Vikan


Vikan - 16.01.1947, Qupperneq 12

Vikan - 16.01.1947, Qupperneq 12
12 greiðslunnar. Regnið lamdi hana utan og hávað- inn í regndropunum, þegar þeir skullu á mal- bikuðu götuna, var næstum meiri en skellirnir í fótataki hennar. Var nú víst, að Andy hefði farið út í benzínaf- greiðsluna? Þessi hugsun fékk hana til að nema skyndilega staðar. Næstum á sama augnabliki fékk hún svar við spurningu sinni, þvi nú sá hún að kveikt var ljós í benzínafgreiðsluhúsinu. Andy hafði þá tekizt að vekja einhvern þar — eða hann hafði brotist þangað inn til að leita að lyklinum að benzíngeyminum. Hún byrjaði aftur að hlaupa. Það var um að gera að vera komin sem næst stöðinni, þegar Andy legði af stað þaðan aftur. Hvað ætli harm taki sér nú fyrir hendur þegar hann kemst að því, að hún hefir farið burt frá bifreiðinni? Fyrst mundi hann hella benzíninu á bilinn, setja vélina í gang og —• já, og hvað svo ? Kalla á hana, eða aka dálítið áfram eftir vegin- um í þeirri von að hún hefði farið í þá áttina. Hann mundi sjálfsagt vera nokkra stund að átta si'g á því, að hún hefði flúið burt frá honum með vitund og vilja — og hlyti því að vita sannleik- ann, hinn hættulega sannleika. Þá mundi hann átta sig — og þá gat verið að hann myndi eftir símanum I afgreiðsluhúsinu við benzíngeyminn og kæmi þangað . . . Rigning . . . blautt malbik . . . myrkur. Hún var orðin svo móð af hlaupunum að hún náði varla andanum, þegar hún varð þess skyndi- lega vör, að hún var komin allnærri benzínstöð- inni. Hún gat nú séð benzínhylkin sæmilega, þar sem þau risu upp af steyptum stallinum, rauð og glansandi af bleytu. Á sama augnabliki veitti hún því athygli, að ljósin í benzinafgreiðslunni höfðu verið slökkt aftur. Hvenær mundi hafa verið slökkt? Það hlaut að hafa verið rétt á þessu augnabliki, því hún hefði hlotið að hjá það fyrr, ef svo hefði ekki verið. Hann hlaut því að vera áð kpma , , , Hún hljóp út af malbikuðu brautinni, féll nið- ur af vegkantinum og lá þar kyrr. Hún reisti höf- uðið og hlustaði, og viti menn, þarna kom Andy gangandi eftir veginum. Hún gat greint fótatak hans greinilega. Hann gekk einkennilega mishratt — fyrst gekk hann mjög hratt nokkur skref, sið- a^ nokkur skref svo hægt, að hann nam næstum staðar og síðan herti hann á sér aftur. Til hvers var hann að þessu? Sá hann svona illa fram fyrir sig, eða — var hann kannske að gæta að henni ? Var hann kannske í æstu skapi vegna þess, að hann óttaðist að sér mistækist að ná tilganginum með þessu ferðalagi? Þó að það væri mjög dimmt óttaðist hún að hann kynni að hafa séð hana meðan hún var á hlaupunum, eða hann kæmi auga á hana, þar sem hún lá við vegkantinn, þegar hann færi fram hjá henni. Brátt komst hún að raun um, að hann hefði ekki séð hana. Hann gekk með sama hætti og áður, hljóp við fót nokkur skref, en stóð síðan næstum kyrr alllengi. Loksins varð hún þess vör, að hann var kominn fram hjá, þvi hún heyrði fótatak hans renna saman við niðinn í rigning- unni langt að baki hennar. Loksins áræddi hún að standa upp og fara út á veginn aftur. Var þetta nú annars hann Andy, sem farið hafði fram hjá? Hún hafði ekki séð hann, aðeins heyrt í honum. Þetta hlaut samt se'm áður að hafa verið hann, þvi það var enginn úti við benzínstöðina. Dyrnar að afgreiðsluklefanum voru lokaðar, en hurðinni var ekki aflæst. Andy hafði sýnilega brotizt inn, því lásinn hafði verið sprengdur frá öðru megin. Af þessu leiddi — að það var enginn maður í þessari afgreiðslustöð! Skyldi vera nokkur sími þar? Hún þorði ekki að kveikja ljós eins og Andy hafði gert. 1 daufri skímunni af ljósinu fyrir utan gat hún samt séð að það var símatól i klefanum. Hún þreif heyrnartólið. Hún var svo skjálfhent og henni var svo kalt á höndunum að hún varð að láta nokkurn tima líða áður en hún treysti sér til að snúa skifunni rétt. Hún tók á öllu sem hún átti og einsetti sér að velja rétt númer, þótt hún hefði varla stjórn á fingrum sé. Vegna þess hve skuggsýnt var þarna inni átti hún bágt með að sjá tölurnar á skífunni. Að lokum tókst henni þó að velja númerið heima hjá sér. Skyldi hún nú fá samband ? Eða — var síminn lokaður? XVI KAFLI. Loksins! Loksins var anzað i símann, og það var Bruce, sem anzaði. „Bruce-------“ Áður en hún vissi af var hún farin að gráta og kom engu orði upp. „Jill-----Guði sé lof. Ert það þú, Jill? Hvar ertu? Jill — halló — Jill — heyrirðu ekki til mín ?