að langt var eftir af dansleiknum. Wanda vissi ekki hvernig henni tókst að dansa áfram og láta ekki á neinu bera. Hún var undr- andi og óhamingjusöm, en samt var eitt, sem veitti henni gleði og styrk. Hvað sem hann hafði nú átt við með þessu þá var hann samt ástfanginn af henni. Það var hún núna alveg viss um. Hún sá að Rachel horfði forvitnislega á sig. Grunaði Rachel eitthvað ? Hún skyldi aldrei fá að vita þetta. En Rachel kom ekki með neinar spurningar. Hún var mjög elskuleg, eins og alltaf, þegar þær komu heim, kyssti Wöndu góða nótt og fór. En Wanda hafði enga hugmynd um að Rachel fór ekki inn til sín heldur beint inn í skrifstofu Sir John og bað hann alvarleg á svip að tala við sig nokkur orð. „Ég hefi áhyggjur út af Wöndu,“ sagði Rachel. Eg held, Sir John, að þér verðið að tala alvar- lega við hana. Hún er í þann veginn að eyðileggja framtíð sína. Sir John hafði eytt kvöldinu einn meðan ungu stúlkumar fóru á dansleikinn. Hann borðaði einn kvöldverð og hafði bók við hlið sér. Þetta gat hann sem embættismaður hins opinbera sjaldan veitt sér, og hafði honum því hingað til fundist það ánægjuleg tilbreytni. En í kvöld var eins og einveran ætti illa við hann. Þögnin gerði hann dapran í skapi og svalirnar, þar sem þau voru vön að drekka kaffið eftir matinn, voru eyðilegar. Hann hraðaði sér þvi aftur inn í skrifstofima og ákvað að vinna að skriftum. En hugur hans var á reiki og hann átti erfitt með að einbeita sér að skjölunum. Það lá við að hann iðraðist þess að hafa ekki farið með Wöndu og Rachel í Mena House. Skömmu seinna heyrði hann þær koma heim og læðast inn í herbergin sín. Það voru óskráð lög á heimilinu að ef húsbóndinn var ekki í sétu- stofunni þegar þær komu heim af skemmtunum þá mátti ekki ónáða hann. Hann langaði til að kalla á þær, en undarleg feimni aftraði honum. Þegar hann heyrði Rachel berja á dyrnar, kom roði i kinnar hans. Hún kom mjög hljóðlega inn og lokaði hurð- inni á eftir sér. Hún var alvarleg og skein trún- aðartraustið út úr augum hennar eins og þau tvö væru samsærismenn. Það glaðnaði yfir hon- um við það eitt að hún skyldi koma að nætur- lagi til að leita ráðlegginga hjá honum. Hann benti henni á stól og settist sjálfur andspænis henni og hlustaði alvarlegur á það, sem hún hafði að segja. Rachel leysti nú frá skjóðunni, talið yndislega og horfði með fögrum augum á hann. „Svona er nú málunum komið," sagði hún að endingu. Sir John, sem hafði tyllt sé upp á skrifborðs- hornið, lamdi hugsandi bókhnífnum í borðplötuna. „Sherry Mac Mahon!“ tautaði hann. „Ég furða mig á því. Ég hefði aldrei ímyndað mér -—■ Wanda er að vísu yndislegt barn. En hann er heims- maður, satt að segja manna ólíklegastur til að hrífast af átján ára barni.“ „Þar skjátlast yður,“ svaraði Rachel. „Menn af hans tegund verða oft hrifnir af barnungum stúlkum. Æska og sakleysi Wöndu gefur henni töfraljóma í hans augum." Sir John leit snöggt á hana. „Geðjast yður illa að Sherry?“ spurði hann. „Það get ég ekki sagt. Hann er skemmtilegur maður. En ég þekki þessa manntegund og ég dái hana ekki.“ „Sherry er annað og meira en dæmi upp á þá manntegund, sem þér eigið við,“ sagði Sir John og fitlaði hugsandi við bókhnífinn. „Hann er mikill hæfileikamaður —- alveg óvenju mikill. Hann þyrfti bara að eiga konu — til að halda honum föstum í rásinni." „Þér ætlið’ekki að segja mér, að þér væruð fús til að gifta honum Wöndu," greip Rachel fram í fyrir honum. „Ég myndi ekki hafa neitt á móti því,“ svaraði Sir John vingjarnlega. „Sherry er talsvert eldri en hún, en það gerir ekkert. Hann myndi gæta. hennar vel og vera henni ástríkur eiginmaður. Það eru þessir ólmu Irar vanir áð vera,“ bætti hann við brosandi, „ef þeir á annað borð róast." „En Sir John! Maður með annað eins óorð — hann varð að fara frá Englandi vegna einhvers hneykslis.“ „Það var ekki annað en óvarkárni ungs, blóð- heits manns. Það var í sambandi við konu — og hvaða ungur maður hefir ekki lent í einhverju. þvílíku. Hann var undir ströngum heraga og þess vegna var ekki hægt að hilma yfir það. Ef þessar kjaftakerlingar hér í Kario vildu láta þetta gleymast ■—■ ■—“ „Þér gerið mig undrandi!" hrópaði Rachel „Kjósið þér þá fremur Sherry MacMahon sem tengdason en Bill Renton?“ „Nei, það sagði ég ekki.“ Sir John brosti aftur. Hann hafði gaman af þessum viðræðum. „Þvert á móti — ég vil kannske Bill heldur. En ef Wöndu og Sherry þykir vænt um hvort annað —“ „Nú erum við komin út fyrir samræðuefnið,“ sagði Rachel. „Var þetta ekki einmitt mergurinn málsins?“ „Nei, — það kemur ekki til mála að hann vilji kvænast henni.“ „Rachel! Hvað þá — —“ Sir John hrukkaði ennið. „Sir John — þér verðið að trúa mér. Ég veit hvað ég syng. Þér eruð karlmaður og lítið á Sherry með augum karlmanns, en ég sem kona Blessað barnið! Teikning eftir George I IcManus. Mamman: En hvað Lilla þykir gaman að blöðrunni, hann hefir ekkert grátið síðan hann fékk hana. Pabbinn: Já, þetta verður yndislegur dagur! Pabbinn: Æ! Nú missti hann blöðruna! Mamman: Þú mátt til með að ná í aðra blöðru, annars. hættir hann aldrei að gráta. Pabbinn: Það er langt að fara Pabbinn: Gættu þess nú, að missa hana ekki, þetta, en heppinn var ég, að þær elskan. voru ekki búnar! Lilli: Da-da-da! Mamman: Hana, nú eyðilagðir þú hana með sígarettunni! Lilli: Vo-o-o.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.