“ VIKAN, nr. 3, 1947 „Bruce — þú verður að koma strax og ná í mig. Og flýttu þér, Bruce — heyrirður það? Það er hann Andy, sem---------— Góði komdu starx ..“ „Jill — hvar ertu? Hvað ertu að segja um Andy? Ég er búinn að leita að þér í allt kvöld.“ „Bruce — heyrirðu til mín? Bruce, það var Andy, sem myrti hana. Ég á við Juliet. Og.lika Crystal. Hann er hérna skammt frá — úti á þjóðveginum. Hann veit ekki hvert ég fór og nú er hann víst að leita að mér. Ég er héma inni í benzínafgreiðslunni og það er þaðan, sem ég hringdi---------" ,Jlvar er þessi benzínstöð? Þú verður að segja mér það nákvæmlega. Spurðu afgreiðslumann- inn---------“ „Það er enginn afgreiðslumaður hér. Stöðin er lokuð —-------“ „Lokuð? Og samt--------Já, en heyrðu, Jill, ég verð að vita hvar þú ert, ef ég á að ná í þig, þvi annars------ „Ég er einhvers staðar fyrir norðvestan Chi- cago, skammt frá Morton Grove, héld ég. Ég veit ekki hvaða vegur þetta er. Það eru engin hús hér eða neitt------“ Hún gat hvorki talað skýrt né i samhengi þvi hún grét með ekka án afláts. „Er hann skammt frá?“ „Nei, ekki sem stendur. Hann er víst úti við bíl- inn. Það er eldgömul og ónýt beygla------“ „Hvað stendur billinn langt frá benzinstöð- inni ?" „Svona einn kilómeter, hugsa ég.“ Nú heyrði hún að einhver var að tala við Bruce, og að Bruce svarað honum aftur, en hún heyrði ekki hvað þeir sögðu. Síðan sagði Bruce í simann: „Hvaða númer er á símatólinu, sem þú talar í? Vertu fljót að gá að því og segðu mér það síðan.“ Hún gat ekki séð tölurnar á litla miðanum. Hún þorði ekki að kveikja ljós í stöðinn og hún hafði engar eldspýtur. „Reyndu nú að vera róleg, Jill," sagði Bruce í skipunartón. „Efaðu aldrei að við munum koma og hjálpa þér. Gáðu nú að númerinu og segðu mér það.“ „En ég er búin að segja þér, að ég get ekki séð það. Ég þori ekki að kveikja. Ég ----“ „Geturðu falið þig fyrir lionum? Heldurðu að liann viti nokkuð um það, sem þii veizt um hann?“ „Já, já —- já! Hann veit það. — Ég skal reyna að fela mig á meðan, nóg er myrkrið. Ó, Bruce, þú verður að koma og voða, voða fljótt!" Nú sagði Bruce aftur nokkur orð við manninn, sem hjá honum stóð, en siðan sagði hann í sim- ann. „Þú mátt ekki hengja heyrnartólið á, þegar við hættum samtalinu. Láttu það hanga í snúr- unni, en settu það ekki á — heyrir þú það? Þá getum við fengið að vita á símstöðinni hvaðan þú hringir. Heyrirðu það?“ „Já, já — ég skil. Ég heyri hvað þú segir." „Heyrðu, Jill — heldurðu að hann sé að koma?“ „Nei, ekki strax, held ég.“ „Vertu þá fljót að svara mér einni spurningu. Manstu eftir því, hvort Andy var í frakka þegar hann kom hingað, hvað gerði hann þá af honum þegar hann kom inn?“ Jú, hún mundi það. „Hann var i frakka og fór úr honum, þegar hann kom inn og lagði hann kirfilega á stól.“ „Þér hafið rét.t fyrir yður! Þetta stendur heima með þjófnaðinn í fatageymslunni!"-------- Það var Bruce, sem sagði þessi einkennilegu orð. Hann sagði þau ekki við hana, heldur við einhvern, sem hjá honum var. Nú talaði Bruce aftur við hana og sagði. „Þú verður að reyna að fela þig, Jill. Þeir hafa sannanirnar gegn honum í lagi. Nú er aðeins um að ræða að þú standir þig, þangað til við komum." Veðrið var að versna. Það heyrðist altaf meira og meira á þarna í afgreiðsluskýlinu, hávaðinn í rigningunni og stormurinn varð svo taktfastur allt í einu — og reyndist vera drunur i bíl, sem ekið var upp að stöðinni og staðnæmdist fyrir framan opnar dyrnar . .. MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. 1. Maggi: Þetta var ljótp veiðiferðin! 2. Drengur: Hvernig gekk, Maggi? Maggi: Ég man ekki betur en að þú segðir, að það væri mikið af fiski í tjörninni ykkar. 3. Drengur: Já, ég sagði það. Maggi: Og ég hefi verið þar í allan dag og ekki fengið eina bröndu. 4. Drengur: Ég sagði ekki, að það væri gott að veiða i tjörninni — ég veit ekki um neinn, sem hefir fengið þar fisk á stöng!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.